Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Allir leita síns Eldorado HELDUR hefur verið dauflegt yfir knattspyrnunni á spar- krásinni og ekki þurft að fresta tíðindum heimsbyggðarinnar um klukkutíma alveg nýverið vegna sparklistarinnar. Aftur á móti hafa frásagnir ýmiskonar verið vel stundaðar hjá RúV, en í þetta sinn verður að geta fréttastofu útvarpsins og fréttatengdra þátta þess. Fréttastofa útvarps fær nefnilega vissa teg- und af pólitísku krampakasti hvenær sem Al- þýðubandalagið heldur fund, annað tveggja aðal- fund eða framhaldsaðalfund eða aukafund eða bara fund. Þá hvín svoleiðist í ríkisútvarpinu, að DV verður að birta frétt um hvaða sjálfstæðismenn stjórna apparat- inu. Þeir eru taldir þrír og eru raunar fangar vinnustaðarins. Þetta er svo sem ekkert nýtt hjá útvarpinu, sem alltaf hefur fagn- að fundum allaballa með sér- stakri dagskrá. A laugardag var þáttur milli 11 og 12 helgaður kommúnistum og fundi þeirra og aðeins minnst á Dag, sem er týndur norðan heiða. Fréttatími útvarpsins dró fram hvern kommahaukinn af öðrum og skipti ekki máli þótt þeir vissu ekki hverju þeir ættu að lýsa yfír. Jafnvel Ommi var að reyna að finna viðeigandi yfirlýsingu en gekk illa, þótt hann beitti hinu venjulega handafli við sjálfan sig. Svo kom þáttur á milli 1 og 2 sama dag, þar sem enn var róm- aður hinn einlægi og alþýðuvæni vilji allaballa til að sameinast, þótt ekki væri nema sjálfum sér. Það sérkennilega við sameining- arþruglið var að ekki þurfti að segja frá neinu hjá krötum, sem héldu fund um sama leyti. Kvennalistinn, nær alveg at- kvæðalaus, fékk að senda mennt- uðu konuna á vettvang. Þannig lauk þessari miklu Alþýðubanda- lagssýningu. Svo halda menn að efn- isofbeldið í RÚV sé eingöngu bundið við sparklistina. Föstudaginn 3. júlí sýndi Sýn kvikmynd um tilurð Hong Kong. Mynd þessi er byggð á skáldsögu sem er sannsögulegt verk að hluta til og forvitnileg eins og kvikmyndin. Fyrstir hvítra manna þangað voru enskir sjó- ræningjar og Portúgalar, sem settust að í Macao. Fram að 1840 bjuggu einungis fáeinar sjó- mannafjölskyldur í Hong Kong, þar sem síðar byggðist bærinn Victoria. En með ópíumstríðun- um við Kínverja komust Bretar yfir eyna sem síðar varð fríhöfn með langar raðh' af vöruhúsum fullum af varningi frá Kína sem síðan var fluttur til Bretlands eða annað á markað. Frá því fyrir aldamót hafa mikil auðævi safn- ast saman í Hong Kong, sem býr við óbrigðula höfn frá fyrstu tíð og mflt veðurfar. En fellibyljir er algengir í Hong Kong eins og víð- ar við suðvesturströnd Kína. Myndin um tilurð Hong Kong endar einmitt á fellibyl, sem legg- ur byggingar og eigur fólks í rúst og sviptir það lífi. En staðurinn virðist svo vel settur, að allt sprettur upp jafnharðan á milli fellibylja. Sú er að minnsta kosti saga Hong Kong. Eldorado var mikið dýrðarríki á dögum conquistadoranna spænsku á sextándu og seytjándu öld. Álitið var að Eldorado eða Gulllandið væri í Mexíkó eða norðar. Fjöldi leiðangra var gerð- ur út til að leita að dýrðarríkinu en það fannst aldrei. Aftur á móti