Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Athugasemd frá Æðarræktarfélagi Islands Enn af fenemali AÐ UNDANFÖRNU hefur orðið mikil umræða um þá ákvörun að veita örfáum æðarbændum und- anþágu til að nota svefnlyfið fenemal í egg til að verjast ágangi frá vargfugli. Ekki er ástæða til að lengja þá umræðu mikið og æskilegra væri að hún ætti sér stað beint milli þeirra aðila sem málið varðar fremur en í fjölmiðl- um. Hins vegar verður ekki hjá því komist að leiðrétta villandi ummæli og rangfærslur. í Morgunblaðinu 10. júlí sl. er athugasemd frá Náttúruverndar- samtökum íslands (NÍ), þar sem vitnað er í grein mína í Mbl. frá 9. júlí sl. um fenemal. I athugasemd NI segir m.a.: „I síðustu viku hófust í Montreal samningaviðræður um alþjóðlegan sáttmála er lýtur að takmörkun og banni við notkun og framleiðslu líf- rænna þrávirkra efna. Fenemal er einmitt slíkt efni. í þeim samn- ingaviðræðum leggja íslensk stjómvöld ríka áherslu á að þróun- arríkin finni hættuminni efni en t.d. DDT til að draga úr skordýra- plágum. A sama tíma leyfir um- hverfisráðherra patentlausnir af þessu tagi.“ Hér er einfaldlega farið rangt með en staðreyndirnar eru þess- ar: Fenemal er ekki lífrænt þrá- virkt efni. Fenemal er skráð lyf og var áður mikið notað sem svefnlyf en hefur nú vikið fyrir nýrri og betri lyfjum hin síðari ár. Það er þó enn notað við meðferð á flogaveiki og í blöndu með verkja- stillandi efnum. Fenemal er á engan hátt sambærilegt við DDT. Eg trúi því að NÍ vilji hafa það sem satt er í þessu máli fremur en að rangtúlka staðreyndir eins og þarna er gert og sá með því tor- tryggni og óþarfa andúð í garð ákveðinna manna. Slík vinnu- brögð hæfa ekki samtökum sem kenna sig við náttúruvernd. Davíð Gíslason, yfirlæknir og formaður Æðarræktarfélags ís- lands. Vestnorræna ráðið Fjölmenn Æskulýðs- ráðstefna í Reykjavík ÆSKULÝÐSRÁÐSTEFNA Vestnorræna ráðsins hófst í gær, föstudag, og lýkur henni á morg- un, sunnudag. Markmið ráðstefnunnar er að skapa ungu fólki á Vest-Norður- löndum vettvang til umræðu og skoðanaskipta, til að öðlast þekk- ingu á högum hvert annars og síð- ast en ekki síst veita þeim tæki- færi til að kynnast og þannig renna styrkum stoðum undir vest- norrænt samstarf, segir í frétta- tilkynningu. Á dagskrá ráðstefnunnar verða ýmis málefni og má þar nefna framtíð vestnorrænu tungumál- anna og framtíð dönskunnar sem samskiptamáls landanna, nýja samskiptatækni og samkennd, menningu, náttúruvernd og nátt- úruauðlindir. Þátttakendur á ráðstefnuni eru á aldrinum 18-23 ára og munu rúmlega 130 ungmenni frá Vest- Norðurlöndunum þremur, Is- landi, Finnlandi og Grænlandi taka þátt í ráðstefnunni. Opna breska meistaramótið í Sjónvarpinu IÞROTTADEILD Sjónvarpsins hefur nýlega gengið frá samning- um um beinar útsendingar næstu þjú árin frá Opna breska meist- aramótinu (British Open) í golfi, sem er eitt helsta golfmót sem fram fer ár hvert, segir í fréttatil- kynningu frá Sjónvarpinu. „Mótið í ár hefst í næstu viku og má segja að einn stórviðburður taki við af öðrum á sviði íþrótta í sjónvarpinu, en heimsmeistara- mótinu í knattspyrnu lýkur á sunnudag. Sent verður beint alla keppnisdagana, alls um 18 klukkustundir. Logi Bergmann Eiðsson og Þorsteinn Hallgríms- son lýsa.