Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
154. TBL. 86. ÁRG.
LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Dauðaleit að málamiðlun á Norður-Irlandi
Blair boðar til
iieyðarviðræðna
nat T.nndnn. RpnTpr«
Belfast, London. Reuters.
LEITAÐ var í gær dauðaleit að
málamiðlun vegna Drumcree-göngu
Óraníumanna á N-írlandi í kjölfar
míkilla átaka á fímmtudagskvöld og
bauð Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, fulltrúum Óraníureglunn-
ar og fulltrúum kaþólskra íbúa Gar-
vaghy-vegar í Portadown til neyðar-
viðræðna í dag. Lögreglan í London
skýrði frá því í gærkvöld að hún
hefði komið í veg fyrir sgrengjutil-
ræði klofningsflokks úr Irska lýð-
veldishernum (IRA).
Bæði Bertie Ahern, forsætisráð-
herra Irlands, og David Trimble, ný-
kjörinn forsætisráðherra á N-ír-
landi, fógnuðu frumkvæði Blairs en
gert var ráð fyrir að fundurinn hæf-
ist klukkan átta að íslenskum tíma.
Mun milligöngumaður fara milli
deiluaðila. Óraníumenn hafa ekki
viljað eiga beinan fund með Brendan
MacKenna, talsmanni íbúanna, þar
sem hann sat inni í nokkur ár fyrir
hryðjuverk á vegum Irska lýðveldis-
hersins.
Lögregla býr sig undir
frekari átök
Mikil harka hljóp í deiluna á
fimmtudag og fóstudag eftir að þús-
undir Óraníumanna reyndu að brjóta
sér leið í gegnum varnarmúra lög-
reglunnar við Drumcree. Særðust
fímm lögreglumenn illa þegar
óeirðaseggir köstuðu bensínsprengj-
um, fiugeldum, grjóti, glerflöskum
og öðru tiltæku í áhlaupi að varnar-
múmum. Brást lögreglan við með
því að skjóta plastkúlum að óeirða-
seggjunum og tókst henni að verjast
árásum þeirra. I gær var hermönn-
um fjölgað á svæðinu er stjómvöld
undirbjuggu sig fyrir enn frekari
átök nú um helgina.
Tony Blair sagði fyrr í gær að at-
burðir fimmtudagsins væru afar
ámælisverðir. Jafnvel þótt sam-
bandssinnum væri heitt í hamsi
vegna göngubannsins þá yrðu þeb
að koma mótmælum sínum á fram-
færi með lögmætum hætti og að
árásir á löggæslumenn væru óviðun-
andi með öllu.
Kom fram í The Belfast Telegraph
í gær að alls hefðu 550 árásir verið
gerðar á lögreglumenn síðan „um-
sátrið" við Drumcree hófst um síð-
ustu helgi. Alls hefðu 53 lögreglu-
menn særst og 600 árásir verið gerð-
ar á híbýli fólks og bíla.
■ Göngutíð Óraníumanna/20
Eiginkon-
ur syrgja
Abiola
NOKKRAR af eiginkonum níg-
eríska stjórnarandstæðingsins
Moshoods Abiola, sem lést á
þriðjudag, syrgja hinn látna á
heimili hans í gær. I gærkvöld
átti að fara fram krufning á líki
hans til að sannreyna hvort
hann lést af eðlilegum orsökum
eða hvort brögð voru í tafli.
Kofi Annan, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna,
hvatti í gær Abdusalam Abu-
bakar, leiðtoga herforingja-
stjórnarinnar í Nígeríu, til að
láta lausa alla pólitiska fanga.í
landinu. Abubakar ítrekaði
sjálfur í gær að hann væri stað-
ráðinn í að koma á lýðræði í
landinu og sagðist hann senn
kynna fyrir þjóð sinni tillögur í
þá veru.
Ekkert lát var í gær á óeirð-
um sem hófust í kjölfar andláts
Abiolas.
Ungmenn-
um rænt
úr sumar-
búðum
Stokkhólmur. Reuters.
SÆNSKA lögreglan skýrði frá
því í gær að allt að 17 ungling-
um af kúrdískum ættum, sem
búsettir voru í Stokkhólmi, hafi
hugsanlega verið rænt úr sum-
arbúðum í austurhluta Svíþjóð-
ar.
Lögreglan sagði að mögu-
legt væri að ungmennunum
hefði verið rænt af Verka-
mannaflokki Kúrdistan (PKK)
í því augnamiði að þjálfa þau til
að stunda hernað gegn Tyrkj-
um, en PKK berst fyrir sjálf-
ræði Kúrda í suðausturhluta
Tyrklands.
