Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 29
28 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ -F MORGUNBLAÐIÐ ftifrgminlítóili STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FORELDRARA VARÐBERGI SÁ ÓHUGNANLEGI atburður sem varð í Fossvogi á mánudagskvöld, þegar maður ógnaði tveimur sjö ára stúlkubörnum með hnífí, hefur af skiljanlegum ástæðum fyllt foreldra ótta og reiði. Um miðjan mánuðinn gerðist það að maður hafði í frammi kynferðislega tilburði við tvær sex ára stúlkur í Fossvogi. Það er ömurlegt til þess að vita að foreldrar og aðrir, sem bera ábyrgð á og þurfa að hafa auga með ungum börnum, skuli ekki geta verið öruggir um heill barnanna, ef þeir eitt andartak sleppa þeim úr augsýn. Á leikskólanum Kvistaborg í Fossvogi hafa verið hengd upp skilaboð til foreldra þar sem þeir eru varaðir við að láta börn leika sér án eftirlits, eins og. greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Þetta er auðvitað óþolandi fyrir foreldra og aðstandendur barna, að nú ekki sé talað um fyi’ir börnin sjálf. Það er ákveðinn hluti af því að þroskast og verða sjálfstæður einstaklingur, sem er fólginn í því fyrir barn, að fá að leika sér án eftirlits og gæslu hinna fullorðnu. Þeir fullorðnu vita þetta og leitast við að gefa börnunum lausan tauminn innan ákveðinna marka, þegar þeir eru fullvissir um öryggi barnanna. Þessum þætti uppvaxtarins má ekki svipta börnin. Það eru því skiljanleg og eðlileg viðbrögð foreldra, að þeir taki höndum saman og myndi með sér samtök, sem gera það sem í þeirra valdi stendur, til þess að tryggja öryggi barnanna. I Morgunblaðinu í gær var greint frá því að upp væri komin sú hugmynd í Fossvogi, að stofna formleg samtök foreldra í hverfínu. Þar kom fram að fyrir þremur árum störfuðu óformleg samtök foreldra í Fossvogi í kjölfar þess að börn á þessu svæði urðu fyrir kynferðislegri áreitni. Slík samtök foreldra geta lagt ýmislegt af mörkum, í sambandi við skipulagt eftirlit og gæslu með helstu leiksvæðum barnanna, sem einstaklingar eiga ekki jafn auðvelt með. Þannig geta foreldrar í sameiningu lagt sitt af mörkum, til þess að auka og endui’vekja öryggistilfinningu sína og barnanna, auk þess sem þau geta reynst lögreglunni liðsauki, við það að hafa hendur í hári öfugugga, eins og þess sem hér á hlut að máli. Hér á íslandi, úti um borg og bý, höfum við búið við fremur mikið öryggi og lítið ofbeldi. Ógnir og glæpir stórborga heims, hafa ekki hrjáð íbúa þessa lands, nema að takmörkuðu leyti. Sem betur fer. Þannig þurfum við að halda samfélagi okkar áfram og taka höndum saman um að tryggja öryggi og heill barna okkar. SKEMMTILEG NYJUNG FORRÁÐAMENN Reykjalundar hafa bryddað upp á skemmtilegri nýjung við endurhæfingu fatlaðra, þar á meðal mænuskaddaðra, með námskeiði í meðferð og róðri kanóa og kajaka. Eins og fram kom hér í Morgunblaðinu í gær, er hafíð námskeið á vegum Reykjalundar, MS- félagsins, SEM-hópsins og Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra við Hafravatn. Ludvig Guðmundsson, yfirlæknir á Reykjalundi, sagði í samtali við Morgunblaðið, að kajak- og kanóróður væri mjög góð leið til endurhæfíngar fyrir þá sem erfitt eiga með