Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Systir okkar, KRISTÍN JÓNASDÓTTIR, Aðallandi 3, Reykjavík, lést á Landakoti miðvikudaginn 8. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. júlí kl. 15.00. Hallgrímur Jónasson, Auður Jónasdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát og útför Krissu okkar, KRISTBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR, Grenigrund 28, Akranesi. Vinátta vermir. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Villi Guðmundsson, Dagbjört Friðriksdóttir, Guðmundur Þórir Sigurðsson, Jóhanna S. Sæmundsdóttir, Pálína Sigurðardóttir, Sigurður Páll og Vilhjálmur Sveinn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður minnar, tengda- móður, ömmu og systur, SOFFÍU G. JÓNSDÓTTUR frá Deildartungu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins og krabba- meinsdeildar 11-E á Landspítalanum. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Kári Árnason, Arnbjörg Soffía Árnadóttir, Ragnar Auðun Árnason, Vigdís Jónsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Hannes Jónsson, Andrés M. Jónsson. Bentey Hallgrímsdóttir, Aldís Einarsdóttir, Ólafur Ástgeirsson, Sigurjón Einarsson, Þórey Einarsdóttir, Rósa K. Þórisdóttir, Birgir Þórisson, Margrét K. Björnsdóttir, Smári Þórarinsson, Þröstur Kristjánsson, Ragnhildur Ragnarsdóttir og fjölskyldur. + Hjartans þakkír fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, BJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Tungumúla, Barðaströnd. Laufey Böðvarsdóttir Trausti Aðalsteinsson Bríet Böðvarsdóttir, Einar Guðmundsson, Unnar Þór Böðvarsson, Jóna Júlía Böðvarsdóttir, Gunnar Óli Björnsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. DIETER ROTH + Dieter fæddist Hannover í Þýska- landi 21. aprfl 1930. Hann lést í Basel í Sviss 5. júní síðast- iiðinn og fór útför hans fram í kvrr- Þey. Dieter Roth, mágur minn, fyrrverandi, er allur. Fyrstur úr hópnum sem böm og tengdabörn foreldra minna fylltu. Fyrstur til að taka pokann sinn - og hverfa á braut. Safnast til hóps feðra og mæðra sinna og okkar. - Eftir er skarð. - Svo einkennilegt og svo óvænt og þó svo fjarskalega eðlilegt. Við, þessi hópur, sem höfum verið bræður og systur á allan hugsan- legan máta, svo langalengi, höfum átt því láni að fagna að fá öll að verða - leyfi mér að segja - gömul. 011 afar og ömmur, einhverjir meira að segja komið sér upp bamabamabörnum, án þess að skarð kæmi í hópinn, þar til nú, að Dieter tók pokann sinn. Hann hef- ur svo sem gert það fyrr. Verið snöggur uppá lagið og snarbeygt í óvænta átt. Þvert á strauminn - móti straumnum. Kannski ekki svo mjög óvænta, þegar hann gekk úr Siggu-húsi. þar vom tveir sterkir straumar sem áttu samleið en gátu samt ekki farið saman veginn. Það varð að bjarga því. Það breytti engu um það, að pabbi og mamma vom tengdaforeldrar hans. Þau dóu frá honum en ekki öfugt. - Afi og amma barnanna hans. Þau börðust fyrir hann, hlúðu að hon- um, tengdasyni sínum, eins og góð- ir foreldrar. Og hann? Hlúði einnig að þeim. Bar þau fyrir brjósti. Reyndist þeim umhyggjusamur og örlátur, var góður tengdasonur - með Siggu og án Siggu. - Fljótlega eftir að Dieter kom til íslands, að athuga hvort hann gæti ekki orðið maðurinn hennar Siggu systur minnar, kom í ljós að það var ekki svo einfalt fyrir hann að fá atvinnu- leyfi hér, á þessu ískalda landi. Hann hafði bréf uppá það, að hann væri fullmektugur auglýsinga- teiknari, en ég man ekki betur, en menn snemst öndverðir gegn því hann fengi atvinnuleyfi í grein sinni. Þetta var meira að segja komið fyrir ráðherradóm. það var heitt í kolunum! - þá gekk hann sig, hann pabbi minn gamli, uppí ráðuneyti, á fund ráðherra, sem ég þori ekki alveg að fara með, hver var, og spurði hann, hvort hann vildi heldur fá tvo afburða þegna inn í landið, eða missa einn frábær- an úr landi. Ráðherrann vildi held- ur þessa tvo afburða inn í landið. „Þá verður þú að veita Dieter, heit- manni dóttur minnar, atvinnuleyf- ið, hann er efni í afburðamann. Fái hann ekki atvinnuleyfið er það sama og reka hann úr landi, og þá fer Sigríður dóttir mín úr landi með honum, hún er nýkomin heim með mjög merkilega þekkingu til landsins og er líka efni í afburða- mann.