Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 35fc
1
f
i
I
i
I
i
I
\
I
j
I
J
I
i
I
I
I
AÐSENDAR GREINAR
Grasasnar og
ENDA PÓTT íslensk
alþýðulist standi höllum
fæti almennt séð lifir
hún enn góðu lífi á síð-
um íslenskra dagblaða,
einkum í pistlum ótal
lopapeysupenna sem
daglega tjá sig um allt
milli himins og jarðar.
Nýjasti penninn í
þessum hópi er Ólafur
G. Sæmundsson nær-
ingarfræðingur. Fjallar
pistill hans (Mbl. 5. júlí)
um megrun og mætti
ætla að á því sviði -
hans heimavelli - kynni
að vera glóra í gutlinu.
Svo er ekki, því mið-
ur. Það eina sem tengir saman
sundurlausa þanka um næringu,
Herbalife, Jón Óttar og eiturlyf (!)
er sú úrelta staðhæfing að níu af
hverjum tíu megrunarkúrum séu
dæmdir til að mistakast.
Matarlyst og megrun
Tökum venjulegan íslending, Jón
Jónsson, sem reykir pakka af sígar-
ettum á dag. Einn góðan veðurdag
fær hann þá hugmynd að hann vill
hætta að reykja.
Jón Jónsson kemst fljótlega að því
að það er hægara sagt en gert. Eftir
nokkurra daga bindindi „öskrar“ lík-
aminn á nikótín. Því þótt tóbakið sé
farið situr fíknin eftir, oft svo árum
skiptir.
Pann dag sem vísindamenn finna
efni sem drepur nikótínfíkn eru dagar
tóbaksins endanlega taldir vegna
þess að þar með hækkar árangur við
tóbaksbindindi úr
10-35% upp í a.m.k. 95%.
Megrun er ekki ósvip-
uð. Enda þótt þörf lík-
amans fyrir fítu og sykur
sé ekki flokkuð undir
fíkn verður niðurstaðan
svipuð. Eftir nokkurra
daga megrun bókstaf-
lega „öskrar“ líkaminn á
mat.
Það þarf ekki næring-
arfræðing til að reikna
það út að þann dag sem
við finnum efrii sem
drepur matarlyst fer ár-
angur við megrun úr 10
prósentunum hans Ólafs
yfíi’ í 95 prósentin mín.
Herbalife og hollusta
Það sem hefur farið framhjá Ólafi
er að það er fyrir löngu búið að
finna efni sem drepa matarlyst. Það
er meira að segja líklegt að það sé
búið að finna efnið sem drepur ník-
ótínfíkn.
Fyrirtækið sem fann efnin sem
halda matarlystinni í skefjum heitir
Herbalife. En það kyndugasta við
uppgötvun þessa heimsfræga amer-
íska hollustufyrirtækis var að hún
var enduruppgötvun.
Á sama hátt og íslenska náttúru-
lækningahreyfingin (NLFÍ) hefur
markvisst haldið á loft afrekum
grasalækna fortíðar hefur Herbalife
unnið markvisst að því að framleiða
vörur byggðar á þeirra starfi.
Grasaguddur og galdrabrennur
Afkastamestu og fróðustu lækna-
Jón Ottar
Ragnarsson
Virðing Alþingis
VARLA þarf að minna á að
vagga lýðræðisins í landi voru er
sjálf löggjafarsamkoman Alþingi.
Af sjálfu leiðir að til Alþingis þurfa
að veljast hinir vönd-
uðustu menn. Góð
lagasetning hvílir á
góðu siðferði. Engum
hefur, mér vitanlega,
komið til hugar að
skipa gæðaeftirlits-'
nefiid á Alþingi, svo
sjálfgefið hefur þótt að
þessi virðulegasta
stofnun landsins gætti
heiðurs síns. Á nýliðn-
um mánuðum hafa
ýmsir orðið til að hafa
áhyggjur af virðingu
Alþingis, ekki sízt
þingmenn sjálfir. Eg
minni á umræður
þeirra um Landsbank-
ann, Lindarmál og hálendisfrum-
varp svo að það helzta sé nefnt.
Allt kann þetta að rýra virðingu
Þetta er sósíalismi and-
skotans, segir Jdhann
Tómasson, og tíðkast
í einræðisríkjum.
Alþingis. Verra er þó þegar al-
þingismenn eru svo andvaralausir
að þeir sjá ekki eða vilja ekki sjá
þegar menn úti í bæ eru farnir að
ráðskast með aðalstarf þeirra, lög-
gjafarstarfið, og stjórna störfum
Alþingis. Hér á ég að sjálfsögðu
við frumvarpið um gagnagrunna á
heilbrigðissviði, sem birtist eins og
þruma úr heiðskíru lofti um mán-
aðamótin mars/apríl sl. Með frum-
varpinu, ef samþykkt verður, slær
ríkisvaldið eign sinni á allar heilsu-
farsupplýsingar landsmanna og
einkavæðir jafnharðan. Þetta er
sósíalismi andskotans og tíðkast í
einræðisríkjum.
