Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLABIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 45 I h » I & I 9 9 9 I 9 > 9 I ' > j > BRÉF TIL BLAÐSINS Látum ekki í minni pok- ann fyrir vímuefnum Frá Kolbeini Sigurðssyni: FRAMUNDAN er stóra helgin „vit- lausramannahelgin". Um þessa helgi finnst mörgum Islendingum í lagi að ákveðin lög séu brotin. Þ.e.a.s. að fólk langt undir aldri drekki „pínulít- ið“ áfengi. Það virðist komin hefð á vitleysuna að unglingar landsins flykkist til sveita og drekki áfengi. Sumir foreldrar h'ta á þetta sem óumflýjanlegan þátt í tilverunni og kaupa jafnvel áfengi fyrir unglinginn og afsaka það með því að unglingur- inn kaupi þá ekki landa. Allt er þetta gert undir merkjum útihátíða þar sem löggæslan er „trygg“ að sögn aðstandenda hátíð- anna. Reynsla undanfarinna ára sýn- ir að ofdrykkja, dópneysla, líkams- árásir, nauðganir o.fl. ofl. eru ávöxt- ur þessara „skemmtana". Það er augljóst að þarna stíga margh- ung- lingar sín fyrstu ski-ef í neyslu áfengis og annarra vímuefna. Þessar útihátíðh- hafa verið stórmarkaðs- stemmning fyiúr vímuefni og alið af sér nýja neytendur í stórum stíl. Fíkniefnasalar sitja nú með vigtirnar sínar og skipuleggja sölu verslunar- mannahelgarinnar. Það ætlar sér enginn að verða alkahólisti eða dópisti! Unglingarnir fara með því hugarfari út í þetta að hafa stjómina á hlutunum. Þeir drekka „smá áfengi“ og dómgreindin flýgim í burt. Næst er boðið uppá dóp og „einu sinni hlýtur að vera í lagi“. Síðan er það kannski löngu seinna að unglingurinn uppgötvar að þetta eru hlutir sem enginn kemur beisli á. Að þetta er ekki neitt sem maður getur „höndlað". Það sem sagt hefur verið um þessi efni eru ekki ýkjur. Líf einstaklingsins brennur upp á stuttum tíma og margir verða gamlir fyrir aldur fram. Einnig falla margh- í valinn ungir að árum fyrir eigin hendi eða taka of stóran skammt. Það hefur sýnt sig að það skilar árangri að gefast ekki upp og berjast gegn vímuefnum. Forvarnir eru mjög mikilvægar og því hafa Kross- götur í gegnum árin gefið út forvarn- arefni. Krossgötur hafa gefið út bækurnar „Frá fíkn til frelsis“ og „í gegnum eldinn“ sem innihalda sann- ar sögur um ungmenni sem hafa lent í harðri neyslu vímuefna og frelsast frá fíkn sinni. Forvarnarmyndbandið „Það er töff að segja nei“ hefur verið oft sýnt í sjónvarpinu og í kvik- myndahúsum. Einnig hefur frétta- blað Krossgatna birt greinar um þessi mál. Við viljum koma réttum skilaboðum til barna og unglinga um vímuefnin, áður en sölumenn dauð- ans fara að dásama efnin fyrir þeim. Vímuefni eru dauðans alvara og það er skylda okkar allra að sporna við þessari plágu. Foreldrar, það er rétt að skipta sér af því hvað unglingur- inn er að gera. Góð forvörn er að verja tíma með barni sínu og hví ekki að fara á sömu útihátíð og ung- lingurinn velur. Því höfum við hjá Krossgötum val- ið þessa helgi til að vera með átak til styrktar starfsemi Krossgatna. Verkefni okkar er að ljúka við end- urhæfingarheimili fyrir unga