“ Jafnframt segir að Opna breska meistaramótið í ár verði haldið á Royal Birkdale-vellinum 16.-19. ágúst. Mótið var fyrst haldið 1860 og er elsta og sennilega virtasta golfmót í heimi. Þetta er tækifæri kylfinga í Evrópu til að leika á heimavelli því hin þrjú mótin í risamótaröðinni fara öll fram í Bandaríkjunum. British Open á sér langa sögu og mikla hefð, en það fer fram á nokkrum völlum til skiptis, t.d. St. Andrews og Royal Troon, þar sem það var haldið í fyrra. Allir bestu kylfingar heims taka þátt í mótinu og það þykir einhver mesti heiður sem kylfmgi getur hlotnast að sigra á „The Open“, sem nú er haldið í 127. sinn. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur www.mbl.is/fasteignir VELVAKAJVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Álagning á áfengi í MORGUNBLAÐINU 5. júh' sl. er viðtal við for- stjóra ÁTVR um álagning- armál á áfengi. Forstjór- inn segir að meðalaáiagn- ing síns fyrirtækis sé lægri en hjá sambærilegum aðil- um í Norgegi og Sviþjóð, eða 11% hér á landi en 11,5% til 12,5% hjá þeim. Það hefur alltaf þótt ljótt að ljúga til um tölur, en í þessu tilfelli hefði Höskuldur átt að segja frá því að grunnurinn sem álagning hans byggist á er miklu hærri en t.d. í Sví- þjóð. Sé tekið dæmi um rauðvínið Mouton Cadet kostar slík flaska hér á landi 1000 kr. en í Sviþjóð 666 kr. (SEK 74 x 9) Höskuldur fær þvi 79 kr. fyrir að selja þessa flösku en Svíarnir taka aðeins 57 kr. fyrir sömu þjónustu. Álagning Höskuldar er því ekki lægri en Svíanna, heldur nær 40% hærri! Þetta er staðreynd og rétt- ar tölur, miðað við 24,5% VSK hér og 25% í Svíþjóð. í nýlegum fréttum kom fram að lækka ætti áfeng- isgjald á léttvínum hér á landi. Lækkun þessi er samt svo lítil að hún er að- eins örfáar krónur. Það er samt staðreynd að þótt þessi gerð af rauðvíni yrði lækkuð um heil 33% væri þetta vin samt dýrast hér á landi í öllum heiminum! Er það furða þótt heimaiðnað- ur blómstri þegar rauðvín og ekki verra kostar að- eins um 150 kr. flaskan. Noregur á heimsmet í sölu eimingartækja, Sví- þjóð á heimsmet í áfengis- smygh, við heimsmet í sölu bryggbúnaðar. Árangur þessa kemur hvergi fram í tölum um drykkju t.d. á íbúa. Er ekki kominn tími til að léttvín verði lækkuð einu sinni verulega hér á landi svo að ríkissjóður fái auknar tekjur? Örn Johnson. Verðlaunapeningar í Jónsmessuhlaupinu 23. JÚNÍ sl. var Jóns- messuhlaup og mætti fjöldi manns og hljóp 10 eða 3 km. Eg, amma og mamma hlupum 3 km og kom ég undan þeim í mark. Nokkrum mínútum síðar kom mamma, þá fengum við báðar verð- launapeninga en þegar amma kom í mark var okk- ur sagt að verðlaunapen- ingar væru búnir og að þeir hefðu týnst í flutningi frá Spáni. Þeir sem ekki fengu verðlaunapening máttu skrá sig og sækja þá í Reykjavíkurmaraþonið í ágúst. Það voru nokkrir peningar eftir og ég ætlaði að sækja einn handa ömmu, þá sagði konan sem afhenti verðlaunapening- ana með leiðinlegum tóni: „Þú ert með pening og farðu." Aldrei er gert ráð fyrir fjöldanum. I hlaupinu í fyrra vantaði boli og nú vantar peninga handa þátttakendum. 