Ekki hefur fengizt upplýst
hverjir sömdu umrætt frumvarp,
svo undarlegt sem það má heita í
upplýstu nútímaþjóðfélagi. Ein-
ungis örfáum af forystumönnum
lækna var kynnt frumvarpið sem
trúnaðarmál á fundi sem þeir voru
boðaðir til 25. mars sl.
og hafði þeim verið
borið fundarboðið sam-
dægurs. Þar var þess
óskað að athugasemdir
ef einhverjar væru
bærust fyrir hádegi
daginn eftir! Þann 30.
mars skýrði Ríkisút-
varpið svo frá væntan-
legu frumvarpi um
gagnagrunna á heil-
brigðissviði.
Það sem síðan hefur
gerzt er betur þekkt,
þótt vinnubrögðin séu
með ólíkindum. Vegna
kröftugra mótmæla ut-
an þings var fallið frá
að afgreiða fnimvarpið á vorþingi,
enda hafði forstjóri Islenzkrar
erfðagreiningar, Kári Stefánsson,
fallizt á að fresta málinu, en þó
ekki lengur en til 20. október nk.
Þótt enginn vilji opinberlega gang-
ast við samningu frumvarpsins er
það staðreynd að Kári Stefánsson
sat sjálfur í sölum Alþingis íslend-
inga og kynnti einstökum þing-
mönnum frumvarpið áður en það
var lagt fram.
Kari Stefánsson hefur lýst því
að hann og fyrirtæki hans, Islenzk
erfðagi’eining, eigi allt sitt undir
því að menn geti treyst honum. Ég
er honum alveg sammála um
þetta. Kári hefur einnig fullyrt að
frumvarpið um gagnagrunna á
heilbrigðissviði tengist ekki samn-
ingi íslenzkrar erfðagreiningar við
lyfjafyrirtækið Roche. Ef hann
hefur sagt ósatt um þetta eru hann
og fylgismenn hans í vondum mál-
um svo að ekki sé fastar að orði
kveðið. Allt að einu ber Alþingi ís-
lendinga skylda til að bæta með
öllum ráðum þann óvii’ðingarblett
sem þegar hefur fallið á þingið
vegna þessa máls.
Höfundur er læknir.
Jóhann
Tómasson
galdrakvendi
Hið fyrsta sem ég tók
eftir, segir Jón Ottar
Ragnarsson, þegar ég
loks féllst á að prófa
Herbalife, var að mat-
arlystin hvarf.
vísindamenn sögunnar eru ekki
doktorarnir á rannsóknarstofnun-
um nútímans heldur harðsnúinn
hópur kvenna á ýmsum öldum sem
trúðu á lækningamátt náttúrunnar.
Á meðan karlamir stunduðu veið-
ar, hemað og landkönnun fjarri
heimahögum rannsökuðu þessar
konur það umhverfi sem stóð þeim
nær og lögðu gmnninn að mestu
lífsháttabyltingu allra tíma.
Örvæntingarfull leit þeirra að
efnum til að græða sárin, lina þján-
ingamar og lækna sjúkdómana sem
þjökuðu fjölskyldur þeirra og vini
hófst fyrir a.m.k. 60.000 ámm síðan.
Og viti menn. Þær uppskáru ríku-
lega. Úti í skógi, upp til heiða, niðri í
fjöru, hvert sem litið varð fundu
þær nýjar rætur, ný blöð, nýja
stilka og ný blóm nýrra tegunda af
grösum og jurtum.
Þegar heim var komið hélt þessi
ótrúlega tilraunastarfsemi áfram
með tilheyrandi mölun, suðu, blönd-
un, öllu sem nöfnun tjáir að nefna,
uns fæðubótarefni nútímans sáu
dagsins Ijós ... eitt af öðru.
A 17. öld vom sumar þessar kon-
ur orðnar svo færir læknar að al-
menningur kallaði afrek þeirra
„kraftaverk". Stóð karlaveldi kirkj-
unnar ráðþrota frammi fyrir þess-
um „illa menntuðu og illa hirtu“
konum.
Eins og við mátti búast stóð
kirkjunnar mönnum að lokum slík
ógn af þessum vísindakonum að
þeir brenndu þær á báli í stað þess
að umbuna þeim ríkulega fyrir
mesta framfaraspor sögunnar.
Sem betur fer lifum við ekki á 17.
