Morgunblaðið - 11.07.1998, Síða 34

Morgunblaðið - 11.07.1998, Síða 34
£.34 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Alvarlegt slys í umhverfí Eldhrauns og Landbrots FYRIR þá sem ekki eru kunnugir staðhátt- um skal þeirra lítillega getið, miðað við að vera miðsvæðis í Eldhrauni á þjóðvegi 1. Afstaða er því sem næst þessi: Austan og suðaustan við Eldhraun er Land- brotið en sunnan og suðvestan við Eldhraun er Meðallandið. Eld- hraun hallar að þessum sveitum frá norðri. Við norðurbrún Eldhrauns fellur Skaftá sem renn- ur austur með Síðufjöll- um framhjá Dalbæjar- stapa og einnig Systrastapa og rétt fyrir sunnan Kirkjubæjarklaustur. í daglegu tali heimamanna er sagt að áin renni ofan við hraunið. Skaftá fann sér farvegi út á og und- ir Eldhraun skömmu eftir Skaftár- elda. Skaftá hefur síðan dreift sér í farvegum undir Eldhraun, þannig fiutt til Landbrots og Meðallands atn í ár og læki, vatnið kemur tært eins og bergvatn undan hrauninu. Ef þetta einstaka og margbrotna náttúruundur hefði ekki gerst hefðu þessar sveitir ekki byggst eftir hamfarir Skaftárelda. Þetta vatn er sameign Landbrots og Meðallands. Vatnið á um 200 ára hefð og það má með engu móti tak- marka. Það gæti þýtt að þessar fögru sveitir yrðu takmarkaðar til búsetu. Vegna sjálfsálits ókunnugra ^ manna sem töldu sig vita betur en heimamenn, var ekki talin ástæða til að ráðfæra sig við eða hlusta á heimamenn. Þess vegna varð alvar- legt óhapp í vegagerð í Eldhrauni. Skelfilegar afleiðingar Fyrir alllöngu setti vegagerðin fyrirhleðslur smátt og smátt í far- vegi Skaftár út á Eldhraun og sam- tímis hætti Skaftá að renna út á og undir hraunið með sama hætti og áður var. Jafnframt lækkaði í Gren- læk og Tungulæk frá ári til árs. Vegagerðin sagðist vera að verja þjóðveginn vatnságangi frá Skaftá. Hér var illa ígrundað áður en af stað var farið. Afleið- ingar þessa tiltækis urðu skelfilegar. Ein merkasta sjóbh-tingsá landsins, Grenlækur, þornaði á síðastliðnum vordögum og allt líf í ánni að sjálfsögðu drapst. Einnig þornaði Tungulækur fyrir ofan Tungufoss. Að sjálf- sögðu drapst allt sem í ánni var fyrir ofan foss, margir fleiri lækir hafa þornað og minnkað. Vegna vanþekkingar utanaðkomandi aðila sem töldu ábendingar heimamanna nánast ekki umhugsunarverðar, varð um- rætt umhverfisslys í Eldhrauni og Landbroti. Það kann ekki góðri Pað er 200 ára hefð fyrir rennsli vatnsins, segir Helgi Valdimars- son, og röskun á ferli þess rýrir landkosti og takmarkar byggð í fögrum sveitum. lukku að stýra að taka lítið eða ekk- ert mark á heimamönnum sem vör- uðu við í mörg ár að fyrirhleðslur í farvegum Skaftár út á Eldhraun myndu enda með vatnsþurrð í lækj- um í Landbroti. Heimamenn vita nákvæmlega hvaðan og hvemig vatnið rennur undir Eldhraun, þessi vitneskja hefur haldist hjá íbúum Landbrots og Meðallands mann fram af manni síðan Eldhraun rann. Heimamenn þurfa enga sérfræðinga eða frétta- mann til að kanna það sem vitað var fyrir 200 árum. Nú er það stóra málið hvort þetta tiltæki Vegagerðarinnar hef- ur skemmt farvegi Skaftár undir Eldhrauni. Oskandi að svo sé ekki. Ef skemmdir hafa orðið á Vega- gerðin mikið starf framundan að koma farvegum Skaftár út á og undir Eldhraun í viðunandi horf. Vonandi kemur Vegagerðin farveg- um og vatni Skaftár í eðlilegt horf í hrauninu fyrir nk. haust. Einnig skal bent á að það er fleira í hættu en veiðiár og lækir, t.d. hafa sumar bújarðir orðið tak- markað vatn í högum og sumar jarðir hafa nánast ekkert vatn í út- högum og uppblástur lands og landeyðing blasir við vegna vatns- þurrðar. Ungt hraun Eldhraun er ekki nema rúmlega 200 ára. Hraunið er nánast nýrunn- ið og á eftir aldir í gróðurþróun. Eitt stórkostlegt náttúrufyrirbæri er að þróast í Eldhrauni til gróður- myndunar. Skaftá ber sand og jök- ulleir í hraunið og sérstaklega hafa hlaup í Skaftá á undanfbrnum árum þróað þessa sérstöku jaðvegsþróun, sem er einstök, ekki aðeins