Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 34
■%l FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ Eru Islendingar ógestrisnir? MARGT hefur í gegnum tíðina verið sagt um okkur Islendinga sem þjóð. Við erum ekki einungis hamingjusamasta þjóð í heimi, heldur erum við líka gestrisin, góð heim að sækja, vinir vina okkar og sitthvað fleira. Eitthvað er þetta að vefjast fyrir okkur þessa dagana. Það vill svo til að við störfum með hópi fólks sem sér um að senda til út- landa og taka á móti til Islands skiptinemum í sjálfboðavinnu. Sjálf höfum við verið svo- leiðis skiptinemar og vitum þvi mæta vel hversu ómetanleg reynsla það er að fá tækifæri til að búa í öðru landi í eitt ár, læra nýtt tungumál, kynnast annarri menningu og sið- um, eignast nýja vini af ólíkum uppruna - og síðast en ekki síst _j)ýja fjölskyldu. Það er ekki síst petta síðasttalda sem skiptir svo miklu máli þegar maður er kominn í framandi land, langt frá heima- högum. Fjölskyldan, jafnvel þótt hún hýsi mann bara tímabundið, getur skipt sköpum um að skiptinemaárið gangi vel. Að sjálfsögðu gengur það misvel þegar nýr einstaklingur kemur inn á heimilið. Það getur verið heilmik- ið rask. En, eins og ein fósturmóð- irin orðaði það: „Og hvað með það? ég býst við að einhver hýsi ung- linginn minn í útlöndum hlýt ég að vera tilbúin að gera slíkt hið sama fyrir ungmenni sem kemur hing- áð.“ Nú og sumu fólki lyndir vel, öðru verr, eins og gengur og það getur tekið tíma að aðlagast. Bara viðleitnin; að vera tilbúinn að taka við ungum einstaklingi til tíma- bundinnar dvalar á heimilinu sýnir gestrisni af bestu gerð. Þegar upp er staðið ber öllum, sem reynt hafa, saman um að það að hýsa skiptinema sé ein dýrmætasta reynsla sem fólk hafí eignast. Þá kemur að gestrisni okkar Is- lendinga eða eigum við að segja skorti á gestrisni? Það virðist vera að þegar við íslendingar sendum okkar böm og unglinga út í heim sem skiptinema gerum við ráð fyr- ir að þau fái „góða fjölskyldu". Það þarf eiginlega ekkert að vera að orðlengja það neitt, svo sjálfsagt þykir okkur það. Oftar en ekki er það nú raunin að fósturfjölskyid- umar verða á endanum manns aðr- ar fjölskyldur, sem maður heldur sambandi við langt fram eftir aldri. Nú er því ekki að neita, að marg- ir íslendingar hafa alls enga að- stöðu til að hýsa annan einstakling á heimili sínu, annaðhvort fjár- hagslega, sökum plássleysis eða af öðmm ástæðum. En það undarlega gy að oft era það þær fjölskyldur sem helst hliðra til og taka við skiptinemunum. Hugsið ykkur ungmenni á leið til íslands frá einhverju fjarlægu landi: Bolivíu, Ghana, Indlandi. Þetta er fyrsta utanlandsferðin; kannski er eini möguleikinn á að komast frá sínu landi sá, að fara með einhverjum viður- kenndum samtökum. Og Island verður fyrir valinu? Island, sem þau vita svo lítið um. Einhver eyja norður í Dumbshafi, en þar hlýtur að búa gott fólk fyrst það vill taka móti þeim í heilt ár. Þau bíða spennt eftir upp- lýsingum um fjölskyld- urnar sínar á Islandi. Oft þurfa þau að bíða lengi. Því fjölskyldurn- ar láta bíða svo lengi eftir sér. Stundum era bara engar fjölskyldur og þá era góð ráð dýr. Og gistiheimilin líka. Af því að við trúum því ennþá að Islendingar séu gestrisnir eftir allt saman höllumst við helst að því að um einhvern misskilning sé að ræða varðandi það að taka Mestu máli skiptir, segir Jóhanna Þór- dórsdóttir, að skiptineminn finni að hann er velkominn á nýja heimilinu. skiptinema inn á heimilið. Við höf- um svo sem heyrt það á fólki: „Ég hef ekki tíma“ eða „ég hef ekki nógu mikið húspláss" nú eða, „við eram allt of gömul“ og „við eram allt of ung“. „Við tölum svo litla ensku.