hreyfingar af ýmsum ástæðum, t.d. vegna mænuskaða. Fötlun þeirra væri lítil þegar komið væri út í vatn og því væri þetta góð leið fyrir þá til að njóta útivistar og þjálfunar án hjálpartækja. Svíinn Tord Sahlén var fenginn hingað til lands, til þess að kenna á námskeiðinu og er þátttakendum svo sannarlega ekki í kot vísað með þjálfun frá honum, því hann er fyrrum þjálfari sænska landsliðsins í kajakíþróttum og sjálfur er hann margfaldur Svíþjóðarmeistari, sem einnig hefur unnið til silfur- og bronsverðlauna í heimsmeistarakeppnum og Ólympíuleikum. Fram kom hér í blaðinu í gær að Sahlén er sjálfur fatlaður á fæti, með lömun eftir mænusótt, en fötlun hans hefur ekki komið í veg fyrir að hann næði árangri i íþrótt sinni á heimsmælikvarða. Slíkur árangur hlýtur að vera skjólstæðingum hans á námskeiðinu hér á landi hvatning og örvun til dáða. Þetta framtak Reykjalundar og samstarfsaðila er lofsvert og er þess að vænta að áfram verði leitað fjölbreyttra leiða til þess að endurhæfing fatlaðra einstaklinga leiði til þess að þeir njóti í sem ríkustum mæli þess sem þjóðfélagið hefur upp á að bjóða. Samningur Starrs við Lewinsky markar tímamót í rannsókn á meintu misferli Clintons Mikilvæg- asta vitni saksóknara Samkomulag Monicu Lewinsky við Kenneth Starr um friðhelgi og vitnisburð um ástar- samband við Bill Clinton kom fáum á óvart. Bandarískir fjölmiðlar bera óljósa heimilda- menn fyrir því hvað Lewinsky muni segja Starr, skrifar Kristján G. Arngrímsson en enginn virðist þó vita með vissu hverjar af- leiðingarnar muni verða. Blákaldar stað- reyndir virðast enn sem komið er heldur fáar í þessu flókna máli. Reuters MONICA Lewinsky yfirgefur skrifstofur lögmanna sinna á þriðjudaginn. SAMKOMULAGSINS sem Monica Lewinsky hefur nú gert við Kenneth Starr hafði verið vænst svo mánuðum skipti. Þegar loksins var tilkynnt á þriðjudaginn að það væri orðið að veruleika voru flestir sammála um að þáttaskil hefðu orðið, en skoðanir voru hins vegar skiptar um hvaða áhrif þetta myndi hafa á Bill Clinton forseta eða stjórnmálasviðið í Banda- ríkjunum. Bæði New York Times og Was- hington Post greindu frá því að sam- kvæmt samkomulaginu væri Lewin- sky reiðubúin til að bera vitni um að hún hafi átt í ástarsambandi við for- setann fyrir nokkrum árum er hún starfaði í Hvíta húsinu og að hann hafi sagt henni að hann myndi neita að svo hefði verið og ef þau myndu bæði neita því myndi enginn geta sannað neitt. Gegn því að bera vitni um þetta nýtur Lewinsky friðhelgi fyrir málshöfðunum. Blöðin höfðu þetta eftir ónafn- greindum lögfræðingum sem sagðir eru „nátengdir málinu“. Samkvæmt þessum sömu lögfræðingum er Lewinsky ennfremur reiðubúin til að segja að forsetinn hafí hvatt hana til að segja að komur hennar í Hvíta húsið eftir að hún hafði látið af störf- um þar hafi verið í því skyni að hitta Betty Currie, einkaritara forsetans. Auk þessa muni Lewinsky segja frá því að forsetinn hafí rætt við hana um hugsanlegar spumingar er hún kynni að verða spurð og hvemig hægt væri að svara þeim með þeim hætti að hylmt yrði yfír samband þeirra. Einnig myndi hún segja að forsetinn hefði sagt að ef hún myndi flytja til New York væru