Morgunblaðið - 23.07.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 23
LISTIR
Miklabæjar-Solveig1 frum-
sýnd í Þjóðleikhúsinu
PJOÐLEIKHUSIÐ
frumsýnir í október nýtt
leikrit um Miklabæjar-
Solveigu og séra Odd
Gíslason. Höfundur er
Ragnar Arnalds rithöf-
undur og alþingismaður.
Leikstjóri verður Þór-
hallur Sigurðsson en
með hlutverk söguhetj-
anna fara Vigdís Gunn-
arsdóttir og Þröstur Leó
Gunnarsson. Aðrh- leik-
endur verða Pálmi
Gestsson, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, Sigurður
Skúlason, Baldur
Trausti Hreinsson, Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir
Ragnar Arnalds
og Hjalti Rögnvaldsson sem fer með
hlutverk Hólabiskups.
Saga Odds og Solveigar á Mikla-
bæ í Blönduhlíð í Skagafirði er kunn
úr þjóðsögunum. Árið 1786 týndist
Oddur milli bæja að vetri til og
fannst aldrei. Var þar kennt um
kvendraugi nokkrum sem Solveig
hét er verið hafði vinnukona séra
Odds meðan hún lifði. Er sagt að
hún hafi fengið á honum ást mikla og
þegar prestur svaraði ekki ást henn-
ar sturlaðist hún og skar sig loks á
háls. Eftir það sótti hún að Oddi
hvar sem hann var einn á ferð og
mest þó í myrkri.
Ragnar segir atburðina á Miklabæ
nærtækt yrkisefni, þar sem hann sé
búsettur handan við Héraðsvötnin, í
Varmahlíð. Þá séu þessir atburðir
Skagfirðingum enn ofarlega í huga
en skammt er síðan settur vai- kross
á leiði Solveigar í kirkjugarðinum í
Glaumbæ. Ragnar
kvaðst fýrst og fremst
hafa stuðst við þjóðsög-
una við skrif sín enda sé
ekki ýkja mörgum öðr-
um heimildum til að
dreifa.
Ragnar hóf skrifin að
eigin frumkvæði en
Þjóðleikhúsið festi kaup
á leikritinu fyi-h- um
tveimur árum. „Það er
nú þannig með okkur
leikiútahöfunda að við
verðum að velja okkur
yrkisefni og sjá svo til
hverjir vilja sýna. Þjóð-
leikhúsið keypti leikritið
á sínum tíma en þar
sem löng röð leikrita hefur beðið þar
sýningar hefur ekki orðið af því fyrr
en núna að það er fært upp.“
Samlestur á leikritinu hófst í vor
en æfingar hefjast af fullum krafti
24. ágúst næstkomandi. Ragnar hef-
ur hug á að fylgjast grannt með æf-
ingum og líst ákaflega vel á það
hvernig að uppsetningunni er staðið.
Þá hlakkar hann til að vinna á nýjan
leik með Þórhalli Sigurðssyni en
hann leikstýrði öðru leikriti Ragn-
ars, Sveitasinfóníunni, hjá Leikfélagi
Reykjavíkur veturinn 1988-89. Var
það sýnt í 101 skipti.
Leikrit um Jörund
hundadagakonung
Oddur og Solveig eru ekki einu
persónurnar aftan úr öldum sem eru
Ragnari hugleiknar um þessar
mundh’ en hann er nú að leggja loka-
hönd á leikrit um Jörund hunda-
dagakonung, sem réð ríkjum á ís-
landi í skamman tíma árið 1809. Er
leikritið unnið upp úr kvikmynda-
handriti sem Ragnar skrifaði fyrir
kvikmyndafélagið Umba um árið en
ekki hefur enn tekist að fjármagna
myndina.
Margir hafa glímt við þetta sögu-
efni áður, meðal annars skrifaði
Jónas heitinn Arnason að mati
Ragnars frábæran söngleik um Jör-
und. En Ragnar kveðst á hinn bóg-
inn taka viðfangsefnið allt öðrum
tökum. Hann dregur upp raunsæja
mynd af Jörundi í verkinu en allt frá
því hann beið ósigur á sínum tíma
hafa Islendingar litið á Jörund sem
hálfgerða skopfígúru. „Þótt ágætt sé
að nýta sér hinar skoplegu hliðar
sögunnar legg ég þó megináherslu á
hina raunsæislegu hlið hennar.“
Að mati Ragnars var Jörundur
hinn merkasti maður og áform hans
í alla staði jákvæð. „Hann gerði
ekki byltingu sína í eigin þágu held-
ur íslendingum til hagsbóta og
hefði hann komið áformum sínum
fram, sem ekki munaði miklu að
tækist, hefði hann getað orðið far-
sæll en það sem vantaði mest á Is-
landi fyrh’ tvö hundruð árum var
verslunarfrelsi - það var fátt sem
fór eins illa með íslensku þjóðina og
einokunin. Staðreyndin er því sú að
Jörundur var ekkert fífl og sú
stjórnskipun sem hann var að reyna
að koma á hér á Islandi var nútíma-
legri en þekktist í öðrum löndum
Evrópu á þeim tíma. Hann var því
töluvert á undan sinni samtíð. Það
er þetta sem skírskotar til mín sem
stjórnmálamanns."
