Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 3)f
AÐSENDAR GREINAR
Hvað
að
heldur hann
hann sé?
HVAÐ heldur hann að hann sé?
Þessi spurning gekk gjarnan á
milli okkar krakkanna heima í
sveitinni ef einhver þóttist skara
fram úr á kostnað okkar hinna.
Þannig afgreiddum við stundum
hin flóknustu mál því „samskipta-
kortið“ í okkur náði ekki að af-
greiða einhverjar illskiljanlegar
kenndir. Þess vegna var afar ein-
falt að ýta bara á „ignore" og láta
viðkomandi lönd og leið, skilja
hann útundan eða stríða honum,
þar til hann annað tveggja forðaði
sér eða féll aftur inn í hóp meðal-
mennskunnar sem við svo vel
þekktum og kunnum á. Ef á hinn
bóginn þessar aðferðir skiluðu ekki
Tækifærið sem Kári
Stefánsson hefur til að
gera hátæknilegar
erfðafræðirannsóknir,
okkur öllum til fram-
dráttar, segir Vilborg
Traustadóttir, varir
ekki endalaust.
tiltækum árangri klöguðum við
óspart í foreldra okkar! Þetta
bamalega viðhorf virðist því miður
loða ansi lengi við mörg okkar og
höfum við „krakkamir" úr sveit-
inni örugglega oft afgreitt málin
samkvæmt því í gegnum tíðina.
Þama beittum við ómeðvitað
hópefli sem í dag gæti kallast ein-
elti til að koma vilja okkar fram og
hafa hlutina eins og við þekktum
þá best. Einhverri öryggiskennd
var raskað og viðbrögð okkar því
eðlileg, í bamaskap okkar. Eftir að
við komumst til vits og ára höfum
við fundið út að þama var um
hreinræktaða öfund að ræða.
Með vaxandi þekkingu, námi og
þroska lærðist okkur flestum að
málin em ekki svo ýkja einföld að
hægt sé að afgreiða þau á þennan
máta. Það verða alltaf einhverjir
einstaklingar sem skara fram úr á
einu eða öðra sviði og þannig á það
líka að vera. Þannig náum við
framþróun sem er okkur nauðsyn-
leg. Hvort sem er í menningu, vís-
indum, listum, atvinnulífinu al-
mennt eða hverju því sem að
mannlegri getu lýtur. Við getum
svo vel við unað að einhver vilji
standa í eldlínunni og vinna að hag
okkar að við megum til með að
kasta þessum fortíðardraugum úr
bernsku fyrir róða. Það verður
alltaf einhver bóndi sem byggir
jörð sina myndarlega upp og gerir
hana þar með að sveitarprýði.
Hvað er slæmt við það? Hvað held-
ur hann að hann sé? Tónlistarkon-
an okkar sem varð ekki svo ýkja
vinsæl hér á landi fyrr en hún varð
heimsfræg. Hvað heldur hún að
hún sé? hugsuðum við mörg. Það
verða vonandi alltaf einhverjar
framfarir, einhvers staðar, eigum
við þá alltaf að hugsa sem svo hvað
heldur þessi eða hinn að hann sé?
Nei, það varir ekki alltaf þetta
tækifæri sem Kári Stefánsson hef-
ur skapað með því að ná í fullt af
peningum til að gera hátæknilegar
erfðafræðirannsóknir, okkur öllum
til framdráttar, með einvalaliði vís-
indamanna og tölvugúrúa. Byggja
upp líftækniiðnað sem er ný og
spennandi vísindagrein og gefur
fullt af ungu fólki trú á menntun
sína, ekki hefur það verið að kafna
í vel launuðum störfum hér á landi.
Er ekki málið að þeir sem mest
hafa haft á móti gagnagrannsfram-
varpinu ýti á „reset“ og byrji á því
að spyrja sig hreinskilnislega hvað
þeir hafi á móti því og þá hvers
vegna? Það má lengi „hugga sig“
við það að kannski er Kári ekkert
svo rosalega klár, heldur bai-a rétt-
ur maður á réttum stað og á réttri
stundu. Það er ljóst að það fólk
sem þessir menn telja
sig vera að „verja“,
sem er fólk með ýmsa
sjúkdóma, er svo „vit-
laust“ að það fattar
ekki góðan vilja þeirra.
Gaman væri að heyra
hvemig ýmsir þeir að-
Oar sem stundað hafa
rannsóknh* á okkur
gegnum tíðina hafa
hagað persónuvernd
fram tO þessa? Reynd-
ar gildir þetta „fatt-
leysi“ okkar með sjúk-
dómana um meirihluta
Islendinga sem, sem
betur fer, eru fiestir
alveg stálslegnir. Eig-
um við, þessi hljóði meirihluti sem
er fylgjandi þessum framförum,
ekki að láta í okkur heyra núna?
Vilborg
Traustadóttir
Við sem viljum
framgang vísindanna
sem mestan og eram
þess fullviss að traust
okkar verður ekk^
misnotað, enda vitað
mál að persónuvemd .
er hvergi tryggari í
heiminum en hjá Is-
lenskri erfðagrein-
ingu. Eða eigum við
ýta á „delete“ og detta
inn í hinn gamla ein-
falda afgreiðslumáta
bernskuáranna, yppa
öxlum og stunda ein-
eltið með hinum.
Spyrja: „Hvað heldur
hann að hann sé“?
Höfuadur er formaður MS-félags ís-
lands.
Unglingar vilja
skýr skilaboð!
bótn
Foreldrar vita öllum betur hvað börnum þeirra er fyrir
bestu. í nýlegri könnun kemur fram að yfirgnæfandi
meirihluti þeirra vill takmarka aðgang að útihátíðum
við 16 ár og 96% þeirra vilja ekki að börn
á grunnskólaaldri neyti áfengis.
¥
Við styðjum foreldra heilshugar í því að vera samtaka,
ákveðnir og elskulegir; hleypa börnum sínum ekki
eftirlitslaust á komandi útihátíðir og fara ekki í „ríkið“
fyrir þau.
Við hvetjum fjölskyldur til þess að halda hópinn og
njóta ánægjulegra samvista um næstu helgi.
Samtaka sveitarfélög og foreldrar
til stuðnings unglingum:
-t
Foreldp^r eru bestir
í PorV’örnum.
samta.fea.. áweönir
og elsfeulegir
Nei!
Reykjavík Akureyri Seltjarnarnes
Hafnarfjörður Kópavogur Húsavík
Vestmannaeyjar Egilsstaðii Hornafjqrdur
ísafjarðarbær Bolungarvík Akranes Arborg
Borgarbyggð Bessastaðahreppur ^
. / Skagafiöröur Mosfellsbær Saf||(a|«l
vewrl Suðavíkurhreppur www.islandaneiturlyfla.is nú! ■ r