Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ „Göngutíðin“ heftir för „friðarlestarinnar“ Reuters FLÓÐLJÓS lögreglunnar lýsa á Óraníumenn sem á fimmtudagskvöld gerðu áhlaup að varnarmúrum sem hamla þeim leið niður Garvaghy-veginn í Portadown. Afstaða manna vegna * skrúðgangna Oraníu- manna á N-Irlandi hef- ur alla vikuna verið að harðna, segir Davíð Logi Sigurðsson, og sauð loksins upp úr á fímmtudagskvöld. DEILURNAR á N-írlandi vegna skrúðgöngu Óran- íumanna í gegnum hverfi kaþólikka í Portadown hörðnuðu mjög í fyrrinótt þegar til óeirða kom milli þeirra rúmlega tuttugu þúsund sambandssinnar, sem flykkst hafa til Portadown til að veita Óraníumönnum stuðning sinn og lögreglu og hers sem reist hafa varnarmúra til að hefta för Óraníumanna. Algert umsátursástand ríkir nú í Portadown og er gert ráð fyrir að fjöldi sambandssinna eigi enn eftir að flykkjast á staðinn í dag og á morgun og má því búast við enn frekari átökum ef ekki tekst brátt að leysa deiluna. Það er hins vegar hægara sagt en gert úr því sem komið er því afstaða deiluaðila hef- ur harðnað með hverjum deginum sem liðið hefur í þessari viku og því ekki víst að árangur náist á neyð- arfundi sem Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, hefur boðað til í dag. Sambandssinnar líta á þessa baráttu sem grundvallarmál sem verði að vinnast, réttur þeirra til að ganga um götur N-Irlands og halda í heiðri forna siði sé heilagur. A móti er erfitt að sjá hvernig hægt sé nú að hleypa Drumcree- göngunni niður Garvaghy-veginn Camilla var hjá Karli eftir dauða Díönu London. Reuters. CAMILLA Parker Bowles, ástkona Karls Bretaprins, fór á fund hans skömmu eftir að Díana prinsessa lést í bílslysi í París í fyrra, að sögn breska æsifréttablaðsins Mirror í gær. Parker Bowles hefur verið sökuð um að hafa eyðilagt hjónaband Karls og Díönu og vinir hennar höfðu ráðlagt henni að halda sig frá prins- inum í að minnsta kosti hálft ár eftir dauða prinsessunnar. Mirror hefur eftir vinum Parker Bowles að hún hafi verið „algjörlega miður sín vegna þessa hörmulega slyss“ og farið til hans fímm dögum eftir að Díana dó. Ef marka má viðhorfs- kannanir er mikil andstaða meðal Breta við það að Karl prins kvænist Parker Bowles og að hún verði drottning. Þetta kann þó að vera að breytast þar sem breskir veð- mangarar telja nú meiri Iík- ur á hjónabandi þeirra og hafa lækkað hlutfallið milli vinnings og veðfjár úr 10/1 í 5/1. án þess að reita velflesta kaþólikka á N-írlandi til reiði. Myndu þeir líta á það sem vísbendingu um að sambandsinnar ráði enn öllu því sem þeir vilja ráða á N-írlandi og að kaþólikkar séu enn álitnir ann- ars flokks íbúar hverra réttindum er ávallt fómað þegar skerst í odda. Kaþólikkar við Garvaghy- veginn og víðar líta í raun á þetta mál sem prófstein á einurð breskra stjómvalda; ætla þau að halda til streitu ákvörðun sinni um að banna gönguna, og þannig virða óskir íbú- anna, eða gefast þau upp fyrir hót- unum Óraníumanna. Eldfim ummæli Óraníumanna David McNarry, frammámaður í Óraníureglunni, sagði í fyrradag að Óraníumenn gætu „lamað n-írskt þjóðfélag innan nokkuma klukku- stunda" ef þeir kærðu sig um. Slík ummæli teljast víst varla í anda þess friðar sem menn fyrir einung- is tveimur vikum eygðu á N-írlandi og hafa þau reitt