11 ára óánægður hlaupari. Hvar er gosbrunnur- inn í Reykjavikur- tjörn? LESANDI sagðist ekki hafa orðið var við gos- brunninn í Reykjavíkur- tjörn í sumar og spyr hvort ekki sé ástæða í góða veðrinu til að láta hann gjósa. Tapað/fundið Gullhringur fannst á veitingastað Ikea GULLHRINGUR með steini fannst á veitingastað Ikea í Holtagörðum, laug- ardaginn 4. júlí. Inni í hringum er áletrun. Eig- andinn getur haft sam- band í síma 567 1671 eða 896 4242. Svört dúnúlpa tapaðist SVÖRT fullorðins dúnúlpa tapaðist á ættarmóti Bæja- rættar á Hólmavík um síð- ustu helgi. Finnandi vin- samlega hringið í síma 557 3503. Dýrahald Læðan Freyja týnd FREYJA er ljósgrá með hvítan háls og hvítar lopp- ur. Hún er fjögurra mán- aða Qg á heima í Skipa- sundi 85. Hún fór að heim- an sl. mánudag og hefur ekki skilað sér heim úr ferðalaginu. Hennar er sárt saknað og þeir sem hafa orðið hennar varir vinsamlega hringið í síma 568 7939. í LEIKHERBERGINU Morgunblaðið/ Ásdís Víkverji skrifar... FYRIR stuttu sá Víkverji vegg- spjald um sýningu Norræna hússins á verkum „Islandsdætra í myndlist". Veggspjaldið var á ís- lenzku og sænsku. Islenzki textinn reyndist kórréttur en sænskan full af villum. Sízt átti Víkveiji von á svona mistökum af hálfu Norræna hússins, sem ætti að hafa nóg af góðu sænskufólki á sínum snærum. xxx YÍKVERJA finnst þjónustan í verzluninni Byggt og búið í Kringlunni hafa hríðversnað að undanfomu. Það heyrir til undan- tekninga ef hægt er að koma auga á afgreiðslumann til að aðstoða við- skiptavini og viðmót afgreiðslu- fólksins er ekki alltaf upp á það bezta. Þannig benti Víkverji af- greiðslustúlku kurteislega á það fyrir stuttu að á skilti, sem sett hefur verið upp við afgreiðslukass- ana, úði og grúði af stafsetningar- og málvillum. „Já, já,“ var svarið sem hann fékk og augljóst var á öllu að konunni gat ekki verið meira sama. Fyrirfram hefði Vík- verji búizt við að ábendingum við- skiptavina um það, sem betur mætti fara, yrði vel tekið. Þessi þjónusta er ákaflega ólík því, sem gerist í öðrum verzlunum Byko, sem er eigandi Byggt og búið. XXX OFT er kvartað undan því að vont mál sjáist og heyrist á opinberum vettvangi; í blöðum, sjónvarpi, útvarpi, á skiltum og veggspjöldum o.s.frv. Er þá yfir- leitt átt við vonda íslenzku. En slæm enska, franska, þýzka, danska og sænska sést ekki síður og jafnvel enn frekar. Þetta er sér- staklega áberandi á ferðamanna- stöðum, þar sem villurnar í skilt- um og tilkynningum á erlendum málum eru stundum svo ámátlegar að Víkverji er löngu hættur að trúa rausi stjórnmálamanna um það hversu vel menntaðir íslend- ingar séu, einkum og sér í lagi í tungumálum. Hinir erlendu ferða- menn taka eftir þessu og hafa orð á því. xxx YÍKVERJI mælir með veitinga- húsinu Lindinni á Laugar- vatni. Hann snæddi þar ásamt ís- lenzkum og erlendum vinum og kom fólki saman um að matseðill- inn hefði verið íslenzkur og alþjóð- legur í senn, þjónustan góð og per- sónuleg og umhverfið þægilegt. Lindin er í hópi aðlaðandi lítilla veitingahúsa, sem sprottið hafa upp víða um land á síðustu árum, oft í gömlum húsum, og eru ánægjuleg tilbreyting frá skóla- mötuneytum, sem breytast í veit- ingasölu á sumrin, og plastklædd- um hamborgarasjoppum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.