Morgunblaðið - 23.07.1998, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 23.07.1998, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 27 LISTIR Dillandi gálgahúmor Sumartón- leikar í Skagafírði RAGNHILDUR Pétursdóttir fiðluleikari og Sólveig Anna Jóns- dóttir píanóleikari verða með tón- leika fóstudaginn 24. júlí kl. 20.30. í Miðgarði, Varmahlíð. Flutt verða verk eftir Ludwig van Beethoven, Fritz Kreisler, Þórarinn Guð- mundsson, Sigfús Einarsson, Atla Heimi Sveinsson, Sigvalda Kalda- lóns, Karl 0. Runólfsson, Jules Massenet og Vittorio Monti. Ragnhildur Pétursdóttir stund- aði fiðlunám við Tónlistarskóla Reykjavíkur og síðar í Minnesota. Árið 1992 útskrifaðist hún frá The Manhattan School of Music í New York. Það sama ár hlaut hún Thor Thors styrkinn frá Tme American Scandinavian Fountation til að stunda einkanám í New York. Ragnhildur hefur tekið þátt í tón- leikahaldi, tónlistarhátíðum og spilað fyrir útvarp viða. Hún er nú fastráðin fiðluleikari í Sinfóníu- hljómsveit Islands. Sólveig Anna Jónsdóttir er fædd og uppalin á Akureyri og stundaði píanónám frá átta ára aldri, fyrst á Isafirði en síðan á Akureyri, Reykjavík og Texas Bandaríkjun- Nýjar bækur • LEIFTUR hins liðna er úi"val ljóða eftir Vilhjálm S.V. Sigurjónsson og er bókin gefin út í tilefni af 80 ára afmæli höfundarins fyrr á þessu ári. Vilhjálmur Sveriir Valur Sigur- jónsson er fæddur í Reykjavík, en ólst upp á Akranesi. Hann lærði prentiðn og vann við það fag um nokkurra ára skeið, en lengst af starfsævinnar starfaði hann sem leigubifreiðastjóri og ökukennari í Reykjavík. Vilhjálmur stundaði söngnám hjá RAGNHILDUR Pétursdóttir fiðluleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari verða með tónleika á föstudaginn í Miðgarði, Varmahlíð. um. Hún hefur einnig sótt einka- tíma hjá Willem Brons og Onnu Málfríði Sigurðardóttur. Sólveig Anna starfar við tónlist- arkennslu og píanóleik í Reykjavík og Garðabæ og hefur m.a. leikið með Sinfóníuhljómsveit Islands, Kammersveit Reykjavíkur og ýms- um smærri kammermúsíkhópum. Sigurði Bh'kis og söng í fjölmörgum kórum og kvartettum um langt ára- bil. Hann kom einnig fram sem ein- söngvari á ýmsum samkomum og skemmtunum. A seinni árum hefur Vilhjálmur tekið virkan þátt í kór- starfi eldri borgara í Kópavogi en þar hefur hann búið í tæp 40 ár. Mörg Ijóða Vilhjálms eru ort við þekkt sönglög og margir hafa einnig gert lög við ljóð hans. I bókinni eru rúmlega 80 ljóð, þau elstu frá ung- lingsárum Vilhjálns en þau yngstu frá allra síðustu árum. Bókin er til sölu, bæði innbundin og í kiljuformi og hjá höfundi. TONLIST Hafnarborg KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir C.P.E. Baeh, Hiie, Copland, Misti Þorkelsdóttur, Saint- Saéns og Taktakishvili. Magnea Árnadóttir, flauta; Deborah DeWolf Emery, pfanó. Hafnarborg, þriðju- daginn 21. júlí kl. 20.30. MAGNEA Árnadóttir heitii' ungur flautuleikari með nýlega meistara- gi'áðu frá háskólanum í Boston upp á vasann sem kom fram í fyrsta sinn á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudags- kvöldið var með dyggri aðstoð bandaríska píanóleikarans Deborah DeWolf Emery. Efnisski'áin var fjölbreytt og skemmtileg og benti til að fordómar sumra um að flautan sé of einlitt hljóðfæri fyi-ir langa dagskrá mótist frekar af of einhæfu efnisvali. Elzta verkið var Sónata í G-dúr W. 86 (1755) eftir „Berlínar-Bach“, Carl Philipp Emanúel, samin á Potsdam- árum hans hjá frægasta flautuleik- ara stjórnmálasögunnar, Friðriki mikla. Mótar þegar í fyrsta þætti fyrir þeim „tilfínninganæma" píanó- stfl Emanúels sem síðar varð Vínar- meisturunum hvatning, enda þótt hljómborðsmeðferðin sé enn greini- lega hugsuð fyi’ir sembal. Virtist það ekki henta meðleikaranum eins vel og seinni verkin, ef marka mátti þann vott af stirðleika sem stundum brá fyrir í vinstri hönd. Annars sótti DeWolf Emery brátt i sig veðrið, svo e.t.v. var hér einungis um upp- hitunarmál að ræða. Sónatan var að öðru leyti vel valið verk og gott, þrátt fyrir tímamóta- blæ þess sem kom fram í skondinni blöndu af barokkstíl og frumklassík, og mátti í 2. þætti t.a.m. heyra eitt af fyi-stu dæmum um þann „trommubassa" sem átti eftir að