Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998
-»----------------------
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Islensk
aukabúgrein
/
Astœðan fyrir agaleysinu hér
á landi gæti fremur verið
afskiptaleysi og undanlátssemi
en ofmikið hrós.
Niðurstöður
rannsókna banda-
'rískra sálfræðinga
um að of hátt
sjálfsmat, vegna
of mikils hróss, geti leitt til
sjálfsdýrkunar og jafnvel átt
sök á auknu ofbeldi í samfélag-
inu, kom flatt upp á marga Is-
lendinga.
I mörg ár hafa þeir leitað
ljósum logum að ástæðunni
fyrir agaleysi og ofbeldi meðal
barna og unglinga hér á landi,
en verið lítið ágengt. í fyrstu
7 var kennurum kennt um, þá
foreldrum, einkum mæðrum
sem voru svo
ómerkilegar
að fara út á
vinnumarkað-
inn, svo þjóð-
félaginu sem
átti sök á löng-
um vinnudegi foreldra, og loks
sjónvarpinu, en aldrei datt
þeim í hug að orsökin fyrir
agaleysinu væri sú að þeir
*hefðu hrósað börnum sínum of
mikið.
Líklega hefur mörgum fund-
ist það fagnaðarefni að ástæð-
an íyrir agaleysinu skyldi nú
loks vera fundin.
En efinn sækir nú samt að
sumum íslenskum uppalend-
VIÐHORF
Eftir Kristinu
Marju
Baldursdóttur
um.
Á íslandi hefur það yfirleitt
ekki tíðkast að hrósa börnum
eða fullorðnum. Það hefur ver-
ið eitt af þjóðareinkennum Is-
lendinga að hrósa ekki mönn-
um. Þeir gætu orðið montnir.
Og nógu montnir eru þeir víst
fyrir. Hafi mönnum einhvern
tíma verið hrósað af kennurum
sínum til dæmis, muna þeir
það ævilangt og segja börnum
sínum frá því aftur og aftur
eða þar til tryggt er að börnin
kunni hróssöguna utanað og
geti helst farið með hana aft-
urábak ef svo ber undir. Svo
merkilegt þótti það að fá hrós.
Það er því undarlegt að kyn-
slóðin sem nú er að ala upp
börn sín og sem þurfti helst að
grenja út hrós á sínum tíma,
skuli hrósa börnum sínum í há-
stert. Og hafa tíma til þess.
Þar sem báðir foreldrar
vinna fullan vinnudag utan
heimilis eins og algengt er hér
^á landi, annaðhvort til að eiga
ofan í sig og á eða til að standa
sig í samkeppninni um lífs-
gæði, er ekki mikill tími fyrir
hið eiginlega uppeldi. Það fer
nefnilega líka drjúgur tími í að
reka heimili, halda því glimr-
andi flottu, taka þátt í félags-
störfum, sinna listum og menn-
ingu, bæta við menntun sína,
halda kroppnum í formi og
finna sjálfan sig og lífsgleðina.
Til að geta sinnt ofangreindu
taka margir það til bragðs að
kaupa sér frið. Unglingar fá
> þau skilaboð að peningar og
dýrir hlutir séu það eina sem
máli skiptir í lífinu. Enda eru
íslenskir unglingar sem vaða í
peningum frekir, yfirgangs-
samir og hreint ótrúlega leiðin-
legir.
Við þetta má bæta að á ís-
landi hefur lengi verið litið á
barnauppeldi sem aukabú-
grein, og þótt sjálfsagt að börn
gengju um sjálfala eins og ís-
lenska sauðkindin. Það má því
vel vera að óverðskuldað hrós
sé ástæðan fyrir agaleysi og
ofbeldi í bandarísku þjóðfélagi,
en það hvarflar nú að manni að
afskiptaleysi og undanlátssemi
sé fremur orsökin fyrir því
hér.
