Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
170. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Clinton ber vitni fyrir rannsóknarkviðdómi 17. ágúst
Lewinsky og Clinton
„ræddu yfirhylmingu“
Washington. Reuters.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti mun 17. ágúst nk. bera vitni fyrir rannsókn-
arkviðdómi sem óháði saksóknarinn Kenneth Stan- hefur kallað saman til að
rannsaka Lewinsky-málið. Clinton mun flytja vitnisburð sinn á myndbandi,
sem tekið verður upp í Hvíta húsinu. Lögmaður forsetans, David Kendall,
skýrði frá þessu í gær en hann mun verða viðstaddur vitnaleiðsluna.
Reuters
Götubardagar í Ríó
Ríó de Janeiró. Reuters.
Erlendir
sendimenn
fá ekki að
hitta Suu Kyi
Manila, Bangkok. Reuters.
STJÓRNYÖLD í Burma höfnuðu í
gær óskum erlendra stjórnarerind-
reka sem farið höfðu fram á að fá að
eiga fund með stjómarandstöðuleið-
toganum Aung San Suu Kyi. Neita
þau einnig fregnum þess efnis að
Suu Kyi verði brátt matarlaus í mót-
mælastöðu sinni, og segja að stjórn-
völd muni sjá henni fyrir næringu ef
þess gerist þörf.
Ohn Gyaw, utanríkisráðherra
Burma, sagðist þakka erlendum ríkj-
um þann áhuga sem þau hefðu sýnt,
en að ekki myndi reynast nauðsyn-
legt að svo stöddu að fulltrúar Jap-
ans og Bandaríkjanna ættu fund
með Suu Kyi, því yfirvöld í Burma
hefðu sjálf fullan hug á að leysa mál-
ið farsællega.
Suu Kiy hefur setið í bifreið sinni
síðan á föstudag í síðustu viku, til að
mótmæla því að hermenn stöðvuðu
för hennar er hún hugðist halda á
fund stuðningsmanna sinna, og ein-
ungis yfirgefið hana stuttan tíma í
senn til að liðka limina. Hún hefur nú
farið fram á fullt ferðafrelsi, en hafði
áður neitað að ræða við samninga-
menn stjómarinnar.
Bandarískir fjölmiðlar greindu frá
því í gær að Monica Lewinsky, fyrr-
verandi starfsstúlka í Hvíta húsinu,
myndi segja Starr frá því að hún og
Clinton hefðu m.a. rætt um hvemig
þau gætu haldið ástarsambandi sínu
leyndu. Forsetinn hefði hins vegar
ekki beinlínis beðið hana að segja
ósatt í eiðsvarinni yfirlýsingu.
Rannsókn Starrs, sem staðið hefur
í rúmlega hálft ár, beinist einkum að
því hvort Clinton hafi átt í ástai-sam-
bandi við Lewinsky og síðan reynt að
fá hana til að ljúga til um það er hún
NÝJA stjórnin í Færeyjum stefnir
að því að eyjarnar verði fullvalda ríki
með sama hætti og um samdist milli
íslendinga og Dana árið 1918. Kom
þetta fram hjá Anfinn Kallsberg,
lögmanni Færeyja, er hann setti
nýtt lögþing í gær.
Anfmn sagði í ræðu sinni, að
flokkarnir, sem stæðu að stjórninni,
Fólkaflokkurinn, Þjóðveldisflokkur-
inn og Sjálfstýriflokkurinn, væro
sammála um að stefna að því á kjör-
tímabilinu, að eyjamar yrðu full-
valda ríki með fulla ábyrgð á eigin
málum. Með því væri ekki átt við, að
bar vitni í tengslum við málshöfðun
Paulu Jones gegn forsetanum fyrir
meinta kynferðislega áreitni. Því
máli hefur verið vísað frá dómi.
Dagblöðin Washington Post og
New York Times hafa eftir lögmönn-
um, sem sagðir eru „nákunnugir mál-
um Lewinsky“, að hún vilji ekki bera
vitni um að Clinton hafi beðið sig að
ljúga í yfirlýsingunni í tengslum við
mál Jones gegn forsetanum. Hún
muni ennfremur segja fi'á því að hún
hafi rætt við forsetann um hvemig
hún gæti komist hjá því að bera vitni
í máli Jones og hvernig gefa mætti
trúverðuga skýringu á heimsóknum
hennar í Hvíta húsið eftir að hún
hefði látið af störfum þar.
■ MikiIvægasta/28
öllu samstarfi við Dani yrði hætt,
heldur, að það yrði á nýjum gmnni.
Anfinn skýrði frá því, að teknar
yrðu upp viðræður við dönsku
stjórnina um nýjan samstarfssátt-
mála, sem yrði þá á milli tveggja full-
valda ríkja eins og milli íslands og
Danmerkm1 1918. Ætlar stjórnin að
láta semja stjórnarskrá fyrir Fær-
eyjar, sem síðan vei'ður borin undir
þjóðaratkvæði. Sagði hann í ræðu
sinni, að í raun væri þegar hafinn
nýr tími í Færeyjum, sem fælist í
því, að landsmenn bæru nú fulla
ábyrgð á efnahagsmálunum.
