Morgunblaðið - 23.07.1998, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
UR VERINU
Grill-
sósur
MARGIR grilla ávallt lambakjöt,
aðrir eru hrifnari af svínakjöti eða
nautakjöti, sumir vilja bara fá kjúl-
ing og enn aðrir fisk. Með grillmatn-
um er auðvitað hægt að bera fram
kartöflur, brauð og alls konar salöt
og grænmeti, en góð sósa er ekki síð-
ur nauðsynleg. Hér koma nokkrar
uppskriftir að góðum grillsósum.
Sumar tekur nokkra stund að útbúa,
en á móti kemur að þær er hægt að
gera með nokkurra daga fyrirvara ef
ástæða er til.
Grillsósa á Tandoori-vísu
Morgunblaðið/Júlíus
ELÍAS Andri bar sig fagmannlega að grilleldamennskunni í vikunni.
Morgunblaðið/Sigurgeir
ÞORSKAFLINN jókst um 26% í júní miðað við sama mánuð í fyrra.
1 msk. grænmetisolía
2 tsk. paprikuduft
i/2 tsk. mulið kúmen
1/4 tsk. muldar kardimommur
3/4 tsk. mulinn engifer
i/8 tsk. cayenne-pipar
1/4 bolli hrein jógúrt
2 msk. nýkreistur sítrónusafi
1 stór hvítlauksgeiri, saxaður
Hitið olíuna, paprikuduftið, kúmenið,
kardimommur, engifer og cayenne-
pipar í litlum potti við meðalhita þar
til blandan fer að krauma og sjóðið
síðan í rétt rúma mínútu. Hrærið vel
á meðan. Hrærið önnur hráefni sam-
an í skál, smakkið til með salti og
hrærið síðan kryddblöndunni úr
pottinum vel saman við. Gott með
lambi og kjúklingi.
Hlynsírópssósa
2 stórir laukar, saxaðir smátt
2 i/2 msk. grænmetisolía
2 i/2 msk. Worcestershire-sósa
1 msk. Dijon sinnep
11/4 bolli tómatsósa
2 i/2 bolli kjúklingasoð
3/4 bolli eplaedik
1/2 bolli og 2 msk. hreint hlynsíróp.
Setjið allt hráefnið í stóran pott og
látið suðuna koma upp. Hrærið af
og til og látið krauma í um 50 mín-
útur, eða þar til blandan hefur soðið
niður í um 3 1/3 bolla.
Þessa sósu er hægt að gera með
allt að viku fyrirvara og geyma
hana í lokaðri skál í ísskáp. Notið
hluta sósunnar til að pensla á grill-
kjötið og berið afganginn fram með
matnum. Hún er frábær með
kjúklingi, en fer líka mjög vel með
öðrum grillmat. I stað kjúklinga-
seyðis má þá nota grænmetisseyði.
„Heit“ grillsósa
2 msk. grænmetisolía
1 meðalstór laukur, smátt saxaður
i/3 bolli saxað sellerí
1 msk. hvítlaukur, smátt saxaður
1 msk. paprikuduft
Kúrekaborg’arar
BANDARÍKJAMENN eru sjálfsagt
allra þjóða iðnastir við að grilla, þótt
íslendingar nái þeim kannski miðað
við höfðatöluútreikninginn fræga.
En Bandaríkjamenn hafa stundað
þetta lengur og þegar þeir grilla
hamborgara, þá eru það engir
„barnaborgarar". Hér birtist banda-
rísk uppskrift að „kúrekaborgara".
Vt bolli nýmabaunir úr dós
'/i kíló nautahakk
6 msk. „hickory" grill sósa
4 tsk. piparrótarmauk
4 tsk. smátt saxaður hvítlaukur
'á tsk. salt
'Æ tsk. pipar
Látið renna af niðursoðnum
nýrnabaununum, maukið þær og
mælið fjórðung úr bolla af maukinu.
Blandið öllu hráefninu saman og bú-
ið til fjóra hamborgara. Skellið ham-
borgurum á meðalheitt grillið (Kan-
inn spreyjar gjarnan steikingarolíu í
úðabrúsa beint á hamborgarana fyr-
ir steikingu, svo þeir loði ekki við
gi-illgrindina. Agætt ráð). Grillið
hamborgaranna í ca. 4 mínútur á
hvorri hlið. Grillið einnig fjórai- væn-
ar sneiðar af rauðlauki, í um 5 mínút-
ur á hvorri hlið.
Hamborgararnir og rauðlauks-
sneiðamar fara svo í hamborgara-
brauð, sem gott er að skella aðeins
yfir grillið. Að sjálfsögðu er svo bara
betra að skella líka salatblaði á milli,
eða öðru grænmeti.
Frami frá Ragnheiðarstöðum 91187750
verður til afnota að Ragnheiðarstöðum seinna gangmál.
B: 8,36 H: 8,12 — Aðaieinkunn 8,24 — Kynbótaeínkunn 128
Allar uppl. í símum 568 4240 og 486 3366
Bráðabirgðatölur Fiskifélags Islands
6% aukning í
aflaverðmæti
1/2 tsk. cayenne-pipar
3/4 bolli tómatsósa
i/2 bolli bjór
1/4 bolli eplaedik
1 msk. Worcestershire-sósa
Hitið olíuna í meðalstórum potti við
meðalhita. Setjið lauk og sellerí út í
og hrærið þar til það hefur mýkst
upp, í um 5 mínútur. Bætið út í hvít-
lauk. paprikudufti og cayenne-pipar
og hrærið í eina mínútu. Setjið loks
tómatsósu, bjór, edik og Worcesters-
hire-sósu út í. Lækkið aðeins undir
pottinum og látið blönduna krauma í
opnum potti þar til sósan hefur soðið
aðeins niður, eða í um 30 mínútur.
