Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ LISTIR Frá síðustu árum Nínu MYIVDLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar MÁLVERK NÍNA TRY GGVADÓTTIR Opið kl. 14-17 alla daga nema mánudaga. Sýningin stendur til 2. ágúst. NÍNA Tryggvadóttir (1913-1968) skildi eftir sig myndir sem án efa munu margar verða taldar með því merkasta í íslenskri listasögu tutt- ugustu aldar. Hins vegar var lífs- hlaup hennar ekki átakalaust. Eft- ir að hafa stundað nám hér heima og í Kaupmannahöfn hélt hún til New York árið 1942 þar sem hún nam meðal annars með Hans Richter og Morris Kantor. A fimmta áratugnum var hvergi meiri gróska í myndlist en einmitt í New York og verk Nínu vöktu þar strax athygli. Hún sýndi þar í boði hins þekkta listfrömuðar J.B. Neumanns árið og 1948 og hlaut fyrir lof ýmissa helstu gagn- rýnenda. Framtíð hennar í myndlistarhöf- uðborg þess tíma virtist tryggð, hún giftist Alfred L. Copley (Alcopley) árið 1949 og síðar sama ár hélt hún til Islands í stutta heimsókn. Þegar hún hugðist fara aftur til Bandaríkjanna var henni það meinað og því haldið fram að hún væri kommúnisti og þess vegna óæskileg í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að vera gift Bandaríkja- manni. Hún og Copley bjuggu því næstu árin í París og London og gátu ekki snúið aftur til New York fyrr en árið 1959. Nína missti þannig af þeim áratúg sem mestu skipti í New York. Eins og Aðal- steinn Ingólfsson hefur sagt um Nínu er engin leið að vita hvernig list hennar hefði þróast ef hún hefði fengið að vera áfram í New York, en vissulega má fullyrða að hún hefði verið virkur þátttakandi í þeim miklu umbrotum sem urðu í listalífinu þar og að hún hefði notið meira sannmælis þegar að ritun listasögu þessa tíma kom. En þegar Nína sneri aftur tók engu að síður við eitt frjóasta tímabil í ferli hennar og myndirnar sem nú eru sýndar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar eru allar frá þeim tíma. Nína hafði tekið þátt í þeirri miklu sprengingu sem varð í afstraktmálverki í New York á fimmta áratugnum. Hún hafði reyndar alltaf haft mjög persónu- legan stíl, en eftir endurkomuna til New York urðu myndir hennar enn sjálfstæðari. Hún vann ein- faldar en yfirvegaðar afstrakt- myndir innblásnar af náttúrulitum og -formum. Þau bestu þessara verka eru ótrúlega sterk og áleitin í einfaldleika sínum, hver flötur kyrr og iðandi í senn, myndbygg- ingin í senn óbifanleg og lifandi. Málverkin sem nú eru sýnd eru úr einkasafni Unu Dóru Copley, dótt- ur Nínu og Alfreds. Þau eru flest ekki stór en sýna þó vel vinnu- brögð og þankagang Nínu á sjö- unda áratugnum. Þau eru mjög af sama meiði og verk frá þessum tíma sem sett voru upp á yfirlits- sýningu yfir náttúruafstraksjónir Nínu í Listasafni Islands nú fyrir fáeinum árum. A sýningunni í Listasafni Sigur- jóns Ölafssonar er að finna tuttugu og eina mynd. Engin þeirra mun að líkindum eiga eftir að teljast til lykilverka Nínu, enda eru þau verk sem betur fer flest komin á söfn þar sem almenningi gefst kostur á að njóta þeirra. Hins veg- ar má fagna því að hér gefst ís- lenskum listaverkasöfnurum tæki- færi til að eignast verk frá athygl- isverðasta tímabili þessarar ein- stöku listakonu, þótt verðið sé reyndar nokkuð annað en menn eiga að venjast á markaði hér. Jón Proppé VERK eftir Pentti Sammallahti. Finnsk mynd- list - að innan og utan KUNSTHALLE í Helsinki hefur í sumar verið vett- vangur Finnska þríæringsins sem nú er haldinn öðru sinni. Fjórtán finnskir samtímalistamenn sýna þar verk sín. Sýningarstjórar eru tveir, Barbara Straka, forstöðukona Haus am Waldsee í Berlín, og finnski málarinn Tero Laaksonen, og lýsir sýningin þannig tveimur ólíkum sjónarhomum á finnska myndlist í nú- tímanum - „einblínt að innan“ og „einblínt að utan“. Útgangspunktur Straka er minning sem list og við undirbúning sýningarinnar gerði hún úttekt á menn- ingarlegu minni í finnskum sjónlistum á þessum ára- tug. Listamennina valdi hún með hliðsjón af gagnrýnu mati þeirra á tengslum sínum við fortíðina en mark- miðið er að leysa framtíðina úr fjötrum fortíðar, þegar nýtt árþúsund er á næsta leiti. Að sögn Straka hafa spurningarnar sem brenna á listinni tekið verulegum breytingum í seinni tíð. I stað miðlægra spuminga á borð við „Hver er ég og hver emm við?“ hafa komið spumingar eins og „Hvar er ég og í hvaða samhengi emm við?