öld svo að jafnvel þótt „menntaður"
næringarfræðingur sé öldungis
grunlaus um brautryðjandastörf
eigin vinnuveitanda er hann von-
andi undantekningin sem sannar
regluna.
Nú geta allir megrast!
Herbalife hefur unnið merkt starf
við að hagnýta sér „mesta heilsu-
bmnn allra tíma“, þ.e. fæðubótar-
efnin.
Með því að tengja saman hin
komungu næringarvísindi nútímans
og hin eldfornu fræði grasalækn-
anna hefur fyrirtækið búið til afurð-
ir svo magnaðar að þær fara nú sig-
urför um heiminn.
Meðal þeirra fjölmörgu fæðubót-
arefna sem grasakonur fortíðar
fundu vom nokkur sem halda mat-
arlyst í skefjum. Fyrir bragðið get-
ur nú hver sem er farið í megmn og
náð árangri.
Þetta þýðir ekki það að megran
sé algeriega átakalaus. Árangur er
sem fyrr m.a. háður því að viðkom-
andi taki leiðbeiningum, fái umönn-
un sem er fyrsta flokks og hafi
brennandi löngun til að grennast.
Fyrir tveimur ámm var ofanrit-
aður 20 kílóum of þungur og hrjáð-
ur af ýmsum „karlakvillum" (há-
þrýstingi, hárri blóðfitu, orkuleysi
og ofvaxinni svefnþörf) og hafði
prófað tugi kúra til að reyna að ráðac -
á þessu bót.
Það fyrsta sem ég tók eftir þegar
ég loks féllst á að prófa Herbalife
var að matarlystin hvarf. í kjölfarið
hurfu ekki aðeins 20 kíló heldur allir
ofannefndir kvillar eins og dögg fyr-
ir sólu á 10 vikum!
Er líf eftir megrun?
í dag er svo komið að Herbalife
hjálpar fleira fólki að megra sig en
nokkurt annað fyrirtæki á jörðinni
(um 27 milljónir á þessari stundu).
Eftir að hafa leyst megrunarvandj—
ann hafa yfirmenn læknaráðs Her-
balife flæknar, lyfjafræðingar, nær-
ingarfræðingar o.s.frv.). snúið sér að
því að bæta heilsu jarðarbúa á öðr-
um sviðum.
Fyrirtækið vinnur nú m.a. að því
hörðum höndum að framleiða vöm
sem drepur níkótínþörf. Eins og aðr-
ar heilsuvömr Herbalife byggist hún
á afrakstri af tilraunum grasalækna
íyrri alda.
Á sama tíma hefur áhuga og þekk-
ingu á fæðubótarefnum fleygt svo
fram að vart líður sá mánuður að
ekki komi út ný bók eða fræðirit um
lækningajurtir og fæðubótarefni.
Lokaorð
Þegar lopapeysupennar fara með
rangt mál hafa þeir afsökun: lopa-
peysuna. En Olafur G. Sæmunds-
son er næringarfræðingur sem auk
þess starfar við Heilsustofnun
NLFI. Hann hefur enga afsökun.
Höfundur er fyrrverandi yfirmaður
ndms í matvælafræði við Háskóla
íslands.
ÍSLENSKT MAL
1) MEGINLAND Evrópu. Enn
bið ég menn, og ekki síst veður-
fréttamenn, að minnast þess að
Island er í Evrópu. Hitt er kunn-
ara en frá þurfi að segja, að Island
er eyja (Islandia insula est, hefði
Gúðmúnsen sagt), og er því ekki
hluti af meginlandi Evrópu, eins
og t.d. Danmörk. En við fórum
aldrei frá íslandi til Evrópu, af
því að við eram í henni. [Þetta er
að lagast með meginlandið, sbr.
t.d. Pálma Jónasson 12. júní.j
2) Undarlega getur misskiln-
ingur frá bemsku orðið lífseigur í
manni. Ég lærði ungur kvæði eftir
Jónas Hallgrímsson og heitir
Borðsálmur. Þar telur skáldið það
heillaráð, „að hætta nú að snæða“.
Ég hélt að breytingartillagan væri
svo róttæk, að framvegis ætti fólk
að hætta með öllu að éta. Hinn 4.
júní 1998 rann upp fyrir mér, að
kvæðið hét Borðsálmur vegna
þess, að það var ort fyrir tiltekið
samkvæmi. Skáldinu þótti sem
sagt tímabært að hætta átinu við
borðhaldið og taka til við að ræða
nauðsynjamálin.
Það er svo margt, ef að er gáð,
sem um er þörf að ræða.
3) Græn tár eða grænt hár. Ég
heyrði ungur sungið (eða heyrðist):
Fleygir burt gullhörpu fossbúinn grár,
fellir nú skóggyðjan iðjagræn tár.
