Morgunblaðið - 23.07.1998, Síða 47

Morgunblaðið - 23.07.1998, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 47 BREF TIL BLAÐSINS Enn um Serba og* sannmæli Frá Rúnari Ki-istjánssyni: ÞANN 7. júlí sl. birtist í Morgun- blaðinu bréf frá Gunnari Hólmsteini Ársælssyni, stjórnmálafræðingi í Svíþjóð, en efni þess eru andmæli við bréfí er ég sendi til blaðsins og birtist í því 19. júní sl. Ég hafði mælst til þess að Serbar yrðu látnir njóta sannmælis, en umfjöllun fjöl- miðla hefur verið mjög fjandsamleg í þeirra garð í allflestum fréttum af átökunum í fyrrum ríkjum Jú- góslavíu. Gunnar Hólmsteinn er greinilega mjög á þeirri línu sem vestrænir fjölmiðlar hafa markað með hlutdrægum fréttaflutningi af umræddum málum. Ég er ekki hissa á því að almenningur gleypi við einhliða hatursáróðri í fjölmiðl- um, þegar menn sem eru að læra að skyggnast undir yfirborð málanna falla í sömu gryfju. Menntun breytir mönnum oft lít- ið og lærdómsgráður vinna stund- um seint á þröngsýni, ef hún er á annað borð fyrir hendi. Það vill stundum sannast. Gunnar Hólm- steinn syngur í bréfi sínu sama for- dæmingarstefið gagnvart Serbum og hljómað hefur um heimsbyggð- ina síðustu árin. Það stef hefur engu góðu komið til leiðar og mun engu góðu skila. Ávextirnir af því munu því verri sem það er oftar sungið. Ég vil vekja athygli á því að Gunnar Hólmsteinn segir, að ég hafi „næst- um fullyrt“ að múslimar hafi verið að verki varðandi sprengjuna sem Ódýrt flug í sumar London kr. 19.900 Köln kr. 19.500 Dusseldorf kr. 24.000* Munchen kr. 24.000* Innifalið: Flug báðar leiðir og flugvallaskattur * 25% afsláttur fyrir 12-21 árs. Ferðaskrif-stofa stúdenta Sími: S61 5656 V< W W.fa.is/stndtravel ...og ferðin er hafin Vatnsheid og vindþolin Allar stærðir og gerðir Margir litir - gott verð JþOínasmiðjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiöja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 sprakk á markaðstorginu í Sarajevo 1994. Ég fullyrti ekkert í því sam- bandi, benti hinsvegar á að rann- sókn hefði sýnt að engan veginn væri víst að Serbar hefðu staðið að þeim verknaði. Þá væri sú spurning áleitin, hvers væri að vænta af þeim mönnum sem sviðsettu slíkan glæp til að sverta andstæðinginn í augum umheimsins! Á þetta benti ég og þessi möguleiki er fullkomlega fyrir hendi. Eina fullyi’ðingin hinsvegar, varðandi þessa hrömulegu sprengjuárás, sem sett var fram kom í fjölmiðlum á Vesturlöndum og það æ ofan í æ, sú fullyi’ðing var skýr og stimplaði Serba samstundis sem þá seku. Þegar svo rannsókn skilaði niðurstöðum var lítið sem ekkert gert í því að benda á að sekt Serba hefði engan veginn verið sönnuð og ýmislegt komið í ljós sem renndi stoðum undir þann mögu- leika að aðrir hefðu verið að verki. Hafi svo verið hljóta allir að sjá, að tilgangurinn hefur verið sá að koma sökinni á Serba. Viljinn til að brennimerkja þá hefur verið svo ráðandi í fjölmiðlum að það bókstaf- lega vekur manni óhugnað. Bréf mitt 19. júní sl. var því hugsað sem viðvörun um að menn gættu sín á hatursáróðri og fordæmingarstefnu gagnvart einni þjóð, því meðan slíkt viðgengst eru lausnir á málum ekki fyrirsjáanlegar. Ég persónulega tel að þjóðir fyrrum Júgóslavíu hefðu leyst mál sín miklu fyrr og betur ef ekki hefði komið til utanaðkomandi afskipta. Það vora afskiptin erlendis frá sem helltu olíu á eldinn og mögn- uðu harmleikinn, en sú saga er viða- meiri en svo að henni verði gerð skil hér. Að lokum vil ég þó segja þetta: Nýlega var grein í Morgunblað- inu með viðtali við Erling Erlings- son, sem lauk fyrir skömmu BA- prófi í sagnfræði og fjölmiðlun við Suffolk-háskólann í Boston. Báðum þessum námsgreinum lauk hann með láði og var það í fyrsta sinn í 70 ára sögu skólans að nemandi út- skrifaðist með láði í tveimur fógum. Auk þess var Erlingur með hæsta meðaleinkunn af þeim 660 nemend- um sem útskrifuðust eða 3,98 af 4,00 mögulegum stigum. Önnur af tveimur lokaritgerðum Erlings, sem hann varði á hefð- bundinn hátt, fjallaði um fjölmiðlun og tók mið af fréttaflutningi varð- andi stríðið í Bosníu. í viðtalinu seg- ir eftirfarandi: „Ritgerðin sem snýr að fjölmiðlun fjallaði um fréttaflutn- ing af borgarastríðinu í Bosníu, þar sem glöggt kom fram hversu mis- leiðandi og falskur hann var þegar um Serba var að ræða. Drjúgur hluti ritgerðarinnar fór í hugleiðing- ar um heiðarleika og vinnubrögð í stríðsfréttamennsku." Tilvitnun lýkur. Mér finnst það í hæsta máta at- hyglisvert, hvað maður sem senni- lega er við nám í Svíþjóð getur átt erfitt með að koma auga á stað- reyndir sem maður við nám í Boston sér skýrt og greinilega. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. SlBAN 1972 GÆÐA MURV0RUR Á GÓÐU VERÐI FL0TMUR INNI 0G ÚTI - GERUM TILB0Ð II steinprýði STANGARHYL 7, SIMI 567 2777 LANCOME sumarkokkteill LANCOME býður viðskipta- vinum sínum upp á einstakan kaupauka: Rúmgóð og stór (30x40sm) hliðartaska fylgir kaupum á LANCOME snyrtivörum fyrir 5.000 kr. Margar spennandi nýjungar eru í boði, s.s. nýtt líkamskrem, gloss- varalitir, naglalakk og virkar nýjungar fyrir feita og blandaða húð. snyrtivöruverslun Hafnarfiröi, sími 555 2615 FLAGGSKIPIÐ FRÁ BENEFON Benefon Spica ► Valmynd á íslensku ► Vegur aðeins 240 g ► Rafhlaðan endist allt að 5 daga í bið ► Úrval aukabúnaðar (fcr. 49-98o,- stgr.') Benefon Delta ► Vegurssog ► Rafhlaðan endistallt að 4 daga í bið eða 2,s klst. i notkun 9 P u ' U i kr. 74.980,- stgr. Benefon Sigma Gold ► Valmynd á islensku ► Vegur2g8g ► Rafhlaðan endistallt að 4 daga í bið eða 2,5 klst. í notkun (kr. 69.980,- stgr. ) | V1 Benefon Forte atvinnusími ► Sendistyrkur íjlV ► Handfrjáls búnaður, bilfestingar og kaplar fylgja Vaadaöu valið - úrval hágæöa NIVIT farsíma frá SÍMINN Ármúla 27, sími 550 7800 Landssímahúsinu v/Austurvöll, sími 800 7000 Afgreiðslustaðir íslandspósts um land allt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.