Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ KRAKKARNIR á kúasmalamótinu í Ilallgeirsey storkuðu öldum Atlantshafsins á Landeyjasandi. í baksýn eru Vestmannaeyjar. Morgunblaðið/Steinunn Ósk HÚSFREYJAN á Halllgeirsey, Jóna Jónsdóttir, ásamt kúasmölunum Lísu og Þórunni Oskarsdætrum. Kúasmalamót í Púkapytti Hvolsvelli - Krakkarnir á kúasmalamótinu í Hallgeirsey í Austur-Landeyjum storkuðu öld- um Atlantshafsins á Landeyja- sandi. Mikið fjör er að láta öld- urnar elta sig og blotnuðu sumir á botninum. Kúasmaiamótið í Hallgeirsey var nú haldið í annað sinn og á það er boðið gömlum kúasmölum og vinnumönnum sem verið hafa í vist á bænum og vinum og vandamönnum þeirra heiðurs- hjóna, Jónu Jónsdóttur og Jóns Guðjónssonar í Hallgeirsey. Að þessu sinni var mótið svo að segja haldið í fjöruborði Atlands- hafsins í svokölluðum Púkapytt. Þar höfðu þau hjón, ásamt fjöl- skyldunni, útbúið mikið hátíðar- svæði, með langskála að hætti fornmanna, ýmsum fígúrum bún- um til úr trjám, blómum og fána- borg. Farið var á fjöru og í leiki að deginum og um kvöldið fór fram spilamennska og dans að hætti kúasmala. Margir kúasmalanna hafa fengið fyrstu kynni af tónlist og spilamennsku hjá Jóni bónda. Sjálfur leikur Jón af snilli á saxó- fón og trommur og var árum saman í danshljómsveitum. Blíðskaparveður gladdi móts- gesti sem voru á annað hundrað- ið og á milli atriða heyjaði Jón bóndi nokkur tún. Kúasmalarnir voru á öllum aldri, þeir elstu komnir á áttræð- isaldur, en þeir höfðu verið í vist hjá Guðjóni fóður Jóns, og þeir yngstu á 10. ári. Afmælismót skáta í Vestmannaeyjum - Afmælismót í tilefni af 60 ára afmæli Skátafélags- ins Faxa í Vestmannaeyjum hófst á fímmtudagskvöld og stendur mótið til sunnudags. Mótið er haldið á félagssvæði Faxa sunnan við flugvöllinn í Eyj- um og hafa nú risið tjaldbúðir sunn- an við hús félagsins. 250 til 300 þátt- takendur verða á mótinu, þegar flest verður, og koma þeir víðs veg- ar að af landinu og einnig komu 18 skátar frá Danmörku á mótið. Stanslaus dagskrá er alla dagana frá átta á morgnana til ellefu á Eyjum kvöldin og geta þátttakendur valið um þrjú mismunandi svið í dag- skránni. í Spröngulandi kynnast þau sprangi, sigi og öðrum slíkum íþróttum. I Þrauta- og metalandi er keppst við að leysa þrautir og setja met í allkonar uppátækjum og í Göngulandi er farið í margskonar göngur um Heimaey auk þess sem farið er í bátsferðir og fleira skemmtilegt gert. Á kvöldin eru svo kvöldvökur með söng og leikjum og á laugardag verður slegið upp balli á skátamót- inu. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson TJALDBÚÐIRNAR á afmælismóti Skátafélagsins Faxa í Eyjum. ^Morgunblaðið/Sig. Fannar STEFÁN Örn hótelstjóri með ávísun á gistingu. Ferðaþjónusta KÁ Suðurlandi Sex þúsund gistiávísanir gefnar út Selfossi - Ferðaþjónusta KA, sem rekur Hótel Selfoss, Gesthús á Sel- fossi og Hótel Vík í Mýrdal, sendir nú í júlímánuði út 6 þúsund ávísanir á gistingu, hverja að upphæð kr. 1.500. Ávísununum er dreift til við- skiptavina 11-11 verslananna í Reykjavík og Nóatúnsverslananna, dagana 9.-11. júlí. Einnig í KÁ- verslununum í Vestmannaeyjum. Með þessum ávísunum vill Ferða- þjónusta KÁ bjóða fólki að kynnast þeirri þjónustu sem í boði er á ferða- þjópustustöðum KA á Suðurlandi. Ávísanirnar gilda í júlí til október sem greiðsla inn á gistingu á Hótel Selfossi, Gesthúsum og Hótel Vík í Mýrdal, þó ekki með öðrum tilboð- um sem í gangi kunna að vera. Gestir gististaðanna á Selfossi, Hótel Selfoss og Gesthúsa, fá frítt í sund í Sundhöll Selfoss, frítt í golf á Svarfhólsvelli sem er 9 holna völlur og frítt í veiði á virkum dögum í Laugá í Biskupstungum. Einnig býðst gestunum afsláttur í kajak- ferðir á Stokkseyri, í hestaferðir með Eldhestum og í vélsleðaferðir á Mýrdalsjökli. í Vík í Mýrdal útvegar starfsfólk hótelsins gestum ýmsa af- þreyingu og aðstoðar hópa við skipulagningu afþreyingardagskrár. RVDAB^ BLIKKSMIÐJA GYLFA ehf. Hágæóa sænskt þakrennukerfi úr plastisol húöuðu stáli. Þakkantar - þaktúður ■ þakstál - loftræstingar: Til í svörtu, hvítu, rauðu og brúnu. Mjög áferðarfallegt og auðvelt í uppsetningu. Gott verð 20% afsláttur 10 ára ábyrgð. Öll blikk- og járnsmíði. Morgunblaðið/Anna Ingólfs ÆVINTÝRAFERÐ í hestakerru með trúði í Lómatjarnargarði. Unglingar skapa ævintýri Egilsstaðir - Unglingar í vinnu- skólanum á Egilsstöðum gera meira en að tína rusl og raka þetta sumarið. Ráðist var í skemmtilega nýbreytni í vinnu- skólanum; að bjóða bæði ferða- fólki og bæjarbúum upp á skemmtilega viðburði í sumar. Á laugardögum í júlí verða ævintýri fyrir börn í Selskógi milli kl 10 og 12 en þar gefst börnum tækifæri til þess að búa til sitt eigið ævintýri, fara í leiki, auk þess sem þeim verður bent á ýmislegt for- vitnilegt er tengist náttúrunni. Alla miðvikudaga verða fjöl- skyldudagar í Lómatjarnar- garði á Egilsstöðum en mark- miðið er að koma lífi í garðinn, auka fjölbreytni í vinnuskólan- um og nýta listhæfileika unga fólksins í þágu ferðaþjónustu. Þar verður boðið upp á sögust- und fyrir börn, hóplistaverk, hoppkastala, trambólín, nám- skeið í notkun leirs o.fl. Leikræn ijáning verður í há- vegum höfð og reynt að sjá til þess að allir hafi gaman af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.