Morgunblaðið - 23.07.1998, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 37
heimskreppunni. Foreldrar hans
voru Jón Sigurðsson, bílstjóri, skó-
smiður, sjómaður, útgerðarmaður og
síðast húsasmiður, kenndur við Hóp í
Grindavík, og Guðríður Einarsdóttir,
ljósmóðir, frá Jámgerðarstöðum í
Grindavík. Guðmundur var þá yngst-
ur fjögurra lifandi systkina, þar til
undimtaður kom til sögunnar sjö ár-
um síðar. Guðmundur ólst upp í Gr-
indavík til átta ára aldurs í faðmi fjöl-
skyldunnar þar sem hann „var elsku
lith drengurinn minn“ eins og segir í
bréfum fóður okkar, sem þurfti að
dvelja langdvölum frá fjölskyldunni
eins og títt var á þeim tímum, vegna
bágborins atvinnuástands.
Arið 1943 fluttist fjölskyldan til
Reykjavíkur þar sem Bretavinnan
var í fullum gangi og framtíðarhorf-
ur vænlegri en í Grindavík þess
tíma. Nýja heimilið var fyrstu árin á
Óðinsgötu 32, síðar í Barmahlíð 49
og loks á Hraunteigi 24 í hinu ný-
byggða Laugameshverfí. Guðmund-
ur var með afbrigðum rólynt bam
svo til var tekið. Þrátt fyrir það varð
hann afar bráðþroska til lífsins og
lystisemda þess. Hann fór að vinna
hin ýmsu störf strax að loknu ung-
lingaprófi, var mjög vinsæll í hópi
félaga sinna við vinnu, skemmtun og
í stjómmálastarfi. Strax á unglings-
áram kynntist hann stóru ástinni
sinni er varð hans lífsfórunautur til
æviloka, Lovísu Jóhannesdóttur.
Unga parið eignaðist fyrsta bamið
árið 1955 við tvítugsaldur. Hulda
litla reyndist hafa hjartagalla. Hér
reyndi strax á mannkosti og styrk
hinna ungu foreldra. Þau stóðust það
próf með prýði og fóm með bamið til
skurðaðgerðar í Danmörku. Stúlkan
náði dágóðri heilsu og ungu foreldr-
amir höfðu fengið eldskím sem
styrkti þau og þjappaði þeim saman.
Börnin komu eitt af öðra á næstu
árum. Við tóku alhnörg erfiðleikaár
með þungu heimilishaldi og ekki
hvað síst barátta við sjúkdóma sem
hefðbundnar aðferðir dugðu illa við.
Á endanum hafðist fullur sigur í
baráttunni, einkum og sér í lagi fyr-
ir tilstilli eigin viljastyrks og þraut-
seigju, svo og með stuðningi frá eig-
Þú stóðst þig sérstaklega vel í borð-
tennis og tókst þátt í mótum hér
heima og erlendis. En fyrir einu og
hálfu ári er rósin stóð í blóma og
framtíðin virtist svo björt dró ský
fyrir sólu. Þú barðist hetjulegri bar-
áttu, studd af fjölskyldu og vinum.
Ein af síðustu minningunum er frá
því þegar. þú komst í afmæli móður
minnar og þið föðmuðust af gleði yf-
ir því að sjást aftur.
Við Baldur vottum fjölskyldu
þinni samúð. Nú kveðjum við þig,
okkar elskulega Kolla, en minning-
arnar um þig munu lifa og ylja okk-
ur áfram um hjartarætur.
Kristín.
Og dagurinn leið í djúpið vestur,
og Dauðinn kom inn til þín.
Þú lokaðir augunum - andartak
sem ofbirta glepti þér sýn.
Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra,
sem bíða í myrkrinu og þrá
daginn - og sólina allt í einu
í austrinu rísa sjá.
(Tómas Guðmundsson.)
Þegar við fréttum ótímabært frá-
fall Kollu vinkonu okkar fylltumst
við vanmætti og spurn. Hvers vegna
var hún hrifin brott í blóma lífsins,
þegar í raun flest var ólifað? Kollu
kynntumst við fyrst við borð-
tennisæfingar í TBR. Þar var oft
glatt á hjalla. Einkum minnumst við
Danmerkurferðar okkar, þar sem
glaðværðin ríkti oft við spil og spjall
fram undir morgun eftir erfiðan dag
við æfingar. í huga okkar verður
Kolla alltaf minnisstæð sem góður
félagi og íþróttamaður í fremstu röð.
Við þökkum forsjóninni fyrir að
hafa átt samleið með henni í leik og
starfi. Megi Guð styrkja fjöldskyldu
Kollu í sorginni.
Líney, Eva, Lilja.
