Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 46
>46 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Sumarbúðir á vegum Hafnar- fjarðarkirkju í ágúst HAFNARFJARÐARKIRKJA vill auðga mannlífið í sumarlok með því að bjóða upp á sumarnámskeið fyrir böm á aldrinum 6-11 ára (fædd ‘87- ’92). Hvert námskeið er vika í senn frá kl. 13-17 og hefur ákveðið þema. Fyrsta vikan er 4.-8. ágúst, önnur vikan 10.-14. ágúst, sú þriðja 17.-21. ágúst og að lokum 24.-28. ágúst. Hægt er að vera á einu eða fleiri námskeiðum og er skráning í byrj- un fyrsta dags hvers námskeiðs í safnaðarheimili Hafnarfjarðar- kirkju. Fjöldi þátttakenda er tak- markaður, því gildir að mætt sé stundvíslega skráningardagana með skráninarblöð sem þegar hafa verið send í öll hús í Hafnarfjarðar- sókn. Dagskráin verður með svipuðu sniði og síðastliðið sumar. Farið verður í skemmri og lengri ferðir þar sem mannlíf og náttúra verða skoðuð. Ævintýrið að kynnast hinu óþekkta verður aldrei langt undan um leið og þekktar lendur leikja, íþrótta og söngs verða daglegir við- burðir. Meðal verkefna verða hreysti, heilsa og vinátta. Fella- og Hólakirkja. Helgistund verður í kirkjunni í dag kl. 10.30. Umsjón Guðlaug Ragnarsdóttir. Hallgrímskirkja. Orgeltónlist kl. 12-12.30. Eyþór Ingi Jónsson leik- ur. Háteigskirkja. Kvöldsöngur með Taizé tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. Allir hjartanlega vel- komnir. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbæna- efnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Vídalínskirkja. Bæna og kyrrðar- stund kl. 22, kaffi og létt meðlæti á eftir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Vegna landsmóts hvítasunnumanna í Kirkjulækjarkoti Fljótshlíð falla allar samkomur helgarinnar niður. Börn á námskeiði á vegum Hafnarfjarðarkirkju. HÉR sést vinningshafinn ungi Sigurður Hlíðar með ömmu sinni Herdísi Jónsdóttur. Með þeim á myndinni eru Jón Hjálmarsson frá Heklu og Arna Ormarsdóttir, auglýsingastjóri Vífilfells. Tveir Golf bílar gengnir út SIGURÐUR Hlíðar Rúnars- son, níu ára Bílddælingur, vann 18. júlí sl. nýjan Volkswagen Golf í sumar- flöskuleik Coca-Cola á ís- landi. Sigurður hafði undir- eins samband við starsfólk Vífílfells sem bauð vinnings- hafanum unga til Reykjavík- ur til að veita Golfínum við- töku. Mánudaginn 27. júlí datt Ólöf Heiða Óskarsdóttir 16 ára Dalvíkurmær í Iukku- pottinn því hún hafði einnig unnið nýjan Golf í sumar- flöskuleiknum. Hafa því tveir Golfanna þriggja sem í boði voru gengið út en sá síðasti bíður nýs eiganda. Starfsfólk Vífílfells og Esso stöðvanna um land allt hafa afhent vel á fímmta tug þúsunda vinninga og sumar- glaðninga á undanförnum mánuðum. Uppboð á tjöldum HIÐ árlega uppboð Seglagerðar- innar á sýningartjöldum fer fram fostudaginn 31. júlí nk. við versl- un fyrirtækisins við Eyjaslóð 7 kl. 14. Að venju verða boðin upp öll tjöld sem notuð hafa verið á sýn- ingarsvæði í sumar og nokkur tjöld önnur sem fyrirtækið hefur fengið í umboðssölu. Tjöldin eru af öllum stærðum og gerðum og má áætla að um 60 tjöld verði boðin upp. Öllum er heimill að- gangur að þessu uppboði Segla- gerðarinnar en uppboðshaldari er Skúli Sigurðz. VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Óskalög á út- varpsstöðvum ÉG taka undir það sem óánægður hlustandi skrif- ar í Velvakanda þriðjudag- inn 28. júlí um óuppfylltar