„Við vitum það eitt núna að
börnin voru á leið í sumarbúðir
undir lok júní, en eftir það hafa
foreldrar þeirra ekkert heyrt
til þeirra og sneru sér loks til
okkar,“ sagði Leif Jennekvist,
lögreglufulltrúi í Stokkhólmi.
Ofurleið-
ari við
stofuhita?
London. The Daily Telegraph.
NOKKRIR vísindamenn í Banda-
ríkjunum halda því fram, að þeir geti
búið til efni, sem sé ofurleiðandi við
stofuhita. Er það þvert á öll viður-
kennd lögmál en stórkostleg upp-
götvun ef rétt reynist.
Deborah Chung, prófessor við há-
skólann í Buffalo í New York, skýrði
frá þessu á ráðstefnu í Las Vegas í
fyrradag og sagði, að ekki væri um
að ræða ofurleiðni í eiginlegum
skilningi, heldur það, sem hún og fé-
lagar hennar kölluðu „neikvæða
mótstöðu" í ýmsum kolefnissam-
böndum. Þegar þessi efni væru
blönduð öðrum með jákvæða mót-
stöðu yrði útkoman núll eða engin
mótstaða.
Efni geta orðið ofurleiðandi við
gífurlegan kulda, næstum alkul, en
takist að búa til efni, sem er ofurleið-
andi við stofuhita, yrði um að ræða
mikla uppgötvun. Það þýddi, að eng-
in orka tapaðist við flutning.
Reuters
Svíar merkja
kvenvænar vörur
Stokkhólmur. Reuters.
SVIAR hyggjast festa í sessi
ímynd sína sem fyrirmyndar-
ríkis á sviði jafnréttismála
með því að merkja sérstaklega
vörur sem teljast „kvenvæn-
ar“, á svipaðan hátt og vörur
eru merktar sem umhverfís-
vænar.
Eva Amundsdotter, talsmað-
ur sænska atvinnumálaráðu-
neytisins, segir að konur
kvarti oft yfír því að ýmsar
vörur, svo sem bakpokar og
skrifstofustólar, séu hannaðar
með þarfír karlmanna í huga.
Þess séu jafnvel dæmi að lyf
séu aðeins prófuð á karlmönn-
um og henti því ekki konum.
Hún segir að slíkar vörur
þurfí að merkja sérstaklega.
Ráðuneytið hyggst einnig
kanna starfsmannastefnu fyr-
irtækja og meta hvort þau eigi
skilið að fá „kvenvænan"
stimpil. Ulrika Messing, að-
stoðaratvinnumálaráðherra,
segir að ef fyrirtæki átti sig á
því að jafnrétti geti borgað
sig, muni átakið hraða jafn-
réttisþróuninni í Svíþjóð.
Jeltsín lætur í ljós áhyggjur af fjármálakreppunni
Bandaríkjastjórn hlynnt
lánveitingu til Rússa
Moskvu. Reuters.
BORIS Jeltsín, forseti Rússlands,
leitaði í gær eftir stuðningi leiðtoga
annarra ríkja til að Rússar gætu sigr-
ast á fjármálakreppunni í landinu.
Jeltsín ræddi við forseta Banda-
ríkjanna og framkvæmdastjóra Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) í síma
í gær um boðaðar efnahagsaðgerðir
rússnesku stjórnarinnar og þörf
hennar fyrir fjárhagsaðstoð frá
sjóðnum. Hann hafði einnig síma-
samband við leiðtoga Þýskalands,
Frakklands og Bretlands.
Mike McCurry, talsmaður Hvíta
hússins, sagði á fréttamannafundi í
gær að Bandaríkjastjórn væri hlynnt
því að IMF veitti Rússum lán hið
fyrsta.
Sambandsráðið, efri deild rúss-
neska þingsins, samþykkti í gær
efnahagsáætlun stjórnarinnar í meg-
inatriðum með 97 atkvæðum gegn
fjórum. Neðri deildin, Dúman, á enn
eftir að samþykkja flest þeirra frum-
varpa, sem tengjast efnahagsáætlun-
inni, og Sambandsráðið fjallar ekki
um frumvörpin fyir en neðri deildin
hefur afgreitt þau.
Sergej Kíríjenko forsætisráðherra
sagði í Sambandsráðinu fyrir at-
kvæðagi-eiðsluna að ástandið á fjár-
málamörkuðunum hefði versnað og
spennan í þjóðfélaginu aukist vegna
launaskulda ríkisins og fyrirtækja
við milljónh' manna. Hann sagði þó
að stjórnin myndi leggja áherslu á að
standa í skilum við lánardrottna sína
og að endurgreiðslur ríkisvíxla
gengju fyrir launaskuldunum.