Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 47 Hóf ferilinn í eldhúsinu hjá mömmu Bruce Jay Friedman fjallar um fegurð ís- lenskra kvenna í tímaritinu Playboy eins og frægt er orðið. En hann hefur einnig samið kvikmyndahandrit, skáldsögur, leikrit og leikið í myndum Woodys Allen. Pétur Blöndal talaði við rithöfundinn sem fann íslenska fegurð fyrst á Laugaveginum. ÞAÐ eina sem Bruce Friedman lærði í fjögurra ára háskóla- námi í fjölmiðlun var að Geor- ge Washington hefði kýlt blaðamann fyrir að kalla sig þorpai-a. „Eg hafði ekkert upp úr þessu námi og á end- anum gerðist ég rithöfundur vegna þess að ég fékk ekki vinnu sem blaðamaður," segir hann. „í flughernum varð ég vitni að því þegar flugmaður gekk af göflunum. Ég skrifaði sögu sem byggð var á at- vikinu og sendi tímaritinu New Yor- ker. Þá var ég 21 árs. Þeir höfðu samband við mig og sögðust ekki geta notað söguna en spurðu hvort ég ætti aðra í fórum mínum. Ég átti ekkert til en skrifaði sögu í eldhús- inu hjá mömmu sem síðan birtist í þessu virta tímariti." Þannig hófst glæsilegur rithöfund- arferill Friedmans sem skrifað hefur smásögur, skáldsögur, leikrit og kvikmyndahandrit - auk þess að kenna ritsmíðar í háskólum, taka að sér lausaverkefni í blaðamennsku og leika í kvikmyndum Woodys Allen. Hann virðist hæglátur maður þar sem hann lætur fara vel um sig á Hótel Borg og hrærir í kaffinu. „Ég get ekki lagað mér kaffi,“ segir hann. „Ég kann það ekki,“ heldur hann áfram. „En á bensínstöðvum er boð- ið upp á mjög gott kaffi svo ég fer þangað á hverjum morgni og fæ mér kaffi. Fyrir nokkrum árum gisti framleiðandi frá Hollywood hjá mér í nokkra daga. Hann var forviða á þessum sið og sagði: „Þú átt fallegt heimili og allt til alls; samt ferðu út á bensínstöð til að fá þér kaffi!“ Þessa sögu segir hann hvai' sem hann kem- ur og finnst ég vera stórundarlegur. Hann reykir eiturlyf, eltii- konur á röndum og er gjörsamlega óútreikn- anlegur. En það er ég sem er skrýt- inn!“ segir Friedman og hlær. Draumasímbréfið Ástæðan fyrir því að hann skrifar í tímarit á borð við Playboy og Esquire er sú að þá fær hann tæki- færi til að ferðast. „Sú þekking sem ég afla mér á ferðalögum nýtist mér sem bakgrunnur í þær sögur sem ég skrifa," segir hann. En hvernig stóð á komu hans til íslands? „Ég fékk draumasímbréf hvers rithöfundar," svarar hann. „Þar stóð: „Kæri Bruce. Sá orðróm- ur er á kreiíd að fegurstu konur í heimi séu íslenskar. Við erum með Ijósmyndara á staðnum og þeú segja að orðrómurinn eigi við rök að styðj- ast. Hefðirðu áhuga á að fara þangað í nokkra daga og kynna þér málið?“ Að sögn Friedmans eru konurnar ágætar „en mér finnst þó mest heill- andi að fara á nýjan stað og kynnast framandi menningu." Aðspm-ður hvort hann hafi fundið eitthvað nýtt á íslandi svarar hann: „Hvalkjöt“. En er hann sammála ljósmyndara Play- boy sem sagði að íslenskar konur byggju yfir slíkri náttúrufegurð að jafnvel þær ófrýnilegu væru fallegar? „í fullri hreinskilni finnst mér fal- legustu konurnar vera hvar sem ég er hverju sinni - hvort sem það er í London, París, Los Angeles eða Mi- ami Beach," svarar Friedman og bætir við, eins og til að hugga blaða- mann, „en gæðastuðullinn er mjög hár á íslandi." Skrifaði „Stir Crazy“, „The Lonely Guy“ og „Splash" Friedman skrifaði skáldsögu sem nefnist „The Lonely Guy“ og fjallar um það hvemig einmana sálir geta komist af í milljónasamfélögum. „Þar tek ég meðal annars fyrir hvernig maður fer að því að borða einn á veitingastað án þess að það verði aumkunarvert," segir hann. „Þá skrifar maður hjá sér punkta og lætur eins og veitingastaðagagn^- andi.