óskir á útvarpsstöð. Ég hringdi í útvarpsstöð og spurði hvort mætti biðja um óskalag. Var því játað og ég spurð að því hvaða lag þetta væri. Þegar ég sagði nafnið á laginu var svarið nei, ég held ekki, og svo var skellt á mig. Annar óánægður hlustandi. Torfærur og siðgæði ÍSLENDINGAR hafa ver- ið iðnir við að kynna land sitt á erlendri grundu. Lengst af hefur „óspillt náttúran" verið talin helsta aðdráttarafl ferðamanna en á síðustu árum hefur landið ekki síður verið kynnt sem paradís jeppa- mannsins. Ferðaskrifstof- ur bjóða útlendingum upp á jeppaferðir þar sem ekið er jöfnum höndum innan og utan vegar. Milljónir manna um allan heim fylgjast með íslenskum ökuþórum tæta í sig „óspillta náttúruna" með öflugum dekkjum frammi fyrir hrifnum áhorfendum. Jeppaauglýsingar í sjón- vaipi eru nær allar á einn veg. Áhersla er lögð á aksturseiginleika bílsins utan vega; myndir sýna bifreið ösla ár og bruna um sanda. Þjóðin sér ekki ástæðu til þess að fetta fingur út í slíka auglýs- ingamennsku. Hún horfir einnig aðgerðalaus á þegar hverasvæði á hálendinu er sökkt í hennar nafni til vatnsvirkjunar. Þjóðar- hagur er „óspilltri náttúr- unni“ dýrmætari. Á dögunum voru þýsk hjón staðin að akstri utan vega í Kerlingarfjöllum og þeim borið á brýn að hafa stórskemmt hvera- svæði. í athugun er að krefja útlendingana bóta fyrir yfirsjón sína. Sú spurning hlýtur að vakna hvort hægt sé að refsa út- lendingum frir það sem þetta þjóðfélag leggur daglega blessun sína yfir? Er hægt að áfellast; gesti okkar á meðan við íslend- ingar höfumst líkt að og þeir? Gunnsteinn Ólafsson leiðsögumaður. Tapað/fundið Geisladiskar týndust SÍÐASTLIÐIÐ fóstudags- kvöld týndist úr tösku á Sóloni eða á Nonnabita geisladiskahulstur með 12 diskum í. Skilvís finnandi hafi samband í síma 567 5205. Taubudda týndist SVÖRT taubudda með marglitum útsaum og rennilás (frá Suður-Amer- íku) týndist í gamla mið- bænum eða í Bónusi á SeÞ tjarnarnesi í síðustu viku. í henni var þrefaldur hring- ur, sem er sárt saknað. Vin- samlega hafið samband við Sigrúnu í síma 551 2206. Úr týndist á Borgarfirði eystra ÚR týndist á Borgarfii-ði eystra þriðjudaginn 21. júlí. Þetta er gullhúðað kvenmannsúr. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 565 8388. Gullúr fannst í Sjallanum GULLÚR með áletrun fannst í Sjallanum á Akur- eyri 18. júlí. Upplýsingar í síma 564 4708 eftir kl. 19. Svartur bakpoki týndist SVARTUR bakpoki týnd- ist aðfaranótt laugardags- ins á Kaffi Thomsen. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 567 2878. Fundarlaun. Dýrahald Hvolpur í óskilum 6 MÁNAÐA íslenskur hvolpur, ljósbrúnn með dökkt trýni, er í óskilum í Grafarvogi. Hvolpurinn er merktur Tína. Uppl. í síma 587 9346. Stór svartur og hvítur köttur týndur STÓR, svartur og hvítur köttur, týndist frá heimili sínu 9. júlf síðastliðinn. Hann er svartur að mestu, hvítur í andliti, kvið og maga. Hann hefur hvíta sokka á öllum fótum og hefúr tvo svarta flekki sitt- hvorum megin við trýnið. Hann er eyrnamerktur R7086. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 567 1642. Fundarlaun. Hlutaveltur ÞESSIR duglegu strákar, Birgir Gunnarsson, Atli Guðjónsson og Jóhann Birkir Bjarnason, efndu til hlutaveltu og söfnuðu 600 krónum til styrktar Rauða krossi Islands. ÞESSAR brosmildu stúlkur, Antonfa Þ. Antonsdóttir, Anna K. Kristmundsdóttir og Iris Kristmundsdóttir héldu hlutaveltu og létu þær ágóðann renna til Rauða kross Islands. Víkverji skrifar... AÐ ER vandlifað í henni veröld hugsaði skrifari dagsins er hann sá frétt í síðustu viku um kvörtun til Samkeppnisstofnunar vegna of góðrar þjónustu Lands- símans. Oftsinnis hefur verið kvart- að yfir vinnubrögðum þessa fyrir- tækis, sem lengi starfaði í skjóli ein- okunar, en er fyrir nokkru orðið há- eff. Oftar en einu sinni hefur fyrir- tækið orðið að láta í minni pokann og viðurkenna mistök og er frægast dæmið frá síðasta ári er allt ætlaði af göflunum að ganga vegna hækk- ana á þjónustu. Það mál sem nú er til meðferðar hjá Samkeppnisstofnun er hins veg- ar af öðrum toga og kvörtunin byggist á því að starfsmenn upplýs- ingaþjónustu Landssímans séu of greiðviknir. Það sé ekki í verka- hring Landssímans að svara öðrum spumingum en þeim sem lúta að símanúmeri og aðsetri símnotenda í þriggja stafa númerinu 118. Með því að svara með skipulögðum hætti spurningum um vörur, umboð og þjónustu séu konurnar á upplýsing- um að fara út fyrir verksvið sitt. Vel getur verið að sá sem kvartar hafi nokkuð til síns máls og Sam- keppnisstofnun geri athugasemd við þjónustulund 118-kvenna. Verði breyting á þessari þjónustu mun að minnsta kosti einn neytandi, sá sem þessar línur skrifar, sakna þeirrar greiðvikni sem hann hefur hvað eft- ir annað notið í þessu símanúmeri. xxx NÝLEGA þurfti Víkverji dags- ins að ná sér í gjaldeyri og þurfti bæði að fara í útibú frá Is- landsbanka og Landsbanka Islands. Er ekki að fjölyrða að þjónustan var bæði fjótlegri pg nútímalegri í ís- landsbanka. I Landsbankanum þurfti fyrst að fylla út eyðublað, sem afgreiðslukona tók á móti. Hún taldi til peningana og þá var komið að gjaldkera að afgreiða viðskipta- vininn. í íslandsbanka sá gjaldkeri bæði um að skrá viðskiptin og telja peningana og gerði hvort tveggja með bros á vör. Að auki var ungur viðskiptavinur bankans leystur út með handklæði og happdrættispóst- korti, sem ekki skemmdi fyrir heim- sókninni. xxx BIKARKEPPNIN í knattspyrnu er vel á veg komin og gengur allt sinn eðlilega gang hjá körlun- um, en í kvennabikamum hefur kærumál tafið framgang keppninn- ar. Forráðamenn Stjörnunnar telja að sænskur leikmaður með IBV hafi ekki haft keppnisleyfi og hafi því verið ólöglegur í leik sem fram fór 15. júlí. Nú tveimur vikum síðar er ekki komin niðurstaða í mál þetta og hefur orðið að fresta öðrum leiknum í undanúrslitum. Vonast er eftir niðurstöðu frá Knattspymu- dómstól Suðurlands í vikunni, en þá er mögulegt að áfrýja. Allt verður þetta að fara eftir lög- um og reglum, en þessi dráttur er orðinn verulegur og er hæpið að hann hefði liðist hjá körlunum. Meiri þrýstingur hefði verið á dómara að Ijúka málinu svo keppnin gæti hald- ið áfram á eðlilegan hátt. Nefndar hefðu verið til sögunnar ástæður eins og óþægindi vegna óvissunnar, röskun á æfmgaáætlun, fjárhagslegt tap vegna sjónvarpsréttinda, utan- ferðir leikmanna með haustinu og ábyggilega ýmislegt fleira. Hjá konunum virðist þetta hins vegar ekki vera stórmál og er eins og menn átti sig ekki á því að und- anúrslit í bikarkeppni em stórmál hvort sem karlar eða konur eiga í hlut. Staðreyndin er sú að sumir hafa meiri áhuga á kvennaknatt- spymu og finnst hún einfaldlega skemmtilegri en karlaboltinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.