Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 25
EYÞÓR Ingí Jónsson organisti frá Akranesi og Guðmundur Hafsteinsson trompetleikari leika á hádegistón-
leikum í Hallgrímskirkju í dag.
Orgel og
trompet í
Hallgrímskirkju
GUÐMUNDUR Hafsteinsson
trompetleikari og Eyþór Ingi
Jónsson organisti frá Akranesi
leika á hádegistónleikum í
Haligrímskirkju í hádeginu í
dag, fimmtudag, kl. 12-12.30.
Efnisskráin er tvíþætt, ann-
ars vegar fimm verk frá
barokktímabilinu og siðan tvö
frá þessari öld. Þeir leika saman
„Trumpet Voluntary“ eftir Willi-
am Boyce, „Erbarm ich mein, o
Herre Gott“ BWV 721 eftir Jo-
hann Sebastian Bach, 2 marsa úr
„Heldenmusik" eftir Georg Phil-
ipp Telemann og „Canon“ í D-
dúr eftir Johann Pachelbel. Inn á
miili leikur Eyþór „Tokkötu við
fyrsta tónlag" eftir Pablo Nass-
arre og á eftir „Fantasía 11“ úr
„Sonntagsmusik“ eftir Tékk-
ann Petr Eben. Tónleikunum
lýkur með „The Prayer of St.
Gregory" eftir Alan Hahaness.
A laugardaginn leikur Sviss-
lendingurinn Ulrich Meldau á
hádegistónleikum í Hallgríms-
kirkju, en hann er organisti við
Enge kirkju í Ziirich. A efnisskrá
hans verða nokkur þeirra verka
sem hann mun siðan leika á aðal-
tónleikum helgarinnar í Hall-
grímskirlqu sunnudaginn 2.
ágúst kl. 20.30.
Zbigniew Herbert látinn
Efínn, óttinn og
örvæntingin
EITT verka Elanor.
Elanor sýnir
í Galleríi
Listakoti
OPNUÐ hefur verið sýning á
verkum skosku grafíklistakon-
unnar Elanor Symms í Galleríi
Listakoti, Laugavegi 70.
Á sýningunni eru þrykk gerð
með blandaðri tækni og æting-
um. í myndum sínum leitast
Elanor við að tjá hughrif sín af
vatni og náttúru, sem birtist hér í
björtum og lifandi myndum.
Elanor er fædd í London 1963
en hefur búið í Skotlandi síðan
1971. Hún útskrifaðist frá Edin-
borgarháskóla árið 1986 og hef-
ur síðan starfað að list sinni og
haldið einkasýningar og verið
með í samsýningum víðsvegar
um Bretland, Evrópu og Banda-
ríkin.
Sýningin stendur til 22. ágústs
og er opin virka daga kl. 10-18
og laugardaga 10-16. Myndimar
em allar til sölu.
í HAFNARBORG eru tvær sýning-
ar, annars vegar sýningin Hafnar-
fjarðarmótív og hins vegar sýningin
„Andlit bæjarins" í Apótekinu. Sýn-
ingunum lýkur báðum 3. ágúst nk.
og eru opnar frá kl. 12-18, alla daga
nema þriðjudaga.
ZBIGNIEW Herbert, eitt af kunn-
ustu skáldum Pólverja, lést í gær í
Varsjá 73 ára að aldri.
Herbert var meðal þeirra skálda
sem vöktu fyrst verulega athygli
utan Póllands á sjötta áratugnum
fyrir opna og beinskeytta ljóðlist
sem snerist gegn stjómvöldum í
Póllandi. Þessi skáld þekktu stríðið
og pólitískar ofsóknir af eigin raun
og lýstu reynslu sinni af því í ljóð-
um sem þóttu óvenjulega opinská
og áhrifarík.
Fyrsta ljóðabók Herberts kom
út 1956. Eftir langt hlé frá ljóða-
gerð kom frjótt skáldskapartímabil
hjá Herbert í fyrra. Arangurinn
var bókin Eftirmáli stormsins sem
kom út á þessu ári. Herbert var
mikils metinn heima fyrir og er-
lendis og þótti verðugur Nóbels-
verðlauna. Þau runnu aftur á móti í
skaut skáldsystur hans Wislöwu
Szymborsku 1996. Hún sagði við
fréttina um dauða hans að hann
hefði verið „mikill listamaður og
hugsuður“.
Lögð er áhersla á mannúðar-
stefnu Herberts og siðferðilegan
boðskap, það fordæmi sem hann
gaf með verkum sínum og lífi.
Herbert var afar hljóðlátur maður
og lítið fyrir sviðsljós. Hann ráð-
lagði ungum skáldum að yrkja um
efann, óttann og örvæntinguna, líf-
ið var að hans mati flóknara, dul-
arfyllra en flokkurinn, herinn og
lögreglan.
Meðal þeirra sem þýtt hafa Ijóð
GUÐBJÖRG Lind Jónsdóttir sýnir
þrettán olíumálvek í Norska húsinu
í Stykkishólmi. Sýningin er opin frá
kl. 11-17 og lýkur á föstudag, 31.
júlí.
Zbigniews Herberts á íslensku eru
Jóhann Hjálmarsson og Geirlaug-
ur Magnússon.
-------------------
Nýjar bækur
• BÓK um hvali og hvalaskoðun
við Island er nýkomin út á ensku og
þýsku og klemur innan skamms út á
íslensku. Höfundurinn er M;irk
Carwardine.
