Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 UR VERINU ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Loðnuveiðin hefur verið léleg undanfarna daga Morgunblaðið/Sigurgeir NORSKA loðnuskipið Kristian Ryggefjord, sem kyrrsett var í Vestmannaeyjum í fyrrasumar, landaði í síðustu viku 700 tonnum af loðnu hjá Vinnslustöðinni. Islensku skipunum fækkar á miðunum AÐEINS 10-15 íslensk loðnuskip voru í gær á miðunum rétt sunnan við lögsögumörkin norður af Siglufírði, en lítil sem engin loðnuveiði hefur verið undanfama daga og hafa mörg skip- anna haldið í land. Tuttugu norsk loðnuskip voru á miðunum í gær, en það er sá fjöldi sem má veiða innan ís- lensku lögsögunnar. Ottó Ottósson, stýrimaður á Þor- steini E A sem ennþá er á loðnumiðun- um, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nánast ekkert hefði veiðst upp á síðkastið og mörg íslensku skipanna væi-u farin í land. „Þetta er bara ömurlegt. Við erum komnir með sáralítið, en Hólmaborgin vai- að fá eitthvað smáræði í nótt en það gekk ekkert hjá okkur þá. Það hefur ekki verið nein veiði að heitið geti síðustu vikuna. Það er mikið af Islendingunum farið heim og ég held að allir Vestmannaeyingamir séu famir til að undirbúa sig fyrir þjóðhá- tíð. Við verðum hins vegar áfram héma þar til við verðum kallaðir í land,“ sagði Ottó. Samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökum fiskvinnslustöðva var í gær bú- ið að landa samtals tæplega 271 þús- und tonnum af loðnu á sumarvertíð- inni sem hófst 20. júní síðastliðinn. Þar af höfðu íslensk skip landað tæp- lega 200 þúsund tonnum og erlend skip 71 þúsund tonnum, en loðnuveið- ar íslenskra skipa verða óheimilar frá og með 16. ágúst næstkomandi til og með 30 september. Mestu hefur verið landað hjá SR-mjöli á Siglufirði, eða samtals rúmlega 35 þúsund tonnum, en hjá Síldarvinnslunni hf. Neskaup- stað hefur verið landað rúmlega 26 þúsund tonnum og hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar tæplega 25 þúsund tonn- um. Alls hafa 19 loðnuverksmiðjur á landinu tekið á móti loðnu á sumar- vertíðinni. Bráðabirgðakvóti á loðnuvertíðinni er 950 þúsund lestir og af því magni koma rúmlega 680 þúsund lestir í hlut Islands, auk þess sem íslensk skip fá 8.000 lestir af kvóta Grænlands sem endurgjald fyrir veiðiheimildir græn- lenskra skipa á síðustu loðnuvertíð. Nú eru eftirstöðvar útgefins loðnu- kvóta sem í hlut íslensku skipanna kemur því rúmlega 488 þúsund tonn. Bráðabirgðakvótinn miðast við að endanlegur leyfilegur heildarafli verði 1.420.000 lestir og kemur mismunur- inn á bráðabirgðakvótanum og endan- legum kvóta allur í hiut íslands. Kristian Ryggefjord landaði í Eyjum Meðal norsku skipanna sem era við veiðar í íslensku lögsögunni er loðnu- skipið Kristian Ryggefjord og landaði það um 700 tonnum af loðnu hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Skipið var kyrrsett í Vestmannaeyjum í fyrrasumar þar sem talið vai' að veiðidagbækur þess væra falsaðar. Skipstjórinn var dæmdur í sekt fyrir að rita rangar staðsetningartölur í tölusetta afladag- bók skipsins og leyna henni fyrir yfir- völdum er hann kom til Vestmanna- eyja, en hann var hins vegar sýknaður af brotum á reglugerð sjávanitvegs- ráðuneytisins um veiðar erlendra skipa í lögsögu Islands þar sem dóm- urinn taldi reglugerðina ekki eiga sér stoð í lögum. I sumar göngum við í lið með. úiivmarfóm, 10-25% • •• 66*N MAX Verslanir Reykjavík, Akureyri, Vestmannaeyjum. Reuters Batnandi samskipti Indlands og Pakistans FORSÆTISRÁÐHERRAR Ind- lands og Pakistans hittust á óformlegum fundi í gær og ákváðu að efna til