Ódysseifur besta
enska skáldsagan
Los Angeles. Reuters.
ÓDYSSEIFUR eftir James Joyce
hefur enn einu sinni verið valinn
besta enska skáldsaga aldarinnar.
Að þessu sinni var það svokallað
Modern Library hjá Random Hou-
se-bókaútgáfunni bandarísku sem
tók saman lista yfir 100 bestu skáld-
sögur 20. aldar ritaðar á ensku.
Hefur listinn vakið hörð mótmæli,
ekki síst kvenna, sem þykir skáld-
konur bera skarðan hlut frá borði.
Sú þeirra sem hæst kemst er í 15.
sæti.
Skáld á borð við Toni Morrison
komst ekki á listann og hefur kvört-
unum, mótmælum og fyrirspurnum
rignt yfir Random House eftir að
listinn var birtur, vegna þeirra sem
ekki eru á honum.
Himinlifandi yfir umræðunni
Tíu manns eiga sæti í nefndinni
sem tók saman listann og er for-
maður hennar, Chris Cerf, himinlif-
andi yfir umræðunni og deilunum
sem valið hefur vakið. „Engir tveir
munu nokkurn tíma vera sammála
um lista yfir 100 bestu bækurnar á
enskri tungu en okkur hefur að
minnsta kosti tekist að fá fólk til að
ræða um bókmenntir að nýju,“ seg-
ir hann.
Kvörtunum hefur rignt yfir
Random House og era athugasemd-
irnar af ýmsum toga. Eins og áður
segir sakna margir lesendur Toni
Mon-ison af listanum, svo og einnar
vinsælustu sögu allra tíma, „Á hveif-
anda hveli“. Þá era margir bók-
menntaunnendur ósáttir við að ekki
er að finna verk frá Indlandi, Afríku
og Ástralíu á listanum og margir
sakna bókarinnar „Nightwood" eftir
Djuna Barnes, en T.S. Eliot hélt því
fram að hún væri besta skáldsaga
allra tíma. Flestir þeiira sem kvört-
uðu við bókaforlagið virtust þó sakna
„To Kill a Mockingbird" eftir
Harper Lee.
Af þeim sem sæti áttu í nefndinni
má nefna rithöfundana Gore Vidal,
A.S. Byatt og William Styron. Faðir
nefndarformannsins, Cerfs, var á
sínum tíma helsti hvatamaðurinn að
útgáfu Ódysseifs í Bandaríkjunum,
en bókin var bönnuð á sínum tíma,
þar sem hún þótti ósiðlegur lestur.
í öðra sæti lenti bók sem einnig
sést oft á vinsældalistum, „The Gr-
eat Gatsby“ (Hinn mikli Gatsby)
eftir F. Scott Fitzgerald, og í þriðja
sæti varð önnur bók eftir Joyce, „A
Portrait of the Ai-tist as a young
Man“ (Mynd af listamanninum sem
ungum manni). Fjórða besta bókin
að mati nefndarmanna var ekki síð-
ur umdeild er hún kom fyrst út,
„Lolita" eftir Vladimir Nabokov.
FJögur verk Conrads
Besti kvenrithöfundurinn þótti
Virginia Woolf, en „To the Light-
house“ (Að vitanum) þótti fimmt-
ánda besta bókin. Aðeins átta konur
komust á listann en einn höfundur,
Joseph Conrad, hins vegar í fjór-
gang. Af núlifandi höfundum má
nefna að „Miðnæturbörn" Salmans
Rushdies lenti í 90. sæti en
þekktasta verk hans, „Söngvar
Satans", hlaut ekki náð fyi’ir augum
dómnefndarinnar.
