Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 56
Það besta
úr báðum heimum!
I
unix og NT = hp
OPINKERFIHF
Whpt hewlett
mL'/ÍM PACKARD
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Utanríkisráðherra segir að selja þurfí eignir fyrir
Kaup á hlut í Landsbanka
rædd við erlenda banka
RÆTT hefur verið við erlenda
banka um kaup á eignarhlut í
Landsbanka Islands hf. og ef þær
hugmyndir ganga eftir er gert ráð
fyrir að sá eignarhluti ríkisins sem
eftir stendur verði seldur hér innan-
lands og tryggt að eignaraðild verði
dreifð. Þá hefur verið ákveðið að
leggja fyrir þingflokkana þá stefnu-
mörkun að sameina Búnaðarbanka
íslands og Fjárfestingarbanka at-
“ Wínnulífsins og að það liggi fyrir
þegar eignarhluti í Fjárfestingar-
bankanum sé seldur, þar sem
ákvörðun í þeim efnum muni auka
verðmæti bankans.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra segir að samstaða sé innan
ríkisstjórnarinnar um að leggja þær
Áformað
að Keikó
komi 10.
september
ÁÆTLAÐUR komutími háhyrn-
ingsins Keikós á flugvöllinn í
Vestmannaeyjum er, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins, kl. 9
að morgni fimmtudagsins 10.
september nk. og ef ailt gengur
að óskum verður hann kominn í
ný heimkynni í Klettsvík um há-
degisbilið þann sama dag.
Síðdegis eða að kvöldi mið-
vikudagsins 9. september er
áætlað að C-17 flutningavél
i bandaríska flughersins muni
leggja af stað frá flugvellinum í
Newport í Oregon áieiðis til ís-
lands, með Keikó innanborðs í
gríðarstóru keri.
Eldsneyti dælt á
flutningavélina á ferð
Flugvélin mun ekki milliienda
á leiðinni til þess að taka elds-
neyti, heldur verður eldsneyti
dælt á hana á ferð úr eldsneytis-
flugvél bandaríska flughersins.
Gert er ráð fyrir að vélin lendi á
flugvellinum í Vestmannaeyjum
að morgni fimmtudagsins og
þaðan verði Keikó fluttur í ker-
inu á flutningavagni niður á
tBásaskersbryggju, þaðan sem
hann verður ferjaður á pramma
yfir í sjókvína í Klettsvík. Ef allt
gengur samkvæmt áætlun mun
það taka um tvær og hálfa til
þrjár klukkustundir að flytja
Keikó úr flugvélinni í framtíðar-
heimkynni hans í Klettsvíkinni.
Sigldi
upp á sker
^RJÖRGUNARBÁTURINN Ásgeir
fór til aðstoðar litlum báti sem
sigldi upp á sker á Lönguskerjum í
Skerjafirði laust fyrir klukkan átta í
gærkvöldi.
Samkvæmt upplýsingum frá Til-
kynningaskyldunni losnaði báturinn
af sjálfsdáðum af skerinu en Ásgeir
M. fylgdi honum tii hafnar.
^Ekki var um teljandi skemmdir á
oátnum að ræða.
hugmyndir fyrir þingflokkana að
erlendur eignaraðili komi inn í
Landsbankann, að sú stefna verði
mörkuð að Búnaðarbankinn og
Fjárfestingarbanki atvinnuiífsins
verði sameinaðir áður en til sölu á
hlutabréfum í Fjárfestingarbankan-
um komi og að við sölu á eignarhlut-
um ríkisins í bönkunum verði dreifð
eignaraðild höfð að markmiði. Þessi
mál hefðu verið rædd í þingflokkum
stjórnarflokkanna á þriðjudag og
hugmyndunum vel tekið.
Að mati utanríkisráðherra þarf
ríkissjóður að selja eignir fyrir 11
milljarða króna á næsta ári ef vel á
að vera og segir hann að það verð-
mæti sem fólgið er í eignarhlut rík-
isins í framangreindum stofnunum
sé verulega hærra en nemur þeirri
upphæð. Ef ríkið afli sér ekki tekna
með eignasölu á næsta ári verði að
grípa til harkalegs niðurskurðar í
tengslum við fjárlög næsta árs og
það muni óumflýjanlega bitna
harkalega á velferðarkei-finu.
