Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 3§ MINNINGAR + Gunnar Skjöld- ur Júhusson fæddist í Sunnu- hvoli á Dalvík 1. aprfl 1931. Hann lést á Dalbæ, dval- arheimili aldraðra á Dalvík, 13. júlí síð- astliðinn. Foreldrar Gunnars voru Jónína Jónsdóttir, húsmóðir, f. 7.4. 1887 á Tjörn, d. 25.2. 1967, og Júh'us Jóhann Björnsson, útvegsbóndi, f. 15.6. 1885 í Brekkukoti, d. 1.6.1946. Gunnar var yngstur sinna systkina sem voru: Jón Egill, útgerðarmaður, búsettur í Reykjavík, látinn, Sigrún hús- móðir á Dalvík, látin, Hrefna, húsmóðir á Dalvík, látin, Kristín Aðalheiður, húsmóðir á Dalvík, Baldur Þórir, bifreiðaeftirlits- maður í Keflavík, látinn, María, lést aðeins tvítug að aldri, Hjálmar Blómkvist, vélgæslu- Mér er það afar ljúft að minn- ast frænda míns og vinar, Gunn- ars Skjaldar Júlíussonar frá 1 Sunnuhvoli, sem lést á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra, þann 13. júlí síðastliðinn eftir langvarandi veikindi, á sextugasta og áttunda aldursári. Gunni Júl., en svo var hann ætíð nefndur meðal samtíðar- manna sinna, fæddist í Sunnu- hvoli á Dalvík og ólst þar upp fram yfir fermingu. Á fjórða ári urðu örlög hans þau að verða fyrir l því að andlegt atgervi hans skert- ist og hlaut hann aldrei bót meina sinna eftir það. Batt hann ekki bagga sína sömu hnútum og sam- ferðamenn hans upp frá því. Gunni Júl. var yngstur í stórum systkinahópi. í Sunnuhvoli voru oftast mikil umsvif, faðir hans út- vegsbóndi og því mannmargt , heimili. Gunni naut góðs uppeldis og góðra samverustunda með systkinum sínum. I Á unglingsárum fluttist Gunni maður, búsettur á Akureyri, og Ragn- heiður Hlíf, hús- móðir á Akureyri. Þá dó stúlka skömmu eftir fæð- ingu. Gunnar Júlíusson starfaði fyrstu starfsár sín á heim- ili foreldra sinna, fyrst í Sunnuhvoli og um tíma við bú þeirra á Karlsá á Upsaströnd. Síðar lá leið hans til Dal- víkur aftur þar sem hann starfaði á Bflaverkstæði Dalvíkur um árabil. Eftir að Gunnar fluttist á Dalbæ á Dal- vík hafði hann lengst af umsjón með öllum póstburði, fór með og sótti póst heimilismanna. Gunn- ar var ókvæntur og barnlaus. Útför Gunnars S. Júlíussonar fór fram frá Dalvíkurkirkju 18. júlí. Jarðsett var í Upsakirkju- garði. með foreldrum sínum að Karlsá þar sem þau hófu búskap. Eftir fráfall föður hans, Júlíusar Björnssonar, fluttist Gunni með móður sinni, Jónínu Jónsdóttur, í Gamla-Lambhaga þar sem þau mæðgin áttu saman góða daga í nokkur ár. Þegar móðir hans féll frá fluttist Gunni að Skjaldarvík og dvaldi þar um tíma í góðu yfir- læti. Þar höfðu þeir mágar hans, Jónas Hallgrímsson og Brjánn Guðjónsson, umsjón með honum. Hrefna systir hans og Jónas voru lengi búin að líta til með honum og Jónas hafði hann í vinnu hjá sér á Bílaverkstæði Dalvíkur. Þar reyndist Gunni afar vel hvað alla umhirðu varðaði á verkstæðinu og annaðist hann jafnframt að miklu leyti innheimtu reikninga, með mjög góðum árangri, enda Gunni ýtinn ef ekki gekk eftir eins og hann vildi og húsbóndahollur. Eftir að Dalbær, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, tók til starfa kom Gunni heim að nýju, en þar lifði hann einnig ágætu lífi í hart- nær tuttugu ár hjá góðu fólki. Ég minnist þeirra stunda þegar við Gylfi Björnsson sóttum hann inn á Skjaldarvík. Þar sem við kepptust við að pakka niður búslóð hans leit hann sem snöggvast inn til okkar, hlammaði sér niður í stól og sagði: ,Frænd- ur mínir, það er alltaf töluvert umstang við að flytja.“ Gunni Júl. var mikill öðlingur, hrekklaus maður með afbrigðum og vildi öll- um vel. Hann var ekki umtalsillur um menn eða málefni, en þó átti hann til stríðni í gamansömum tóni. Þegar sá gállinn var á hon- um skaut hann gjarnan lausu skoti að mönnum og ef hann taldi að vel hefði til tekist brosti hann í kampinn og var samstundis þot- inn af vettvangi með handaslætti og tilheyrandi. Það var ekki hans stíll að þurfa að rökræða mikið um hlutina. Gunni lauk sínu skyldunámi og skipuðu fermingarsystkini hans sérstakan sess í huga hans. Snemma fór hann að hugsa um og ræða stjórnmál og tók fljótt ákveðna stefnu í þeim málum. Gunni drakk sjálfstæðisstefnuna með móðurmjólkinni, ef svo mætti að orði komast, enda fylgdi hann móður sinni og hélt með henni heimili um áraraðir. Hann fylgdi Sjálfstæðisflokknum í gegnum þykkt og þunnt og varð ekki haggað af þeirri stefnu. Hann lagði sérstakt mat á foringja flokksins hverju sinni þegar skipti urðu og studdi þá á hverju sem gekk. Hann átti það líka til að láta ekki halla á andstæðinga sína í pólitík ef á þá var deilt. Sagði þá gjarnan að hann léti þá njóta sannmælis og bætti þá stundum við: „Hún mamma sagði að Einar Olgeirsson hefði verið góður mað- ur.