Morgunblaðið - 23.07.1998, Page 25

Morgunblaðið - 23.07.1998, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 25 ingarsalarinns og salurinn hlýtur því að teljast kjörinn til sýningar á stærri myndverkum. Og þær eru stórar og kraftmiklar eins og skepnurnar sjálfar, myndir Baltasars af hestunum sem hann sækir í upplifanir sínar á ferðalög- um vítt og breitt um landið. Við sín hvorn endaveginn standa svo í römmum líflegar olíuskissur lista- mannsins af sama viðfangsefni. David Hebb er ungur banda- rískur myndlistarmaður sem einnig hefur dvalið um mánaðar- tíma í gestavinnustofu Gilfélags- ins. A þeim tíma vann hann inn- setningu fyrir Ljósmyndakomp- una er stendur ofan við Ketilhúsið við hliðina á Galleríi Svartfugli. Veggurinn óendanlegi eða Infinity Wall er heiti verksins þar sem listamaðurinn veltir fyrir sér skynjun okkar á ljósmynd og veruleika. „Er ljósmyndin á veggnum eða er veggurinn á ljós- myndinni? ... Hvort er raunveru- legra veggurinn eða ljósmyndin?“ spyr David m.a. sýningargesti sína. Svörin reyndi hann sjálfur að nálgast á meðan hann vann að gerð verksins inn í rými Ljós- myndakompunnar í vikutíma og grandskoðaði möguleg áhrif litar og áferðar í rýminu. Sýningunni lýkur 31. júlí. Sýningu Kristínar Þorkelsdóttur á málverkum og vatnslitamyndum í Galleríi Svart- fugli í næsta húsi lýkur 26. júlí. I Listasafninu á Akureyri stendur yfir frá 18. júlí til 22. ágústs samssýning á verkum eftir Alan Johnston, Franz Graff og Kristján Guðmundsson sem nefnist Ground en um hana var fjallað í síðustu Lesbók. „Hlutir eru ekki alltaf það sem þeir virðast" Menningarrúntinum um höfuð- stað Norðurlands lýkur í Galleríi + við Brekkugötu 35 ofan við Ráðhústorgið. Þar stendur yfir síðasta sýning gallerísins þetta sumarið og óvíst er um framhaldið þar sem aðstandendur þess halda utan til ársdvalar í haust. Lista- maðurinn að baki sýningunni Finna hlut er jafnframt annar að- standandi gallerísins, Joris Jó- hannes Rademaker, ásamt Pálínu Guðmundsdóttur. Markmiðið með Gallerí + er að vera vettvangur fyrir tilraunir í listum og nýjum listformum. Pálína segir að þó að ekki hafi verið tekin ákvörðun um rekstur sýningarrýmisins þegar þau hverfa af landi brott sé a.m.k. ein sýning til viðbótar fyrirhuguð næsta sumar og er það sýning Magnúsar Pálssonar myndlistar- manns sem þá mun dvelja í gesta- vinnustofu Gilfélagsins. Sýning Jorisar er óvenjuleg að því leyti að hún er þrískipt og stendur yfir þrjár helgar í röð, sú síðasta hefst nk. laugardag, 25. júlí, og heitir Leit að vatni. Fyrsta sýningin nefndist Safnarinn en tit- illinn skýrir leiðarstef sýningar- innar sem eru hlutir sem Joris hefur safnað í gegnum árin frá ýmsum stöðum og færir nú í nýtt samhengi listrænna objekta. „Hlutir eru ekki alltaf það sem þeir virðast," bendir Joris á. „Fyr- ir mér eru þessir hlutir sem ég hef safnað eins og ljóð, - minningar um staði, reynslu og upplifun. Þegar hlutir eru búnir að þjóna okkur fara þeir að lifa eigin lífi. Eg legg áherslu á hvernig hlutirn- ir eru samsettir, þeir fá nýtt líf og nýja merkingu. Og þegar allt kemur til alls þá er reynslan það eina varanlega sem fylgir mannin- um alltaf í gegnum lífið.“ Sú næsta bar titilinn Ópið eftir frægu málverki Munchs og fjallaði um grunntilfinningar manneskj- unnar. í síðustu sýningu sinni vis- ar Joris til sálfræðinnar og eilífs skilningsþorsta mannsins. Hann leggur áherslu á að verkin séu ókláruð, að það sé áhorfandans að Ijúka við verkið, ljá þeim sína merkingu og sínar minningar. Sjón gerir söguna ríkari. „Það er spurning“ LEIKFÉLAGIÐ Hallvarður Súgandi á Suðureyri er sýna þessa dagana leikritið „Það er spuraing". Um er að ræða sakamálaleikrit með gam- ansömu ívafi. Handritið er skrifað af tveimur félögum í leikfélaginu sem jafnframt fara með tvö helstu aðalhlutverkin. Leikarar í sýning- umú eru alls 15, en auk þess koma að sýningunni 10 sviðs- og tækni- memi. Leikfélagið Hallvarður Súgandi hefur sofið þymirósarsvefni síðasta áratuginn. Það er hinsvegar dríf- andi ungt fólk á staðnum sem á veg og vanda að uppsetningu þessa Ieik- rits. Leikstjóri er Óðinn Gústafsson. Verkið hefur sýnt tvisvar við góðar undirtektir áhorfenda. Fleiri sýn- ingar eru væntanlegar. F ^ H iBÍ I ‘T,,, -.H [■ í'.H • 1 1 rJ í' M - ■■/? 1 * ' ™ V, M «■ W ;l ynIH sppin t \ ■flk. | í! :-|py r ' ypf > LÆL. % 'A ppij / HBriw , V.' WWkr M jflfl ■ ■ - 1 ilpr f ý í M iJSl Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson LEIKARAR og aðstandendur leikritsins „Það er spurning“. BALENO SEDAN ALFELGUR - HEILSARSDEKK - FJARSTYRÐ SAMLÆSING - GEISLASPILARI Vökva/veltistýri • Rafmagn í rúðum og speglum 2 loftpúðar • Aflmikil 16 ventla vél • Dagljósabúnaður Styrktarbitar í hurðum • Samlitaðir stuðarar Hæðarstillanleg kippibelti • Upphituð framsæti ^ I SUMAk BALENO SEDAN EXCLUSIVE 1.265.000 $ SUZUKI SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf„ Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Isafjörður: Bilagarður ehí.Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavík: BG bilakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrísmýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.