á Is- landi heldur í heiminum. Því miður hefur Vegagerðin og aðrir með misskilið náttúnivernd- ar- og umhverfisverndarsjónarmið tafið hér náttúrulega jarðvegs- og gróðurþróun. Þessari merkilegu þróun má með engu móti raska heldur á að vinna þegar í stað að endurbótum og lagfæringu á þeim spjöllum sem menn hafa unnið t.d. með misskilinni uppgræðslu og fyr- irhleðslum. Það yrði raunveruleg umhverfis- og náttúruvernd. Það er íhugunarefni þegar frétta- maður ríkissjónvarpsins flutti landsmönnum misskilið fréttaefni frá umhverfi Skaftár í Eldhrauni. Hvort ekki sé rétt að skoða nánar þann þátt sem misskilin náttúru- og umhverfísvernd í fréttaflutningi sjónvarpsins kann að hafa haft til búsifja í byggðarlaginu. Það er einnig íhugunarefni að svo virðist sem fréttamenn séu álíka friðhelgir í landinu og fálkinn. Fréttamaðurinn góðkunni og verð- launaði á að vita, að það er víðs- fjarri að sandur og jökulleir sé alls staðar til óþurftar til gróðurmynd- unar þar sem hæfilegur raki er. Hæfilegur raki kemur í sandinn og jökulleirinn í Eldhrauni frá Skaftá ef áin er látin í friði. Hér var óheppilega misskilið umhverfis- og náttúruverndarsjónarmið sem hef- Helgi Valdimarsson Morgunblaðið/Rafn Ilafnfjörð STÓRIFOSS í Grenlæk sumarið 1990. STÓRIFOSS vorið 1998 - þurr! ur trúlega eitthvað tafið úrbætur í Eldhrauni og Landbroti. Að friða mosa Heyrst hefur umtal um að hemja verði farvegi Skaftár svo áin renni ekki út á Eldhraun, t.d. á vetrum vegna jakaburðar út á hraunið. Jakarnir eru mikilvægur þáttur í vatnsforða hraunsins. Þessar að- gerðir áttu að vera til varðveislu mosa í hrauninu til komandi kyn- slóða. Hér er undarlegur og vara- samur misskilningur á umhverfis- og gróðurvemd og lýsir ótrúlegri fljótfærni hjá kunnáttu fólki. Það eiga allir að vita, a.m.k. uppkomið fólk, að mosi er undanfari gróðurs og þarf raka. Mosinn í Eldhrauni verður að mold og grasi í framtíðinni. Það er aldrei hægt að varðveita mosa. Um- tal þessara „umhverfismosafræð- inga“ hefur, þó ótrúlegt sé, senni- lega eitthvað tafið fyrir úrbótum. Við umhverfissamtök og náttúm- verndarsamtök segi ég: Látið þetta umhverfisslys sem orðið er í Eld- hrauni og Landbroti verða ykkur varanlegt umhugsunarefni. Vinnið nú þegar ötullega að því að koma Eldhrauni og Landbroti í náttúm- legt horf og sjáið síðan um að Eld- hraun verði látið í friði, svo að vatn- ið frá Skaftá fái að renna eðlilega í gegnum hraunið til Landbrots. Vatnið er búið að vera eign byggð- arlagsins frá Skaftáreldum. Ég óska byggðarlaginu alls góðs. Höfundur er fyrrverandi bygginga- meistari. Fenemal og arnarstofninn ÁÁRUNUM 1971 til og með 1994 var svefn- lyfið fenemal notað víða til þess að draga úr skaða af völdum vargfugls, m.a. á sorp- haugum. Með gildis- töku nýrra laga árið 1994 var notkun fenemals hætt, en heimild veitt fyrir und- -“anþágu til notkunar efnisins, fyndust ekki betri kostir til að draga úr skaða af völdum vargs. I fyrri mánuði veitti ég heimild til slíkrar undanþágu til fimm æðarbænda, í til- raunaskyni og að uppfylltum mjög ströngum skilyrðum, sem ekki síst eiga að tryggja að arnarstofninum stafi ekki hætta af notkun efnis- ins. Þessi ákvörðun varð til þess að - formaður ráðgjafarnefndar um villt dýr sagði af sér og nokkur um- ræða var í fjölmiðlum um málið. Var á stundum að skilja af umfjöll- uninni að með ákvörðuninni væri amarstofninum stefnt í stórhættu og nýju og hættulegu eitri sleppt út í náttúru íslands. Slíkt er fjarri sanni. Af þessu tilefni er rétt að 'i>rekja nokkrar staðreyndir um eðli málsins og aðdrag- anda, sem hafa orðið útundan. Svefnlyf sem brotnar hratt niður Fenemal er svefnlyf, sem m.a. hefur verið gefið bömum. Það brotnar hratt niður, hvort sem er í manns- líkamanum eða í nátt- úranni og er alls óskylt þeim þrávirku eitur- efnum, sem við Islend- ingar höfum hvað mestar áhyggjur af og höfum barist gegn. í þá rúma tvo áratugi sem efnið var notað hér á landi