Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Merkur fundur fornminja á Þórarinsstöðum í Seyðisfírði í vikunni
Varpar nýju
ljósi á grafsiði
í frumkristni
Fornleifafundur á Þórarinsstöðum í Seyðisfirði
varpar nýju ljósi á grafsiði í frumkristni, að sögn
Steinunnar Kristjánsdóttur fornleifafræðings,
sem stjórnar uppgreftri þar í sumar. Fundnar
eru nokkrar grafir og í flestum þeirra liggja
beinagrindurnar á hlið en ekki á bakinu eins
og venja er í kristnum sið.
RANNSÓKNARMENN niðursokknir í uppgreftri, frá vinstri Sófus Jóhannsson sagnfræðingur,
Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur og Þórunn Óladóttir þjóðfræðingur.
Ljósmyndir/Minjasafn Austurlands
FYRRI stoðarholan sem fornleifafræðingarnir fundu, en það var ekki
fyrr en þeir komu niður á þá seinni að þeir áttuðu sig á að þeir væru
komnir niður á grunn stafkirkju.
VIÐ uppgröftinn á Þórarinsstöðum
fundust tvær stoðarholur og vitað
er um þá þriðju, en þær gefa til
kynna að þar hafi verið stafkirkja.
Engin slík hefur áður fundist hér á
landi, þó að getið sé um þær í rituð-
um heimildum.
„Við fundum fyrst nokkrar grafír
og það kemur í ljós að beinagrind-
umar í flestum þeirra liggja á hlið,
sem er mjög sérstakt og væntan-
lega leifar úr heiðni. Svona grafír
hafa fundist einu sinni áður hér á
landi, á Skeljastöðum í Þjórsárdal
árið 1939. Sá kirkjugarður er talinn
frá 11. öld eða jafnvel eldri og þar
fundust tvær beinagrindur af alls
um sextíu á hlið,“ segir Steinunn.
Það sem vantaði inn í þróunar-
sögu fslenskra kirkna
Hún segir fund grafanna á Þórar-
insstöðum varpa nýju ljósi á grafsiði
í frumkristni. „Það má segja að
þessi rannsókn hafí veitt okkur
mjög miklar upplýsingar fram yfir
það sem við höfum úr rituðum heim-
ildum, sem sýnir kannski að við
verðum að treysta svolítið betur á
fomleifamar, sérstaklega frá þeim
tíma sem engar ritaðar heimildir
era um. Elstu rituðu heimildimar
sem við eigum era jú frá 12. öld.
Núna á mánudaginn kemur svo
allt í einu í Ijós stafkirkja, sem er
það langathyglisverðasta við þetta,
vegna þess að það era til stafkirkjur
í öllum nágrannalöndum okkar.
Þær hafa fundist í Færeyjum,
Grænlandi, Orkneyjum og Noregi
en ekki á íslandi. Svo það má segja
að hér sé kominn týndi hlekkurinn,
það sem vantaði inn í þróunarsögu
íslenskra kirkna. I rituðum heimild-
um er talað um stafkirkjur en þetta
er í fyrsta skipti sem svona kirkja
fmnst hér á landi og það er auðvitað
mikið ánægjuefni fyrir okkur,“ seg-
ir Steinunn.
Nú þegar era fundnar tvær stoð-
arholur og vitað er um þá þriðju, en
það er sú sem komið var niður á
sumarið 1938 þegar verið var að
taka gryfjuna, sem áður var nefnd.
„Holumar eru misstórar, önnur er
hálfur metri í þvermál, hálfur metri
á dýpt og hlaðin að innan með grjóti
og svo er hella í botninum. I þessari
holu vora leifar af stoðinni, meira að
segja talsvert meiri en ætla mætti
því varðveisluskilyrði fyrir timbur
era mjög léleg hér á landi. Hin holan
er minni en dýpri, eða 40 sm í þver-
mál og 70 sm djúp. Hún er líka hlað-
in að innan með grjóti og með grjóti
í botninum. í henni fundust miklar
viðarleifar en brenndar. Viður var
oft kolaður, það var fúavöm þess
tíma. Þegar við fundum þessa holu í
síðustu viku eða þar áður þá áttuð-
um við okkur ekki á því hvað þetta
væri. Það var ekki fytr en við fund-
um hina núna á mánudaginn að allt
fór að ganga upp,“ segir Steinunn.
