Morgunblaðið - 23.07.1998, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 35 ■"'
AÐSENDAR GREINAR
Réttlæti og
hagkvæmni í
sjávarútvegi
ÞRATT íyrir að
veiðiheimildir hafí
gengið kaupum og söl-
um fyrir fleiri milljarða
króna um margra ára
skeið hefur eigandi
auðlindarinnar, , ís-
lenska þjóðin, ekki not-
ið góðs af því. Kvóta-
kerfið sem sett var á til
að vernda fiskstofna og
auka arðsemi í sjávar-
útvegi hefur verið mis-
notað til að færa um-
talsverðar eignir frá al-
menningi til útgerðar-
manna, sem hafa á und-
anförnum árum auðg-
ast stórkostlega 1 skjóli
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks.
Kvótakerfíð
Það má segja að tvær ástæður
hafi verið fyrir því að kvótakerfið
var sett á, annars vegar að vernda
Það hníga hvort
tveggja réttlætis- og
hagkvæmnirök að því,
segir Brynjólfur Þór
Guðmundsson, að setja
á veiðileyfagjald.
fiskstofnana, hins vegar að lækka
kostnað við veiðarnar og auka arð-
semi. Reynsla undanfarinna ára
sýnir að kvótakerfið skilar árangri.
Fiskstofnar stækka ár frá ári
þannig að veiðiheimildir aukast og
tilkostnaður útgerðarfyrirtækja
minnkar samfara því að auðveldara
verður að veiða fiskinn.
Það hefur hins vegar gleymst að
auðlindirnar í kringum landið eru
sameign íslensku þjóðarinnar. Hér
er ekki aðeins um mitt mat og ann-
arra „kverúlanta“ að ræða, heldur
er þetta lögfest staðreynd. Eign er
hins vegar lítils virði án afnotarétt-
ar. Kvótakerfið gerir ráð fýrir því að
afnotarétturinn sé ekki hjá eigand-
anum heldur hjá einstökum útgerð-
arfyrirtækjum. Stjórnvöld hafa svo
ákveðið að ekkert gjald skuli koma
fyrir.
Réttur eigendanna
Það er réttlætismál að útgerðar-
menn greiði gjald fyrir þær veiði-
heimildir sem þeir fá. Þegar stærst-
ur hluti þjóðarinnar missti þann rétt
sinn að afla sér tekna með sjósókn
hlaut hann að gera kröfu á hendur
þeim sem fær þann rétt að fá gjald
fyrir. Veiðiheimildir hafa gengið
kaupum og sölum útgerðarmanna á
milli án þess að eigandinn fái nokk-
uð fyrir. Maðurinn með afnotarétt-
inn fær allan hagnaðinn meðan eig-
andinn fær ekkert. Mér er til efs að
Brynjólfur Þór
Guðmundsson
þetta myndi líðast í
nokkrum öðrum
rekstri. I það minnsta
þekki ég ekki marga
sem væru til í að láta
eign sína af hendi án
þess að fá nokkuð í
staðinn meðan annar
hagnaðist á sölu eða
leigu sömu eignar. Er
það kannski svo að
sameign er ómerkilegri
en séreign? Vissulega
munu einhverjir svara
þessu játandi, en önnur
spurning hlýtur þó að
fylgja í kjölfarið: Er
ekki rétt að gjald komi
fyrir afnot af sameign,
eða kaupverð verði hún að séreign?
Núverandi fyrirkomulag fiskveiða
hér við land er meðal stærstu dæma
um eignatilfærslu sem finnast í Is-
landssögunni og ekki fyrh’ nokkurn
mann að stæra sig af. Það er kominn
tími til að grípa til aðgerða. Sama
hvaða álit menn kunna að hafa á
kvótakerfinu stendur frumkrafan
eftir: Að þjóðin fái arð af eign sem
hún hefur framselt afnotaréttinn af
en ekki eignarréttinn.