minni líkur á að hún þyrfti að bera vitni í máli Paulu Jones á hendur forsetanum fyrir meinta kynferðisáreitni. Rannsókn í hálft ár Rannsókn Kenneths Starrs, sér- staks saksóknara, hefur staðið í rúm- lega hálft ár og beinist að því hvort Clinton hafí gerst sekur um misgjörð- ir á borð við framhjáhald og mein- særi. Starr hefur leitt fram fjölda vitna fyrir sérstakan rannsóknarkvið- dóm, sem hann hefur kallað saman, og á að skera úr um hvort telja megi ástæðu til að ætla að forsetinn hafí gerst sekur um glæpsamlegt athæfí. Starr mun á endanum gefa þinginu skýrslu um rannsókn sína, og á grundvelli hennar mun þingheimur ákveða hvort ástæða sé til að setja á stofn sérstaka rannsóknarnefnd eða jafnvel ganga svo langt að leggja fram kröfu um að forsetinn láti af embætti íyrir afglöp í starfi. Lewinsky er mikilvægasta vitnið fyrir rannsókn Starrs. Samkvæmt samkomulaginu, sem tilkynnt var um í gær, mun hún ekki halda því fram að Clinton hafi beðið sig að ljúga í eið- svarinni yfirlýsingu er gefin var vegna málshöfðunar Jones á hendur forsetanum. Lewinsky mun hins veg- ar bera að forsetinn hafi rætt við sig um leiðir til að hylma yfir ástarsam- band þeirra. Clinton hefur tvisvar neitað því op- inberlega að hafa átt kynferðislegt samneyti við Lewinsky. I janúar gaf hann eiðsvarna yfirlýsingu vegna máls Jones, og kom þá einnig fram í sjónvarpi og sagði afdráttarlaust: „Ég hef ekki átt í ástarsambandi við þessa konu. Þessar ásakanir eru til- hæfulausar." Lewinsky bar sjálf í eiðsvarinni yf- irlýsingu í sama máli að hún hefði ekki haft kynferðislegt samneyti við forsetann, en nú er hún reiðubúin til að játa að þá hafi hún sagt ósatt. Friðhelgin, sem henni hefur nú verið tryggð, kemur í veg íyrir að hún verði ákærð fyrir mein- særi. Það er því allt útlit fyrir að orð Lewinsky muni standa gegn orðum forsetans, og takist Starr með einhverjum hætti að færa frekari sönnur á að Clinton hafi sagt ósatt gætu afleiðingarnar orðið slæmar fyrir forsetann. Lögskýrendur hafa þó bent á, að þótt forsetinn verði ber að því að hafa sagt ósatt í yfirlýsing- unni í máli Jones sé ekki einboðið að hann sé sekur um meinsæri. Máli Jo- nes hefur verið vísað frá dómi og því hafi vitnisburður í því ekki vægi, og geti ekki orðið forsenda meinsærisá- kæru. Sjónvarpsstöðin CNN hafði í gær eftir heimildamönnum „nátengdum lögfræðingum Clintons" að forsetinn myndi áfram neita því að hafa átt í ástarsambandi við Lewinsky, alveg sama hvað hún kunni að segja. Fréttafulltrúi forsetans, Mike McC- urry, sagði á þriðjudag að forsetinn væri „feginn fyrir hönd Lewinskys", en vildi ekki ræða viðbrögð Clinotns við samkomulaginu frekar. Umfangsmiki! vernd Samningur Starrs við Lewinsky hljóðar upp á „algera friðhelgi" (transactional immunity) og segja bandarískir lög- fræðingar ákaflega sjald- gæft að vitnum sé tryggð svo umfangsmikil vemd gegn málshöfðun. „Þetta merkir að þeir hafa virkilega viljað ná Monicu Lewinsky,“ sagði Greta Van Susteren, lögskýrandi CNN. Sá sem nýtur algerrar friðhelgi með þessum hætti, er verndaður fyrir öllum hugsanlegum málshöfðunum, og „maður gæti jafnvel sloppið við að borga gamlar stöðumælasektir á þess- um