ansi marga til reiði, ekki aðeins kaþólikka heldur flesta málsmetandi stjórnmála- menn. Þannig fordæmdi Gerry Ad- ams, leiðtogi Sinn Féin, þau sem „afar eldfim" en jafnframt reyndi David Trimble, forsætisráðherra og leiðtogi Sambandsflokks Ul- sters (UUP) að draga úr vægi þeirra. Um Trimble hefur auðvitað margt verið rætt og ritað á síðustu FAST er lagt að Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, að fyrir- skipa rannsókn á máli ráðgjafa síns, Rogers Liddle, sem hefur ver- ið sakaður um að hafa misnotað að- stöðu sína. Liddle var einn af stærstu hlut- höfum Prima Europe, fyrirtækis sem tekur að sér að hafa áhrif á af- greiðslu mála á þinginu og var selt öðru fyrirtæki á þessu sviði fyrir hálfu ári. Ráðgjafinn kveðst hafa sett hlutabréfin í vörslu óháðs fjár- haldsmanns, sem engra hagsmuna vikum og sem fyrr er staða hans sem helsta stjórnmáiamanns sam- bandssinna afar erfið. Hann komst til valda í flokki sínum fyrir þrem- ur árum sem harðlínumaður er haldið hafði rétti Óraníumanna til streitu að fá að ganga niður Gar- vaghy-veg en í nýju embætti for- sætisráðherra hefur hann þurft að huga að vilja kaþólikka einnig og hefur sáttafysn hans reitt (fyrrum) stuðningsmenn í Portadown til reiði. Forsvarsmenn Óraníureglunnar í Portadown hafa undanfarna daga skákað í því skjólinu að óeirðirnar séu ekki á vegum reglunnar og að þeir harmi þær mjög. Óraníumönn- um hlaut hins vegar að vera fulljóst að þessi deila gæti orðið harðvítug þegar þeir sögðust tilbúnir „til að bíða til áramóta ef þörf kræfi“ eftir því að fá að ganga niður Garvaghy- veginn. Jafnframt hlýtur Óraníu- reglan að bera einhverja ábyrgð á þeim mannsafnaði sem kominn er til Portadown, jafnvel þótt margir þeirra séu ekki meðlimir í Óraníu- reglunni og einungis komnir á staðinn til að lýsa reiði sinni og láta hana bitna á löggæslumönnum í ólátum eins og þeim er geisað hafa undanfama daga. Nær hámarki á mánudag Umsátrið við Portadown hefur nú staðið í tæpa viku og nær að öllu óbreyttu hámarki á mánudag en hefði að gæta, þegar hann hóf störf fyrir Blair. Francis Maude, talsmaður íhaldsflokksins í fjármálum, segir hins vegar að í ljós hafi komið að „óháði fjárhaldsmaðurinn" væri gamall samstarfsmaður Liddle í stjórnmálunum, Matthew Oakes- hott, og búi í næsta húsi, þannig að þeir geti „rætt málefni Prima Europe yfir girðinguna". Ennfremur benda gögn fyiir- tækisins til þess að hlutabréfin hafi ekki verið sett í vörslu fjárhalds- það er árlegur „þjóðhátíðardagur" Óraníumanna í minningu Vilhjálms af Óraníu, Hollendingins sem vann bresku krúnuna af kaþólikkanum Jakobi Stúart árið 1690 við Boyne- ánna á írlandi. Þá fer einnig fram önnur umdeildasta ganga reglunn- ar, á eftir Drumcree-göngunni, í gegnum hverfi kaþólikka við Or- meau-götuna í Belfast. „Göngunefnd" stjómvalda hefur ákveðið að leyfa þá göngu og til- raunir íbúanna til að fá þeirri ákvörðun hnekkt fyrir dómstólum reyndist árangurslaus í gær. Má því búast við einhverri úlfúð þar sem sjálfsagt verður heiftugri en ella þar sem spenna vegna Drumcree-göngunnar hefur magn- að staðfestu beggja deiluaðila um að gefa ekki eftir. Verða þá kaþ- ólikkar væntanlega í sviðsljósinu ef eða þegar kemur til óeirða. Þeim er vissulega vorkunn sem erfitt eiga með að skilja hvernig íbúar N-írlands