Morgunblaðið/Ásdís
PÍANÓLEIKARINN Árni Heimir Ingólfsson, sem nú er við doktors-
nám í tónvísindum við Harvard-háskóla, tekur við styrk úr Minning-
arsjóði Jean Pierre Jacquillat úr hendi formanns stjórnar sjóðsins,
Árnar Jóhannssonar.
Minningarsjdður Jean Pierre Jacquillat
„Hvatning til að halda
áfram á sömu brautu
ÁRLEG styrkveiting úr minning-
arsjóði Jean Pierre Jacquillat fór
fram sjöunda sinni í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar í gær, mið-
vikudaginn 22. júlí. Styrkhafi er
Árni Heimir Ingólfsson píanóleik-
ari sem nú stundar doktorsnám í
tónvísindum við Harvard-háskóla
í Bandaríkjunum og nemur styrk-
urinn sem fyrr hálfri milljón
króna. Árni Heimir segir styrkinn
fyrst og fremst hvatningu til að
halda áfram námi bæði í píanóleik
og tónvísindum og er afar þakk-
látur þeim skilningi og stuðningi
sem honum og öðru ungu tónlist-
arfólki er sýndur með þessu.
Árni Heimir hefúr stundað nám
í píanóleik frá 7 ára aldri, fyrst
við Tónmenntaskóla Reykjavíkur
og síðan hjá Jónasi Ingimundar-
syni við Tónlistarskólann í
Reykjavík. Hann lauk stúdents-
prófi af tónlistarbraut Mennta-
skólans við Hamrahlíð vorið 1993
og tók virkan þátt í tónlistarlífi
skólans á námsárunum, söng bæði
í Kór Menntaskólans við Hamra-
hlíð og í Hamrahlíðarkórnum og
lék á píanó með kórunum bæði
innan lands og utan og með Sin-
fómuhljómsveit æskunnar undir
stjórn Paul Zukofski.
Framhaldsnám ýpianóleik og
tónvísindum sótti Árni Heimir
við Oberlin-tónlistarskólann í
Ohio í Bandaríkjunum hjá pró-
fessor Lydiu Frumkin. I B.Mus-
ritgerð sinni, Jón Leifs and the
Organ Concerto; Genesis, Ana-
lysis and Reception, fjallaði hann
um orgelverk Jóns Leifs og í
framhaldi af þeim rannsóknum
hefur íslenska tónverkamiðstöð-
in falið Árna að ritstýra fyrstu
bindunum í heildarútgáfu á verk-
um Jóns Leifs sem kemur út eftir
nokkra mánuði. Menntamála-
ráðuneytið hefur veitt honum
styrk til að rannsaka feril Jóns
Leifs í Þýskalandi og verða nið-
urstöðurnar kynntar á ráðstefnu
í tilefni aldarafmælis tónskálds-
ins í maí á næsta ári. Þá hefur
Landsbókasafn/Háskólabókasafn
falið Árna Heimi að gera fræði-
Iega úttekt á tvísöngslögum í ís-
lenskum miðaldahandritum og
verður sú vinna kynnt á fyrir-
lestri í Skálholti næstkomandi
laugardag, 25. júlí.
Arni Heimir hlaut fjölda viður-
kenninga og verðlauna bæði sem
píanóleikari og fræðimaður við
útskrift frá Oberlin í maí 1997.
Sama haust hóf hann svo doktors-
nám í tónvísindum við Harvard-
háskóla en í doktorsritgerð sinni
hyggst hann fjalla um norræna
tónlist og þá sérstaklega viðtökur
nasista á norrænni tónlist.
Árni Heimir hélt einleikstón-
leika hér á landi sl. sumar og við
Harvard-háskóla í vor. í sumar
hefur hann komið fram á þrenn-
um tónleikum hér á landi.
Styrkumsóknir í minningar-
sjóðinn voru 24 að þessu sinni.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja
efnilegt tónlistarfólk til að afla
sér aukinnar menntunar og
reynslu á sviði tónlistar auk þess
að halda á lofti nafni Jean Pierre
heitins Jacquillat og því merka
framlagi sem hann lagði til ís-
lenskra tónlistarmála sem fyrr-
verandi aðalstjórnandi Sinfóníu-
hljómsveitar Islands.
Góð tækni, hreinn og fallegur tónn
TOMJST
Listasafn Si-gurjðns
Ólafssonar
KAMMERTÓNLEIKAR
Hildigunnur Halldórsdóttir og Orn
Magnússon fluttu verk eftir Svein-
björn Sveinbjörnsson, Jean Sibelius
og Edward Grieg.
Þriðjudaginn 21. júlí.
