Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 17 NEYTENDUR LEKUR ÞAKIÐ? AFTUR!!! DUNI mataráhöldin eru faileg og fyrirferðarlltil, þeim fylgir ekkert uppvask eða annað umstang og þau henta vel fyrir ferðalög og útiveru. Farðu í frí með DUNI. Orkudrykkir vinsælir meðal ungs fólks Ertu þreyttur á að endurtaka lekaviðgerð annað hvert ár eða svo!! Nú gerir þú þakið vatnshelt með einni umferð af Roof-Kote. Taktu á málinu og kynntu þér möguleikana á viðgerðum með Roof-Kote, Tuff-Kote og Tuff-Glass viðgerðarefnunum. Efnin voru þróuð árið 1954 og hafa staðist tímans raun. G.K. Vilhjálmsson Smyrlahraun 60 (jj 565 1297 Vertu í Ekki æskilegir fyrir börn og unglinga í fríinu! ARK-öryggiskerfi með umboð fyrir Crow „ARK-ÖRYGGISKERFI hefur tek- ið við umboði fyrir öryggisbúnað frá Crow, sem framleitt er í ísrael. CROW er meðal stærstu framleið- enda á hreyfiskynjurum í heimin- um, ásamt myndavélaeftirlitskerf- um sem henta vel öllum stærðarein- ingum fyrirtækja," segir í fréttatil- kynningu. Auk búnaðar frá Crow hefur ARK-öryggiskerfi nú umboð fyrir bandarísku FBII-öryggiskerfin og Northern Computer-aðgangsstjórn- kerfin. BÖRN og unglingar sækja mikið í orkudrykki. En henta drykkirnir þessum hópi? „Nei tvímælalaust ekki og á ein- um þessara drykkja er beinlínis staðhæft að hann sé ekki fyrir börn,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur og næringar- ráðgjafi á Landsspítalanum og í World Class. „Þessir drykkir innihalda allir gu- arana extract sem er systurefni koffeins og að minnsta kosti tveir þessara drykkja innihalda um 130- 135 mg í hverjum lítra.“ Fríða Rún segir að ekki sé upp- gefið í innihaldslýsingu á Egils Orku Extra hversu mikið magn af Guarana extracti drykkurinn inni- haldi sem sé bagalegt og þeir ráði vonandi bót á. Fríða Rún segir að þar að auki sé gingseng í að minnsta kosti tveimur drykkjanna en það efni sé einnig örvandi. Þá er sykur í drykkjunum en mismunandi hvort um er að ræða þrúgusykur eða hvítan sykur. „Þetta þýðir með öðrum orðum að ef verið er að gefa börnum og unglingum þessa drykki er verið að gefa þeim örvandi drykki. Koffein Morgunblaðið/Ásdís Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur og næringarráðgjafi virkar örvandi á miðtaugakerfið og líkaminn byggir smám saman upp þol gagnvart efninu og kallar á meira. Ef fullorðið fólk sem drekk- ur kaffi hættir því skyndilega fær það fráhvarfseinkenni eins og flestir ættu að kannast við. Áhrifin hljóta að vera þau sömu hjá börnum ef þau fá þessa drykki reglulega.“ Þá segir Friða Rún að nýjustu rannsóknir bendi til að mikið Gingseng sé ekki æskilegt fyrir konur vegna hugsanlegra áhrifa á hormónastarfsemina. - Eru þetta heilsudrykkir? „Nei það er alls ekki hægt að segja það. Það er allt í lagi íyrir full- orðið fólk að fá sér svona drykk af og til ef mikið að gera eða á erfiðum dögum en þetta eru óæskilegir drykkir fyrir börn og unglinga." - Henta þessir drykkir þeim sem eru að grenna sig? „Nei, orkan úr þessum drykkjum er einfaldlega aukaorka en aukakíló- in eru ekkert annað en umframorka sem safnast hefur um árin.“ Fríða Rún bendir á að það sem sé jákvætt við HIV drykkinn séu merkingamar á umbúðunum. „Þar kemur fram að drykkurinn sé ekki æskilegur fyrir fólk sem er við- kvæmt fyrir koffeini, hann henti ekki sykursjúkum og ekki börnum heldur. Slíkar merkingar ættu tví- mælalaust að vera á hinum drykkj- unum líka. ►í einum kaffibolla eru um 70- 80 mg af koffeini ► I einum tebolla eru um 30 mg af koffeini ►I einum kóladrykk sem inni- heldur 300-500 ml eru 30-50 mg af koffeini. Þessar upplýsingar koma fram í Heilbrigðismálum 2 tölublaði árið 1997. ►I einni dós af orkudrykk eru 32,5-33,8 mg af guarana extract sem er systurefni koff- eins. Morgunblaðið/Rax Utilega um verslunarmannahelgina Hlý nærföt og’ góðir skór MARGIR leggja land undir fót nú um verslunarmannahelgina og sofa í tjaldi. En hvernig er best að búa sig í útileguna og að hverju þarf að huga áður en lagt er í hann? Valdimar Kristinsson hjá Skáta- búðinni segir grundvallaratriði að hafa réttan fatnað meðferðis, holl- an mat og vera búinn að yfirfara útilegubúnaðinn. Hér kemur listi sem ætti að gagnast einhverjum sem er að út- búa sig fyrir útileguna. 1. Hlý nærföt og það er best að þau séu úr ull. 2. Ullarsokkar. 3. Flíspeysa eða gamla lopapeysan. 4. Hlýjar buxur og þá eru flísbuxur mjög hentugar. 5. Vatnsheldur fatnaður og það er þægilegast að hann geti andað svo fólk svitni ekki í honum. 6. Húfa og vettlingar. 7. Vatnsheldir gönguskór og mun- ið að vatnsverja þá fyrir helgina. 8. Yfirfara súlur og athuga hvort hælarnir séu ekki örugglega með í pokanum. 9. Fara yfir eldunartæki og passa að þau séu í lagi. 10. Muna eftir svefnpokanum og dýnunni. 11. Pakka niður hollum mat.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.