“ Það voru tveir fastir liðir í lífí Gunna Júl. er sneru að sérstökum ánægjustundum hjá honum og þeim liðum var fast eftir fylgt. Fyrir allar kosningar eða þegar von var á pólitískum fundum hjá Sjálfstæðisflokknum, þar sem mættir voru þingmenn eða ráð- herrar, mætti hann alltaf uppá- færður og með vindil í munni, nógu sveran. Þetta voru hans dýr- mætustu stundir _ þegar hann gekk til komumanna og heilsaði með handa- bandi hverjum og ein- um. Ætið fékk hann þægilegar og góðar undirtektir hjá hinum póli- tísku riddurum, sem gáfu honum tíma til að leggja fram spurningar um hvernig gengi nú hjá flokkn- um hans. Góð og greið svör fékk Gunni oftast frá viðkomandi. Þeir eru margir af ráðamönnum þjóð- arinnar gegnum árin sem Gunni Júl. hefur fengið hlý handtök frá. Sem dæmi vil ég nefna það að um síðustu sveitarstjórnarkosningar, þá þrotinn af kröftum, gerði hann „Halldóri sínum blessuðum Blön- dal“ orð að finna sig. Ráðherrann varð við beiðninni og sótti Gunna Júl. heim að sjúkrabeði og þá hitt- ust þeir flokksbræðurnir, þing- maðurinn og kjósandinn, á síðasta stjórnmálafundi þeirra. En í póli- tíkinni var Gunni einnig grandvar maður og forðaðist að styggja menn. Þegar mest lét og hann fór að stríða Gylfa Björnssyni, syst- ursyni sínum, hellti hann gjarnan yfir hann eftirfarandi: „Þú ert nú framsóknarmaður, Gylfi minn, enda vinnur þú hjá kaupfélaginu. En Garðar bróðir þinn er jafnað- armaður. Pabbi ykkar var þeim megin.“ Þetta var sú harðasta ádeila sem frá Gunna gat komið. Það tók hann sárt þegar hann frétti að Hjálmar bróðir hans ætl- aði að kjósa Þjóðarflokkinn, hann sagði mér með miklum þunga að: „Bommi bróðir væri að svíkja okkur.“ Bætti síðan við með gleði- bros á vör: „Hann snýr aftur.“ Hinn fasti liðurinn í lífí Gunna Júl. var ferð á gangnadegi í Tungurétt í Svarfaðardal. Þangað varð hann að komast haust hvert, hitta vini og kunningja og fá sér kaffisopa og meðlæti. Það gekk eftir með góðra vina aðstoð. Sam- band hans við velflest systkina- börn sín var með eindæmum gott og naut hann þess að geta talið þau upp og getið um fæðingardaga og ár. Þá átti hann að jafnaði góðu að mæta frá öðrum skyldmennum sínum, en langt út fyrir þær raðir átti hann vini og kunningja góða. Milli fólksins í Sunnuhvoli og Vík- urhóh voru ætíð tengsl. Entist sú vinátta, einkum í garð Gunna, alla tíð. Þar var Bára Elíasdóttir fremst í flokki og reyndist hún honum vel og var afar kært með þeim nágrönnunum. Gunni Júl. gerði ekki víðreist um dagana. Heimabyggð var hans gengna slóð og undi hann þar glaður við sitt' Nú hefur Gunnar Júlíusson flutt sig um set og enn á ný kom það í hlut Gylfa Björnssonar, frænda hans, að undirbúa og sjá um flutn- inginn. Vafalaust hefði honum Gunna Júl. fundist þetta mikið um- stang en það hefur frændi hans tekið á sig með stakri prýði. í tvo áratugi hefur Gylfi séð um Gunna, veitt honum það sem hann vanhag- aði um, jafnframt því sem hann sá um öll hans fjármál. Þeirra sam- starf var náið og saknar Gylfi vafa- laust frænda og vinar í stað. Megi góður Guð varðveita Gunnar Skjöld Júlíusson. Drottinn vakir, Drottinn vakir, daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir dagá og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson.) Far í friði, frændi. Júlíus Kristjánsson. Skilafrestur minning- argreina EIGI minningargi-ein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skila- ífestur sem hér segir: í sunnu- dags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. I miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laug- ardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er út- runninn eða eftir að útför hefur farið ffam, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær birtist innan hins tiltekna skilaif ests. GUNNAR S. JÚLÍUSSON + Guðmundur Kristmannsson fæddist á Stokks- eyri 14. desember I 1930. Hann varð bráðkvaddur í Portúgal hinn 16. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristmann Gíslason, smiður og sjómaður frá Stokkseyri, f. 22. jan. 1887, d. 14. okt. 1959, og Guðrún Sæmundsdóttir, 1 húsmóðir frá Eyr- arbakka, f. 14. júlí 1900, d. 2. des. 1972. Systur Guðmundar eru Guðrún Ingibjörg, f. 30 mars 1926, og Ingveldur Katrín, f. 7. okt. 1927. Guðmundur kvæntist hinn 22. nóvember 1960 eftirlifandi konu sinni, Jóhönnu Ester Hoff- ritz, f. 28. júní 1934. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Sigurð- ardóttir Hoffritz, f. 25 sept. 1906, d. 14. nóv 1996, og Adam Hoffritz, f. 26 ág. 1901, d. 29. aprfl 1980. Sonur Guðmundar og Esterar er Adam, f. 20. ágúst 1960. Kona hans er Hafdís Björnsdóttir, f. 29 júlí 1964. Þeirra börn eru Da- víð Örn, f. 27. aprfl 1984, Jóhanna Est- er, f. 31. október 1990 og Elvar Björn, f. 3. mars 1998. Systurdóttir Esterar, Arndís Björg Smáradóttir, f. 27. nóv. 1957, ólst upp hjá Guðmundi og Ester frá barns- aldri. Hennar mað- ur var Jón Þröstur Hlíðberg, f. 13. ágúst 1957, d. 20. júlí 1982. Þeirra sonur er Smári, f. 16. júlí 1980. Sambýlismaður Arndísar er Gísli Georgsson, f. 27. des. 1954. Guðmundur fæddist og ólst upp á Stokkseyri. Þar fékk hann sína barnaskólamenntun. Guðmundur vann við ýmis störf frá unga aldri, árið 1953 flyst hann til Selfoss og hefur búið þar síðan. Fram til ársins 1959 vann hann ýmis störf en það ár hóf hann að vinna hjá Mjólkur- búi Flóamanna og starfaði þar til dánardægurs. títför Guðmundar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 16. hjarta sínu getur ekki glaðst því hann þekkir ekki sorgina. (Þórunn Magnea.) Elsku hjartans afi minn, ég kveð þig í dag með söknuð í hjarta. Hug- ur minn reikar aftur í tímann, Ijúf- ar minningar streyma fram, ég er þér svo óendanlega þakklátur fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Mér er minnisstæð ferðin sem amma, þú og ég fórum til Benidorm, það er yndislegt núna að eiga góðar minningar, til dæmis allar ferðirnar okkar í hesthúsin og allt það sem við gerðum saman. Elsku afi minn, ég veit að núna líður þér vel og að þú fylgist með okkur öllum. Elsku amma, Guð gefi okkur styrk í sorg okkar og við skulum vera dugleg og styðja hvert annað. Nú ertu dáinn, elsku afi minn, ástúð þín ei gleymist nokkurt sinn. Það var svo ljúft að halla höfði á kinn og hjúfra sig í milda faðminn þinn. Við skulum vera ömmu ósköp góð, hún á svo bágt og er svo mild og hljóð, og góðvildin og gæskuhugur þinn, gleymist aldrei, hjartans afi minn. (Þ.G.) Guð geymi þig, afi minn. Þinn Davíð Örn. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. (Asmundur Ein.) Guð geymi þig, elsku afi, kveðja frá Jóliönnu Ester og Elvari. Kveðja frá vinum Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar „Ég var lítið barn og ég spurði móður mína I hver munur væri á gleði og sorg. Móðir mín strauk yfir hár mitt og | svaraði: Sá maður sem aldrei kennir sorg í GUÐMUNDUR KRISTMUNDSSON snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Úr Spámanninum.) Við áttum þig að vini frá okkar fyrstu kynnum, oft var til þín leitað og þá var hjálpin vís. í hugum okkar núna við söknuð sáran finnum því sjálfur Drottinn kallaði þig í Paradís. Við minnumst þinnar gleði á góðra vina fundum glettni í þínu brosi við leik og glaðan söng. Við minnumst þinnar festu á okkar stóru stundum stefna þín var örugg þótt leiðin væri ströng. Sumar er að líða og sólskinið að dvína, sjálfur ert þú horfinn í Drottins friðarlönd. Við biðjum Guð á himnum að blessa minn- ing þína börnin þín og konu ieiði sér við hönd. Ester mín, Guð styrki þig og fjölskyldu þína. Guðbjörg og Björn. egsteinar í Lundi SÓLSTHINAR 5644566 Blómabúðm skom v/ FossvogsUmUjugaFð k Sími: 554 0500 H H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H H h H H H H H H ^ Sími 562 0200 . [iiiiiiiiiir LEGSTEINAR t Marmari Islensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blágrýti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík 1 sími 5871960, fax 5871986 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.