lifa góðu lífi allt fram á Napóleonstíma. Leikur Magneu var frá upphafi ör- uggur og þokkafullur. Af einhverjum ástæðum virðast Frakkar hafa lagt meiri rækt við flautuna en flestir aðrir síðustu hálfa aðra öld, og því kom varla á óvart að finna tvo franska höfunda á dag- skrá. Fantasian fyrir flautu og píanó frá 1913 eftir Georges-Adolphe Hué (1858-1948) bar ekki með sér að höf- undur skuli nú að mestu gleymdur, því hún var lipurlega samin og furðufersk tónsmíð í síðrómantísk- impressjónískum anda sem tniandi væri upp á stærri spámann; sérlega vel flutt af þeim stöllum, er kórón- uðu stykkið með perlandi scherzandó- niðurlagskafla er leiddi hugann að flöktandi fiðrildum í blómlegum garði. Aaron Copland (1900-1990) lagði sig fram um að skapa eitthvað sem kalla mætti „þjóðlegan" stíl úr marglitum tónlistararfi innflytjenda frá öllum heimshornum. Að honum skuli hafa orðið nokkuð ágengt er þó e.t.v. ekki síður að þakka Hollywood; a.m.k. ber tónlist Coplands sterkan keim af vestri og víðáttu frumbýlingsára, þó að ef- laust hafi hann haft meiri áhrif á kvikmyndatónskáld en þau á hann. Tærleiki náttúrunnar og orkufrekur pilsaþytur hlöðudansenda í Dúói Coplands frá 1971 komu vel fram í fjörugum en öguðum samleik þeirra Magneu. Verkið hófst á nk. „ris- málaóði" einstaklings í gervi flaut- unnar, er svipaði nokkuð til einleik- strompetsins í eldra verki Coplands, Quiet city (1940), þar sem stein- steypueyðimörk stórborgar hefur leyst öræfin óspjölluðu af hólmi. Efth' hlé lék Magnea Krumma- vísu Mistar Þorkelsdóttur fyi-ir flautu án undirleiks, samda sem út- skriftargjöf frá höfundi 1996. Verkið er unnið frjálslega upp úr þjóðlaginu Ki-ummi svaf í klettagjá og kom fyr- ir sem nk. pastorölsk hrollvekja, jiar sem flautan er snarlega rifin úr hefðbundnum hugmyndatengslum sínum við arkadíska sveitasælu yfir í öllu hranalegra umhverfi með flatt- erzunge-kuldahrolli, draugalegum glissandóum, nístandi tvíhljóma- blæstri, gaddfreðnum hátíðniískrum og fordæðukenndum meðsöng við blásturinn sem krydd við hina tón- rænu úrvinnslu. Samt var í öruggri og innlifaðri túlkun einleikarans sér- kennilegur þokki yfir verkinu, líkt og bregður fyrir í dillandi gálga- húmor barnagælanna um Grýlu. Camille Saint-Saéns átti heiður- inn af hinni fallegu Rómönsu íyrir flautu og hljómsveit Op. 37 frá 1871, sem hér birtist umsamin fyrir flautu og píanó og naut sín vel þannig í mjúkum píanóleik DeWolf Emerys og velmótuðum flautublæstri Magneu Ái-nadóttur. Loks var flautusónata frá 1968 eftir Georgíu- tónskáldið Otar Taktakishvili (1924-1989), er að mörgu leyti hefði getað verið samin hálfri öld fyrr, eins og oft á við um sovézk tónskáld, og stundum méir af nauðsyn en vilja. En hjá Taktakishvili verkaði afturhverf tjáningin hvorki nostal- gísk né uppáneydd, heldur fullkom- lega eðlileg. Þríþætt sónata hans var bráðskemmtileg áheyi'nar, iðandi af andríkum útsaumi í 1. þætti, skáld- lega fáguð í 2. og leiftrandi fjörug í þeim þriðja; persónuleg blanda af nýklassík og impressjónisma með þjóðlegu ívafi, ásamt hnífsbroddi af kankvísi Prokofievs í spígsporandi mars-tríói fínalsins. Þetta var velheppnað debút. Leik- ur Magneu var ágætlega mótaður, nákvæmur og agaður, enda tæknin augljóslega á hreinu. Þegar flautuleikarinn fer að sleppa fram af sér beizlinu með aukinni sviðs- reynslu, má ugglaust vænta að skerpist á því skapi sem hér var haldið í bakhönd, enda skynsamlegt í stöðunni. Frágangur tónleikaski'ár var til fyrirmyndar, upplýsandi án málalenginga. Ríkarður Ö. Pálsson Við tjoldum aðeins því besta Vandaðar vörur á sumartilboði! í kjallaranum allt á tilboðsverði! 5 manna risahústjald, 48.000 kr. Tilboðsverð 38.000 kr. 2ja manna göngutjald, Newt 120, 8.500 kr. Tilboðsverð 6.970 kr. Svefnpoki, þriggja árstíða, 4.990 kr. Tilboðsverð 3.990 kr. Tjaldborð og 4 stólar, 4.990 kr. Tilboðsverð 3.990 kr. -SKMAK FRAMUK Snorrabraut 60 • 105 Reykjavík Sími 511 2030 • www.itn.is/skatabudin Umboðsaðilar: Vestursport, ísafirði, s. 456 3602 • Austfirsku Alparnir, Egilsstöðum, s. 471 2533 SÚN búðin, Neskaupstað, s. 477 I I33 • Verslunin Tákn, Húsavík, s. 464 I340

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.