forsendum,“ sagði Van Susteren. Eina undantekningin væri ef Lewinsky yrði ber að ósannsögli í vitnisburði sínum fyrir rannsóknar- kviðdómnum. Þá ætti hún yfir höfði sér ákæru fyrir meinsæri. Van Susteren benti ennfremur á að þótt vitnisburður Lewinskys nú stangaðist á við vitnisburð forsetans væru allar líkur á að orð Clintons vægju þyngra en orð Lewinskys, sem þætti ef til vill ekki mjög trúverðugt vitni. Þannig hefði komið fram að fyr- ir nokkrum árum hefði Lewinsky gortað af því í bréfi að hún væri leikin við að ljúga og að hún hefði haft veru- legan ávinning af lygum. Af þessu megi ráða að vitnisburður Lewinskys geti einungis orðið mikil- vægur ef Starr hafi undir höndum fleiri gögn sem skjóti styrkari stoðum undir fullyrðingar hennar. Fari svo, að Clinton beri vitni fyrir rannsóknarkvið- dómi Starrs - með hvaða hætti sem það kann að verða - og framburður hans þar stangast á við vitnisburð Lewinskys kann forsetinn að eiga yfir höfði sér slæmar lagalegar og póli- tískar afleiðingar, sérstaklega ef St- aiT býr yfir gögnum er styðja fram- burð Lewinskys. Stephen Saltzburg, lagaprófessor við George Washington-háskóla, sagði í viðtali við Washington Post að ef neitunum Clintons „verður mætt með allskonar vísbendingum og ef [Starr] saksóknari ákveður að greina þinginu frá því að forsetinn hafi sagt ósatt, ekki aðeins í eiðsvarinni yfirlýsingu heldur einnig fyrir rannsóknarkvið- dómnum mun þingið líta á það sem skyldu sína að hefja gagngera rann- sókn“. Slæmt að snúa við blaðinu Á hinn bóginn kynni það að vera al- veg jafn slæmt fyrir forsetann að breyta framburði sínum nú. „Það væri býsna afdráttarlaus yfirlýsing af hans hálfu að snúa við blaðinu núna,“ hafði Washington Post eftir ráðgjafa í Hvíta húsinu, sem fullyrti ennfremur að forsetinn yrði að halda óbreyttri stefnu. „Fólk gerir ráð fyrir að hann sé að ljúga. Það gerir líka ráð fyrir því að [Lewinsky] sé svolítið skrítin. Það vill ekki stefna ríkinu í hættu og þess vegna vill það ljúka þessu af. Ef [Clinton] stendur við fyrri fullyrðing- ar mun fóik hugsa sem svo: Við trú- um honum ekki, en við viljum ekki að hann verði ákærður fyrir embættisaf- glöp.“ Ánnar ráðgjafi sagðist hins vegar telja að ef Lewinsky bæri vitni um að Clinton hefði reynt að hindra fram- gang réttvísinnar, til dæmis með því að leggja að henni að segja ósatt í eið- svarinni yfirlýsingu, gæti það haft al- varlegar afleiðingar fyrir forsetann. Fréttaskýrendur tóku fram að vanga- veltur um afleiðingar væru allar byggðar á ótraustum grunni því lítið sem ekkert væri vitað um hvað Lewinsky muni segja. En frétta- og lögskýrendur hafa bent á, að ef til vill sé ekki bara fram- tíð forsetans í veði, heldur kunni emb- ætti sérstaks saksóknara, sem geti verið sífellt á hælum forsetans, að vera á fallanda fæti. Van Susteren sagði að það gæti reynst Bandaríkja- mönnum erfitt að útskýra fyrir um- heiminum hvernig kaupin gerist í þessum efnum. Sérstakur saksóknari hafi verið á hælum Clintons og einnig á hælum Georges Bush, og bæði repúblíkanar og demókratar séu farnir að efast um ágæti þessa emb- ættis. Svo kunni að fara að það verði lagt af. Það eru á endanum kjósendur sem öllu ráða, og fólk er búið að fá yfir sig nóg af þessu máli. „Ef bandaríska þjóðin kemst að þeirri niðurstöðu að það sé forsetanum að kenna, fremur en Starr eða repúblíkönum, að þetta mál hefur dregst á langinn þá mun það koma niður á vinsældum hans,“ hefur Washington Post eftir ónafn- greindum stuðningsmanni forsetans. „[Almenningur] er reiður, hann er búinn að fá nóg af þessu máli og mun ná sér niðri á þeim sem hann heldur að sé að draga það á langinn.