Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
SIGURBJARTUR Pálsson er ánægður með útlitið í kartöfluuppskerunni í ár en segir að
smávæta myndi ekki saka.
Kartöflur eru teknar óvenju snemma upp í Þykkvabænum í ár
Uppsker-
an góð
þrátt fyrir
þurrkinn
Kenýaferð
seldist upp
samdægurs
JÓMFRÚARFERÐ ferðaskrifstof-
unnar Samvinnuferða/Landsýnar
til Kenýa í Afríku, sem farin verður
í lok október nk., seldist upp á ein-
um degi eftir að hún hafði verið
auglýst.
Alls komast 480 manns með í ferð-
ina, sem tekur viku, en auk þess eru
140 manns á biðlista, að sögn Helga
Jóhannssonar, framkvæmdastjóra
Samvinnuferða/Landsýnar. Flogið
verður með breiðþotu Atlanta-flug-
félagsins beint frá íslandi til Kenýa
hinn 29. október nk. og er áætlaður
flugtími um tólf tímar. Aðspurður
segir Helgi greinilegt að Islendingar
séu spenntir fyi’ir nýjungum á borð
við þessa ferð og að þeir geri sífellt
meiri kröfur um að skoða umheim-
inn.
Ferðaskrifstofan skipuleggur
ferðina í samvinnu við íslenska út-
varpsfélagið hf. og var hún eingöngu
ætluð áskrifendum Stöðvar 2. Ferð-
in til Kenýa ásamt hótelgistingu,
morgunverði og kvöldverði kostar
um sjötíu þúsund krónur, að sögn
Helga.
Þar sem svo margir eru á biðlista
er verið að athuga hvort hægt verði
að bjóða upp á aðra slíka ferð.
Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna
Umræður um hagræðingu
hjá bönkunum vekja ótta
„VIÐ teljum ótvírætt að gefa þurfi
lengri tíma til að láta bankana
sanna sig á hlutabréfamarkaði og að
fáránlegt sé að ætla að huga að al-
mennri sölu bankanna núna,“ segir
Friðbert Traustason, formaður
Sambands íslenskra bankamanna, í
tilefni ummæla ráðherra að undan-
förnu um umfangsmikla hagræð-
ingu og sölu ríkisviðskiptabank-
anna.
Friðbert segir að umræður um
hagi-æðingu veki ótta um afkomu
starfsfólks bankaanna.
Bankastarfsmönnum fækkaði
um 600-700 frá 1990
Að sögn Friðberts hefur hagræð-
ing í bankakerfinu á undanfórnum
árum falist í því að fækka starfs-
mönnum. „Frá 1990 hefur banka-
starfsmönnum fækkað um 600-700,
þrátt fyrir óbreyttan rekstur á úti-
búaneti bankanna," segir Friðbert.
„Þetta hefur falið í sér stórkostlega
aukið álag á starfsfólk og er svo
komið í mörgum útibúum að á
álagsdögum gefst starfsmönnum
ekki einu sinni tækifæri til að fara á
snyrtingu hvað þá annað.“
Friðbert segir bankamenn óttast
að fækkun útibúa verði íyrst og
fremst á minni stöðum út um landið
og þar með verði dregið úr þjónustu
við viðskiptavinina úti á landi.
Ráðherra hefur engu
svarað bréfí SÍB
Friðbert sagði að eftir að ríkisvið-
skiptabönkunum var breytt í hluta-
félög hafi legið ljóst iyrir að auka
mætti hlutafé bankanna um 35%,
eins og Alþingi hefði samþykkt. „I
öllum viðræðum okkar við hlutafé-
laganefndina, efnahags- og við-
skiptanefnd og við ráðherra var
okkur alltaf sagt að meira yrði ekki
gert þessi fjögur ár en að auka
hlutaféð um 35%. Síðan yrði hlutur
ríkisins seldur. Núna á svo allt í
einu að snúa þessu öllu við,“ segir
Friðbert.
