Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 27 ___________AÐSENPAR GREINAR_ Endurskipuleggja þarf kennaramenntunina MÖRGUM er enn í fersku minni það reið- arslag sem þjóðin mátti þola fyrir hálfu öðru ári þegar kunngerð var niðurstaða svokallaðrar TIMSS-könnunar um kunnáttu grunnskóla- nemenda í svonefndum raungreinum. íslensk börn reyndust standa að baki jafnöldrum sín- um í þeim menningar- löndum sem við viljum mæla okkur við. Fátt þykir okkur smánar- legra en að fara halloka fyrir útlendingum og á hinn bóginn finnst okk- ur ekkert betra en hrósið og frægðin að utan. Viðbrögðin voru nokkuð kröftug og margir lögðu orð í belg í þeirri umræðu sem spannst um slæma stöðu 8. og 9,- bekkinga í stærðfræði og náttúru- fræðigreinum. Þegar leitað var að orsökum þessa ástands beindist at- hyglin að sjálfsögðu að kennara- menntuninni ekki síður en að námskrám og framkvæmd skóla- starfs. Margt ágætisfólk í mennta- kerfinu lagði sinn skerf til málanna og vil ég sérstaklega nefna skil- merkilega grein Baldurs Sigurðs- sonar lektors í Degi-Tímanum 4. janúar 1997 en þar rekur hann slæma stöðu sérgreinanna í kenn- aranáminu. Flestir kennaranemar sérhæfa sig i tveimur bóklegum greinum, en hverri grein eru ekki ætlaðar nema 12,5 einingar af 90 eininga námi og hluti af þessum fáu einingum sérgreinanna fer líka í kennslufræði. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda einkennd- ust af talsverðu írafári. Strax voru þau reiðu- búin að leggja fram fé sem ætlað var að lappa upp á þessar raun- greinar í flýti. Víðsýni skorti til að leita mark- visst að rótum vandans og gera rá&tafanir sem duga. I skóla- stefnu menntamálaráð- herra í vor er lögð auk- in áhersla á raun- greinakennslu. Vissu- lega er brýnt að efla þær greinar, en hitt er jafnvíst að ástandið í öðrum námsgreinum, sem könnun- in náði ekki til, er engu betra. Og hvað á að gera til að styrkja þær? Flestir virðast þeirrar skoðunar að breyta þurfi kennaramenntunni til að ná fram markvissum endurbót- um á skólastai’finu í heild. I um- ræðunum hefur það a.m.k. hvarflað að menntamálaráðherra að breyta þyrfti hlutföllum í kennaramennt- uninni. Hann segir í viðtali í DV 29. nóv. 1996: „Það er ljóst að við þurf- um að skoða inntak kennaramennt- unar. Spurningin er hvort við þurf- um ekki að gefa einstökum fögum í kennaramenntuninni meira vægi á kostnað uppeldis- og kennslufræð- innar. Þannig að kennarar læri í Kennaraháskólanum að kenna ákveðin fög.“ Um svipað leyti benti Þórir Ólafsson rektor Kennaraháskólans á það í grein í Mbl. (6. des. 1996) að niðurstaða könnunarinnar endur- speglaði slaka stöðu kennara- Uppeldis- og kennslu- fræði eru mikilvægar stuðningsgreinar þeirr- ar menntunar sem Kennaraháskólinn á að veita. Eysteinn Þorvaldsson segir að þeim sé of smátt skammtað af þeim sem völdin hafa. menntunar á íslandi miðað við ná- gi-annaþjóðirnar t.d. á Norðurlönd- um. Ái’ið 1988 voru samþykkt lög á Alþingi um lengingu kennaranáms í fjögur ár eins og tíðkast víðast hvar hjá menningarþjóðum. Meg- intilgangurinn var að efla menntun kennara á kjörsviðum. Stjórnvöld hafa hinsvegar þverskallast við að framkvæma þessi lög og eiga því stóra sök á ástandinu í grunnskól- um. Núna síðustu vikurnar hafa þessi