Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Sérstakur póststimpill í Vesturfarasetrinu Þj 6 ðhátíðarundir- búningur á lokastigi Morgunblaðið/Áslaug Jónsdóttir SÉRSTAKUR póststimpill Vesturfarasetursins. Hofsósi -1 Vesturfarasetrinu á Hofsósi var nýverið opnuð lítil sýning um póstinn og póstsam- göngur á tímum fólksflutninga til Vesturheims. Er sýningunni ætlað að minna á veigamikið hlutverk póstsins fyrr á tíð og margþætt gildi bréfanna sem fóru milli Ameríku og íslands í kjölfar vesturferða. Við opnun sýningarinnar flutti Einar Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Islandspósts, ávarp, en sýningin er styrkt af Islandspósti ehf. sem lét útbúa sérstakan póststimpil fyrir Vesturfarasetrið. Gestir Vest- urfarasetursins geta nú fengið bréf og póstkort stimpluð á staðnum. Stimpillinn sýnir gufuskip á siglingu og minnir á að í farmi skipanna vestur um haf voru mikilvæg bréf sem fluttu milli heimsálfa langþráð- ar fréttir, fjármuni og skjöl. Við opnun póstsýningarinnar voru bréf og kort einnig dag- stimpluð og sýndu frímerkja- safnarar þessum degi mikinn áhuga. Að lokinni opnun sýningar- innar flutti Böðvar Guðmunds- son rithöfundur fyrirlestur um íslensku Ameríkubréfin. I fyrir- Iestrinum dró Böðvar upp mynd af margvíslegu innihaldi og efni bréfanna; bar þau sam- an við Ameríkubréf í öðrum löndum og fjallaði um sérstöðu þeirra. í fyrirlestri Böðvars kom glöggt fram að í bréfunum eru fólgnar mikilvægar heim- ildir, auk þess sem málsögulegt gildi þeirra er einstakt. I Vesturfarasetrinu er vísir að safni Ameríkubréfa, en setr- inu hafa verið gefín frumrit og afrit af bréfum, sem eru eins og öll rit í bókasafninu að- gengileg fyrir gesti og fræði- menn. Að sögn starfsfólks er stefnt að frekari söfnun, enda mikill fengur í bréfunum og gera þar góð afrit sama gagn og frumrit. Sýningin um póstinn, sem er í anddyri og verslun Vestur- farasetursins, er opin alla daga frá 11 til 18. Vestmannaeyjum - Þjóðhátíðar- undirbúningur í Herjólfsdal er nú á lokastigi. Hann hefur gengið afar vel enda hefur veðrið leikið við Eyjamenn í sumar. Búið er að reisa Tjamarsvið, Brekkusvið og sölu- búðir auk þess sem kínverska hofið, myllan, vitinn og brúin yfir Tjörn- ina eru komin á sinn stað. Mikið er lagt í skreytingar sem hafa sjaldan verið íburðarmeiri og brennan á Fjósakletti bíður þess að í henni verði kveikt á_ miðnætti á föstudagskvöld. Það er IBV sem sér um undirbúning hátíðarinnar og hafa sjálfboðaliðar lagt nótt við dag að gera Dalinn sem glæsilegastan. Mikið er lagt upp úr skemmtidag- skránni að þessu sinni og er nánast stanslaus dagskrá frá hádegi til morguns alla daga. Stuðmenn verða í aðalhlutverki á dansleikjum á Brekkusviðinu en Geirmundur verður á Tjarnarsviðinu. Lúðrasveit Vestmannaeyja, Hálft í hvoru, Her- mann Ingi og Helgi Hermannssyn- ir, Páll Oskar, Ómar Ragnarsson, Bubbi Morthens, Bergþór Pálsson og Brúðubfllinn verða meðal fjöl- margra skemmtikrafta sem koma fram á Brekkusviðinu að ógleymd- um Áma Johnsen sem stjórnar Brekkusöngnum og varðeldinum auk þess að vera kynnir þjóðhátíð- ar. Mikil flugeldasýning verður á Brúað yfír Morsá í Skaftafelli Hnappavöllum - Nú fyrir skömmu var lokið við að fullgera nýju göngu- brú á Morsá í þjóðgarðinum í Skafta- felh. Brúin er innundir jökullóninu, svo nú er hægt að komast yfir Morsá á tveim stöðum, sem gefur möguleika á að ganga hring um Morsárdal. Byrjað var á brúnni í fyrra, en þá tókst ekki að koma öllu efninu á stað- inn. Það voru félagar í Björgunar- sveit SVFI sem kláruðu biúna, þ.e. fluttu efnið á staðinn í vor þegar lítið vatn var í ánum, og fóru síðan gang- andi og smíðuðu það sem eftir var. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson NÚ gefst ferðalöngum færi á að ganga hring um Morsárdalinn, Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson UNNIÐ við undirbúning þjóð- hátíðar í Eyjum. Hér er Sigfinn- ur Sigfinnsson skreytimeistari að störfum. laugardagskvöld, sú stórfengleg- asta sem sést hefur í Dalnum, að sögn forsvarsmanna þjóðhátíðar- innar í Eyjum, og önnur flugelda- sýning verður á sunnudagskvöld. Nánast allt klárt í Dalnum Að sögn Birgis Guðjónssonar, foi-manns þjóðhátíðarnefndar, hefur undirbúningur hátíðarinnar gengið vel og allt er nánast klárt í Dalnum. Hann segir að farið hafl verið út í talsverðar varanlegar framkvæmd- ir, m.a. hafi verið keypt stórt nýtt veitingatjald og hellulagt hafi verið þar sem það stendur og umhverfis það. Birgir á von á miklu fjölmenni á þjóðhátíð og segir að hún sé fjöl- skylduskemmtun þar sem kynslóða- bilið sé brúað og allir skemmti sér saman í sátt og samlyndi. Þótt þjóð- hátíð hefjist ekki formlega fyrr en á föstudag er þjófstartað með Húkk- araballinu í félagsheimili IBV við Hástein á fimmtudagskvöld þar sem unglingamir byrja þjóðhátíðar- stuðið. Ferðafólk tók að streyma til Eyja í byrjun vikunnar og þunginn í flutningunum eykst eftir því sem nær líður helginni. Allt gistirými í Eyjum er fullt um helgina og tjald- búðir fara að rísa í Herjólfsdal á fimmtudag en á fimmtudagskvöld tjalda Eyjamenn hústjöldum sínum í Dalnum. Á næstunni mun milljónasti gesturinn heimsækja vefinn mbl.is. Á þeim tímamótum átt þú möguleika á ferð fyrir 2 með Flugleiðum til heimsborgarinnar Minneapolis. Farðu inn á mbl.is, skráðu þig og þú gætir verið á leiðinni til Minneapolis. FLUGLEIÐIR www.icelandair.is www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.