Friðbert sagði að í kjölfar um-
mæla viðskiptaráðherra um þessi
mál á ársfundi Seðlabankans í vor
hefði hann sent ráðherra bréf og
óskaði eftir því að allar umræður
um frekari hagræðingu í bankakerf-
inu færu fi-am í samvinnu við starfs-
menn allra bankanna. „Síðan eru
liðnir tveir eða þrír mánuðir og ég
hef engin viðbrögð fengið við því
bréfí,“ segir hann.
Meðalaldur banka-
manna 45 ár
Að sögn Friðberts mun SÍB ít-
reka við ráðamenn að haft verði
samráð við bankastarfsmenn um
þessi mál. „Þetta vekur ugg og ótta.
Um 75% bankamanna í dag eru
konur. Meðalaldur starfsmanna í
ríkisbönkunum er um 45 ár.
Við óttumst að þetta komi niður á
eldri starfsmönnum bankanna, sem
eru ekki með háskólamenntun held-
ur hafa sína bankamenntun.
Reynslan sýnir að það er mjög
erfitt fyrir fólk á þessum aldri að fá
vinnu,“ sagði hann.
KARTÖFLUBÆNDUR í
Þykkvabænum tóku fyrstu kart-
öflurnar upp 10. júlí og er það
um það bil þremur vikum fyrr
en á meðalári, að sögn Sigur-
bjarts Pálssonar, kartöflubónda
á Skarði í Þykkvabæ. Lítið er
tekið upp af kartöflum í einu og
fer allt beint í búðir. Sigurbjart-
ur ætlaði að taka upp um tonn
af kartöflum í gærkvöldi og
verða þær komnar í verslanir í
dag.
Sigurbjartur byijaði sjálfur að
taka upp 14. júlí og segir upp-
skeruna betri enn menn þorðu
að vona því ekkert hafí rignt svo
heita megi í Þykkvabænum frá
því í maí. Hann er með kartöflur
á um 20 hekturum og frá því um
miðjan júlí hefur hann tekið upp
af tæplega hálfum. í gærkvöldi
var von á bfl til að sækja kartöfl-
ur og taka bændurnir þá upp
eftir þörfum og bjóst Sigurbjart-
ur við því að taka upp tonn og
að það yrði komið í búðir í dag.
Hann hefur aðallega tekið upp
premier-kartöflur en býst við
því að geta farið að taka upp
gullauga og rauðar íslenskar
fljótlega. Hann segist svo vera
með fleiri tegundir í tilrauna-
skyni.
Sigurbjartur segir kartöfl-
urnar dafna vel í sólinni og hit-
anum en nú sé farið að vanta
smá rigningu. „Þar sem jarð-
vegurinn er sendnastur er ekk-
ert að gerast því kartöflurnar
eru að stórum hluta vatn og
þar er engin væta lengur, það
mætti rigna í nokkra daga, þá
yrði þetta gott,“ segir Sigur-
bjartur. Hann segir uppsker-
una líta vel út en menn viti að
ein frostnótt geti sett allt úr
lagi svo ekki sé rétt að hafa
nein stór orð um hana fyrr en
búið sé að taka allt upp. Mest
verði væntanlega tekið upp í
lok ágúst og byrjun september
og sett í geymslu en meðan
hægt sé verði reynt að koma
þeim sem nýjustum til neyt-
enda.
Tilkynningar til lögreglu um óeðlilega háttsemi
Atvik af ýmsum toga
LÖGREGLA leitar enn mannsins
sem veittist að stúlkum í Foss-
vogi á mánudagskvöld og er verið
að vinna úr vísbendingum sem
lögreglu hafa borist um hver gæti
hafa átt hlut að máli.