“ Sígild gamanmynd með Steve Martin í aðalhlutverki var byggð á bókinni og hún kveikti einnig hugmynd að annarri mynd - Splash. Maður frá kvikmyndafyrir- tæki hringdi í mig og spurði: „Hvað ef einn af einmana mönnunum hittir hafmeyju?" Ég sló til því þetta gaf mér tækifæri til að skrifa ástarsögu og einnig til að kanna goðsagn- ir undirdjúpanna." Og haf- meyjan vai’ ekki af verri end- anum - hin íðilfagra Daryl Hannah. Enn önnur vinsæl gaman- mynd var Stir Crazy með Ric- hard Pryor. Fyrir hana kann- aði Friedman fangelsi í Texas í þrjár vikur. „Þá kom kona til mín og sagði að í einu fangels- inu væri kúrekasýning þar sem fangamir riðu nautgripum. Þaðan kom hugmyndin og eins og gildfr svo oft um sögur sem eiga rætur í raunveruleikanum varð myndin af- ar vinsæl.“ Vinátta við melludólg Friedman skrifaði einnig handrit að Dr. Detroit með Dan Aykroyd í aðalhlutverki. „Ég vai’ óánægður með hana,“ segir hann. „Ég hafði verið háskólaprófessor í Detroit í tvö ár þegar ég skrifaði handritið. Nótt eina hitti ég svartan melludólg og með okkur tókst vinátta. Síðar var hann handtekinn og gerði þau mis- tök að hreykja sér af því að hann þénaði 250 þúsund dollara ári. Það komst í blöðin og það næsta sem gerðist var að hann lenti í skattayfir- völdum og var settur í steininn. í myndinni biður hann mig að taka yfir viðskiptin og prófessorinn verðui- melludólgur. Það gerðist vitaskuld ekki en þarna velti ég vöngum - hvað ef það hefði gerst. Stundum skrifa ég beint fyrir kvikmyndfr og stundum eru keyptar af mér sögur sem ég hef skrifað og handritið unnið upp úr þeim. Ein slík mynd nefnist „The Heartbreak Kid“ og ég er mjög ánægður með hana. Annars eni kvik- myndir ekki i uppáhaldi hjá mér.“ Hvað er í uppáhaldi? „Að skrifa skáldsögur.“ Friedman lauk einnig nýverið við leikrit sem nefnist „Lawrence of America“. „Viðfangsefnið er nokkuð sem ég ráðlegg öllum nemendum mínum að forðast,“ segii’ hann. „Það fjallar um ungan rithöfund og allar þær hindranir sem hann þarf að yfir- stíga. Þetta er gamanleikrit en fram- Morgunblaðið/Arnaldur RITHÖFUNDINUM Bruce Jay Friedman finnst kaffi gott á bensín- stöðvum og ekki sfður á Hótel Borg. ÞÓRA Dungal eins og hún kemur lesendum Playboy fyrir sjónir. BIRW stúlkum sem sitja Lengstu samræður sem ég hef átt við Woody Al- len voru þegar við ræddum hvernig ég gæti buið uppi í sveit. „Hvað hefurðu eiginlega fyrir stafni,“ spurði hann og var for- viða.“ Og hvað gerirðu? „Ég hafði búið í Man- hattan í mörg ár og mig langaði að vera í næði. Hvað geri ég? Ég les, skrifa, spila tennis og ef það er kalt skara ég í eldinum. „Áður en þú veist af verður þú átta- tíu ára!“ sagði Allen. „Ef ég bý í Manhattan næ ég aldrei áttatíu ára aldri,“ svaraði ég.“ „Einu sinni var mér boðið í veislu ásamt öðrum skríbentum Playboy. En þeir hleyptu engum kon- um nálægt okkur. Þeir virtust halda að rithöf- undar væru gáfumenn sem kynnu ekki að meta konur. Sem var algjör misskilningur. Rithöfund- arnir sem mættu voru auðvitað bara að leita sér að kanínum.“ „Á hverjum morgni les ég fimm dagblöð. Sumir bursta tennurnar en ég les fimm dagblöð.“ Þú burstar þá ekki tennurn- ar? ... „Jú, ég bursta tennurnar. En dagblaða- lestur er góður því ég fæ mikið af upplýsingum og stundum hugmyndir. En flestar sögurnar byggi ég á atburðum úr lífi mínu og spyr svo: Hvað ef ...!