mál komið mjög til umræðu í fjölmiðlum, m.a. vegna niðurstöðu í samræmdum grunnskólaprófum og enn hefur fólk TIMSS-niður- stöðurnar í huga. Gunnar Þor- steinn Halldórsson skrifaði skel- egga grein í Skímu (1. tbl. 1998) og vakti enn athygli á þeirri ósvinnu að sérgreinar í Kennaraháskólan- um hér fá einungis 12,5 einingar. Hann bendir á að verðandi móður- málskennarar í kennaranámi í Sví- þjóð fái 65 eininga kennslu í móð- urmáli (ein eining samsvarar einn- ar viku vinnu). Þessi grein Gunn- ars varð tilefni athyglisverðs leið- ara í Morgunblaðinu 3. júlí þar sem rækilega er áréttað að 12,5 eining- ar séu enganveginn nægilegur undirbúningur fyrir kennara í nokkum grein. Skömmu síðar (14. júlí) skrifaði Þröstur Helgason gagnrýna grein í Morgunblaðið þar sem hann telur „ofríki uppeldis- og kennslufræðanna“ nánast óþolandi í skólakeifinu. Hann skrifar m.a.: „Margoft hefur verið bent á þá firru að kennaranemar í Kennara- háskóla Islands sem hafa stærð- fræði, móðurmál eða aðrar bók- námsgreinar að aðalfagi taki að- eins 12,5 einingar í sérgreinum sín- um sem eru tvær en kennaranámið í heild er 90 einingar.“ Það er rétt að árum saman hefur verið bent á þessa óhæfu, en hlutur sérgreinanna hefur ekki batnað að heldur. Þær úrbætur sem ætlað var að ná með fjögurra ára námi voru stöðvaðar af stjómvöldum nokkrum dögum áður en þær áttu að koma til framkvæmda, lögin frá Alþingi voru gerð óvirk og loks voru þau höggvin í spað af þessum sömu stjórnvöldum. Loks skal hér minnst á viðtal við Auði Hauksdóttur lektor en það birtist í Morgunblaðinu 18. júlí. Hún veitir forstöðu forvinnuhópi vegna endurskoðunar aðal- námskráa i erlendum tungumálum. Hópurinn leggur til að fagmenntun tungumálakennara verði stórefld. Niðurstöður þessara sérfræðinga og tillögur eru vel rökstuddar og sýna enn hina brýnu þörf fyrir aukna sérgreinamenntun kennara. Eysteinn Þorvaldsson Þetta eru tillögur um stóreflingu fagmenntunar tungumálakennara á grunn- og framhaldsskólastigi og breyttar áherslur í kennslurétt- indanámi. I tillögum hópsins er gert ráð fyrir að tungumálakennar- ar á grunnskólastigi hafi að baki a.m.k. 45 eininga nám á háskóla- stigi í viðkomandi tungumáli í stað 12,5 nú. Þetta er álit valinna sérfræð- inga, sex kennara af grunn-, fram- haldsskóla- og háskólastigi sem til- nefndir eru ýmist af fagfélögum kennara eða menntamálaráðherra. Allir sjá auðvitað að ekki má gera minni kröfur til menntunar kenn- ara í öðrum sérgreinum, s.s. móð- urmálsgreinum, stærðfræði og raungreinum. Einungis með slíkri endurskipan kennaranámsins er hægt að búast við því að við höld- um til jafns við nágranna okkar og aðrar menningarþjóðir sem fyrir löngu hafa hrint slíkum endurbót- um skólakerfisins í framkvæmd. Því miður hefm1 Kennaraháskól- inn að sínu leyti ekki borið gæfu til að rétta hlut sérgreinanna með innri skipulagsbreytingu í stofnun- inni sjálfri. Uppeldisfræði og kennslufræði eru að sjálfsögðu nauðsynlegar í kennaranámi en hlutur þeiira er of stór miðað við sérgreinamar í þeim þrönga stakki sem kennaramenntuninni er skor- inn. Uppeldis- og kennslufræði eru mikilvægar stuðningsgreinar þeirrar menntunar sem Kennara- háskólinn á að veita. Hlutverk hans er að búa fólk undir þekkingar- miðlun