“ Dieter fékk atvinnuleyfið. - Og Sigga og Dieter giftu sig bara eins og hverjir aðrir góðborg- arar. Sigga fór meira að segja í þokkafullan, rauðan kjól, nælon- sokka og háhælaða rauða skó. Og var þá bleik bmgðið, þótti oss. Næstum ófrávíkjanlegur stíll Diet- ers vom hreinar línur, ekkert prjál. Ef hluturinn gerði sama gagn sem ein lína, svört eða hvít, þá var hann bara ein lína, svört eða hvít. Tærleiki og fegurð einfaldleikans höfð í öndvegi. Allir fallegu silkikjólarnir hennar Siggu, gullslegnir og sá með hafæjarósun- um. Allt í timnuna eða í besta falli í Vetrar- hjálpina. Yngri mið-systkinin, Sigga og Oddur, bjuggu bæði í Vesturbænum með mökum sínum og þessum nýju kríl- um sem vom að bætast í fjöld- skylduna. I janúar 1957 kom snar- boralegt kríli inn í veröld Odds og Borghildar, það var látið heita Hilmar. Næstum 10 mánuðum seinna hringdi Dieter í móðurstöð- ina og tilkynnti: „Sigga búin að fá strák“ . Krílið að tama fékk nafnið KARL. Skelfing var það kallalegt nafn á svo lítið kríli. Og Sigga fékk íburðarmikið og mjög geometrískt jámblóm á sængina. Brjóstagjafir, pelar og bleyjur. Svefnlitlar nætur og engin grið. Undirrituð var yfir- bamapía á báðum bæjunum, sá ýmislegt og heyrði margt. Enda einkavinur systkina sinna bæði ár og síð. Óx reyndar fljótt upp úr embættinu sjálf, giftist manni og tók að eignast kríli. - Allur hópur- inn, systkinin, makar og kríli vom síðan alltaf að koma eitthvað sam- an eða fara eitthvert saman. Móð- urstöðin sem var orðin „til afa og ömmu“ var mest sótt. Þar var alltaf hátíð í bæ. Partý vom til skiptis á heimilum systkinanna af öllum hugsanlegum og óhugsanleg- um tilefnum, bæði með og án utan- aðkomandi skemmtikrafta. Einu sinni fóm Sigga og Dieter með Vidda bróður og Betu mágkonu, sem eiga sinn residens á Akureyri, austur á Húsavík að heimsækja þá Brettingana, fjöldskyldu Betu, og svo þaðan áfram austur á Egils- staði til Ingibjargar systur og Bjama Linnet, bónda hennar. Það var víst rosaleg stemmningsferð. Og dró dilk á eftir sér. Kannski var það þá sem Dieter datt í það að veiða fisk. A.m.k. var hann alltaf að fara norður og aust- ur eftir þetta í alls konar svaðiltúra með þeim mági sínum og svila. I einum túmum austur kynnti Bjami Linnet fyrir honum Loð- mundarfjörð og Dieter varð svo ástfanginn af honum, að hann bað Siggu að setjast þar að með sér og bömunum. Eins og þið kannski vit- ið, þá komst þangað enginn nema fuglinn fljúgandi og svo nokkrir djarfir hestamenn, ef það var ekki því betra í sjóinn. Sigga var á fullu að byggja upp „art-þerapíið“ og sá sig í anda verða að nátttrölli þama í eyðifírði fyrir austan. Það varð sem sagt ekkert úr því. En sagan af Dieter og Loðmundarfirði var bara rétt að hefjast, en Bjössi Roth kann hana betur en ég. Aftur á móti var Dieter ekkert dottinn af baki með hús og híbýli. Straumur, gamla fallega húsið, þar sem álver- ið er, það var líka fysilegur kostur. Sigga hlyti að vera til í að flytja þangað með bú og börn. En blessuð Sigga mín, sem mætti alltaf ákveðna daga heim til mömmu með alls konar poka í eft- irdragi að þvo þvottinn í þvottavél- inni hennar og venda manséttun- um á skyrtunum