“ Blaðra og blaðra Bandarískir fjölmiðlar eru nú aftur byrjaðir að fjalla þindarlaust um „Lewinskymálið" og fátt annað kemst að. Það kann að vísu að ráðast af því að á sumrin verður stundum fátt um bitastæð umfjöllunarefni og þar af leiðandi verður meira úr þessu en ella hefði orðið. En mikið af umfjölluninni er á formi vangaveltna frétta- og lög- skýrenda um hvað kunni að gerast, en blákaldar staðreyndir eru - að minnsta kosti enn sem komið er - harla fáar í þessu máli. Á fréttamannafundi í Hvíta húsinu á þriðjudaginn, eftir að fregnir bárust um samkomulag Lewinskys og St- arrs, hafði McCurry, fréttafulltrúi Clintons, harla lítið að segja. En fréttamennimir létu spurningamar dynja á honum. Þar kom að McCurry greip fram í fyrir fréttamanni ABC- sjónvarpsins og sagði: „Það sem komið hefur fram í fjölmiðlum og það sem er sannleikanum sam- kvæmt er ekki endilega al- veg það sama. Ég á við, þú veist ekki hvað [Lewinsky] hefiir sagt, ekkert okkar veit það, og ég veit að þið þurfið öll að rjúka til og byrja að blaðra og blaðra og blaðra um þetta endalaust, en það verður byggt á ákaflega fáum staðreyndum." Fréttamaðurinn svaraði: „Ja, við munum blaðra, kollegar okkar á blöð- unum skrifa. Þetta er okkar starf.“ •Byggt á The Washington Post, The New York Times og CNN. Ef bæði neit- uðu yrði ekk- ert sannað Efasemdir um embætti sak- sóknarans FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 29' Ráðherrafundur OSPAR í Sintra í Portúgal Sögulegnr áfangi í vernd Atlantshafsins SENDINEFND íslands á fundi OSPAR, fv. Davíð Egilson, Guðmundur Bjamason, Þór Tómasson og Magnús Jóhannesson. Aldrei fyrr í sögu sam- starfsins um vernd N orðaustur-Atlantshafs- ins gegn mengun, segir Magnús Jóhannesson, hafa verið teknar eins margar ákvarðanir sem eiga eftir að hafa veruleg áhrif á vernd svæðisins. ISÍÐUSTU viku var haldinn í bænum Sintra í Portúgal fyrsti aðalfundur aðildarríkja OSPAR- samningsins um vemd Norð- austur-Atlantshafs. Fundinn sátu um- hverfisráðherrar þeirra átján ríkja sem aðild eiga að samningnum en þau eru öll 15 ríki Evrópusambandsins, ísland, Noregur og Sviss. Auk þess sátu fimdinn framkvæmdastjórar, ESB-fulltrúar alþjóðastofnana, at- vinnulífs og umhverfisverndarsam- taka og sérstakur áheyrnarfulltrúi B andaríkj astjómar. Guðmundur Bjamason umhverfis- ráðherma sat fundinn fyrir íslands hönd en með honum í sendinefnd ís- lands vora Davið Egilson forstöðu- maður mengunarvarna sjávar hjá Hollustuvernd ríkisins, Þór Tómasson efnaverkfræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins og undirritaður. OSPAR-samningurinn, sem gekk formlega í gildi hinn 26. mars sl. var samþykktur á fundi umhverfisráð- herrra í september 1992. Samningur- inn