OFT hafa tónlistarmenn leitt að
því hugann, að við niðurröðun vei’k-
efna geti það haft áhrif ef tónteg-
undastaða tónverka er í ómstríðri
innbyi’ðis afstöðu. Á þessum tón-
leikum var tóntegundastaðan ein,
þ.e. að öll þrjú viðfangsefni tónleik-
anna voru í F-dúr. Þrátt fyrir að
mjög fáir hafi svonefnda „asbolút"
tónheyrn er það hins vegar stað-
reynd, að hinar ýmsu tóntegundir
eru hvað tónblæ snertir mjög mis-
munandi, sem m.a. má rekja til
hinnar tempruðu stillingar píanós-
ins sem myndar oft sterka and-
stæðu við hreina tónskipan söngv-
ara og strengjaleikara. Þetta mátti
heyra í miðhluta annars þáttarins í
fiðlusónötunni eftir Grieg, þar sem
brá fyrir árekstrum á milli píanós-
ins og fiðlunnar, sem stafaði í raun
af tempraðri stillingu píanósins.
Tónleikarnir hófust á fiðlusónötu
í F-dúr eftir Sveinbjörn Svein-
björnsson, og er merkilegt hversu
langan tíma það tekur að sætta fólk
við tónverk, sem með einhverjum
hætti eru andstæð sínum tíma, og
fyrir okkur Islendinga er tónlist
Jóns Leifs sérlega gott dæmi. Þetta
aldamótaverk, sem er nær klassík
að tónskipan en þeirri krómatísku
útfærslu er var að mestu ráðandi
um aldamótin síðustu, fær ekki
„uppreisn æru“ fyrr en nærri því
hundrað ár eru liðin frá gerð þess.
Þá fær það stimpilinn „sögulega
merkilegt" tónverk og „ótrúlega vel
samið“. Þessi skringilega afstaða er
mjög áberandi á Norðurlöndunum
um þessar mundir og eru frændur
okkar í óða önn að draga fram verk
eldri tónskálda og kemur þá í ljós,
að sumir þeirra vora býsna góð tón-
skáld.
Flutningur Hildigunnar var mjög
vel útfærður og samspil hennar við
Orn allt hið besta. Að vísu verður að
segjast eins og er, að sónatan er
ekki stór í sniðum, en þegar best
lætur eru einfaldar „sönglínur"
verksins áferðarfallegar í hljóman
og víða má heyra skemmtilega
kontrapunktískan samleik radda, er
var mjög skýrlega mótaður af flytj-
endum.
I rómönsunni í F-dúr, op. 72 nr. 2
eftir Sibelíus, er hin streymandi lína
ráðandi og var þetta fallega „lag“
mjög vel flutt, en þar naut sín
syngjandi fallegur tónn fiðlunnar.
Meginviðfangsefni kvöldsins var
fiðlusónata op. 8 eftir Grieg. Grieg
samdi þrjár fiðlusónötur og er op. 8
sú fyrsta og samin 1865. Sagan seg-
ir að Grieg hafi heimsótt Franz
Liszt og sýnt honum þessa sónötu
og þegar Liszt hafi gert sig líklegan
til að spila verkið hafi Grieg boðist
til að leika fiðluröddina, sem Liszt
hafnaði. Hann lék sjálfur bæði pí-
anó- og fiðluröddina og þar sem
hann náði ekki yfir söng hann, en
Grieg hlustaði undrandi á snilling-
inn leika sér með verk hans. Við
einn sérstakan hljóm spratt Liszt á
fætur og hrópaði „snilldarlegt" og
settist síðan aftur og hélt áfram að
leika. I raun er þetta verk það
fyrsta er vekur athygli á Grieg, en
Liszt sagði um Grieg, að hann hefði
til að bera „kraft, rökfestu, hug-
myndaauðgi og stórkostlega hæfi-
leika til tónsköpunar".
I heild var sónatan vel leikin, og
þótt nokkuð gætti á stundum óró-
leika og jafnvel togstreitu um
hraða, sérstaklega í lokakaflanum,
var heildaráferðin góð. Hildigunnur
Halldórsdóttir er góður fiðluleikari,
hefur á valdi sínu góða tækni og
sérlega hreinan og fallegan hljóm.
Samspil hennar og Arnar Magnús-
sonar var oft vel mótað, þótt stund-
um væri píanóið einum of sterkt í
nokkrum átaksköflum í Grieg-
sónötunni, og hætti Erni þá til að
halda í við tempóið.
Jón Ásgeirsson