“ leiðendunum var ekki hlátur í huga þegar ég ákvað að fara til íslands. Þeir sögðu mér að fara varlega, héldu að ég myndi hverfa ofan í jök- ulspi’ungu og það yrði ekki af neinu leikriti.“ Leikið í myndum Allens Og Friedman hefur komið víða við, meðal annars í tveimur myndum Woodys Allens. „Ég er enginn leik- ari en ég lék þó í myndinni „Another Woman“ og einnig í „Husbands and Wives“. Þegar ég kem heim verð ég svo að læra hlutverk mitt í nýrri mynd sem Allen er að vinna að með Kenneth Branagh. Dóttir mín sagði mér að hún væri um tískuheiminn. Mér skilst að Allen sé áhugasamur um tískubransann og sæki tískusýn- ■< ingai’. En leikararnfr vita aldrei ná- kvæmlega um hvað myndfrnar fjalla. Hann leyfir það ekki. Þeir þekkja að- eins sín hlutverk." Þegar Allen biður Friedman að leika í myndum segist hann ekM hugsa sig um tvisvar. „Ég spyr ekki einu sinni út í hlutverkið - þetta er nokkuð sem mér finnst afar skemmtilegt.“ Eruð þið vinir? „Nei,“ segir hann og hristir höfuð- ið. „Ég held að hann eigi enga vini. Við sækjum sama veitingastaðinn í New York sem nefnist Elaine’s. Þangað fara leikarar og rithöfundar, m.a. Seinfeld, og þar hitti ég marga gamla og nýja vini. Allen sækir þennan stað og hefur gert í mörg. Fyrsta hlutverkið sem hann bauð mér var mjög drykkfelldur maður. Hann hlýtur að hafa séð mig við bar- borðið og sagt: „Þessi er tilvalinn í hlutverkið." Hvernig er að vinna með Allen? „Það er ekki eins og vinna. Þetta er svo auðvelt. Hann er reyndar bein- tur og getur verið mjög hvass, en maður þarf ekki að hafa áhyggjur af handritinu - aðal- atriðið er að efnið komist til skila. Sem rithöfundur reyni ég þó að hafa textann rétt efl> ir. Ég myndi aldrei breyta honum. Allen er mjög afslapp- aðui’ og það er eins og hann sé ekki að leikstýra. En hann tek- ur atriðin aftur og aftur þang- að til hann er ánægður. Þá get- ur hann líka valið um nokkrar útfærslur." Glóey fallegust Annar maður sem er vel kunnugur Friedman er Mel Brooks. „Við borðum saman hádegismat einu sinni á þriggja vikna fresti í nágrenni við heimili mitt - um 140 kíló- metra fyrir utan New York. Þangað mæta Mario Puzo, sem skrifaði Guð- fóðurinn, Joseph Heller, sem skrifaði Catch 22, David Goodman, handrits- höfundur, og svo mætir Mel Brooks þegar hann er í bænum. Þá kemst enginn annar að. Það reyndist mér mjög erfið lexía, en jafnvel ég lærði að þegja.“ Ér hann viðkunnanlegur? „Nei,“ svarar Friedman snubbótt. „Nei, hann er ekki viðkunnanlegur," heldur hann áfram og hlær. „Hann er fyndinn en jafnframt erfiður viðureignar og vili hafa orðið - hans er valdið.“ Meðan Friedman vai’ hérlendis ferðaðist hann um landið og fór m.a. til Akureyrar þar sem búa fegurstu konur í heimi samkvæmt bandaríska rithöfundinum Greg Donaldson. „Þú segii' mér aldeilis fréttir," segir Friedman. „Ég hefði betur kynnt mér það fyrirfram því þar sá ég eng- ar fallegar stúlkur. Mér fannst fal- legasta stúlkan vera leiðsögumaður- inn minn, Glóey, og hún var ekki þaðan.“ Ætli það sé ekki best að Friedman hafi lokaorðið: „Á Nelly’s Café, sem er fjölsótt af listamönnum (gæti það verið Elaine’s Reykjavíkur?), situr ungur maður með fjórum ómótstæði- lega fögrum, ungum og Ijóshærðum þokkagyðjum. Samt er hann niðurdreginn og greinilega hugsjúkur. Vinur hans útskýi’ir: ,,-í ferð til Flórída varð Lars ástfanginn af hundrað kílóa semínólakonu [indíána]. Hún hafnaði honum og hann hefur aldri komist yfir það.“ Ef til vill er þarna kominn efnirið- ur í nýja skáldsögu Friedmans . . . %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.