á sér þó mun lengri forsögu, þar sem hann er í raun byggður á tveimur alþjóðasamningum sem gerðir voru um vernd Norðaustur-Atlantshafs gegn mengun snemma á áttunda ára- tugnum. Annars vegar er um að ræða svonefndan Oslóarsamning frá 1972 um vamir gegn mengun hafsvæðisins vegna varps úrgangsefna í hafið frá skipum og flugvélum og hins vegar svonefndan Parísarsamning frá 1974 um varnir gegn mengun sjávar frá landstöðvum. Þessi forsaga hins nýja samnings skýrir vel hvers vegna nýi samningurinn er að jafnaði nefndur OSPAR-samningurinn. Mengun sjávar íslensk stjórnvöld hafa frá upphafi tekið virkan þátt í þessu samstarfi þjóða um vamir gegn mengun sjávar á Norðaustur-Atlantshafi. íslenska efnahagslögsagan er öll hluti af verndarsvæði samningsins og tölu- verður hluti af utanaðkomandi meng- un sjávar á íslenskum hafsvæðum á rætur sínar að rekja til starfsemi í löndum aðildarríkja samningsins. Það gefur því auga leið, ekki síst með hlið- sjón af hagsmunum íslendinga af nýt- ingu auðlinda hafsins, að markvissar aðgerðir til að draga úr mengun í að- ildam'kjum samningsins eru mjög í þágu íslenskra hagsmuna. Því miður vantar enn töluvert á að þjóðir heims hafi almennt gert sér grein fyrir mjög vaxandi mengun sjávar í flestum heimshlutum, sem rekja má fyrst og fremst til mengunar frá landi, þ.e. frá iðnaði, landbúnaði og byggð. Talið er að um 80% af mengun sjávar komi frá starfsemi á landi, en aðeins um 20% frá sldpum og annani starfsemi á hafi úti. Mengun sjávar er af mörgum álitin eitt vanmetnasta umhverfisvandamál heimsins. Vaxandi mengun sjávar má rekja til vaxandi fjölda manngerðra efna í iðnaði en talið er að nú séu manngerð efni í umferð í okkar dag- lega lífi um 100 þúsund, en mörg þess- ara efna berast til sjávar og geta vald- ið þar skaða. Þá er aukin efnanotkun í landbúnaði, svo sem notkun tilbúins áburðar og skordýraeiturs, víða mikið vandamál og síðast en ekki síst hefur fólksfjölgun og vaxandi borgarmyndun á strandsvæðum aukið álag á lífríki hafs- ins. OSPAR-samningurinn er einn af þremur lagalega bindandi alþjóðasamn- ingum sem tekur til vama gegn mengun sjávar frá landstöðvum, hins vegar eru Helsinki-samningurinn um vemd Eystrasaltsins og Barcelona-samningur- inn um vernd Miðjarðarhafsins. Á öðram hafsvæðum er því miður ennþá lítið um markvissar aðgerðir til að draga úr mengun sjávar frá landstöðvum. Fundurinn í Sintra Fundurinn í Sintra var sögulegur á ýmsan hátt. í fyrsta lagi fyrir það að á fundinum náðist samhljóða niðurstaða um öll stærri mál fundarins og kom þar e.t.v. mest á óvart afar breytt afstaða breskra stjómvalda til þessa samstarfs. í öðra lagi náðist að margra dómi tíma- mótaniðurstaða í erfiðum málum sem hafa verið til umfjöllunar á þessum vett- vangi í mörg ár, en þar er um að ræða annars vegar losun geislavirkra efna og hins vegar fórgun úreltra bor- og vinnu- palla á sjó. í þriðja lagi voru samþykktar mjög metnaðarfullar stefnumarkandi áætlanir um losun hættulegra efna í sjó og næringarefna frá byggð og landbún- aði, þar sem svonefnd varúðarregla er höfð að leiðarljósi. Varúðarreglan gerir ráð fyrir því að leiki einhver vafi á áhrif- um tiltekinnar losunar