Stafkirkjur bárust hingað til
lands frá Noregi og talið er að sum-
ar þeirra hafi verið settar upp hér á
landi í nákvæmlega þeirri mynd
sem þær fengu í Noregi. Steinunn
segir að úr því að a.m.k. ein stoð
kirkjunnar á Þórarinsstöðum er
fundin verði hægt að rannsaka
hvort hún sé úr rekaviði eða hún
hafí verið flutt frá Noregi eins og
greinir frá í rituðum heimildum.
Kista hlaðin úr steini
með hellu yfir
Alls eru nú tíu beinagrindur
fundnar á Þórarinsstöðum. „Það
sem er líka athyglisvert við þetta er
að það er kolasalli yfir beinagrind-
unum og undir þeim. Svo virðist
sem honum hafi verið stráð í graf-
imar og yfir líkin, því beinin sjálf
virðast ekki vera koluð. Þetta hlýtur
að vera eitthvað sem tengist graf-
siðunum. Einnig kom í ljós lítið eld-
stæði í kirkjugarðinum, það er um
35 sentímetrar á kant, byggt úr
reistum hellum. Við teljum þetta
hafa verið notað við útförina. Þá
hafi verið kveikt bál á grafstæðinu,
eins og var stundum gert í heiðni í
Skandinavíu en hefur ekki fundist
hér, enda hafa fáir kumlateigar ver-
ið grafnir upp hér,“ segir hún.
Sumarið 1938 fundust mannabein
á Þórarinsstöðum þegar verið var
að grafa þar gryfju fyrir hey í hól
austan við bæinn. Þá var einnig
komið niður á vegg og hlaðna holu.
Ein beinagrindin sem þá fannst var
í steinkistu. „Það var mjög athyglis-
vert vegna þess að hér á landi hafa
ekki fundist steinkistur nema gröf
Páls biskups í Skálholti frá 13. öld
og hún er höggvin í stein en sú á
Þórarinsstöðum er hlaðin úr steini
með hellu yfir og ber svip af heiðn-
um sið,“
Hafa ekki misst úr nema einn
dag vegna veðurs
Uppgröfturinn á Þórarinsstöðum
er liður í þriggja ára rannsókn sem
hófst sl. sumar á vegum Minjasafns
Austurlands og fjallar um mörk
heiðni og kristni. Rannsóknin nýtur
styrkja frá RANNÍS, Rafael-deild
ESB o g Seyðisfjarðarbæ. Auk
Steinunnar vinna við uppgröftinn
tveir ítalskir fomleifafræðingar,
einn breskur fornleifa- og sagn-
fræðingur og tveir fomleifafræði-
nemar frá Skotlandi. íslendingarnir
sem taka þátt í uppgreftrinum era
þjóðfræðingur, sagnfræðingur 'og
sagn- og landafræðinemi, auk þess
sem einn fornleifafræðingur var
með þeim í hálfan mánuð. Steinunn
segir hópinn mikið einvalalið og
segir vinnuna hafa gengið vel þrátt
fyrir heldur rysjótt veðurfar að
undanförnu. „Við höfum ekki misst
úr nema einn dag þar sem við höf-
um ekki getað grafið vegna veðurs,"
segir hún og bætir við að þau vonist
til að geta lokið verkinu fyrir miðjan
ágúst.
Lúðvík Kemp járnsmiður brást skjðtt við þegar eldur
kom upp í vél Atlanta í Alicante
Var farið að skíðloga og
hefði getað farið illa
LÚÐVÍK Kemp járnsmiður hafði
vart komið sér fyrir í sæti Lock-
heed Tristar-vél flugfélagsins Atl-
anta á flugvellinum í Alicante á
Spáni á leið til íslands á mánudag
þegar hann sá að ekki var allt
með felldu í farangursgeymslu
fyrir ofan næstu sætaröð fyrir
framan hann. Það skipti engum
togum að Lúðvík stökk yflr fjögur
sæti, opnaði geymsluna og þreif
út tvær skíðlogandi handtöskur,
sem áhöfn vélarinnar slökkti síð-
an í með slökkvitækjum.