Kæmi með nýja þekkingu
Halldór sagði að margt benti til
að endurskipulagning á fjármagns-
markaði og samkeppni á honum
yrði best tryggð með því að selja
Landsbankann og fá þar inn alþjóð-
legan aðila til samstarfs. Hann
myndi færa nýja þekkingu og
reynslu inn i fjármálalíf landsins og
tengja það betur alþjóðlegu fjár-
málalífi. Þetta þyrfti að vera traust-
ur erlendur aðili og að hans áliti
væri best að hann væri norrænn.
Þreifingar hefðu átt sér stað í þess-
um efnum, en endanleg niðurstaða
lægi ekki fyrir. Niðurstaðan væri
háð því að samningar tækjust um
eðlilegt verð fyrir eignarhlutinn og
að Alþingi samþykkti eignasöluna.
„Við stefnum að því að ríkið fari
út af fjármálamarkaði að langmestu
leyti. Nú eru ríkjandi á þessum
markaði allt önnur viðhorf en ríktu
áður og við getum ekki öðruvísi
tryggt hagsmuni almennings og
fyrirtækja í þessu nýja umhverfi,"
sagði Halldór.
I Eignasala/10
OUllIl ÍUL
loksins
sjá sig
Á MEÐAN veðrið hefur leikið
við Sunnlendinga í sumar hef-
ur sólarleysi hrjáð aðra. Þetta
hefur sérstaklega átt við um
íbúa á norðausturhorninu þar
sem varla hefur sést til sólar.
En sólin er farin að skína á
norðausturhorninu. Nutu
margir veðurblíðunnar ut-
andyra á Raufarhöfn og Þórs-
höfn í gær, þegar Morgun-
blaðsmenn áttu þar leið um.
Systkinin Friðrik Valur og Hu-
grún Hildur voru meðal þeirra
fjölmörgu og fóru í fjöruferð.
íbúarnir voru sólinni fegnir
og kvörtuðu ekki mikið yfir
kuldanum og vætunni í sumar,
eða eins og einn þeirra orðaði
það: „Ég meina, við búum á ís-
landi!“
Morgunblaðið/Asdís
Kaupfélagsstjóri KEA vill
sameina fjölda kaupfélaga
EIRÍKUR S. Jóhannsson, kaupfé-
lagsstjóri KEA, vill sameina kaupfé-
lög á Norðurlandi, Austurlandi og
Vesturlandi í því skyni að skapa
stórveldi í framleiðslu og verslun.
Samanlögð velta umræddra kaupfé-
laga er á þriðja tug milljarða króna
og því ljóst að ef sameiningin yrði að
veruleika yrði til eitt stærsta fyrir-
tæki eða fyrirtækjasamstæða lands-
ins.
Eiríkur segir margt mæla með
sameiningu og er þeirrar skoðunar
að eina vitið sé að sameina kaupfé-
lögin á Norðurlandi í eitt. „Mér
finnst einnig að vel mætti athuga
hvort kaupfélagið í Borgamesi og
kaupfélög á Austurlandi ættu ekki
einnig _að taka þátt í slíkri samein-
ingu. Eg tel að reynslan hafi kennt
mönnum að sameining er líklegri til
að heppnast en samstarf á einstök-
um sviðum." Hann telur að hægt
væri að ná fram mikilli hagræðingu
með slíkri sameiningu og að sam-
legðaráhrifin yrðu mikil. Hann nefn-
ir að kaupfélögin á Norðurlandi
framleiði svipaða kjötvöru undir
sömu merkjum og telur að besta
leiðin til að hagræða í kjötiðnaði
væri að sameina kjötvinnslur þeirra.
Sömu sögu sé að segja í mjólkuriðn-
aði þar sem kaupfélögin á Norður-
og Áusturlandi reki nú sjö mjólkur-
vinnslustöðvar sem allai' séu með
svipaðar framleiðslulínur.
KEA hlutafélag?
KEA hefur ákveðið að skoða
kosti og galla þess að breyta fyrir-
tækinu í hlutafélag en Eiríkur seg-
ist ekki ætla að gefa sér niðurstöð-
una fyrirfram. „Ég sé þó marga
augljósa kosti fyrir kaupfélögin
fólgna í hlutafélagsforminu. Margir
hafa réttilega bent á að veikleiki
KEA felist í því hvað fyrirtækið
vasist í mörgu. Um leið má þó
benda á að þessi fjölbreytni er einn
helsti styrkur fyrirtækisins þar sem
það verður þá ekki eins háð sveifl-
um, en slíkt þykir góður kostur á
hlutabréfamarkaði," segir Eiríkur.
I Bankamaður býður/C4