Hún Kolbrún er horfin frá okkur,
hún sem var eitt sinn okkar efnileg-
asta stúlka í borðtennis. Hún Kol-
brún var mjög alvarleg og einbeitt í
íþrótt okkar. Keppti ávallt til sigurs,
hún ætlaði sér einfaldlega að vera
SIGURÐUR
ARNALDS
inkonu og börnum. Lífið brosti við
Guðmundi og fjölskyldu á ný.
Guðmundur hóf störf og nám í raf-
virkjun í fyrirtæki Guðlaugs bróður
síns og fleiri aðila, Rafgeislahitun hf.
Hann var ötull og laginn starfsmað-
ur og vinsæll meðal vinnufélaga á
þessum vinnustað sem og öðmm
vinnustöðum sem hann seinna vann
á . Eftir að Rafgeislahitun hf. hætti
starfsemi stundaði Guðmundur um
árabil rafvirkjastörf við byggingu
Búrfellsvirkjunar, en síðustu starfs-
árin vann hann hjá heildverslun
Gísla Jónssonar þar sem hann sá um
afgreiðslu á hinum hollensku Sikk-
ens bílalökkum til fagmanna í bfla-
sprautun. Þetta var lifandi og
skemmtilegt starf sem Guðmundur
undi vel við, þar tfl heilsan bilaði
skyndilega haustið 1990.
Eg minnist Guðmundar bróður
míns fyrir margra hluta sakir.
Fyrst og fremst fyrir gott bróður-
þel og örlæti. Ein mesta hamingju-
stund lífs míns var þegar Gummi
bróðir, þá 15 ára, færði mér reið-
hjólið sitt að gjöf. Hann hafði end-
urheimt það í slæmu ásigkomulagi
frá lögreglunni eftir stuld og látið
gera það upp á eigin kostnað af sín-
um sendisveinslaunum. Eins er mér
minnisstætt er hann færði mér heil-
ar 500 krónur að gjöf af litlum efn-
um, er ég fór í mína fyrstu utan-
landsferð 19 ára gamall árið 1961.
Guðmundur var srax í æsku mik-
ill bókaormur. Á fullorðinsárum las
hann heilan hafsjó bóka, aðallega ís-
lenskar nútímabókmenntir, þar sem
Halldór Laxness og Þórbergur voru
í mestum metum . Af erlendum höf-
undum var Steinbeck efstur á blaði.
Mér er til efs að margir bókmennta-
fræðingar hefðu slegið Guðmundi
við ef á slíkt hefði reynt.
Höfuðmannkostir Guðmundar
vora rólyndi, tryggð, þrautseigja og
æðraleysi. Þeir skiluðu honum vin-
sældum og velgengni í starfi, far-
sæld og óvenjulegri samheldni í
fjölskyldulífi og hjálpuðu honum í
þeim miklu raunum sem heilsuleys-
ið olli honum síðustu átta árin.
Guðmundur fékk heilablóðtappa
1990 og lamaðist hægi'a megin. Á
undraverðan hátt náði hann fæmi á
ný til gangs og síðar meira að segja
til bifreiðaraksturs. Þrátt fyrir
geysimikla fötlun, starfsorkumissi
og vangetu til lestrar, sem var hans
yndi, æðraðist Guðmundur aldrei og
öðlaðist talsverða lífshamingju á ný.
Árið 1997 greindist hjá honum
banvænn sjúkdómur sem ekki varð
við ráðið.
Hve heitt ég fagna huliðsómnum mæra
sem höfundur vors lífs mér dumbum gaf;
hve sæll ég styn: ó dýrðardásemd skæra,
ó djúpa líf, ó ríka guðdómshaf.
(Halldór K. Laxness.)
Kæra Lovísa, böm og barnabörn.
Ég votta ykkur dýpstu samúð fyrir
hönd systkina Guðmundar og fjöl-
skyldna okkar.
Gunnar Þór Jónsson.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.
Með þessum fallega sálmi viljum
við kveðja afa okkar, sem látinn er
eftir erfið veikindi. Hann var okkur
alltaf svo góður og tók vel og fagn-
andi á móti okkur þegar við komum
í heimsókn. Við vitum að Guð hefur
tekið vel á móti honum og þar líður
honum vel.
Elsku afi, við þökkum þér fyrir
allar samverastundirnar sem við
áttum með þér og við munum sakna
þín mikið, og viljum við biðja algóð-
an Guð að styrkja ömmu okkar í
hennar miklu sorg og okkur öll.
Oss héðan klukkur kalla,
svo kallar Guð oss alla
til sín úr heimi hér,
þá söfnuð hans vér sjáum
og saman vera fáum
í húsi því, sem eilíft er.