ákveðinna námsgreina í grunnskólum landsins og kennarar verða að vera vel menntaðir í þeim greinum sem þeim er ætlað að miðla til nemenda sinna. Þessum hluta kennaramenntunar er of smátt skammtað af þeim sem völd- in hafa. Þetta er brotalöm í skóla- kerfínu og þessvegna drögumst við afturúr öðram þjóðum. Höfundur er prófessor við Kennaraháskóla íslands. EFTIRFARANDI slúðurfrétt birtist í DV hinn ,14. júlí sl.: „A landsfundi allaballa fyrir skömmu vakti Guðmunda nokkur Pét- ursdóttir athygli fyrir skelegga framgöngu sína í stuðningi við til- lögu formanns flokks- ins um að stefnt skyldi að sameiginlegu fram- boði. Slíkt er svo sem ekki í frásögur fær- andi, enda var hún einn fulltrúanna af Suður- landi en þar nýtur Margrét Frímanns- dóttir yfirburðafylgis. Það var því ekki nema von að ýms- ir yrðu hvumsa þegar fréttist af Guðmundu norður á Kópaskeri þar sem Alþýðubandalagsfélagið í kjör- dæmi hins ósátta Steingríms J. Sigfússonar ákvað að lýsa yfir stuðningi við sameiginlegt fram- boð. Eins og allir vita hefur Heimir Már Pétursson reynst einn hald- besti talsmaður sameiginlegs fram- boðs en hann mun víst vera bróðir Guðmundu...“ Hver er ég? Eg er fráskilin fimm barna móð- ir með tvö börn á framfæri. Undan- farin tvö ár hef ég búið í Reykja- vík. A Kópaskeri búa tvö af börn- um mín hjá föður sínum, en þar búa foreldrar mínir einnig. Frá því á unglingsáram hef ég unnið fyrir mér í fiskvinnslu og á sjúkrahúsum víðs vegar um landið svo sem á Isafirði, þar sem ég er fædd og uppalin, í Vestmannaeyj- um, á Höfn, Akureyri, Kópaskeri og víðar. Um þessar mundh- vinn ég á Landspítalanum þar sem ég fæ um 80 þúsund krón- ur á mánuði fyrir fulla vinnu. Þetta era ekki laun til að hrópa húrra fyrir og þess vegna nota ég sumarfríið mitt til að vinna á Kópaskeri og bömin mín geta öll notið samvista hvert við annað í leiðinni. Kaus Steingrím Allt frá því ég fékk kosningarétt hef ég kosið Alþýðubandalag- ið því þar hef ég helst fundið fyrir skilningi á málum og kjörum okk- ar verkakvenna og - karla. Til að fara ákaflega hratt yf- ir sögu fluttu foreldrar mínir, sjó- maður og verkakona, á Kópasker árið 1977 þar sem ég kynntist eig- inmanni mínum fyrrverandi. Það var svo á Kópaskeri sem ég gekk fyrst í Alþýðubandalagið árið 1995 til að kjósa Steingrím J. Sigfússon í embætti formanns flokksins. Enda bar ég og ber jafnvel enn mikla virðingu fyrir Steingrimi. Það er samt ekki annað en heiðarlegt af minni hálfu að geta þess að ég sætti mig mjög vel við kjör Mar- grétar Frímannsdóttur, enda fann ég fljótlega að hún talaði svipað tungumál og ég er vön á mínum vinnustöðum og hjá mínu fólki. Þar sem ég er orðin svona „fræg“ er ekki úr vegi að fara að- eins yfir stöðuna eins og hún er í dag. Ég er að bíða eftir félagslegri íbúð í Reykjavík sem ég fæ von- andi áður en skólar byrja í haust. A meðan dvel ég í foreldrahúsum á Kópaskeri og era þetta nú ástæð- urnar fyrir „dularfullri" veru minni á fundi með félögum mínum og vin- ✓ Eg dvel nú í foreldra- húsum á Kópaskeri, segir Guðmunda Pétursdóttir, en í greininni rekur hún ástæður fyrir „dular- fullri“ veru sinni á fundi þar nyrðra. um í Alþýðubandalagsfélaginu á Kópaskeri, sem var haldinn í fram- haldi af því að Steingrímur hafði sagt