Réttlátir viðskiptahættir
og hag-kvæmni
Okeypis úthlutun veiðiheimilda
hefur ekki aðeins neikvæð áhrif á
hag eigendanna, heldur dregur hún
stórkostlega úr möguleikum nýn-a
aðila til að koma að greininni. Ætli
menn sér að hefja starfsemi í sjávar-
útvegi verða þeir annaðhvort að
kaupa sig inn í þau sjávarútvegsfyr-
irtæki sem fyrir eru eða kaupa af
þeim veiðiheimildir. Samkeppnisað-
staða aðila í sjávarútvegi er því afar
mismunandi. Meðan eitt fyrirtæki
fær veiðiheimildir sínar að gjöf frá
íslensku þjóðinni (sem fær reyndar
litlu um það ráðið) verður keppi-
nautur þess að greiða fyrir sínar
veiðiheimildir, jafnvel þeim aðila
sem það keppir svo um markaði við.
Spurningin um veiðileyfagjald er því
ekki aðeins spurning um rétt eig-
PMLMVFTUR
ÞOR HF
Reykjavík - Akureyri
Reykjavík: Ármúla 11 - s(mi 568-1500
Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070
á póstáritun
íslandspóstur hefur samkvæmt ósk sveitarstjórnar
Skútustaðahrepps breytt póstárituninni 660 Reykjahlíð í
660 Mývatn.
Breytingin mun taka gildi frá og
með 1. ágúst nk. og vill Pósturinn
hvetja alla landsmenn til að tileinka
sér nýju póstáritunina sem fyrst
eftir gildistöku.
POSTURIN N
-me-S lcireðju-
andans heldur er hún líka spurning
um réttláta viðskiptahætti.
Veiðileyfagjald ér ekki einfaldlega
spurning um réttlæti. Þetta er líka
spurning um hagkvæmni. Þegar
menn verða að fara að greiða fyrir
aðgang að fiskstofnum er líklegt að
þeir komi til með að hagræða í
rekstri sínum til að auka hagnað.
Ennfremur er á það að líta að ólíkt
sköttum sem ríkið leggur á sér til
tekjuöflunar er veiðileyfagjald sem
byggist á uppboðum veiðiheimilda
hagkvæm tekjuöflunarleið. Virðis-
aukaskattur dregur úr viðskiptum
þar sem verð hækkar, tekjuskattur
dregur úr vilja fólks til að vinna og
hvort tveggja hvetur til skattsvika.
Hvorugu þessu er fyrir að fara þeg-
ar veiðileyfagjald er annars vegar.
Útgerðin býður í veiðiheimildir þá
upphæð sem hún telur að tryggi
hagnað af starfseminni. Vel rekin og
arðbær útgerðarfyrirtæki bjóða
meira en illa rekin eða óarðbær út-
gerðarfyrirtæki, þannig eykst arður
eigandans um leið og hagkvæmni
eykst í sjávarútvegi.
Hagsmunir hverra?
Það hníga hvort tveggja réttlætis-
og hagkvæmnirök að því að setja á
veiðileyfagjald. Samkvæmt skoðana-
könnunum er meirihluti landsmanna
þeirrar skoðunar að innheimta eigi
veiðileyfagjald. Samt virðast núver-
andi stjórnarflokkar ekki hafa vakn-
að við kall tímans. Er furða að menn
velti íyrir sér hagsmunum hverra
ríkisstjómin þjónar, almennings eða
útgerðarmanna?
Höfundur er gjnldkeri Sambands
ungra jafnaðarmanna.
f"g" Einar
f*f í Farestveit & Co. hf.
Borgarfúm ?8 S: 56? ?901 og 56? ?900
MARKAÐSTORGN
Einstakt tilboð
Meðan birgðir endast
BESTU PLÖNTUKAUPIN
GEISLASÓPUR
ALASKAOSPIPT
Áður kr. 340-
GLJÁVÍÐIR í PT.
Áður kr.210-
2S-35cm í pt.
Áður kr.680-
Nú aðeins
kr. 190-
Nú aðeins
kr. 69-
STAFAFURA IBK.
Áður kr. 1590-
Nú aðeins
kr.S90-
BIRKIK VIS TUR
YMSAR RIFSTEGUNDIR
Áður kr. 680-
Nu aðeins
kr. /90-
f fti
25-35cm í pt.
Áður kr. 680-
Nú aðeins
kr. /80-
MORG FRABÆR TILBOÐ
LÍTTU VIÐ
PLÖNTUSALAN í FOSSVOGI
Fossvogsbletti 1 (fyrir neöan Borgarspítala) Opiö kl. 10 -19. helgar kl. 10 -18.
Sfmi 564 1777 Veffang: http://www.centrum.is/fossvogsstodin
LEIÐBEININGAR - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA FYRIR ÞIG
á