efnis/efna út í umhverfið, þá skuli umhverfið, í þessu tilviki hafið, njóta vafans. í fjórða og síð- asta lagi var samþykktur einróma nýr viðauki við OSPAR-samninginn sem ger- ir ráð fyrir því að unnin verði áætlun um vernd þeirra hafsvæða þar sem talið er að búsvæði einstakra tegunda í hafinu séu í hættu eða fjölbreytni lífríkisins á annan hátt. Geislavirk efni Guðmundur Bjamason umhverfisráð- herra ræddi sérstaklega um losun geisla- virkra efna frá endurvinnslustöðinni í Sellafield og þá hættu sem aukin losun þar gæti valdið íslenskum sjávarútvegi og í raun nýtingu sjávarfangs á öllum norðurhluta svæðisins vegna flutnings efnanna með hafstraumum. Ráðherra mótmælti sérstaklega stórlega aukinni losun geislavirka efnisins teknesíum frá Sellafield og krafðist þess að bresk stjómvöld gerðu þá kröfu á eigendur stöðvarinnar að þeir minnkuðu tafar- laust losun efnisins, a.m.k. niður að þeim mörkum sem hún var fyrir 1994, áður en aukningin varð. Michael Meacher, um- hverfisráðherra Breta, upplýsti að hann hefði nýlega óskað eftir tillögum frá Sellafield um minnkun losunar á teknesíum og að það yrði á næst- unni tekið upp í nýju starfsleyfi fyrir stöðina. í yfirlýsingu sem ráðherrarnir skrifuðu undir er á þetta minnst, jafnframt því sem fagnað er fyrir- sjáanlegri lokun endurvinnslu- stöðvarinnar í Dounreay, sem hef- ur einnig um langt skeið valdið ís- lendingum áhyggjum. í stefnumótun fundarins, sem er lagalega bindandi, er gert ráð fyr- ir að fyrir árið 2020 verði losun þeirra geislavirku samsæta (efna) sem finnast í náttúrunni komið niður í þau mörk að þau valdi ekki aukningu á náttúralegri geislun og að losun manngerðra geislavirkra samsæta verði nánast engin (close to zero). Að margra dómi mun þessi sam- þykkt hafa þau áhrif að endur- vinnsla brennsluefnis kjamofna mun leggjast af snemma á næstu öld. Aðrir telja hins vegar mögu- legt að tæknin kunni að geta mætt þessum kröfum. Þá bar einnig til tíðinda að Frakkar og Bretar féllu frá fyrirvara sem þeir höfðu um að geta hafið varp geislavirks úr- gangs í sjó á ný eftir árið 2008. Þetta þýðir að allir samningsaðilar era nú bundnir endanlega af banni við varpi geislavirks úrgangs í sjó. Förgun borpalla Förgun úreltra borpalla hefur verið mikið deilumál innan OSPAR- samningsins í rúm 6 ár og flestum í minni deilan sem kom upp árið 1995 vegna Brent-Spar pallsins. íslensk stjómvöld hafa fylgt ákveðinni stefnu um forgun og endurvinnslu byggingarefnis þess- ara palla á landi. Ákvörðun ís- lenskra stjómvalda að banna förg- un skipsskrokka í sjó snemma á þessum áratug er hluti þessarar stefnu. Á samningssvæðinu era nú 720 mismunandi pallar sem farga þarf einhvem tíma í framtíðinni. Þar af eru 29 pallar úr steinsteypu en aðrir pallar eru úr stáli. Bretar og Norðmenn hafa lengst af viljað fá leyfi til þess að stærstu stálpall- arnir, sem era 123 að tölu, yrðu ekki teknir upp og fargað á landi, heldur annaðhvort skildir eftir eða dregnir burt og sökkt í sjó á meira dýpi. Hafa málsrök þeirra verið verið að upptaka þessara palla sé ófær af tæknilegum ástæðum og umhverfislegur ávinningur eng- inn. Niðurstaða fundarins varð sú að bannað er að skilja eftir eða