breytti þessi aldalanga leit mörgu í ásýnd Ameríku. Talið er að upp úr þessum leitum hafi indíanar fengið hestinn og kristið trúboð festi rætur í Kalíforníu. En Eldorado fannst aldrei. Síðast lögðu menn á það trúnað að Eldorado mætti finna þar sem nú er Colorado-fylki í Bandaríkjun- um. Þessa er minnst hér af því sýnd hefur verið mynd á Stöð 2 sem er vestri og nefnist Sil- verado. Ekki óskylt nafni Eldorado. Þetta var góður vestri enda safn af góðum leikurum í honum, m.a. Kevin Kline, Kevin Costner (Dansar við úlfa) og Danny Glover. Þótt sagan sé ekki stórbrotin leikur hún sér að mörgum myndskeiðum, eins og því að fara á hestum yfir vatns- fall, svo varla verður betur gert. Leikur er ágætur og sannfærandi en deiluefnin eru gamalkunn úr vestrum. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARPA LAUGARDEGI Fjáröflun til Um- hyggju RAGNHEIÐUR Hansdóttir svæðisstjóri Zonta á íslandi af- hendir Dögg Pálsdóttur, for- manni Umhyggju, nær 4 milljón króna styrk til langveikra barna og foreldra þeirra, sem Zonta- klúbbarnir söfnuðu með sölu á gulum rósum. Fyrir aftan þær standa Anna G. Thorarensen, Ragna K. Magnúsdóttir, Sigríð- ur Guðmundsdóttir og Bryndís Brynjólfsdóttir. Morgunblaðið/Golli r-r, u .... J.. 1 « ' 4 nJ| Morgunblaðið/Jim Smart RÁÐHERRARNIR Halldór Blöndal og Finnbogi Arge voru áhyggju- fullir á svip á leik Leifturs og Valsmanna seni fram fór í fyrrakvöld. Samgönguráöherra Færeyja fylgist með frænda sínum í Leiftri Afram Uni! „ALLIR leika knattspyrnu," segir Finnbogi Arge, samgönguráð- herra Færeyja, um knattspyrnu- iðkun landa sinna þegar blaðamað- ur furðar sig á því að þar séu 5 deildir. Síðan sprettur hann eins og fjöður úr sæti sínu og hrópar hvatningarorð til frænda síns Úni Arge sem er í fremstu víglínu hjá Leiftri. Finnbogi er á leik Vals og Leift- urs ásamt Halldóri Blöndal sam- gönguráðherra sem er stuðnings- maður Leifturs í úrvalsdeildinni. Báðir eru þeir með gular húfur og Leifturstrefla og hafa miklar áhyggjur af gangi leiksins - enda Valsmenn einu marki yfir. I hvert sinn sem Arge kemst í færi heyrist hrópað úr stúkunni: „Afram Uni!“ Ekki má gleyma öðrum Færey- ingi í liðinu sem stendur sig með mikilli piýði hinum megin á vellin- um, - markverðinum Jens Martin Knudsen. „Hann var fimleika- meistari í Færeyjum enda sérðu hvað hann er liðugur í markinu," hvíslar Magni Arge, framkvæmda- stjóri færeyska flugfélagsins Atl- antic Airways, að blaðamanni. „Svo var hann líka liðtækur í handknattleik," bætir Petur Olivai- í Hoyvik við. Arni Poulsen ráðu- neytisstjóri brosir að öllu saman. En er Finnbogi með knattspyrnu- dellu? „Ég held að það sé óhætt að segja það,“ svarar hann sposkur á svip. „Ég æfði knattspyrnu til 16 ára aldurs og var í stjórn HB sem er besta liðið í Færeyjum þar til ég varð ráðherra." En honum er fleira til lista lagt. „Ég hafði meiri metnað í blaki og keppti meðal annars með færeyska landsliðinu gegn Islendingum," segir hann. Inni á vellinum seilist dómarinn í vasa sinn og Finnbogi verður hugsi. „Af hverju gefa dóm- ararnir leikmönnum græna spjald- ið?