leiðtogafund- ar um samskipti landanna, sem hafa verið í lægð síðan hvorir tveggju sprengdu kjarnorku- sprengjur í tilraunaskyni í maí sl. Atal Behari Vajpayee, forsæt- isráðherra Indlands, og Nawaz Sharif, starfsbróðir hans frá Pakistan, sitja báðir ráðstefnu leiðtoga um samvinnu í Suður- Asíu (SAARC)í Colombo á Srí Lanka. Vajpayee segir þá báða „viðurkenna nauðsyn þess að vinsamleg samskipti landanna byggist á trausti og trúnaði". í fyrra slitnaði upp úr samninga- viðræðum um frið í Kasmír en Pakistan og Indland hafa háð tvö stríð um yfírráð yfir Kasmír frá því þau fengu sjálfstæði frá Bretum fyrir hálfri öld. Á myndinni sést Nawaz Sharif rétta starfsbróður sínum, Atal Behari Vajpayee, glasamottu á fundinum í Colombo. Aróðurssigur fyrir Verkamannaflokkinn í Israel Stjórnarþing- menn snúast gegn Netanyahu ÍSRAELSÞING krafðist þess í gær, að þing yrði rofið og efnt til nýrra kosninga í landinu. Var að- eins um að ræða fyrstu atkvæða- greiðsluna af fjórum en þótt ólík- legt þyki, að tillagan nái endanlega fram að ganga, þá er niðurstaðan í gær mikill álitshnekkir fyrir Benjamin Netanyahu forsætisráð- herra. Þingmenn Verkamannaflokksins báru fram tillöguna og var ástæðan þráteflið í friðarviðræðunum við Palestínumenn en þeir kenna fyrst og fremst Netanyahu um það. Var tillagan samþykkt með 60 atkvæð- um gegn sex en á þinginu sitja 120 menn. Flestir þingmenn stjórnar- flokkanna voru fjarverandi. Þingið í frí Fjórir stjómarþingmenn studdu tillögu Verkamannaflokksins, þrír þingmenn lítils miðflokks, Þriðju leiðarinnar, og Dan Meridor, fyrr- verandi fjármálaráðherra, sem lét af embætti á síðasta ári eftir að í odda skarst með honum og Net- anyahu. Talsmaður Verkamannaflokks- ins sagði, að úrslit atkvæðagreiðsl- unnar sýndu þá miklu óánægju, sem væri með Netanyahu, en til- lagan á eftir að fara fyrir nefnd og síðan í þrjár atkvæðagreiðslur. Þar við bættist, að gærdagurinn var sá síðasti fyrir þinghlé. Netanyahu gerði lítið úr at- kvæðagreiðslunni í gær og fyrr í vikunni stóð stjórn hans af sér þrjár vantrauststillögur. Úrslitin eru þó áfall íyrir hann og gefa þeim áróðri andstæðinga hans byi’ undir báða vængi, að honum hafi mistekist allt nema að halda í völd- in. Þegar tillagan um að krefjast kosninga var rædd á þingi í gær talaði Netanyahu minnst um frið- arviðræðurnar eða efnahagsmálin, Netanyahu Orr heldur um viðtal, sem dagblaðið Ha’aretz birti í gærmorgun við einn þingmanna Verkamanna- flokksins, Ori Orr, fyrrverandi hershöfðingja. Þykir hann hafa haft þar mjög móðgandi ummæli um þá gyðinga, sem komu til ísra- els frá öðrum Miðausturlöndum og Norður-Afríku. „Vandræðahópur" frá Marokkó „Þegar ég tala um „mizrahi“ (gyð- inga frá fyrmefndum löndum) á ég fyrst og fremst við gyðinga frá Marokkó. Þeir eru stærsti og mesti vandræðahópurinn og það versta er, að þeir hafa engan áhuga á að vita hvers vegna,“ sagði Orr í viðtalinu. Yaron Dekel, pólitískur frétta- skýrandi ísraelska útvarpsins, sagði í gær, að með þessum um- mælum hefði Orr stórskaðað Verkamannaflokkinn og ýtt undir grunsemdir um, að forystumenn hans litu ekki sömu augum á alla gyðinga. Forysta Verkamanna- flokksins hefur áður beðist afsök- unar á því hvernig komið var fram við svokallaða sephardim-gyðinga, fólk frá arabaríkjunum, á fyrstu árum Israelsríkis en stofnendur Verkamannaflokksins voru fyrst og fremst ashkenazy-gyðingar, fólk frá Austur-Evrópu. Ehud Barak, fyrrverandi hers- höfðingi og leiðtogi Verkamanna- flokksins, fordæmdi í gær ummæli Orrs og hvatti hann til að taka þau aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.