“ „Endurkortlagning, endurmat á sjálfsvitundinni, hefur ákaflega mikla þýðingu á tímum sem einkennast af því að landamæri era máð út í stómm stíl og mark- aðskerfi sameinuð," segir Straka. Ný alþjóðleg viðmið Laaksonen vinnur út frá persónulegri og líkamlegri tjáningu listamannsins, listaverkinu sem efni, rými eða atburði og að bygging þess og lögun tryggi því tilvist í sjálfu sér - tilvist sem ekkert fær leyst af hólmi. Hann vísar í ný alþjóðleg viðmið, í kröfu um samlyndi og víð- tæka grannþekkingu til að greiða fyrir samskiptum, sem um leið beinir sjónum að mikilvægum mannlegum þáttum. ,Á ótrúlega skömmum tíma höfum við komið okkur VERK eftir Lauri Laine. upp lífsmáta sem gerir okkur kleift að vera á varð- bergi gagnvart því að muna og gleyma, finna og glata,“ segir Laaksonen sem sér listina fyrir sér sem tjá- skiptaform, þar sem þessir þættir era ríkjandi, og veit- ir svigrúm til túlkunar og hulningar, til að gefa vís- bendingar og fara eftir þeim, til að sýna stillingu, til að funda saman og finna hvert íyrir öðra. Sýnendur í Kunsthalle era Johanna Aalto, Lauri Astala, Veli Granö, Eeva-Liisa Isomaa, Ulla Jokisalo, Marja Kanervo, Jussi Kivi, Lauri Laine, Leena Luost- arinen, Olli Pajulahti, Jorma Puranen, Seppo Renvall, Pentti Sammallahti og Maaria Wirkkala. Sýningunni lýkur 2. ágúst næstkomandi en á næsta ári verður hún sett upp í Haus am Waldsee í Berlín. Þá bætast Tuula Lehtinen, Jyrki Parantainen og Osmo Rauhala í hóp listamannanna. Tdnleikar end- urteknir í Lista- safni Sigurjóns SPÆNSKI gítarkvartettinn Mosaic hélt tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sl. þriðjudag fyrir fullu húsi. Þar sem svo margir urðu frá að hverfa verða tónleikarnir endur- teknir í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20.30. Forsala miða fer fram í safninu milli kl. 14 og 17. PABBI Sængurgjafir fyrir mömmu og barnið ÞUMALÍNAs 551 2136 VERK eftir Ragnar. Ragnar Jónsson sýnir í Washington D.C. NÚ stendur yfir málverkasýning Ragnars Jónssonar í galleríinu „Art on the 6th floor“ sem er til húsa í Washington Design Center. Á sýn- ingunni era 17 málverk, unnin í gull, silfur og olíu á striga og pappír. Þema sýningarinnar er „Novus modus secloram" eða „Ný lífssýn". Um sýninguna segir Ragnar: „Ég hef kosið að nefna þennan stíl „Metalismi", sem ég vil túlka sem andstæðuna við „plastic" í heimin- um. Eðalmálmurinn gull, sem er varanlegastur alla mála, táknar manninn sem er varanlegur meðan jörðin byggist. Jafnframt nota ég gullið sem tákn fyrir veraldlegan auð og auðsöfnun mannsins, kapp- hlaupið um gullkálfinn. Silfrið á að tákna blákaldan veraleikann þar sem maðurinn verður minna og minna metinn, allt verður ópersónu- legra og kærleikurinn fer dvínandi. Ég oxydera silfrið með sérstakri aðferð, þannig næ ég fram ákveðn- um litbrigðum. Ég hef unnið með þessa tækni í 10 ár.“ Þessi sýning er sjötta einkasýn- ing Ragnar. Sýningin var opnuð 17. júní sl. og stendur til 31. ágúst. Atakslaus g'ítarleikur TðNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar SAMLEIKUR Á GÍTARA Halldór Már Stefánsson, Maria José Boira, Fransesco Ballart og David Murgadas fluttu tónlist eft- ir Liobet, Mompou, Brouwer, Ra- vel, Torroba og Granados. Þriðju- dagurinn 28. júlí, 1998. MOSAIK gítarkvartettinn hélt tónleika í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar sl. þriðjudag. Félagarnir hafa allir stundað nám við Luthier tónlistarskólan- um í Barcelona en við Jjennan skóla starfar Arnaldur Ámason gítarleikari. Það liggur í hlutar- ins eðli, að ekki er um að ræða mörg viðfangsefni fyrir gítar- kvartett, svo að nær öll við- fangsefnin á þessum tónleikum vora unnin til flutnings af félög- unum, bæði úr hljómsveitar- og píanóverkum. Það er vitað að tónverk, t.d. fyrir píanó, mótast af hljóðgerð píanótónsins og þegar slík verk era umrituð fyr- ir önnur hljóðfæri, fær tónhug- myndin allt annað inntak og get- ur jafnvel orðið aðeins „svipur hjá sjón“. Þetta átti við um spænska dansa eftir Granados og einnig pavan-lagið fræga, eft- ir Ravel, sem blátt áfram „söng“ ekki. Katalónsk þjóðlög rituð fyrir gítar af Liobel og söngvar og dansar eftir Mompou er falleg tónlist, er var fallega leikin en án aUrar skerpu. Regnstemmn- ing og Tokkata eftir Bouwer vora átaksmestu verkin á þess- um tónleikum og á margan hátt vel leikin en tvær umritanir á verkum eftir Ravel vora alveg misheppnaðar. Estampas eftir Moreno-Tor- roba eru ágætlega unnar þjóð- lagaútsetningar en það vantaði skerpu og leikræna túlkun í þessi verk, sem voru allt of þýð- lega og þrátt fyrir ágætt samspil dauflega leikin. Síðustu verkin, Spænskir dansar, eftir Grana- dos, voru merktir sama átaks- leysinu og reyndar tónleikarnir í heild, sem vora fallega hljóm- andi en sérlega átakslitlir. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.