sig úr flokknum sem ég kaus hann til forystu í. Það breytir engu um undran mína á athöfnum Steingríms að bróðir minn er framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins. Við systkinin erum miklir vinir og eigum það sameiginlegt í pólitík að hafa lagt okkar lóð á vogarskál Steingríms, því hann var áður ritstjóri á mál- gagni flokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Von í samstöðunni En ég get ekki leynt vonbrigðum mínum með Steingrím að undan- förnu fyrst ég er farin að tjá mig á annað borð. Eg sé mikla von í sam- eiginlegu framboði félagshyggju- fólks fyrii' okkur sem eram enn með 80 þúsund krónur í mánaðar- laun fyrir fulla vinnu. Ég sé fyrst og fremst von í samstöðunni. Ég er alveg jafnmikið á móti NATO og hernum, er jafnfull efasemda út í Evrópusambandið og Steingrímur en þetta eru bara ekki brýnustu málin í mínum huga. Ég vil meiri jöfnuð og meira réttlæti. Ég tel mig, fóður minn, bróður og móður sem öll eram verkafólk og sjómenn eiga jafnmikið í verð- mætasköpuninni í sjávarútveginum og útgerðarmennirnir. Ég á erfitt með að sjá að útgerðarmaður sem selur atvinnutækifærin úr byggð- arlagi sínu eigi meira tilkall til verðmætanna en við og allt það fólk sem unnið hefur í sjávarútveg- inum. Ég styð stjórnmálaafl sem hefur sama skilning á þessu og ég. Það er gefið í skyn að það sé undarlegt að ég hafi verið lands- fundarfulltrúi fyrir félag á Suður- landi en birtist svo á fundi á Kópa- skeri._ Það er ekkert undarlegt við það. Ég á vini á Suðurlandi og er í félagi þar sem ég var fulltrúi fyrir á aukalandsfundi. Kosning á fund- inum var hins vegar leynileg og því finnst mér skrýtið hvernig afstaða mín, óþekktrar verkakonunnar, varð skyndilega alþjóð kunn. Þetta er sérlega furðulegt vegna þess að ég tók ekki til máls á fundinum. En ég sendi þeim félögum mínum sem „fóðraðu" blaðamann DV á þessum „áreiðanlegu" upplýsingum mínar bestu kveðjur. Systir bróður míns Við erum orðnar vanar því kon- urnar að vera spyrtar við feður okkar, eiginmenn og bræður í póli- tík, þvi auðvitað getum við ekki hugsað sjálfstætt. En svona til gamans fyrir höfunda slúðurfrétta vil ég geta þess að faðir minn lék í lúðrasveit með Sighvati Björgvins- syni vestur á Isafirði á árum áður og því aldrei að vita nema Sighvat- ur hafí lagt mér einhverjar línur áður en ég fór á títt nefndan fund með félögum mínum á Kópaskeri. Skyldi eitthvað svipað hafa verið uppi á teningnum þegar ákveðinn frændgarður fylgdi leiðtoga sínum út úr flokknum í ónefndu þorpi úti við sjó? Að línan hafi verið lögð? Höfundur er verkakona. fomhjólp Dagskrá Samhjálpar um verslunarmannahelgina fyrir þá sem ekki fara f ferð Laugardagur 1. ágúst: Opið hús kl. 14—17. Lítið inn og rabbið um daginn og veginn. Dorkas-konur sjá um heitan kaffisopann og meðlætið. Kl. 15.30 tökum við lagið og syngjum saman við undirleik hljómsveitar Samhjálpar. Takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Sunnudagur 2. ágúst: Almenn samkoma kl. 16.00. Fjölbreyttur söngur. Samhjálparkórinn. Vitnisburðir. Barnagæsla. Ræðumaður Óli Ágústsson. Allir velkomnir í Þríbúðir, Hverfisgötu 42 um verslunarmannahelgina. Opinberun verkakonu Guðmunda Jóna Pétursdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.