sökkva í sjó öllum bor- og vinnupöllum. Mögulegt er þó að heimila undan- þágur fyrir steinsteypta palla og undirstöður stálpalla (þ.e. þann hluta pallsins sem grafinn er í hafsbotnin- um) sem vega meira en 10 þúsund tonn (41 pallur). Þessi frávik verða þó aðeins heimil að fram fari faglegt mat, þar sem sýnt er fram á að fjar- læging er ekki möguleg og að önnur aðildarríki séu sannfærð um það eftir samráð. Ennfremur er afar mikil- vægt að ákveðið er að allir nýir stál- pallar burtséð frá þyngd, sem byggð- ir eru eftir 9. febrúar 1999, skulu að notkun lokinni teknir upp og þeim fargað á landi. Hættuleg efni Stefnumarkandi áætlun um að- gerðir til að draga úr losun skaðlegra v" efna, sem valda mengun sjávar á haf- svæðinu, er afar metnaðarfull og á eflaust eftir að hafa áhrif á umræðu um þetta efni á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í mun stærra samhengi. Þetta er mikilvægt í ljósi þess að í þessum hópi efna eru að margra dómi mörg skaðlegustu efnin sem ógna nú lífríki hafsins. Samþykktin, sem er lagalega bind- andi, gerir ráð fyrir því að fyrir árið 2020 muni aðildarríkin hafa gripið til aðgerða sem tryggi að losun þeirra^ hættulegu efna sem finnast í náttúr- unni (t.d. þungmálmar svo sem kvikasilfur, kadíum, blý o.fl.) verði ekki meiri en svo að hún auki ekki náttúrulegan styrk þessara efna, og ennfremur að losun manngerðra hættulegra efna (t.d. lífræn þrávirk efni) verði nánast engin (close to zero) fyrir sama tíma. Vernd vistkerfa og íjölbreytni lífríkisins Hinum nýja viðauka um vistkerfi og vernd fjölbreytni í lífríkinu er ætl- að að taka til aðgerða á þeim svæðum á Norðaustur-Atlantshafi þar sem talið er að framkvæmdir mannsins ógni einstökum vistkerfum eða ein- — stakar tegundh’ hafsins séu í útrým- ingarhættu. í samþykkt fundarins er gert ráð fyrir þvi að meta fram- kvæmdir aðrar en mengun sem hafa neikvæð áhrif á tegundir, búsvæði og vistkerfi og ákveða fyrir árið 2003 nauðsynlegar aðgerðir til að stemma stigu við þessum áhrifum á hafsvæði samningsins. Það er þó skýrt tekið fram að þessum nýja viðauka samn- ingsins er ekki ætlað að fjalla um stjórn fiskveiða eða nýtingu sjávar- spendýra. Lokaorð Niðurstöður umhverfisráðherra- fundarins í Sintra eru að mati undir- ritaðs afar merkilegar og fullyrða má að aldrei fyrr í sögu samstarfsins um vernd Norðaustur-Atlantshafsins gegn mengun, hafi verið teknar eins margar ákvarðanir sem eiga eftir að hafa veraleg áhrif á vemd svæðisins. Telja verður að þeir tímafrestir sem gefnir eru til framkvæmda séu raun- hæfir og líklegra að leiði til árangurs, en ef stefnt hefði verið að þeim á skemmri tíma. Það á þó eftir að koma í ljós hvernig til tekst. Einnig er rétt að ítreka að ýmsir hefðu viljað að gengið yrði lengra og fyrr gripið til aðgerða t.d. varðandi endurvinnslu kjarnorkuúrgangs. k Niðurstöður fundarins era tví- mælalaust sögulegar og marka um margt þáttaskil í umhverfisvernd á hafsvæði samningsins og skapa von- andi fordæmi sem hægt verður að nýta á stærri vettvangi til verndar höfum heims gegn sívaxandi mengun. Höfundur er ráðuneytisstjóri i um■ hverfisráðuneytinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.