er varla að finna nokkur dæmi um skaðleg áhrif af völdum efnisins. Arnar- stofninn rétti aðeins úr kútnum á þessu tímabili, en hefur staðið í stað eftir að notkun fenemals var hætt. Ekkert bendir því til þess að samband sé á milli fenemal-notk- unar og viðgangs arnarstofnsins. Engu að síður er nauðsynlegt að fara með fyllstu gát og gæta ýtr- ustu varkárni við notkun fenemals, þannig að tryggt sé að það hafi engin skaðleg áhrif á haföminn eða aðrar lífverur en vargfugl. Því hafa mjög ströng skilyrði verið sett um Flest bendir til þess að notkun fenemals sé best viðunandi leiðin til fækkunar vargfugls, segir Guðmundur Bjarnason, og að hún hafí ekki áhrif á arnarstofninn. notkun efnisins hjá æðarbændun- um fimm. Efnið skal einungis lagt út í eggjum og undir umsjón sér- fræðings hjá Veiðistjóraembætt- inu. Haldið skal nákvæmt yfirlit yf- ir útburð eiturs og árangur af út- burði og því yfirliti skilað til um- hverfisráðuneytisins fyrir 5. sept- ember 1998. Þessar undanþágur í tilraunaskyni ættu því að auka þekkingu manna á virkni fenemals og hjálpa mönnum við ákvörðun um hvaða úrræðum skuli beitt í framtíðinni. Þessi tilraunanotkun á fenemali er því miklu takmarkaðri og undir meira eftirliti en notkun efnisins fyrir aðeins fjóram áram í raun er hún vart sambærileg. En þó að þannig megi sýna fram á að arnarstofninum og íslenskri náttúra sé engin sannanleg hætta búin með takmarkaðri notkun fenemals, hefur verið gagnrýnt að ekki skuli farið eftir áliti ráðgjafar- nefndar um villt dýr, sem lagðist gegn veitingu undanþágu fyrir notkun fenemals. I því sambandi er rétt að taka fram að ráðherra er að sjálfsögðu ekki bundinn af áliti ráð- gjafarnefndarinnar, þótt ég taki það alvarlega, sem m.a. sýnir sig í hinum ströngu skilyrðum sem sett era fyrir tilraunanotkun á fenemali. Víða leitað ráðgjafar Ráðgjafanefndin var hins vegar ekki ein um að veita umhverfis- ráðuneytinu sérfræðiráðgjöf á þessu sviði, m.a. leitaði ráðuneytið ráðgjafar hjá embætti Veiðistjóra, eiturefnasviði Hollustuvemdar rík- isins og hjá dr. Þorkeli Jóhann- essyni, forstöðumanni Rannsókn- arstofu í lyfjafræði, sem er einn helsti eiturefnasérfræðingur lands- ins. Álit hans var á þá lund að önn- ur efni sem reynd hefðu verið, s.s. ti-íbrómetanól og alfaklóralósi, hefðu annmarka sem gerðu notkun þeirra erfiða, en að fenemal mætti vel nota til þess að drepa vargfugl. Aðspurður taldi dr. Þorkell að ólík- legt væri að fenemal gæti orðið emi að aldurtila, t.d. legðust ernir ekki á egg svo vitað væri og þó Guðmundur Bjarnason hann æti t.d. svartbak sem drepist hefði af fenemali hefði það litla eit- urverkun á svo stóran fugl sem örninn. Þetta álit dr. Þorkels vó þungt í ákvörðun minni. Æðarrækt er atvinnuvegur þar sem maðurinn þarf að lifa í sátt við villtan fugl og villta náttúra. Þessi sérstæða búgrein á víða undir högg að sækja, m.a. af völdum ágangs vargfugls. Það er sjálfsagt að leyfa æðarbændum að verjast varginum, svo fremi að slíkt sé hægt án þess að stofna haferninum í hættu eða að það hafi önnur neikvæð áhrif á náttúrana. Sterk rök hníga að því að notkun fenemals sé best viðun- andi aðferðin til fækkunar varg- fugls og að hún hafi ekki skaðleg áhrif á emi og náttúruna. Leiki vafi á slíku, skýi-ist hann væntan- lega með þeim tilraunaleyfum sem nú hafa verið veitt og þeim athug- unum á virkni efnisins sem gerðar verða. Komi einhver vísbending fram um skaðleg áhrif efnisins á arnarstofninn verður hætt að veita undanþágur fyrir notkun þess. Takmörkuð notkun á svefnlyfinu fenemal undir ströngu eftirliti á nákvæmlega ekkert skylt við eitur- hernað gegn tófu og emi með strikníni fyrr á öldinni. Það fjaðrafok sem orðið hefur vegna þessa máls er illskiljanlegt þegar staðreyndir málsins era hafðar í huga og sú mikla varkárni og ströngu skilyrði sem bundin era leyfunum til æðarbændanna fimm. Höfundur er umhverfísráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.