“ Allt þetta og miklu meira heyram við. Að taka erlendan skiptinema til lengri eða skemmri tíma inn á heim- ili sitt þýðir ekki að fjölskyldan þurfi að byrja á að „drífa sig hring- inn svo þau fái nú að sjá eitthvað af landinu okkar“. Heldur ekki það að vera með „heitan mat í hádeginu". Né heldur að skipuleggja bíó- eða leikhúsferðir eða aðra skemmtidag- skrá á kvöldin. Ungmennin era oft- ast dugleg að verða sér úti um þess konar skemmtanir sjálf. Það snýst heldur ekki um fjölda herbergja, stærð fjölskyldna, aldur eða neitt þvíumlíkt. Ungmennin sem koma til Is- lands koma hingað til að kynnast okkur íslendingum, menningu okk- ar og siðum. Upplifa hvemig það er að búa í öðra landi, innan um heimafólk. Það stundar sína sjálf- boðavinnu - eða er í skóla - og um- gengst sína vini. Ef fjölskyldur era ekki vanar að vera með heitan mat í hádeginu, keyra til Gullfoss og Geysis reglulega eða stunda bíó- ferðir er engin ástæða til að fara að taka upp á því þótt annar einstak- lingur komi á heimilið. Mestu máli skiptir að ungmennið finni fyrir að það er velkomið. Að það fínni fyrir hjartahlýju og því sé mætt af opn- um huga og skilningi á þessum dýrmætu tímamótum, þegar það er í fyrsta sinn í burtu frá fjölskyldu sinni og heimalandi. Það er það sem við búumst við af ókunnu fólki í öðrum löndum til handa börnun- um okkar. Af hverju ekki að sýna það sama í garð þeirra erlendu ungmenna sem hafa valið Island sem heimaland sitt í eitt ár? Sýn- um þeim að við eram tilbúin að taka við þeim og veita þeim það sama og við ætlumst til að fjöl- skyldur úti í heimi veiti unglingun- um okkar. Sýnum þeim gestrisni. Höfundur er stjómmálafræðingur og starfar með AUS - Alþjóðlegum ungmennaskiptum. Jóhanna Þórdórsdóttir AUÐUR SVEINSDÓTTIR LAXNESS Auður á Gljúfrasteini er áttatíu ára ung í dag. Um hana á ekki við að nota lýsingarorðið gamall svo vel ber hún aldur- inn. Auður er ung í anda, lif- andi og lífsglöð, víðsýn og nú- tímaleg í hugsun. Hún lifir fyr- ir líðandi stund og hið ókomna þótt glitrandi minningasjóður hins liðna sé innan seilingar og notalegt geti verið að láta hug- ann hvarfla til ánægjustunda fyrri tíðar. Auður er fædd á Eyrarbakka 30. júlí 1918 dóttir hjónanna Sveins Guðmundssonar, járn- smiðs og Halldóra Kristínar Jónsdóttur, konu hans. A sjö- unda ári fluttist Auður með for- eldram sínum og systrum til Reykjavíkur. Eftir nám í gagn- fræðaskóla, tungumálanám og setu á margvíslegum nám- skeiðum starfaði hún við verslun- arstörf en síðan í nokkur ár á Röntgendeild Landspítalans. Hún fékk snemma áhuga á félagsmálum og kvenréttindabaráttu, var meðal stofnenda kvennablaðsins Mel- korku árið 1944, sat lengi í ritnefnd tímaritsins Hugur og hönd og skrifaði greinar um vefnað, prjón og fornar íslenskar listir í þessi rit. Auk þess vann hún ötullega að hannyrðum og hönnun meðal ann- ars á flíkum úr íslenskri ull. Má í því sambandi geta þess að þekkt- ustu mynstur sem ratt hafa sér til rúms á lopapeysum síðustu áratugi og margir telja ævafom hannaði Auður fyrir hálfri öld. En þótt hæfileikar hennar á sviði hannyrða og listsköpunar séu miklir eins og fjöldi gripa á Gljúfrasteini ber glöggt vitni tengja fæstir lands- manna nafn hennar í fljótu bragði þessum viðfangsefnum. Hún er þekktari að því að hafa gengið sinn æviveg samhliða