Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Hvalfjarðargöngin
Enn lokað
á nóttunni
HVALF JARÐARGÖN G
verða lokuð á nóttunni alla
næstu viku og hugsanlega
einnig eitthvað í þarnæstu
viku.
Stefán Reynir Kristinsson,
framkvæmdastjóri Spalar,
segir að unnið sé við hljóð-
mælingar, stillingar á viftum
og að endanlegum frágangi í
göngunum. Pessi lokun sé í
samræmi við verksamning
sem gerður var við verktak-
ann, en hann gerir ráð fyrir að
verktakinn megi loka göngun-
um á nóttunni fyrstu 30 dag-
ana eftir að þau eru opnuð fyr-
ir umferð.
Stefán segir að göngin verði
lokuð í nótt milli kl. 12 á mið-
nætti til kl. 6, en göngin verði
opin allan sólarhringinn um
verslunarmannahelgina. Að-
faranótt miðvikudags verði
göngunum lokað aftur.
Miklu stolið
af rafmagns-
verkfærum
AÐ SÖGN lögreglu í Reykja-
vík hefur talsvert verið um
innbrot í nýbyggingar, vinnu-
skúra og verkstæði að undan-
fómu og þaðan stolið verð-
mætum rafmagnsverkfærum.
Nokkrir aðilar hafa verið
handteknir vegna þessara
mála.
Lögregla biður húsbyggj-
endur og verktaka um að
skilja ekki verkfæri óvarin á
vinnustöðum og ganga vel frá
húsnæði þar sem slíkir hlutir
eru geymdir og minnka
þannig líkur á innbrotum og
missi verðmæta.
Bílvelta
á Nesja-
völlum
BILL valt á virkjanasvæðinu
á Nesjavöllum fyrir hádegi í
gær. Ókumaður, sem var einn
í bílnum, var fluttur með
sjúkrabíl á slysadeild Reykja-
víkur en meiðsl hans reyndust
ekki alvarleg. Að sögn lög-
reglu á Selfossi er ekki vitað
hvað olli bílveltunni.
Getum við haft áhrif á stjórnmála-
menn? Væri ekki ráð að stofna
nýjan stjórnmálaflokk,
Málefnaflokkinn?
Lesið meira um þetta í bókinni.
Kynningarkvöld í kvöld kl. 20
á Smiðshöfða 10, R.
FRÉTTIR
Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra um viðhorfín varðandi
sölu á eignarhlut ríkisins í bankakerfínu
Eignasala þarf að nema 11
milljörðum á næsta ári
RÆTT hefur verið við erlenda
banka um kaup á eignarhlut í
Landsbanka íslands hf. og ef þær
hugmyndir ganga eftir er gert ráð
fyrir að sá eignarhluti ríkisins sem
eftir stendur verði seldur hér innan-
lands og tryggt að eignaraðild verði
dreifð. Þá segir Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra að stefnt sé að
sameiningu Búnaðarbanka íslands
og Fjárfestingarbanka atvinnulífs-
ins og að sú stefnumörkun eigi að
liggja fyrir áður en eignarhluti í
Fjárfestingarbankanum sé seldur
þar sem hún muni tvímælalaust
auka verðgildi bankans. Ríkið þarf
að selja eignir fyrir 11 milljarða
króna á næsta ári ef vel á að vera að
mati utanríkisríkisráðherra og telur
hann að það verðmæti sem fólgið er
í eignarhlut ríkisins í framangreind-
um stofnunum sé verulega hærra en
nemur þeirri upphæð.
Utanríkisráðherra rifjaði upp að í
samstarfssáttmála ríkisstjórnar-
flokkanna væri fjallað um endur-
skipulagningu fjármálakerfisins og
sölu ríkisbankanna. Þegar hefði ver-
ið ákveðið að auka hlutafé ríkisbank-
anna til að styrkja eiginfjárstöðu
þeirra og stefnt væri að því að
minnka umsvif ríkisins á innlendum
fjármálamarkaði, en fyrsti þátturinn
í því væri sala á 49% eignarhlut í
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins.