(V. Briem.)
Birgir Arnar, Tinna Björk og
Lovísa Mjöll.
+ Sigurður Arnalds fæddist í
Reykjavík 15. mars 1909.
Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 10. júlí síðastliðinn og fór
útför hans fram frá Fossvogs-
kirkju 16. júlí.
Fregnin af andláti Sigurðar vin-
ar míns Arnalds vakti með mér
djúpan söknuð og angurværð.
Með látlausri og einlægri fram-
komnu í bland við góðar gáfur
hafði hann sterk áhx-if á samferða-
menn sína. Ég átti því láni að
fagna að eignast syni Sigurðar og
Ásdísar, eiginkonu hans, að vinum
gegnum skólagöngu og vinnu.
Þeim kynnum fylgdi ríkulegur
heimanmundur, ævarandi vinátta
Sigurðar og Ásdísar. Frá fyrstu
stundu varð ég heimagangur á
heimili þeii'ra hjóna sem tóku öll-
um félögum sonanna opnum örm-
um. Og þetta var um margt öðru-
vísi heimili. Þar ríkti umburðar-
lyndi sem á einhvern undarlegan
hátt var samofið ábyrgð. Um leið
ljómaði heimilið af glaðværð og
lífsgleði. Sigurður hafði áhuga á
því sem við strákamir vorum að
fást við, sagði gamansögur og gat
verið dæmalaust skemmtilegur
prakkari þegar sá gállinn var á
honum. Augu hans endurspegluðu
kímni og góðvild og Ásdís enginn
eftirbátur, hlý og ástrík. Alþýðleg
umgjörð heimilisins, þar sem önd-
vegisbækur og málverk skipuðu
veglegan sess, féll fullkomlega að
heimilisandanum. Mér leið
ósjálfi-átt vel í þessu andnímslofti.
Það var helst garðholan á Stýri-
mannastígnum sem skaut skökku
við. Hún hafði að vísu verið gi-afin
upp af sonunum í árangurslausri
leit að foi’nminjum sem Sigurður
kvað þar fólgna. Synirnir fengu þá
alltént tilefni til að róta í íslenskri
mold og kynnast leyndardómum
hennar. Seinna komst ég að raun
um að garðholan var einskonar
jarðlæg öfugmælavísa. Sigurður
var ötull jarð- og skógræktarmað-
ur. Á landsspildu sinni við Álfta-
vatn hafði hann stundað skógrækt
um áraraðir. Þar var hlúð að
plöntum með sömu alúð og hann
umgekkst mannfólkið. Og árang-
urinn hefur ekki látið á sér standa.
Landsspildan er einstök perla. Á
Oðalinu, berangursmelum við Ha-
fravatn, stundaði Sigurður síðar
skógrækt af sömu dyggð og enn
sem fyrr með öflugi-i þátttöku Ás-
dísar. Svo bráðsmitandi var áhug-
inn að tveii; synir þeirra hjóna,
Andrés og Olafur, eru meðal öfl-
ugustu vísinda- og framkvæmda-
manna við uppgræðslu og endur-
heimt fyrri landsgæða. Sigurður
kom víða við um æfina. Hann gaf
út Satt, víðlesið tímarit með sér-
stæðri blöndu af skrýtlum úr
safni Sigurðar, sakamálasögum
og þjóðlegum fróðleik. Sem bóka-
útgefandi fékk Sigurður
landskunna málsnillinga, Tómas
Guðmundsson, skáld, og Sverri
Kristjánsson, sagnfræðing, til að
semja þætti um minnisverða
menn og atburði frá fyrri öldum.
Komu út einar tíu bækur eftir þá
Tómas og Sverri í ritröðinni Is-
lenskir örlagaþættir árin 1964 til
1973 og nutu fágætra og verð-
skuldaðra vinsælda. Þar sýndi
Sigurður og samhent fjölskylda
hans þrautseigju sem eftir var
tekið og uppskáru með sama
hætti og sáð var til í skógrækt-
inni. Sjálfur var Sigurður öi'látur
og magnaður sagnamaður. Það er
gæfa að hafa átt hann að vini.
Fjölskyldu Sigurðar sendi ég ein-
lægar samúðarkveðjur.
Atli Gíslason.
best. Hún varð þrefaldur íslands-
meistari í unglingaflokkum 1996 og
vann sigur í 1. flokki kvenna sama
ár. Hún vann til margra annai-ra
verðlauna bæði á íslandsmótum,
sem og á öðmm mótum sem hún
keppti á fyrir hönd félags síns Vík-
ings. Við horfðum björtum augum til
framtíðar að eiga slíkan íþróttamann
í okkar röðum sem Kolbrún var.