Nóbelsskáldinu Halldóri Laxness og var áratugum saman nefnd í sömu andrá og eig- inmaður hennar. Ohætt er að segja að Auður hafi verið HaUdóri ein- stök stoð og stytta fram til hinstu stundar hans. Kynni tókust með þeim Auði og Halldóri 1939 eða fyrir tæpum sex- tíu áram en þau gengu í hjónaband á aðfangadag 1945. Auður hefur ekki einungis verið húsfreyja á Gljúfrasteini, eiginkona og móðir og amma heldur var hún um langt árabil ritari og nánasti samverka- maður skáldsins, hreinritaði á rit- vél hverja bókina eftir aðra og sumar mörgum sinnum. Handrit bókanna voru oft orðin útflúrað þegar komið var að því að slá text- ann á ritvélina. Varð þá oftast að ráði það vinnulag að Halldór rýndi sjálfur í býantskrotið á blöðunum og læsi Auði fyrir. En hugur skáldsins var sístarfandi og frjór og áfram var haldið að breyta text- anum og bæta um betur. Stundum hóf hann á ný að krota í síðurnar strax og þær vora rannar úr ritvél- inni hjá Auði og um það leyti sem síðasta blaðsíða bókar var hreinrit- uð hóf hún að vélrita enn eina gerð hennar frá upphafi. Þeir sem stunda textavinnslu með tölvum nú um stundir yrðu ókátir ef þeir þyrftu að slá inn heilar síður að nýju ef aðeins væri þörf á að lag- færa örfá orð á síðunni. En svona var farið að á þeim liðnu dögum. Auður hefur alla tíð annast rekstur heimilisins að Gljúfrasteini í Mosfellsdal af einstakri ósérhlífni og allt veraldarvafstur sem því tengist enda taldi hún að tíma skáldsins væri betur varið við rit- störfin. Auður skapaði Halldóri þannig næði til þess að sinna list sinni heima fyrir í ritstofunni á efri hæð Gljúfrasteins og sýndi einnig ótrúlega þolinmæði og þrautseigju þegar hann var oft langtímum saman úti á landi eða erlendis ann- aðhvort við undirbúning nýrra bóka eða þegar hann var að reka smiðshöggið á þær. Þannig stuðlaði Auður beint og óbeint að því að meistaraverkin frá hendi skáldjöf- ursins urðu fleiri en ella hefði orðið raunin á. Að þessu leyti stendur þjóðin í þakkarskuld við hana. En þótt álag gæti orðið mikið á köflum og í mörgu að snúast hefur Auður aldrei kvartað en bent á að fyrir vikið hafi líf hennar orðið fjöl- breyttara og ævintýraríkara en gengur og gerist. Auður hefur ferðast mikið innan lands og utan og fór með Halldóri vítt um lönd á meðan hans naut við. Stundum gáfust tækifæri til að hafa dæturnar tvær, Sigríði og Guðnýju, með í fór eins og þegar fjölskyldan dvaldist í Lugano í Sviss veturinn 1959-1960. Þar lauk Halldór við skáldsöguna Paradís- arheimt og Auður vélritaði bókina frá upphafí til enda. Reyndar tog- aði Sviss þau aftur til sín veturinn 1972-1973 en þá átti fjölskyldan heima í smábænum Teufen, í út- jaðri borgarinnar St. Gallen. Þegar rætt er við Auði um utanferðir þeirra Halldórs ber hæst eins og gefur að skilja ferðina á Nóbelshá- tíðina í Stokkhólmi 1955 en einna minnisstæðastur er tæplega fimm mánaða leiðangur þeirra umhverfis jörðina sem hófst haustið 1957. I þeirri fór hélt Auður nákvæma dagbók um allt það helsta sem fyr- ir augu bar óg var meðal annars vitnað til hennar í bókinni A Gljúfrasteini sem Edda Andrés- dóttir skráði en þar er byggt á við- tölum hennar við Auði og ýmsum öðrum heimildum. Bókin kom út haustið 1984 en í tengslum við vinnslu hennar og útgáfu tókust góð kynni með okkur Auði sem urðu enn nánari er ég gerðist for- leggjari Halldórs árið eftir og heimagangur hjá þeim hjónum. Gestrisni er Auði í blóð borin og er gesti ber að garði töfrar hún fram glæstar veitingar að því er