Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 5í ENDURBÆTT HEIMASÍÐA! WWW.VOrteX.is/Stjomubio/ KVIKMYNDIR/Háskólabíó sýnir bresku gaman- myndina Martha - má ég kynna, Frank, Daniel & Laurence, en hún fjallar um þrjá vini sem allir verða ástfangnir af sömu konunni. ~ Þrír vinir og effii kona Frumsýning FRANK (Rufus Sewell) er atvinnulaus leikari sem er í sífelldri keppni um allt milli himins og jarðar við vin sinn Daniel (Tom Hollander), en hann er á hraðri uppleið í tónlistarbransanum, með glæsilegan lífsstíl og næmt auga fyrir öllu fögru. Þriðji vinurinn er svo Laurence (Joseph Fiennes) sem er sáttasemjari þeirra og dóm- ari en alls ekld laus við eigin vandamál. Þegar Daniel er á leiðinni heim til London úr viðskiptaferð til Bandarílg- anna hittir hann Mörthu (Monica Potter), unga banda- ríska stúlku, og fær hann komið því til leiðar að hún fær sæti hjá honum á fyrsta farrými í flugvélinni. Hann kemst að því að hún hefur keypt farmiða aðra leiðina og ætlar að byrja nýtt líf í London, en aleiga hennar er aðeins 99 dollarar. Þegar flugvélin lendir í London er Daniel orðinn ástfanginn upp fyrir haus, en áætlanir hans um að ganga frekar í augun á henni fara algjörlega út um þúfur þegar hún mætir ekki á veitingastað sem hann hefur boðið henni á daginn eftir komuna til London. í þung- lyndiskasti segir hann vinum sínum tveimur alla sólarsög- una þegar þeir hittast á kaffi- húsi daginn eftir og tekst honum að koma Frank í svo mikið uppnám að liggur við handalögmálum. Á einhvern óskiljanlegan hátt hittir Frank svo enga aðra en Mörthu og fellur fyrir henni, og það hlakkar í honum þeg- ar hann ákveður að stinga undan Daniel. En þeir félag- arnir eru ekki þeir einu sem hrifíst hafa af stúlkunni því MARTHA (Monica Pott- er) ætlar að byija nýtt líf í London með aðeins 99 dollara í vasanum. Laurence hefur líka hitt hana. Það var á flugvellinum þegar hann ætlaði að taka á móti Daniel, en hann hafði boðið þessari glæsilegu bandarísku stúlku far í bæinn þegar hann fann vin sinn ekki á flugvellinum. Það sem í kjölfarið fylgdi gæti vel hafa orðið byrjunin á ágætu ástar- sambandi, en áður en langt um líður leggur Martha sam- an tvo og tvo og fær auðvitað út fjóra. http://www.mercury-rising.com tT 553 2075 ALVttRU BÍÚ! mDplby STAFRÆNT stærsta tjaloio með HLJÓÐKERFIí I uy ÖLLUM SÖLUM! JLLJLíJ.i BRUCE Willis og spennu- myndaleikstjórinn Harold Becker sameina hér krafta sína og útkoman er hreint út sagt frábær spennutryllir með ölluf sem á að fylgja. Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.10. Bj.ieára. Logpeglumaöun sem enginn getun stöðvað WILUS Bntiven veit of mikið Dulmál sem enginn átti að geta rising DANIEL (Tom Hollander) verður ástfanginn upp fyrir haus þegar hann hittir Mörthu. VINIRNIR þrír ræða málin en í ljós kemur að þeir hafa allir hitt Mörthu og orðið ástfangnir. Monica Potter er fædd í sem fyrirsæta og leikari í Cleveland í Bandaríkjunum sjónvarpsauglýsingum. Eftir °g byrjaði hún 12 ára gömul að hún flutti til Los Angeles leið ekki á löngu þar til henni áskotnaðist fyrsta kvik- myndahlutverkið, en það var í Con Air þar sem hún lék eiginkonu Nicholas Cage. Síðan hefur hún m.a. leikið í myndinni A Cool, Dry Place, sem John N. Smith leik- stýrði, en hann leikstýrði t.d. Dangerous Minds. Rufus Sewell hefur leikið í fjölda breskra kvikmynda og meðal þeirra eru Hamlet, Cold Comfort Farm og Dark City. Næsta mynd hans er Illuminata sem John Turtur- ro leikstýrir, en í henni leikur hann á móti Susan Sarandon. Tom Hollander hefur leikið talsvert á sviði og í sjónvarpi í Bretlandi, en meðal kvik- mynda sem hann hefur leikið í eru myndimar Trae Blue og Some Mother’s Son. Nýjasta myndin sem hann hefur leikið í er Bedrooms and Hallways. Joseph Fiennes hefur einnig leikið talsvert á sviði, en í kvikmyndum hefur hann m.a. farið með hlutverk í myndinni Stealing Beauty sem Bemardo Bertolucci leikstýrði. Eftir að hann lék í Martha - má ég kynna Frank, Daniel og Laurence hefur hann leikið í myndun- um Elizabeth 1 og Shakespe- are in Love, en í henni leikur hann á móti Gwyneth Pal- trow. Wagner óperuhátíðin FEÐGARNIR eru leiðir yfir framkomu blaðamanna. ÞÝSKA söngkonan Margot Wem- er og eiginmaður hennar Ludo inættu a opnunarathöfn hinnar árlegii Wagner óperuhátíðar í Bayreuth í Þýskalandi um helgina. Óperuhátíðin stendur yfir í Qórar vikur og þykir einn af merkilegri menningarviðburðum ársins. Prins- arnir eru sárir WILLIAM og Harry, synir prins- ins af Wales, eru víst mjög sárir yfir því að „Sunday Mirror" kjaft- aði frá óvæntri afmælisveislu sem þeir drengir ætluðu að gleðja föð- ur sinn með í tilefni fímmtugsaf- mælis hans. Faðir þeirra var einnig sár yfir því að umrætt dag- blað skyldi ekki geta meðhöndlað upplýsingarnar af meiri varfærni og kurteisi. Talsmaður feðganna sagði að afmælið yrði samt haldið, og það í ágúst áður en feðgarnir fara í frí saman. Charles á ekki af- mæli fyrr en í nóvember, en af- mælisveislan átti líka að koma á óvart. í veislunni, sem haldin verður á sveitasetrinu hans Charles, ætla William og Harry að leika í gaman- leik með Emmu Thompson og Stephen Fry sem skrifar handritið. Eitt hundrað gestir ásamt meðlim- um konungsfjölskyldunnar munu borga 2500 kr. inn á leikritið, og til að borga kostnað við matarföng og leikbúninga. William er sagður hafa fengið hugmyndina að leikritinu og mun hafa beðið fyi'rum fóstru sína Tiggy Legge-Bourke að hjálpa sér að koma því í kring. En faðir hans tók einmitt þátt í ófáum leikuppfærsl- um á háskólaárum sínum í Cambridge. Eftir dauða Díönu prinsessu voru settar reglur um það að blaðamenr. mættu ekki elta ungu prinsana á röndum eins og móður þeirra. Þær reglur hafa eitthvað verið brotnar eftir að William varð 16 ára. Þá voru bresk blöð yfirfull af umfjöll- unum um afmælið og það að drengirair hefðu nú formlega kynnst ástkonu föður síns, Camillu Parker Bowles.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.