GÖTUBARDAGAR brutust út á
milli lögreglunnar og hundraða
manna, sem mótmæltu einkavæð-
ingu Telebras, hins ríkisrekna
landsímafyrirtækis Brasilíu-
manna, fyrir utan verðbréfahöll-
ina í Ríó de Janeiró í gær. Mót-
mælendur reistu götuvirki og
hentu múrsteinum í lögreglu-
menn, sem svöruðu af fullri
hörku með því að sprauta á þá
vatni, varpa táragassprengjum
og berja fólk með kylfum. Skot-
hvellir heyrðust en ekki er ljóst
hvort lögreglan notaði gúmmí-
kúlur eða ekki.
Sala hlutafjár í Telebras telst
mesta sala ríkiseigna í sögu Suð-
ur-Ameríku. Ferdinand Henrique
Cardoso, forseti Brasilíu, hefur
lagt allt undir til þess að einka-
væða Telebras, en almennar
kosningar verða haldnar í land-
inu innan tveggja mánaða. Ríkis-
sljórnin sagði í gær að sala 51,8%
hlutafjár í Telebras hefði aflað
rfldssjóði tekna að jafnvirði um
1.350 milljarða íslenskra króna.
Anfínn Kallsberg, lögmaður Færeyja
Stefna að fullveldi
á kjörtímabilinu
Reuters
Olífubændur
mótmæla á Italíu
ÍTALSKIR ólífubændur fá sér
hefðbundinn suðrænan morgun-
verð, brauð með ólífuohu, fyrir
framan ítalska þinghúsið í Róm.
Þeir mótmæltu í gær sölu á
ólífuolíú frá öðrum löndum,
sem merkt er sem ítölsk fram-
leiðsla. Þingið samþykkti á
þriðjudag lög sem kveða á um
að standa skuli vörð um orð-
spor hinnar rómuðu ítölsku
jómfrúrólífuolíu.
Hæstiréttur Spánar kveður upp „óhreina stríðs“-dóma
Fyrrverandi ráðherr-
ar fá tíu ára fangelsi
Madríd. Reuters.
HÆSTIRÉTTUR Spánar dæmdi í
gær fyrrverandi innanríkisráðherra
úr Sósíalistaflokknum og staðgengil
hans í tíu ára fangelsi fyrir þátt
þeirra í „óhreina stríðinu" svokallaða
gegn skæruliðum aðskilnaðarhreyf-
ingar Baska, ETA, á níunda ára-
tugnum.
Joaquin Delgado hæstaréttardóm-
ari sagði við dómsuppkvaðninguna í
Madríd að dómurinn hefði komizt að
þeiri'i niðurstöðu, að José Barrionu-
evo, Rafael Vera og Julian Sancri-
stobal, fyrrverandi sýslumaður,
væru allir sekir um misnotkun opin-
bers fjár og mannrán.
Glæpirnir sem mennirnh voru
dæmdir fyrir tengjast brottnámi
baskneska kaupsýslumannsins Seg-
undo Marey árið 1983, sem var upp-
hafið að leynilegri herferð spænskra
yfirvalda gegn meðlimum ETA-
hreyfingarinnar. Þegar mannránið
átti sér stað var Barrionuevo innan-
ríkisráðherra í stjóm Felipe Gonza-
lez, en Vera fór með ráðuneyti inn-
anríkisöryggismála, sem heyrir und-
ir innanríkisráðuneytið.
Báðir héldu þeir fram sakleysi sínu
og neituðu því að hafa komið nálægt
„óhreina stríðinu". Sancristobal var á
sama tíma sýslumaður Vizkaya, einn-
ar af þremur sýslum hins spænska
hluta Baskalands, en þar vai' Marey
haldið föngnum í tíu daga þar til ræn-
ingjum hans varð ljóst að hann væri í
raun ekki meðlimur í ETA.
Gonzalez verst ásökunum
Sancristobal, sem einnig hlaut tíu
ára fangelsisdóm, viðurkenndi við
réttarhaldið að hann hefði verið við-
riðinn brottnám mannsins, en hélt
því fram að fyrirmæli um það hefðu
komið frá æðstu stöðum. Felipe
Gonzalez, þáverandi forsætisráð-
herra, sór af sér fyrir réttinum að
hann hefði veitt heimild fyrir hinni
leynilegu herferð, en margir stjórn-
málamenn segja að óhugsandi sé að
innanríkisráðherra hleypi slíkri að-
gerð af stað án vitundar forsætisráð-
herrans.
Sumir stjómmálaskýi-endur fóru
jaínvel fram á að Gonzalez drægi sig í
hlé frá stjórnmálum, en hann hefur
verið talinn líklegur eftirmaður
Jacques Santers í embætti forseta
framkvæmdastjórnai' Evrópusam-
bandsins. Gonzalez sagði um helgina
að réttarhaldið væri allt liðm- í póli-
tískum ofsóknum gegn sér, sem lengi
hefðu staðið yfir.