vímu- efnaneytendur í Hlíðasmáranum í Kópavogi og koma með nýtt forvarn- arefni fyrir börn. Endurhæfingar- heimilið hefur íbúðir fyrh- 40 manns og gerir okkur kleift að sinna fólki af báðum kynjum, en við höfum fengið fjölda beiðna frá kvenfólki í gegnum tíðina sem við höfum ekki getað sinnt. Rrossgötur hófu rekstur áfangaheimilis við Álfhólsveg 32 í Kópavogi árið 1987 og er því starf- semin ellefu ára á þessu ári. Starfsemin hefur aukist með ári hverju. Beiðnum um aðstoð hefur fjölgað og árangur hefur verið góð- ur. Þeh- einstaklingar sem hafa leit- að til okkar eru oftast þeh’ verst settu og hafa brennt allar brýr að baki sér. Á ÚTISAMKOMU stíga margir unglingar sín fyrstu skref í neyslu áfengis og annarra vímugjafa. Nú eru tæp þrjú ár síðan Kross- götur hófu rekstur verndaðs vinnu- staðar við Hlíðasmára, sem hefur veitt þeim skjólstæðingum okkar, sem ekki eiga aðgang að almennum vinnumai’kaði tækifæri til atvinnu. Starfsemin byggist á 12 spora kerfínu ásamt vinnuþjálfun. Dvalar- tími er ótakmarkaður en lágmarks- dvalartími miðast við 6 mánuði. Meginmai’kmið meðferðarinnar er að auka skilning vistmanna á eigin stöðu og að auka hæfni þeh’ra til að takast á við nýtt líf án vímugjafa, lík- amlega, andlega og félagslega. Með- ferðin miðast ávallt við getu og þroska hvers vistmanns. Átak okkar heitir „Látum ekki í minni pokann fyrir vimuefnum" og er sala á margnota innkaupapoka sem sýnir öðrum afstöðu þina. Pok- inn verður á boðstólum í flestum betri matvöruverslunum og kostar 50 krónur. Það er von okkar að þjóð- in taki áskorun okkar vel og hjálpi okkur í baráttunni gegn þessari krumlu dauðans. KOLBEINN SIGURÐSSON, framkvæmdastjóri Krossgatna, Vörn gegn vímu. Atliugasemd við grein Frá Haraldi Ágústssyni: MIG langar til að gera smá at- hugasemd við grein Jónu G. Ólafs- dóttur um Þuríði Sigurðardóttur í Morgunblaðinu 24. júlí sl. í greininni er sagt frá því að Þuríður hafi verið elst barna Sig- urðar Jónssonar, fangavarðar. Þetta er ekki rétt því faðir minn, Ágúst Sigurðsson, prentari, var elstur bama Sigurðar Jónssonar og Marie Kathrine f. Nissen. Faðir minn var fæddur í Brunnhúsum við Suðurgötu 1873. Ég man að faðir minn talaði um að hann hafi verið 8 mánaða gamall þegar hann fór í tugthúsið. Afi minn var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Þuríður Guðmunds- dóttir, d. 1866. Á milli kvenna átti hann Sigríði Bruun, sem kennd var við Hótel Skjaldbreið. Móðir henn- ar var Kristín Guðmundsdóttir, Breiðabólstað, Álftanesi. Þuríður Sigurðardóttir lék með Leikfélagi Reykjavíkur 1897-1929. Einnig söng hún gamanvísur. Með vinsemd. HARALDUR ÁGÚSTSSON, Litlu Gnmd, Hringbraut 50, Reykjavík- Kynning í Lyfju Lágmúla fimmtudaginn 30. og föstudaginn 31. ágúst frá kl. 13—18. Snyrtiíræðingur veitir ráðgjöf Góð vara - gott verð 20% kynningarafsláttur LYFJA Lágmúla 5 Sími 533 2300 láttu ekki augnabliks kæruleysi eyðileggja tíf þitt ÍSLANDSBANKI ® TOYOTA Tákn um gæði IUMFERÐAR % Iráð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.