gátu fyrir tveim- ur vikum verið að kjósa á nýtt þing, samkvæmt svokölluðum „friðarsamningi", en horfa nú enn upp á óeirðir. Hitt hefur hins veg- ar alltaf verið ljóst að hinn raun- verulegi prófsteinn á friðarferlið á N-írlandi yrði júlímánuður þegar göngur Óraníumanna næðu há- marki. Nú er því bara að bíða og sjá hvort á einhvern ótrúlegan hátt tekst að yfirstíga þennan þröskuld sem heftir för „friðar- lestarinnar." mannsins fyrr en mánuði eftir að Liddle hóf störf fyrir Blair. Maude hefur því krafist opinberrar rann- sóknar á málinu. Blaðið Observer fullyrti á sunnu- dag að Liddle hefði lofað blaða- manni, sem villti á sér heimildir og þóttist vera bandarískur kaup- sýslumaður, að sjá til þess að hann gæti rætt við ráðherra og háttsetta embættismenn. Liddle neitaði þessu og Blair kvaðst bera fullt traust til ráðgjafans. Yaxandi spenna vegna Kýpur BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, ætlar að eiga fund með Glafcos Clerides, forseta Kýp- ur-Grikkja, á mánudag en vax- andi spenna er vegna fyrirhug- aðrar sölu Rússa á loftvarnaeld- ílaugum til Kýpur. Rússneski herinn hefur að undanförnu verið að þjálfa grískættaða, kýpverska hermenn í meðferð eldflauganna en búist er við, að þær verði afhentar á næstu mánuðum. Tyrkneska stjórnin hefur lýst yfir, að telji hún eld- flaugarnar vera ógnun við ör- yggi Tyrkja og Kýpur-Tyrkja muni hún hugsanlega beita valdi til að koma í veg fyrir upp- setningu þeirra. Auk þess yrði fjölgað í tyrkneska herliðinu á eynni en henni var í raun skipt á milli þjóðarbrotanna 1974. Kviknaði í hreyfli FARÞEGAÞOTA frá American Airlines nauðlenti á flugvelli í San Juan á Puerto Rico í fyrra- dag með annan hreyfilinn log- andi. Um var að ræða Airbus A300 og var hún nýkomin á loft frá San Juan á leið til Miami þegar í hreyflinum kviknaði. Var þá lent aftur og farþegun- um, 242 talsins, skipað að yfir- gefa vélina um neyðardyr. Meiddust þá nokkrir lítilsháttar. Indverjar þversum ATAL Behari Vajpayee, for- sætisráðherra Indlands, sagði í gær á þingi, að indverska stjórnin myndi ekki beygja sig fyrir kröfum vestrænna ríkja um að hún undirritaði skilyrðis- laust samninginn um bann við kjarnorkutilraunum. Sagði hann, að samningurinn leyfði kjarnorkuveldunum fimm, Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Kína og Rússlandi, að fullkomna sín kjarnavopn en byndi hendur annarra. ftreka stuðn- ing við Tævan BANDARÍSKA öldungadeildin samþykkti í gær með miklum mun að ítreka stuðning Banda- ríkjanna við Tævan en repúblikanar sögðu, að það væri nauðsynlegt eftir yfirlýsingar Bills Clintons forseta í Kína- ferðinni. Er ályktunin ekki bindandi íýrir Clinton en hann er hvattur til að fá Kínverja til að hafna valdbeitingu gegn Tævönum. Kynþáttamis- munun í Osló LÖGREGLAN í Ósló hefur nú til rannsóknar mál dyravarðar á veitingahúsi, sem sakaður er um að mismuna mönnum eftir kynþætti. Hefur hann með öðr- um orðum reynt að útiloka fólk úr ýmsum minnihlutahópum í Noregi og en það biýtur í bága við norsk lög. Hafa raunar fleiri dyraverðir verið kærðir fyrir það sama en ákveðið var að birta aðeins einum þeirra ákæru og aðeins honum en ekki veitingastaðnum. Ráðgjafí Blairs í vanda London. Reuters, The Daily Telegraph.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.