Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ KARLAR í þorpinu Sissanó á Papúa Nyju-Gíneu halda til skógar að taka grafir. Allt kapp er nú lagt á að grafa eða brenna líkin til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma. Reynt að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma á Papúa Nýju-Gíneu Lík grafin í kapp- hlaupi við tímann Aitape, Sissano. Reuters. Sameinuðu þjdðirnar Rannsöknar krafist á morðum í Tadjfikistan Dushanbe. Reuters. YFIRMAÐUR Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) í Tadjíkistan krefst þess að stjómvöld upplýsi morð fjög- urra starfsmanna, sem voru skotn- ir til bana í fyrirsát. „Við krefjumst þess að málið verði rannsakað og glæpamennirnir sóttir til saka,“ sagði Jan Kubis á blaðamanna- fundi í Dushanbe, höfuðborg lands- ins. Allt starfsfólk Sameinuðu þjóð- anna í Tadjíkistan hefur verið kaO- að til höfuðborgarinnar eftir að lík fjögurra starfsmanna fundust á þriðjudag. Að sögn talsmanns SÞ var fólkið skotið til bana í fyrirsát í norðurhluta landsins, um 200 km austur af Dushanbe. Starfsmenn- imir, sem vora frá Póllandi, Úrúg- væ, Japan og Tadjíkistan, vora í friðareftirlitssveit SÞ í Tadjíkistan. Kofi Annan framkvæmdastjóri SÞ hefur fordæmt morðin, sem greinilega hafi verið framin af ráðnum hug. I yfirlýsingu frá aðal- stöðvum SÞ segir að það sé for- senda þess að eftirlitssveitir geti rækt skyldu sína á hættusvæðum, að borin sé virðing fyrir störfum þeirra, en eftirlitssveitir sem þess- ar bera ekki vopn. Haft var eftir forseta Tadjíkist- ans, Imomali Rakhmonov, að um hryðjuverk, rannið undan rifjum pólitískra andstæðinga stjórnar- innar, væri að ræða. Um 20 þúsund manna friðar- gæslulið er í Tadjíkistan en þar var samið um vopnahlé í fyrra eftir að borgarastríð hafði orðið tugþús- undum að fjörtjóni. Tadjíkistan varð sjálfstætt ríki árið 1991 en til- heyrði áður Sovétríkjunum. CARLOS Menem, forseti Argentínu, hét því í gær að reyna ekki að bjóða sig fram í forsetakosningunum að ári. Tilkynning forsetans kom á óvart en í síðustu viku sagðist hann mundu biðja Perónistaflokkinn að knýja fram stjómarskrárbreytingu svo að hann gæti boðið sig fram tíl ALLT kapp er nú lagt á að grafa eða brenna lík fómarlamba flóð- bylgjunnar á Papúa Nýju-Gíneu. Mikil hætta er á útbreiðslu smit- sjúkdóma, þar sem líkin rotna fljótt í hitabeltisloftslaginu. Björg- unarmenn era sagðir aðframkomn- ir enda hafa þeir vart undan. Hundrað líka era enn á floti í lón- forseta í þriðja sinn. Menem var fýrst kosinn forseti Argentínu árið 1989 og var endurkjörinn sex árum síðar eftir að stjómarskránni hafði verið breytt. Þær breytingar kváðu hins vegar sérstaklega á um að for- setí gæti ekki setíð á valdastóli þrjú kjörtímabil í röð. inu við strönd Aitape. Þrjú þúsund manns era nú talin af en sex til tíu þúsundir bjuggu í þorpunum sem skoluðust burtu með flóðbylgjunni 17. júlí síðastliðinn. Vegna smithættu geta fjölskyld- ur ekki jarðað ástvini sína á hefð- bundinn hátt og safnast saman til líkvöku. Ibúar Papúa Nýju-Gíneu, ÓEINKENNISKLÆDDIR lög- reglumenn handtaka meintan meðlim ungliðahreyfingar þýzka hægriöfga- flokksins NPD á kosningafundi Helmuts Kohls kanzlara í austur- þýzka baðstrandarbænum Herings- dorf við Eystrasalt. Kohl færði kosn- ingabaráttuna fyrir