Hún var falleg og hafði sérstaklega
prúðmannlega framkomu og var
hvarvetna til sóma þar sem hún kom
fram. Það varð okkur mikið áfall er
hún missti heilsuna fyrir tæplega
tveimur árum og ljóst var að framtíð
hennar hafði breyst. Okkur hlýnaði
um hjartarætur að sjá Kolbrúnu
mætta aftur til leiks á síðasta ís-
landsmóti, þrátt fyrir að hafa ekki
náð fullum bata. Kolbran var glaðleg
og jafn áhugasöm og einbeitt í að ná
góðum árangri, enda vann hún til
verðlauna í 1. flokki kvenna.
Við minnumst hennar og kveðjum
hana með djúpum söknuði og vottum
móður hennar og öði-um aðstandend-
um okkar innilegustu samúð.
Fyrir hönd BTÍ
Sigurður Valur Sverrisson
formaður.
Elsku Kolla mín.
Þegar ég kynntist þér fyrir rúmu
ári á Reykjalundi varstu í hjólastól,
glaðvær, einlæg, ákveðin ung stúlka.
Akveðin í að ná bata og komast aft-
ur á fætur. Þegar þú sást okkur frá
Komið og dansið dansa á Reykja-
lundi, fylltist þú ákafa og spurn,
hvort þú gætir dansað svona og
hvoi-t þú gætir jafnvel kennt svona
dans, ég vissi að okkur vantaði ung-
lingaleiðbeinendur og sagði þér að
það væri enginn efi að þú sem værir
svona áköf og féllir strax fyrir þess-
um dansi, gætir gert þetta og meira
til.
Nú í júlí þurfti ég aftur inn á
Reykjalund þar sem ég sá unga, lag-
lega og þroskaða stúlku, sem var full
af ró og jafnvægi. Þessi stúlka fór
vel í mig, með fallegt blik og yndis-
lega ám, áru sem sýndi veikindi
hennar en þó umfram allt hugarró.
Ég var viss um að ég hefði séð þessa
stúlku. Mikil var undmn mín og
gleði þegar ég uppgötvaði að þetta
varst þú, Kolla mín. Með ákveðni og
einurð tókst þér að koma þér upp úr
hjólastólnum og enn spurðir þú
hvort ég héldi að þú gætir dansað.
Við ætluðum fljótlega að skoða
dansana og athuga hvort fóturinn
þinn þyldi snúningana. En lífið hér á
jörðinni er ekki allt sem sýnist. Það
að blikan þín hafði tekið svo miklum
breytingum hefði átt að vara mig við.
Ekki datt mér þó í hug að lífið þitt
væri á enda, að kallið þitt væri komið
og þær breytingar sem ég hélt að
fylgdu þessum yndislegu litum þín-
um væra ekki jarðneskar. En sólar-
ljósið mitt litla, þín bíður önnur leið-
sögn en okkar í Komið og dansið,
annar dans en okkar og þú átt eftir
að koma mem gleði og kærleika inn í
lífið á annan og breiðari hátt en við
þekkjum hér á jörð, þar eð ég veit að
það vom litir Krists og Hvítu Töru
sem voi'u hjá þér síðustu dagana.
Vina mín, ég bið guð og alla góða
vætti að senda ljós kæi'leikans, ástar
og vonar í hug og hjarta foreldra
þinna, systkina og annarra aðstand-
enda. Guð veri með ykkur öllum.
Þuríður.
Þú hvarfst mér eins og
lítið fagurt ljós,
sem lítið sólarbros,
er kom og fór,
sem bliknað lauf,
er blöðin fellir rós,
sem blóm, er hylur,
kaldur vetrar snjór.
Þú komst og fórst
semóorkt æskuljóð,
en eftir varð
hin sára ljúfa þrá.
Ég geymi þig í
mínum minjasjóð,
en mun þig aldrei
aldrei framar sjá.
(Margrét Jónsdóttir.)
Kveðja. Þín vinkona og frænka,
Signin.
T
egsteinar
í Lundi
SÓLSTEINAR
v/Nýbýlaveg
564 4566
Persónuteg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn.
3 Erfidrykkjur
H
H
H
H
H
Sími 562 0200
Iiiiiiiiii
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
£
spano og iano OKKur TramKaiu
myndirnar úr sumarfriinu,
fyrir aðeins 780,- 24 myndir.
GNOÐARVOGI 44
(Á móti Menntaskólanum við Sund)
LEGSTEINAR f Marmari
Islensk framleiðsla Granít
Vönduð vinna, gott verð Blágryti
Sendum myndalista Gabbró
MOSAIK Lfparít
Hamarshöfði 4, 112 Revkjavík 1
sími 5871960, fax 5871986 1