hans Dieters og Roth Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum. bæta hnén á buxum krakkanna, horfði til þess með hryllingi að þurfa að fara með allt þetta drasl í Keflavíkurrútuna og svo í strætó vestur í bæ til mömmu mörgum sinnum í viku. Þá fékk Dieter brilliant hugmynd! Það vom fleiri eyðibýli á lausu en í Loðmundar- firði eða Straumnum. Höfði stóð líka ónýttur og engum til gagns, að því er virtist. Og þar kæmist öll stórfjölskyldan fyrir með glans. Að minnsta kosti þeir er bjuggu sunn- an heiða. Og þannig mætti samnýta alla kosti hverrar fjöl- skyldu fyrir sig. Móðurstöðin ætti gamlar og góðar græjur. Stóra þvottavél. Fótstigna saumavél og eitthvað fleira. Aðrir áttu bíl eða píanó. Oddur átti rosalega flottar hljómflutningsgræjur. Og svo mimdu fjöldskyldumar skiptast á við að elda og þvo upp, þvo þvotta og skúra eina viku í einu og ætti svo frí frá þeim störfum þess á milli. Hvernig þessi hugmynd gufaði upp vissi ég ekki lengi vel. Svo datt það upp úr Siggu, ekki alls fyrir löngu, að hún hefði sagt Dieter að það væri svo voðalega reimt í Höfða, en eins og menn muna, vom reimleikarnir staðfestir í heimsblöðunum löngu seinna að gefnu tilefni. Arin liðu - ekki í ládeyðu. 1965 vomm við Ragnar vomm komin til Kölnar með Gurrý, litlu dóttur okkar. Og Dieter, sem hafði að undanförnu kennt við Yale-háskóla í Bandaríkjunum og ætlaði heim til Islands um jólin, gerði lykkju á leið sína, átti erindi að reka á meg- inlandi Evrópu og skrapp til okkar í heimsókn, nokkra daga fyrir jól. Þetta var í fyrsta skipti sem hann kom til Þýskalands eftir að móðir hans hafi sent hann og Wolfgang bróður hans, vart komna á ferm- ingaraldur, í miðju stríðinu - til ókunnugra ættingja sinna í Sviss. En Dieter og bræður hans vom bomir og bamfæddir í Hannover í Vestur-Þýskalandi og áttu „hoch- deutsch" að móðurmáli. Vera Roth, móðir þeirra, var þýsk, þó með enskt blóð í æðum. Faðir þeirra, Karl Roth, var þýskur líka, en átti þó svissneskar rætur, ein- hvers staðar að langfeðgatali og dugði það til að bæði hann og hans fjölskylda gátu kallað sig Sviss- lendinga og áttu rétt á að setjast að í Sviss. Eftir stríðið og miklar hremmingar sameinaðist fjöld- skyldan á ný og settist að í Sviss. Þegar maður hugsar til þess á hvaða tímum Dieter fæddist og var að alast upp í Þýskalandi, fæddur 1930 og kveður landið 1943. Hann er sendur með lest, einn ásamt yngri bróður, gegnum þetta voða- lega Þýskaland nazisma og hörm- unga stríðsins, til Sviss, þá skal mann ekki undra þó hann hafi ekki treyst sér að heimsækja fósturland sitt næstu 22 árin. Leiðin til baka lá um svipaðar slóðir. Hann heim- sótti foreldra sína í Sviss, fór svo þaðan með lest til Þýskalands. Hellti sér í þetta ferðalag með hausinn á undan sér, krosslagðar hendur og kragann upp. Allt í einu, sagði hann, fann hann fyrir ein- hverjum undarlegum létti, eins og það hefði verið leyst af honum spennitreyja. Fyrst áttaði hann sig ekki á hvað hafði gerst. Svo rann það upp fyrir honum. Allt í kring- um hann var talað móðurmál hans. Tungan sem hann hugsaði á, tunga og hljómfall tilfmninga hans. í þessi 22 ár hafði hann alltaf verið að þýða sjálfan sig yfir á tungur sem vom honum óeðlilegar. í mörg ár eftir þetta átti hann sér bólstaði í Þýskalandi, ásamt yinnustofum og heimilum í Sviss, á Islandi og jafnvel Englandi, ef ég man rétt. Löngum var hann í Ba- sel, bæði fyrir og eftir Siggu og þar endaði vegferðin, við þýska þrí- hyminginn, þar sem Sviss, Frakk- land og Þýskaland blanda blóði. Far í friði, gamli vinur og bróðir. Blessuð sé minning þín. - Eg bið að heilsa gömlu kyn- slóðinni. Sigrún Björnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.