þingkosningam- ar í haust á slóðir austur-þýzkra kjós- enda í von um að bæta horfumar á að honum takist að ná endurkjöri í eitt skiptið enn, eftir 16 ár á valdastóli. En á þremur fyrstu viðkomustöð- sem era sagðir heittrúaðir, verða að láta sér nægja bænastundir í forsælu pálmatrjánna til að minn- ast þeirra sem látist hafa. Mjög fá böm lifðu náttúraham- farimar af og heimamenn syrgja heila kynslóð bama, „týndu kyn- slóðina“, sem flóðbylgjan heimti af þeim. unum við Eystrasaltsströndina trufl- uðu æsingamenn úr bæði vinstri- og hægriöfgaflokkum ræður Kohls yfir baðstrandargestum. Slagsmál brut- ust út milli þessara tveggja æsinga- hópa. Tveir vora handteknir eftir handalögmál við öryggisverði kanz- larans. „Það er ekkert pláss fyrir öfga- menn í Þýzkalandi,“ sagði Kohl, sem varð átakanna aðeins var úr fjai’ska. „Við getum ekki þolað ofbeldi af þessu tagi á götum úti.“ Svíi grun- aður um raðmorð SÆNSKA lögreglan tilkynnti í gær að rannsókn stæði yfir á mögulegri aðild tuttugu og þriggja ára gamals náms- manns að átta óhugnanlegum raðmorðum undanfarin fjögur ár. Kom fram að maðurinn, sem stundar nám í kennslu- fræði í Stokkhólmi, hefði þegar játað að hafa framið þrjú morðanna. Dauðadómur í New York DARREL Harris, er áður gegndi starfi fangavarðar, var í gær dæmdur til lífláts í New York í Bandaríkjunum en þetta mun vera í fýrsta sinn síðan 1963 sem maður er dæmdur til lífláts í New York- ríki. Dauðarefsing var endur- upptekin í lögum þess árið 1995. Sagði Charles Hynes, saksóknari í Brooklyn, sem er almennt andvígur dauðarefs- ingum að hún ætti við í þessu máli en Harris var sakfelldur í maí 1996 fyrir morð á þremur manneskjum. Áætlað er að dómnum verði framfylgt 14. september næstkomandi. Khatami vinnur sigur ÍRANSKA þingið samþykkti í gær Mousavi-Lari, skjólstæð- ing Mohammeds Khatamis forseta, í embætti innanríkis- ráðherra með miklum meiri- hluta. Þykir þetta mikilvægur sigur fýrir Khatami sem að undanfömu hefur mætt mikilli andstöðu bókstafstrúarmanna í írönskum stjórnmálum við umbótaáætlun sína. Vinstristjórn í Tékklandi VACLAV Havel, forseti Tékk- lands, skipaði í gær minni- hlutastjórn í landinu undir for- sæti Milos Zemans, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins CSSD, og er þetta í fýrsta skipti frá falli kommúnismans í Evrópu sem vinstristjórn tek- ur við völdum í Tékklandi. CSSD-flokkurinn vann 74 af 200 sætum á tékkneska þing- inu í kosningum í síðasta mán- uði. Lesblindum hjálpað NÝ rannsókn í Bretlandi þykir sýna að hjálpa megi börnum með lesblindu með því að gefa þeim sérstaklega litaðar snertilinsur, ólíka liti í hvort auga, og þóttu allir sem tóku þátt í rannsókninni bæta lestr- arhraða sinn talsvert eða á bil- inu 18-22%. Suharto hafnar aurum SUHARTO, fyrrverandi for- setí Indónesíu, hafnaði í gær tveggja milljóna dollara gjöf frá indónesíska ríkinu og var haft eftir honum að á tímum mikilla efnahagsþrenginga þættí honum ekld rétt að taka við slíkri gjöf. r\ni—7 /—\n_r\ nn/^v® imzmi] U3LS3LXK5 Ómissandi í ferðalaginu! Setjum boxin á toppinn á staðnum! Mikið úrval og gott verð!! naiist Sími 535 9000 Menem heitir því að bjóða sig ekki fram Buenos Aires. Reuters. Reuters Öfgamannaátök á kosningafundi Helmuts Kohls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.