„Þegar við komum inn í vélina
fór einhver að tala um reyk í lofti
og ég sagði eitthvað á þá Ieið að
þetta væri bara kæfingin í vél-
inni,“ sagði Lúðvík í samtali við
Morgunblaðið. „Það voru eiginlega
allir komnir inn í vélina og menn
voru að ganga frá farangri uppi í
handfarangursgeymslunum. Eg
var að horfa vítt og breitt um vél-
ina og hugsaði með mér að þetta
væri ekki mikil kæling. Þá var
kominn eldur í vélina og ég stökk
þvert yfir hana, opnaði geymsluna
og þar var allt skíðlogandi."
Stökk yfír Qögur sæti
Lúðvík þurfti að stökkva yfir
fjögur sæti í miðri vélinni til að
komast að geymslunni og kippti
hann töskunum þegar út úr henni.
„Það var kominn eldur í tvær
töskur og þegar ég reif þær út
brenndi ég mig náttúrlega því að
þetta var ekkert nema plast,"
sagði hann. „Ég vildi hins vegar
ekki stappa ofan á töskunum því
að ég sá hárbursta og hélt þá að
þar gæti verið acetonbrúsi eða
eittvað álíka eldfimt. Maður er
alltaf hræddur við slíkt enda á
maður mikið við eld í sínu starfi.“
Hann sagði að flugfreyjur hefðu
siðan slökkt eldinn með slökkvi-
tækjunum og siðan hefði hann
hjálpað þeim að fara með töskurn-
ar fram á gang. Eldurinn kom upp
fremur framarlega í vélinni, sem í
voru 329 farþegar og 14 manna
áhöfn. Lúðvík sat í ysta sæti í mið-
röð á sjötta bekk og eldurinn kom
upp yfir fimmtu röð hinum megin
í vélinni, en í hverri röð eru tíu
sæti, þijú sitt hvorum megin við
glugga og fjögur í miðju.
Lúðvík sagði að ekki hefði komið
reykur út úr farangursgeymslunni,
en hins vegar hefði hann séð eldinn
gegnum rifur á loki geymslunnar.
Hefði ekki mátt líða langur
tími í viðbót
„Það kom ekki reykur fyrr en
ég hafði opnað og rifið töskurnar
út,“ sagði hann. „En það var farið
að skíðloga og þetta hefði getað
farið illa. Það hefðu ekki mátt líða
margar mínútur í viðbót.“
Lúðvík kvaðst telja að ekki
hefðu Iiðið nema um fimm eða sex
mínútur frá því að töskumar
LÚÐVÍK Kemp
höfðu verið settar upp í geymsluna
þar til þær voru farnar að loga.
Aðeins hefðu verið tvær töskur í
geymslunni og því loftað vel um
þær. Hann taldi að kviknað hefði í
töskunum þegar eigandi þeirra
hefði ýtt þeim inn i geymsluna. Þá
hefði myndast þrýstingur á
kveikjarann og komið glóð á hann.
Vinsælir kveikjarar
„Það vom allir að selja svona
kveikjara þarna niður frá,“ sagði
hann. „Þetta voru byssur og hvað-
eina, en í þessu tilfelli var kveikj-
arinn eins og sími.“
Að sögn Lúðvíks hafði þetta at-
vik nokkur áhrif á farþega um
borð, nokkrir hefðu næstum því
fengið áfall og jafnvel farið að
gráta. í næstu sætaröðum hefðu
menn verið forvitnir að vita hvað
væri á seyði, en fæstir hefðu senni-
lega áttað sig á því strax hvað
maðurinn, sem lét eins og vitlaus í
vélinni, væri eiginlega að gera.
Kom ekki til greina að
verða eftir
Hann sagðist ekki hafa hugsað
sig um áður en hann reif töskurn-
ar út úr geymslunni. Hami hefði
brennt sig á höndunum, fengið
stóra blöðm og bmnasár á hand-
legg og bráðið plastið klístrast við
hann. Það hefði hins vegar ekki
komið til greina að verða eftir á
Spáni til að láta huga að bmnasár-
unum: „Maður var ekki að bjarga
þessu til að horfa á eftir vélinni.“
Hann sagði að hjá Atlanta hefði
allt verið fyrir hann gert, sem
hægt hefði verið, og hjá flugfélag-
inu væru góðir drengir.
„Svo fékk ég bara kælingu á
leiðinni heim og þá fór nú mesti
sviðinn úr þessu,“ sagði járnsmið-
urinn og bætti við að hann hefði
ekki látið líta á brunann þegar
heim var komið. „Ég fór bara í
vinnuna."