“ spyr hann og blaðamanni ve'rð- ur svarafátt. „Við erum að vinna,“ segir stolt- ur Valsstrákur við ráðherrana í gulu búningunum. Og ekki tekst Uni Arge að skora í þessum leik þótt hann hafi skorað þrennu í síð- asta leik gegn Skagamönnum. En Finnbogi veit vel að hann getur skorað mörk. „Hann hefur skorað hátt á annað hundrað mörk fyrir HB og er markahæstur í sögu fé- lagsins," segir hann og ekki er laust við að stolti bregði fyrir í svipnum yfir frænda „litla“. íA(gtfurgalinn Smiðjuvegi 14, %ppavofji, sími 587 6080 í kvöld leika Lúdó og Stefán eldhressa danstónlist Sjáumst hress Hilmar Sverrisson heldur uppi léttri og góðri stemningu á Mímisbar. MYNPBÖNP_______ Grimmsævintýri Mjallhvít (Snow White)__________________ Æ vintýramynd •k'k'k Framleiðendur: Tom Engelman. Leikstjóri: Michael Cohn. Handrits- höfundar: Tom Szollosi, Deborah Serra. Kvikmyndataka: Mike Sout- hon. Tónlist: John Ottman. Aðalhlut- verk: Sigourney Weaver, Sam Neill, Gil Bellow, Monika Keena, Brian Glover. 97 mín. Bandaríkin. Háskóla- bíó 1998. Myndin er öllum leyfð. ÞAÐ muna eflaust allir eftir Dis- ney-myndinni Mjallhvít og dverg- anir sjö, sem var fyrsta teikni- myndin í fullri lengd. Þar var allt svart og hvítt, þeir vondu voru virkilega vondir og þeir góðu voru svo ljúfir og sætir að heimurinn í kringum þá söng af kátínu. Með þessari mynd hefur ævintýri Grimmsbræðra verið komið aftur á filmu og nú er sagan allt önnur. Sætleikinn er horfinn og með hon- um söngvarnir, sætu dýrin í skóg- inum og hinir krúttlegu dverg- ar. í staðinn er komin saga um öfund, geðveiki, angist, ræningja og illsku. Vonda drottningin í teiknimyndinni er orðin að stjúp- unni sem reynir hvað hún getur að öðlast ást Mjall- hvítar, en Mjallhvít sem heitir réttu nafni Lili Hoffman, sýnir stjúpu sinni enga virðingu og spilar hún stórt hlutverk í því að gera grey konuna geðveika. Dvergarnir hafa tekið stökkbreytingu og orðið að námumönnum sem litla ást hafa á aðlinum og er í byrjun sama hvort Lili lifir eða deyr. Síðast en ekki síst er riddarinn í silfurbrynj- unni, sem kemur til bjargar, ekki til staðar, heldur hefur hetjan orðið svo djörf að neita því að gerast riddari og þurft að líða fyrir það. Þessi útgáfa af Mjallhvíti er mun trúrri upprunalegu sögunni heldur en Disney-útgáfan og er margt virkilega gott við hana. Hún leggur mun meira upp úr sálfræðinni og hvernig stjúpan sekkur ofan í síki geðveikinnar. Mjallhvít er ekki lengur hin yndislega stúlka sem vill ölium vel heldur er hún of- dekraður krakki sem verður fúll þegar önnur kona kemur inn í líf föður síns. Leikaramir standa sig prýðilega, þá sérstaklega Sigourn- ey Weaver, sem hefur greinilega mjög gaman af því að túlka hin mörgu andlit stjúpunnar. Monika Keena sem leikur Lili er einnig góð í hlutverki sínu og er útlitslega full- komin Mjallhvít. Tæknilega er myndin virkilega - vel unnin og myndataka Mike Southon stendur þar upp úr. Ég mæli hiklaust með þessari fullorðinsútgáfu af ævintýri Grimmsbræðra. Ottó Geir Borg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.