Mikið er ég búinn að hugsa um
þessi „iðjagrænu tár“. Svo varð ég
læs á ljóð, og þá stóð ekkert um
tárin, heldur felldi skóggyðjan
„iðjagrænt hár“.
Þetta þótti mér að vísu ekki
miklu betra, en skildist þó að
grænt hár væri skárra en skalli,
einkum á kvenvem (skóggyðj-
unni).
4) En svo var ég spurður:
„Hvað er ræningjaross, og á hvað
ætlar það að ráðast?“ Ég varð að
fletta þessu upp, og þá stóð:
Fram, fram fylking
forðum okkur háska frá
því ræningjar oss vilja ráðast i
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
961. þáttur
Sem sagt: ekkert „ræn-
ingjaross", en að hluta ort á bibl-
íumáli, sbr. Eigi leið þú oss í
freistni. Hér skýt ég inn þakk-
læti til Jóns Hilmars Magnússon-
ar fyrir yfrið vandaða grein um
biblíuþýðingar hér í blaðinu fyrir
skömmu.
5) I erlendum fréttum þessa
blaðs var undarleg setning 4. júní
sl. Þar stóð að tiltekinn Banda-
ríkjamaður „beið sigurorð" af
tveimur ríkisbubbum. Er ekki
verið að rugla saman orðtökun-
um að bera sigurorð af einhverj-
um og bíða ósigur fyrir einhverj-
um?
6) Vilfríður vestan kvað:
Mikill þorskur var Þórólfur Kilýan,
en þó vantaði alveg hreint svil í ‘ann,
„og það er rétt alveg sama“,
sagði Rósmunda grama,
„hvað ég reyni og hvað sem ég myl í ‘ann“.
7) Járn eða hærur. Menn, sem
eru mjög vel vopnum búnir, eru
að því er sagt er „gráir fyrir
járnum". Aftur á móti eru hárir
(=gráhærðir) menn sagðir „gráir
fyrir hærum“.
Víkur nú sögunni til Húna, eða
öllu heldur Persa. Verið er að
prófa í mannkynssögu, og er
prófið munnlegt. Illa lesinn nem-
andi kemur upp í Forn-Persum
og er þeim tiltakanlega ókunnur.
Kennarinn er afar góðviljaður og
reynir á allan hátt að fá náms-
sveininn til að segja eitthvað af
viti um þessa fornfrægu þjóð.
Þegar ekkert annað dugir, segir
hann hálfar setningar, eða meira
en það, og ætlast til að sá, sem
uppi var í sögunni, botni setning-
arnar. Ekki gengur það, og loka-
tilraunin var þessi: „Þeir (Pers-
arnir) stóðu þarna gráir fyrir ...“
og nú rann loks upp skilningsljós
hjá námssveini og hann segir
hátt og snjallt: „Hærum.“
Kannski hefur úrvalsher Forn-
Persa ekki verið svo gamall að
meðaltali.
8) Öllumlengri
var sú in eina nátt,
er ek lá stirður á strám.
Svo segir í fornu trúarkvæði,
Sólarljóðum. Framliðinn maður
vitrast syni sínum og segir margt
af sér og öðrum. Þarna minnist
hann þess er hann lá stirðnað lík
á nástráum og beið þess að verða
jarðsettur. Lík, sem bíður greftr-
unar, stendur uppi. Það er svo
annað mál, hvort það „stendur
upjú sem sigurvegari“.
Út frá merkingunni að liggja á
(ná)strá(u)m = liggja dauður með
líkstrá undir sér kemur mynd-
hverfa orðtakið að vera ekki á
nástrái = vera ekki illa stæður,
einkum efnahagslega. Manni, sem
vel kemst af og er brattur, verður
sem sé ekki ætluð lega á nástrái.
9) í 958. þætti voru tínd til
nokkur dæmi þess, að heilbrigð
skynsemi hefði orðið rímþörf yfir-
sterkari. Stundum er þessu öfugt
farið, og rímþörfin tekur völdin af
skynseminni. Dæmi þess er í vísu
eftir alókunnan höfund, þeirri sem
Láms Zophoníasson, fyrrv. amts- A .
bókavörður, kenndi mér:
Nikódemus á næturþeli
nuddaráMoniku,
lyftir upp sínu lærastjeli
og lítur í kroniku.
10) Erlingur Sigtryggsson
kvað aukna limra með sínu lagi
(bastarður):
Varia er von það skili
vitrænni lausn í bih
þótt kvöld eftir kvöld
sé þar karpaó um völd.
Þó að líði á þriðju öld „
þykir enn reimt á Kili.
11) Áslákur austan sendir (eftir
langa þögn):
Ragnar i Röst Múla barði,
sem hið rússneska gúlag varði
á æsingafúndi
þama austur í Lundi
eða ef til vill þó Skúlagarði.