Breytt fjármálaumhverfi og meiri al-
þjóðleg samkeppni hefði skapað ný
viðhorf í þessum efnum og það væri
skylda ríkisins að tryggja að fyrir-
tæki og einstaklingar hér
á landi byggju ekki við
dýrari fjármálaþjónustu
en væri í löndunum í
kringum okkur. Dýrari
fjármálaþjónusta skerti
samkeppnisstöðuna á er- ~
lendum mörkuðum og þar með lífs-
kjör almennings í landinu. Breyttar
aðstæður kölluðu á endurskipulagn-
ingu fjármálalífsins, að nýir aðilar
kæmu inn og að ríkið hyrfí sem mest
út af þessum vettvangi. Eignarhald
ríkisins á ríkisbönkunum þjónaði
ekki hagsmunum almennings, auk
þess sem reynslan af ríkisbönkunum
upp á síðkastið hefði verið misjöfn og
margt þar með þeim hætti að ekki
teldist viðunandi.
Nýjar aðstæður á fjármálamarkaði kalla á
breytt hlutverk ríkisins og að eignarhluti
þess í ríkisbönkunum verði seldur, eins og
fram kemur í samtali Hjálmars Jónssonar
----------------------------------------
við Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra.
Breyttar að-
stæður kalla á
endurskipu-
lagningu
Alþjóðlegur aðili til
samstarfs
Halldór sagði að við-
skiptaráðherra hefði
lagt mikla vinnu í að
undirbúa þessa endur-
skipulagningu og hvað
þyrfti að gera til þess
að tryggja eðlileg sam-
keppnisskilyrði á
markaðnum. Margt
benti til að það yrði
best gert með því að
selja Landsbankann og
fá þar inn alþjóðlegan
aðila til samstarfs.
Hann myndi færa nýja , Halldór
þekkingu og reynslu Ásgrímsson
inn í fjármálalíf lands-
ins og tengja það betur alþjóðlegu
fjármálalífi. Þetta þyrfti að vera
traustur erlendur aðili og að hans
áliti væri best að hann væii nor-
rænn. Þá væri talað um að sameina
Búnaðarbankann og Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins og selja síðan
hluti í þeim fjármálastofnunum sem
yrðu til eftir þessa endur-
skipulagningu á almenn-
um markaði með það að
markmiði að um dreifða
eignaraðild yrði að ræða.
Miklu máli skipti að ríkið
. minnkaði hlut sinn í fjár-
málalífinu, skýri línurnar í þessum
efnum og marki stefnuna til að aðrir
aðilar á þessum markaði geti tekið
ákvarðanir í samræmi við það, um
samstarf eða jafnvel sameiningu
stofnana á þessu sviði. Það væri for-
sendan fyrir því að vaxtamunur
lækkaði hér á landi. Hann væri allt
of hár og þjónusta bankastofnana
allt of dýr.
Halldór bætti því við að til viðbótar
væri það nauðsynlegt og þjónaði
hagsmunum almennings
að selja eignir ríkisins til
að draga úr þenslu-
hættu. Ef rikið aflaði sér
ekki tekna með eigna-
sölu á næsta ári yrði að
grípa til harkalegs nið-
urskurðar í tengslum við
fjárlög næsta árs og það
myndi óumflýjanlega
bitna harkalega á vel-
ferðarkerfinu.
Halldór sagði að
þessi mál hefðu verið ít-
arlega rædd í þing-
flokkum stjórnarflokk-
anna á þriðjudag og
þessum hugmyndum
hefði verið vel tekið.
Aðspurður hvort rætt
hafi verið við erlenda banka um kaup
á hlut í Landsbankanum sagði hann
að þreifingar hefðu farið fram í þeim
efnum. Endanleg niðurstaða lægi
ekki fyrir en áfram yrði unnið að
málinu. Niðurstaðan væri háð því að
samningar tækjust um eðlilegt verð
fyrir eignarhlutinn og að Alþingi
samþykkti eignasöluna.
Eignir ríkisins á þessum
mai-kaði að öðru leyti
yrðu síðan seldar á al-
mennum markaði með
það í huga að um dreifða
eignaraðild yrði að ræða.
„Við stefnum að því að ríkið fari út
af fjámálamarkaði að langmestu leyti.
Nú eru nkjandi á þessum markaði
allt önnm’ viðhorf en ríktu áður og við
getum ekki öðruvísi tryggt hagsmuni
almennings og fyrirtækja í þessu
nýja umhverfi,“ sagði Halldór.
Aðspurður hvort rætt væri um að
erlendur aðili yrði meirihlutaeigandi
í Landsbankanum, sagði Halldór að
það væri ekki ákveðið. Líklega yrði
ekki um meirihlutaeign að ræða, en
Sameining
eykur verð-
mæti FBA og
Búnaðarbanka
þó um svo mikinn eignarhluta að
tryggt væri að sá erlendi eignaraðili
sem kæmi inn í Landsbankann gæti
haft veruleg áhrif á þá uppbyggingu
sem framundan væri á fjármála-
markaði hér.