Hrærið í af og til.
Þessa sósu má hæglega gera með
viku fyrirvara. Hún er sérstaklega
góð með svínakjöti, en stendur svo
sannarlega fyrir sínu með öðrum
grillmat. Penslið matinn ríkulega
með sósunni þegar þið grillið.
Nyjar leiðir í
framköllun
HANS Petersen hf. býður nýja þjón-
ustu fyrir þá sem vilja nota myndirn-
ar sínar í tölvunni eða koma betra
skipulagi á myndasafnið. Þegar filma
er sett í framköllun getur viðskipta-
vinurinn valið um hvort myndirnar
verði settar á diskettu, geisladisk, á
yfirlitsmynd og síðan sendar heim til
eiganda í tölvupósti.
I fréttatilkynningu kemur fram að
á einum disklingi rúmist 40 myndir
ásamt forriti. Auðvelt sé að yfirfæra
myndirnar í helstu forrit í PC- eða
Mac-umhverfi. Hægt er að velja um
að setja stakar ljósmyndir eða filmur
á geisladisk. Myndirnar er svo hægt
að skoða í 5 mismunandi upplausn-
um á disknum, frá smámynd upp í 18
mb mynd. Boðið er upp á að allar
myndir á filmunni séu settar á eina
yfirlitsmynd til hægðarauka við eft-
irpantanir og stækkanir á myndum
og við skipulagningu myndasafns.
Viðskiptavinir geta fengið sendar
myndir í tölvupósti. Annaðhvort
heim til sín eða til þeirra sem senda
á myndirnar.
VERÐMÆTI fiskaflans í heild
fyrstu sex mánuði þessa almanaksárs
hefur aukist miðað við sama tíma í
fyrra um 1.850 milljónir króna. Þá
varð verðmætið um 29,3 milljarðar,
en er áætlað upp á 31,2% milljarða
króna fyrri helming þessa árs. Verð-
mætaaukningin nemur því á heildina
litið um 6%, samkvæmt bráðabirgða-
tölum Fiskifélags íslands.
Þar af er verðmæti þorsksins um
10,6 milljarðar og verðmæti botnfisks
í heild um 22,3 milljarðai- króna.
Verðmæti uppsjávarfiska er um 5,4
milljarðar króna og verðmæti skel-
og krabbadýra 3,5 milljarðai- króna.
Verðmæti botnfiskaflans eykst um
3,2 milljarða króna eða um tæplega
17%, en aukning í magni er um 6%.
Verðmæti þorskaflans eykst um 2,9
milljarða eða um 38% enda aukning í
magni um 16%. Verðmæti uppsjávar-
fiska dregst saman um 200 milljónir
sem er rétt rúmlega 3%.
Samkvæmt tölum Fiskifélagsins
var fiskaflinn í júnímánuði um 195
þúsund tonn sem er meira en tvöfalt
meiri afli en á síðasta ári, en þá var
júníaflinn um 71 þúsund tonn. Aðal-
ástæða þessa eru veiðar á síld og
UNNIÐ hefur verið að þvi að fegra
svæðið við höfnina í Grundarfirði.
Svæðinu hefur verið skipt í þrennt.
Stór skífa með höfuðáttunum
fjórum hefur verið sett á eitt plan,
hellulagt verður í kringum
loðnu, annars vegar byrjaði loðnu-
vertíðin íyrr en vanalega, eða hinn
20. júní í stað 1. júlí, og svo veiddist
mun meira af norsk-íslensku síldinni
í júní í ár en síðasta ár. Þá var aðal-
veiðin í maí. Loðnuaflinn í mánuðin-
um varð um 41 þúsund tonn og síld-
araflinn um 100 þúsund tonn, sam-
kvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags
íslands.
Þorskaflinn jókst um 26%, út-
hafskarfaaflinn enn meir og stein-
bítsaflinn jókst mest eða um 42%.
Hins vegar varð verulegur samdrátt-
ur í ýsu, ufsa, grálúðu og skarkola.
Athygli vekur að hörpudisksaflinn í
júní í ár er nærri þrefalt meiri en í
júní í fyrra eða 191 tonn í ár á móti 66
tonnum í fyrra.
Öðru máli gegnir hins vegar þegar
fyrri helmingur þessa árs er borinn
saman við fyrstu sex mánuðina í
fyrra. Þá kemur í ljós að aflinn í ár er
orðinn liðlega ein milljón tonna sem
er um 300 þúsund tonnum minni afli
en á sama tíma í fyrra og þýðir 23%
samdrátt. A sama tímabili hefur
botnfiskaflinn aukist um tæp 6%, en
uppsjávarveiðin hefur dregist saman
um 31% milli áranna.
skífuna. Einnig verður bekkjum
komið fyrir. Stóri; svæði verður
þökulagt og bflastæði malbikuð.
Notað er grjót við hleðsluna.
Starfsmenn hjá Eyrarsveit; hafa
unnið við að fegra svæðið.
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Hafnarsvæðið fegrað
Grundarfirði. Morgunblaðið.
Bragðið gildir - en hvað gerir Gilde svona bragðgóðan? - Bragðið Gilde
10 góðir
saman
Bestu
kaupin!
Á 10
góðum
stöðum
'&VUtentt
JféttUT'
1/
Artjguft/
Finndu svarið: http://come.to/gilde.info
Akureyri, Borgarnes, Egilsstaðir, Eiðistorg, Hannover, Holtagarðar, (safjörður, Mjódd, Selfoss, Stuðlaháls