Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 21 ERLENT Fyrirtæki Jacks Nick- laus í slæmri glompu New York. The Daily Telegraph. FYRIRTÆKI golfleikarans fræga Jack Nicklaus glímir nú við mikla fjárhagserfiðleika eftir að upp komst um meint misferli fyrrum stjórnenda þess. Hefur Gullni björn- inn hf., en það er einmitt viðumefni golfarans, tilkynnt um mikið tap á síðasta ári en fyrirtækið hefur m.a. sérhæft sig í hönnun golfvalla, rekið golfskóla og markaðssett ýmsar vör- ur sem tengjast íþróttinni. Nicklaus, sem er meðal nafntoguð- ustu golfleikara í heiminum, hefur á löngum ferli sínum unnið fjöldann allan af stórmótum. Hann var einnig framarlega á sínum tíma ásamt Amold Palmer í því að sýna golfspil- urum hvemig þeir gætu nýtt sér fími sína og frama á leikvellinum til að tryggja sér hagstæða viðskipta- samninga. Hefur Nicklaus veríð afar vinsæll hönnuður golfvalla, hann hefur komið fram í fjölda auglýsinga og gerst talsmaður ýmissa fyrir- tækja, í stuttu máli sagt hefur hon- um tekist að markaðssetja eigið nafn með góðum árangri. Nú hefur virði hlutabréfa Nick- laus í Gullna birninum, þar sem hann er stjórnarformaður, hins veg- ar fallið um 75% á síðustu tveimur ámm eða frá því fyrirtækið var gert að hlutafélagi, og þar með kostað Nicklaus sjálfan tap upp á rúman milljarð ísl. kr. « Stjórnendur reknir Á mánudag var upplýst að rekstur Paragons, þess dótturfyr- irtækis Gullna bjarnarins sem séð hefur um hönnun og byggingu golfvalla, hefði verið verulega JACK Nicklaus hefur lent í óteljandi glompum á golfvellin- um en nú á fyrirtæki hans við slæm fjárhagsvandamál að stríða. ábótavant. Var John Boyd, fram- kvæmdastjóri Paragon, þegar rek- inn úr starfí og hafist var handa við stórtæka endurskoðun reikn- inga þess. P.ykir hún hafa sýnt, svo ekki verði um villst, að stjórn Paragons hafi gerst sek um glæp- samlegt athæfi, logið til um stöðu vallarframkvæmda, sagt rangt frá tekjum, gjöldum og gróða fyrir- tækisins. Er talið að á síðasta ári einu saman hafi þetta kostað fyrir- tækið tap upp á einn og hálfan milljarð ísl. kr. Talsmenn Gullna bjarnarins segj- ast afar hneykslaðir á framferði stjórnendanna og hafa nýir aðilar tekið við stjórn Paragons. Nicklaus sjálfur einbeitti sér hins vegar að því sem hann gerir best um síðustu helgi og náði góðum árangri á fyrstu keppnisdögum Opna banda- ríska öldungamótsins. Rannsókn á vcg’imi WHO Veldur far- símanotkun krabba- meini? SAMBAND farsímanotkunar og krabbameins í heila verður kannað ítarlega á næstu fjórum árum á veg- um Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- arinnar (WHO), sem hyggst verja rúmum sjö milljörðum íslenskra króna til fjölþjóðlegrar rannsóknar, segir í grein í tímaritinu Nature Medicine. Alþjóðlega krabbameinsrann- sóknastofnunin í Frakklandi mun hafa yfírumsjón með faraldsfræði- legri rannsókn sem hefst í septem- ber næstkomandi og nær til fjölda þjóða. Meðal þeirra eru Ástralía, Kanada, Frakkland, ísrael, Italía, Noregur, Svíþjóð og Danmörk. Vísindalegt áhættumat Að sögn Michaels Repacholis, yf- irmanns rafsegulsviðsrannsókna hjá WHO, miðast rannsóknin við að geta veitt einhvers konar áhættu- mat byggt á vísindalegri niðurstöðu. Mat sem ‘yfirmenn heilbrigðismála um allan heim geti fært sér í nyt. „Ef hætta er fyrir hendi, þá viljum við vita hversu mikil hún er, svo að hægt sé að vega hana upp á móti gagninu sem af farsímanotkun má hafa,“ segir Repacholi. Menn gera sér vonir um að niður- staða rannsóknarinnar muni leiða til lykta deilur um skaðsemi farsíma- notkunar. Repaeholi tók þátt í ástr- alskri rannsókn um áhrif rafsegul- bylgna á mýs en niðurstöður þein'a tilrauna, sem voru birtar á síðasta ári, sýndu í fyrsta skipti tengsl á milli farsíma og krabbameins. Til- raunúnar hafa hins vegar verið mjög umdeildar meðal vísinda- manna og ekki taldar sanna tengsl rafsegulbylgna og krabbameins. Tengslin blasa ekki við Tony Basten, stjórnandi rann- sóknarstofu í Sydney í Ástralíu, seg- ir áhrif rafsegulsviðs líklega ekki vera það sama á menn og tilrauna- mýs, sem séu af sérstökum ástæð- um veikar fyrir rafsegulbylgjum. „Fólk býr í heimi rafsegulbylgna, sem eiga sér alls kyns uppruna. Þær koma frá radartækjum, örbylgjuofn- um, farsímum og háspennulínum, rafsegulsviði jarðar og hjartanu, ef út í það er farið,“ segir Basten. „Og það blasir ekki við að náttúruleg raf- segulsvið af þessu tagi hafi mikil áhrif á tíðni krabbameins." Tengsl farsímanotkunar og krabbameins hafa verið mjög til um- fjöllunar í Ástralíu á þessu ári, eða allt frá því þarlendur krabbameins- sérfræðingur hélt því fram í bréfi til læknarite að aukna tíðni heilaæxla í Vestur-Ástralíu á árunum 1982-1992 mætti líklega rekja til aukinnar HölduN •kkur 11 Pb ilP^ JH m MSSÍ P W M ■ Si I! 1 í jf % ® V K nlriti * re^lur kshraða Virdum i hámar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.