Hagkvæmt að reka saman
I lögum um Fjárfestingarbanka
atvinnulífsins er heimild til að selja
49% eignarhlut ríkisins í bankanum.
Aðspurður hvort þessi eignarhlutur
yrði þá ekki seldur fyrr en FBA og
Búnaðarbankinn hefðu verið sam-
einaðir, sagði Halldór, að báðar
stofnanirnar væru í eigu ríkisins,
störfuðu á sama markaði og væri
því hagkvæmt að reka þær saman.
Ríkisvaldið þurfi að ganga fram fyr-
ir skjöldu og marka línurnar og
verðmæti eignarhlutar ríkisins í
FBA ráðist ekki síst af því sem ger-
ist í framhaldinu. Verðmætið muni
aukast ef fyrir liggi að sameina eigi
FBA og Búnaðarbankann og
stefnumörkun þar að lútandi þurfi
því að liggja fyrir áður en eignar-
hlutinn sé seldur, því mikilvægt sé
að tryggja að eins mikið verðmæti
fáist fyrir eignirnar og kostur sé.
Aðrir aðilar á þessum markaði hafi
sýnt þessum stofnunum áhuga og
samstarf eða sameining þeirra við
aðra sé á engan hátt útilokuð. Það
sé hins vegar seinni tíma mál og
muni gerast í umsjón nýrra eig-
enda. Það sé nýrra eigenda þessara
stofnana að leita samstarfs við aðra
áhugasama aðila eins og sparisjóð-
ina, Islandsbanka og ef
til vill aðra aðila sem hafi
áhuga á að treysta stöðu
sína á þessum markaði í
nýju umhverfi.
Halldór sagði aðspurð-
ur að ríkið þyiTti að selja
eignir fyrir að minnsta kosti 11 millj-
arða kr. á næsta ári ef vel ætti að
vera. „Það skiptir miklu máli að sem
mest fáist fyrir eignirnar og að jafn-
framt sé skapað fjármálaumhverfi
sem tryggir samkeppnisstöðu al-
mennings og fyrirtækja. Þá skiptfr
miklu að eignarhlutir ríkisins séu
seldir á almennum markaði með það
í huga að um dreifða eignaraðild
verði að ræða,“ sagði Halldór að lok-
um.
Verulega hefur dregið úr atvinnuleysi undanfarna mánuði
Atvinnuleysi f apríl, maí og júní 1998
Hlutfall atvinnulausra
af heildarvinnuafli
Á höfuðborgarsvæðinu standa
2.511 atvinnulausir á bak
viðtöluna 3,1 % í júní
og hafði fækkað um5
frá því í maí. Alls voru
3.665 atvinnulausir
á landiriu öllu (2,6%)
í júní og hafði
fækkað um 171
frá því í maí.
LANDS-
BYGGÐIN
LANDIÐAILT
A M J
2,6% at-
vinnulaus
i juni-
mánuði
ATVINNULEYSISDAGAR í júní-
mánuði jafngilda því að 3.665
manns hafi að meðaltali verið á at-
vinnuleysisskrá, en það eru 2,6% af
áætluðum mannafla á vinnumark-
aði, samkvæmt yfirliti Vinnumála-
stofnunar. Mun fleiri konur voru
atvinnulausar en karlar eða 2.466 á
móti 1.199 körlum.
Atvinnuleysi meðal kvenna
jókst um 4,6%
Atvinnulausum hefur fækkað í
heild að meðaltali um 4,5% frá maí-
mánuði og um 28,6% miðað við júní í
fyrra. Undanfarin tíu ár hefur at-
vinnuleysi minnkað um 6,6% að með-
altali milli mánaðanna maí og júní og
er árstíðasveiflan nú því í takt við
meðaltalssveiflu undanfarinna tíu
ára, að mati Vinnumálastofnunar.
Fækkun atvinnuleysisdaga má
eingöngu rekja til minna atvinnuleys-
is meðal karla en það minnkaði um
19% milli mánaða. Aftur á móti jókst
atvinnuleysi kvenna um 4,6% og hef-
ur atvinnulausum konum fjölgað að
meðaltali um 104 á landinu öllu.
Vinnumálastofnun reiknar með
að atvinnuleysi í júlí verði á bilinu
2,1-2,5%.