I kynningu segir: „I bókinni er að
finna margar stórbrotnar myndir af
þessum risaskepnum sjávarins,
kraftmikil og stílhrein bók. Þarna
haldast í hendur einstakt myndefni
og hnitmiðaður og fróðlegur texti
um helstu tegundir hvala í okkar
hafsvæði, einkenni þeirra og hegð-
un. í bókinni eru myndir af þeim
öllum og sumar mjög nýstárlegar.
Hún er í miðlungsbroti og í hönnun
er áhersla lögð á myndspennu og
einfalda framsetningu, sem þjónar
efninu vel.“
Á ensku heitir bókin „Whales and
Whale Watching in Iceland, á þýsku
ber hún titilinn Wale, Bei Island
Hautnah Erleben. Innan skamms
kemur hún einnig út á íslensku á
vegum Vöku-Helgafells og ber heit-
ið Hvalir við ísland Risar haf-
djúpanna í máli og myndum.
Höfundur bókarinnar, Mark
Carwardine, er Breti sem er þekkt-
ur fyrir náttúruþætti í útvarpi og
sjónvarpi BBC, skrif um náttúru-
efni í blöð svo og störf á sviði um-
hverfismála á vegum Sameinuðu
þjóðanna og fleiri samtaka. Hann
hefur m.a. skrifað yfir 30 bækur um
ferðamál, dýralíf og náttúruvernd.
Þær hafa komið út á 21 tungumáli
og selst í milljónum eintaka um all-
an heim.
Mark er hálft árið á ferðalögum
og hefur farið til meira en 80 landa.
Fyi-sta Islandsferðin hans var 1981
og síðan hefur hann komið hingað
yfir 50 sinnum.
Þessi nýja hvalabók í útgáfu Iceland
Review kostar 1.992 kr. í bókabúð-
um. Bókin er prentuð í Odda.
Sýningum lýkur
Hafnarborg Norska húsið,
Stykkishólmi
Daufír tónleikar
TðNLIST
llal I grfinski rkja
ORGEL- OG
TROMPETTÓNLEIKAR
Egbart Lewark trompetleikari og
Wolfgang Portugall orgelleikari
fluttu verk eftir Torelli, Fr.Couperin,
Krebs, Franck og Eben. Sunnudagur-
inn 26. júlí 1998.
TÓNLEIKARNIR hófust á
konsert í D-dúr og eins segir í efn-
isskrá „fyrir pikkalótrompet og
orgel“, eftir Torelli. Piccolo-
trompet var smíðaður á seinni
hluta 19. aldar og var fyrst leikið á
slíkt hljóðfæri í Eisenach 1884,
þannig að nefndur konsert er ekki
saminn fyrir „pikkaló" (á að vera
með o), því slíkt hljóðfæri var ekki
til, þá Torelli var uppi. Clarino-
trompet kunnu barokkmenn að
nota á mjög háu tónsviði en breyta
mátti tónsviði þessara hljóðfæra
með svo nefndum „krókum“. Fyrir
nútíma trompetleikara er radd-
skipan trompetraddanna á þessum
tíma frekar einföld og svo gegnir
með þennan „orgelkonsert", sem
var hressilega og vel fluttur.
Francois Couperin samdi tvær
messur fyrir orgel og er sú fyrri
byggð á „cantus firmus" þ.e.
sléttsálma stefjum en í þá síðari,
„convents" messuna, notar Couper-
in ekki „cantus firmus", en úr þess-
ari messu lék Wolfgang Portugall
Gloria. Heldur var raddskipanin á
köflum gróf en leikurinn að öðru
leyti þokkalega framfærður.
Tvö kóralforspil eftir Johann
Krebs, nemanda J.S. Bach, voru
næst á efnisskránni og voru sálm-
hendingarnar leiknar í „venjuleg-
an“ trompet og er það í raun afbök-
un á þessu formi, sem sérlega er
orðið til fyrir orgelið, því á meðan
leikið er á trompetinn hverfur org-
elið í skuggann af sterkri hljóman
lúðursins og við það brenglast form
verksins. Þriðji kórallinn, eftir
César Franck, var í raun eina bita-
stæða viðfangsefni tónleikanna og
ekki óþekkilega flutt en það var í
lokaviðfangsefninu, Gluggalýsinga-
verki eftir Petr Eben, sem Wolf-
gang Portugall sýndi töluverð til-
þrif. Þrátt fyrir ágætlega útfærðan
leik bjargaði það ekki aftaka leiðin-
legu verki. Verkið er samsafn
tæknilegra tiltekta, þar sem hver
leiktæknihugmyndin rekur aðra og
þó sumar þeirra séu áheyrilegar,
er verkið í heild óttaleg samsuða
og til að kóróna allt, endar það á
rússnesku sálmalagi, sem hvað stíl
verksins snertir, á þar ekki heima.
I heild voru þetta daufir tónleikar
enda efnisvalið snúið utan um
trompetinn og því í raun aðeins eitt
viðamikið verk fyrir orgel á efnis-
skránni, nefnilega kórallinn eftir
Franck.
Jón Ásgeirsson
- flott föt fyrir frábæra krakka
bamaföt við hliðina i Hagkaup f Skeifunni. Laugavegi 20, Fjarðargötu 17 f Hafnarfirði og I Vestmannaeyjum
www.mbl.is