virðist án fyrirhafnar. Þess beina hef ég notið í ótöldum heimsóknum mínum til þeirra hjóna Halldórs og Auðar jafnt á Gljúfrasteini sem í íbúð þeirri er þau áttu til skamms tíma að Fálkagötu 17 í Reykjavík. Þeir vora ekki fáir þjóðarleiðtog- amir og frammámennimir úr ýms- um heimshornum sem sóttu þau hjón heim á Gljúfrasteini á meðan mest var umleikis þar á bæ. En heimilið var líka opið sveitungum í Mosfellssveit, múgamönnum og menningarfrömuðum, innlendum og erlendum gestum af ýmsum stigum. Mannfagnaðir af margvís- legu tagi vora þar daglegt brauð um árabil að ekki sé minnst á tón- leika heimskunnra listamanna þar sem gestir gátu orðið á áttunda tug. En Auði varð ekki skotaskuld úr því að vera gestgjafi á heims- mælikvarða jafnframt því að ann- ast veitingar og leysa allt af hendi með einstökum myndarbrag. Og gegnum þykkt og þunnt hefur hún haldið fágaðri reisn sinni, einlægni og æðraleysi. Auður Sveinsdóttir Laxness er unnandi menningar og fagurra lista, víðlesin og með fágaðan smekk. Hún hefur einstaka frá- sagnargáfu og er sagnasjór. Þótt Auður sé sannkallaður heimsborg- ari era lítillæti og hógværð þeir eðliskostir sem mest era áberandi í fari hennar. Ég þakka Auði ein- staklega góð og gefandi kynni. Það hefur verið lærdómsríkt og nota- legt að fá að njóta nærvera hennar, glaðværðar, gáska og hispursleys- is. Og ég veit að svo mun verða áfram því afmælisbam dagsins er alltaf á besta aldri og er talandi dæmi um það hve aldur er afstætt hugtak. Um leið og ég færi Auði hugheilar ámaðaróskir okkar Elín- ar á áttræðisafmælinu bið ég þess að sól megi áfram, skína á veg hennar um ókomna tíð. Olafur Ragnarsson. Við merkis tímamót í lífi Auðar Sveinsdóttur Laxness er ekki að efa, að henni eru sendar hlýjar kveðjur og þakkir hvaðanæva, því að með slíkum sóma og rausn hefur hún rækt hlutverk sitt sem eigin- kona, móðir og húsmóðir á einu fremsta heimili landsins. Þegar Halldór Kiljan reisti sér hús um þjóðbraut þvera í stríðslok, var sá búskapur enganveginn auð- veldur fyrst í stað. Endurminn- ingabókin „Á Gljúfrasteini“ er fróðleg heimild um það allt svo langt sem hún nær, en oft er þar stiklað á stóra; og gaman hefði ver- ið að Auður hefði sagt þar meira af sjálfri sér og af þeirri Reykjavík sem hún kynntist á unglingsárun- um. Hún var fædd og upp alin á Eyrarbakka, en fluttist ung í höf- uðstaðinn. Og lítt mun hana hafa grunað þá, hvílíkt lífshlutverk beið hennar. Hún var ung, forkunnar fógur, vel gefin og listhneigð, og skáldið skynjaði að hér var kona sem var honum samboðin sem lífsfóranaut- ur. Heimili þeirra varð brátt þekkt fyrir gestrisni og glæsimennsku. Þar var komið jafnt fram við alla, hvort heldur það voru þjóðhöfð- ingjar eða fólk sem erfitt var að flokka undir stétt eða starfsheiti. En það kom líka í hlut húsmóð- urinnar að sjá svo um, að eigin- maðurinn fengi að hafa starfsfrið. Ætli það hafi ekki verið ærið starf á stundum. Og ekki skal gleyma allri þeirri aðstoð, sem hún beinlín- is veitti honum við störf hans. Lík- lega gera fáir sér ljóst, hvílíkt ævi- verk Auður Laxness á að baki, en hún hefur líka verið gæfusöm hvað heilsufar snertir, og reglusemin og dugnaðurinn borið sinn góða ávöxt í tímans rás. í meira en hálfa öld skipaði hún sess við hlið manns síns sem full- trúi hins fremsta og bezta í ís- lenzkri menningu. Heima og er- lendis var hún landi og þjóð til sóma. Slík kona á allan heiður skilinn. Elías Mar. www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.