Alls hafa lögreglu í Reykjavík
borist tuttugu tilkynningar um
ósæmilega hegðan við börn það
sem af er árinu og að sögn Ómars
Smára Ármannssonar aðstoðar-
yfirlögregluþjóns er um að ræða
sjö. til átta einstaklinga sem
tengjast þessum tilvikum, sem
sum eru upplýst. Ómar Smári
segir að samstarf íbúa í viðkom-
andi hverfum og lögreglu hafi oft
tekist vel og leitt til að mál hafi
verið upplýst. Afgreiðsla mála
eftir það hafi farið eftir atvikum, í
sumum tilvikum þurfí að leita til
barnaverndaryfirvalda ef um
ungt fólk er að ræða, í öðrum sé
leitað læknisfræðilegrar aðstoðar
og í einstaka máli sé kveðin upp
refsing.
7-8 einstaklingar
tengjast mál-
unum sem kærð
hafa verið
Að sögn Ómars Smára eru at-
vikin sem tilkynnt hafa verið til
lögreglu einkum af þrennum
toga, í fysta lagi dónalegt orð-
bragð unglinga eða fullorðinna
karlmanna við börn, í öðru lagi
er um að ræða að karlmenn
svipti sig klæðum til að sýna,
einkum börnum, kynfæri sín og í
þriðja lagi tilvik þegar karlmenn
leita á börn. Þau atvik eru að
sögn Ómars Smára tiltölulega
fá.
„Mikilvægt er að tilkynna atvik
til lögreglu og eru allar tilkynn-
ingar skoðaðar og metnar eftir
efnum og ástæðum hverju sinni.
Lögregla reynir að bregðast við
og upplýsa mál sem hún fær vit-
neskju um hverju sinni,“ segir
Ómar Smári.
Aukið eftirlit
Ómar Smári segir lögreglu
auka eftirlit, bæði með einkennis-
klæddum og óeinkennisklæddum
lögreglumönnum, þegar tilkynn-
ingar berast um óeðlilega fram-
komu á einhverju svæði. íbúar
viðkomandi svæða verði eðlilega
áhyggjufullir í kjölfar atburða
eins og síðastliðið mánudags-
kvöld, en Ómar segir að ástæða sé
fyrir þá að halda ró sinni, atvik
sem þetta séu mjög fátíð, yfirleitt
séu sýniþörf og forvitni ástæða
hegðunar þeirra sem áreita böm
utan dyra, alvarlegri kynferðis-
brotamál eigi sér stað við aðrar
aðstæður og séu oftar en ekki
framin af fólki sem þekkist eða
tengist með einum eða öðrum
hætti.
Prjónandi trukkur
ÞAÐ var ekki í fyrsta sinn
sem jarðgöng á Islandi
lokast með grjótflutnings-
palli er það gerðist við
Sultartangavirkjun um
síðustu helgi. Slíkt átti sér
einnig tvisvar stað við
framkvæmdir í Vestfjarða-
göngum og var aðdrag-
andinn þá sá sami, þ.e.
gleymst hafði að láta pall-
ana síga. Ekki er vitað til
þess að meiðsl hafí orðið á
mönnum en í öðru tilfell-
inu rifnaði pallur bflsins
af.
Aðgengium suðurenda
Sultartangaganga lokaðist
í um tvær stundir þegar
grjótflutningsbíllinn fest-
ist. Við höggið grófst pall-
urinn inn í bergloftið og
eins og sjá má hékk bfll-
inn, sem er 30 tonn, allur í
lausu lofti og voru um þrír
metrar undir framhjólin.
Mildi þykir að ökumaður
skuli hafa sloppið við meiðsl en
toppur bflsins er dældaður eft-
ir að hafa skollið í loftið. Stór-
virkar vinnuvélar þurfti til að
Morgunblaðið/Birgir Jónsson
UM þrír metrar voru undir framhjólin
á þessum 30 tonna trukki.
ná bflnum út og reyndust
tjakkur og pallur hafa
skemmst og er nú unnið að
viðgerðum.