En það eru ekki aðeins
Bandaríkjamenn sem rannsaka
eða velta fyrir sér ástæðunni
fyrir agaleysi og auknu ofbeldi.
Fyrir nokkru mátti lesa viðtal í
þýsku blaði við vel menntaðan
og reynsluríkan skólamann,
sem sagðist óttast að áhugi á
barnauppeldi færi ört dvínandi
í landinu. Áður hefði mönnum
fundist gaman að ala upp börn
og tekið það hlutverk alvar-
lega. Þeim hefði fundist gaman
að kenna þeim mannasiði og
borðsiði, kenna þeim Faðirvor-
ið og heitin á fuglunum, að lesa
með þeim, syngja, mála, spila
og bara að rabba við þau svona
yfirleitt, en nú væri svo margt
annað sem menn hefðu áhuga
á. Fólk vildi ná skjótum frama
í starfi, ferðast um veröldina,
helst á enda, stunda veitinga-
staði og alls kyns skemmtanir
og hafa frjálsar hendur til að
vera hvar sem er og hvenær
sem þá lysti. Börn hentuðu
ekki inn í slíkt lífsmynstur.
Hvort almennt áhugaleysi á
barnauppeldi eða of mikið hrós
sem leiðir til sjálfsdýrkunar
megi heimfæra upp á íslenskt
þjóðfélag, verður víst ekki vit-
að nema að íslenskir sérfræð-
ingar rannsaki það vísindalega.
Því þótt mannskepnan sé söm
við sig hvar sem er, hefur hver
þjóð sín einkenni.
Svo undarlegt sem það er
nú, þá hefur mörgum íslensk-
um foreldrum, þrátt fyrir tíma-
leysið, tekist að ala upp og
senda frá sér hið frambærileg-
asta fólk. Með einhverju móti
hefur þeim tekist að ná góðu
tilfinningalegu sambandi við
börn sín og getað styrkt þau
bönd. Og það er líklega upp-
skriftin að góðu uppeldi. En sú
uppskrift verður víst seint fjöl-
rituð.
Uppeldi hvers barns er tutt-
ugu ára vinna sem verður að
hafa forgang. Það væri því
ekki óvitlaust fyrir ungt fólk
sem hyggst fjölga mannkyninu
að gera sér grein fyrir því í
tíma.
En það er mikil synd ef
menn kunna ekki að fara með
hrósið, hvað þá ef þeir missa
áhugann á barnauppeldi. Því
fátt er eins skemmtilegt og að
skemmta sér með börnum. Á
þeim bæ er lífsgleðin ósvikin.
Það er að segja, áður en henni
er spillt með aurum. Fyrir ut-
an það nú hversu gaman það er
að hafa í kringum sig unga og
áhugasama áheyrendur þegar
maður segir gömlu hróssöguna
af sjálfum sér.
Verkefni fyrir
vinstriflokk
ÞAÐ er skjálfta-
virkni á íslenskum
launamarkaði um þess-
ar mundir. Það eru
ekki bara hjúkrunar-
fræðingar, sem hafa
sagt láglaunastefnunni
stríð á hendur, aðrar
fagstéttir innan heil-
brigðisgeirans eru að
búa sig undir að segja
upp störfum sínum.
Grunnskólakennarar
hafa þegar hafið tang-
arsókn á hendur launa-
gi-eiðendum, sem á eft-
ir að breiðast út um
land allt. Loks segir
Morgunblaðið frá því
28.6. sl. að í gangi sé
„nánast ótrúlegt launaskrið í fjár-
málastofnunum og tölvugeiranum".
I fljótu bragði verður því ekki betur
séð en að stór hluti launastéttanna
sé að gera uppreisn gegn þeirri lág-
launastefnu, sem hefur riðið húsum í
þjóðfélaginu undanfarin ár.
Það er athyglisvert, að það eru
menntuðu láglaunahóparnir, sem
eru þarna í fararbroddi. Hins vegar
hefur ófaglært verkafólk, fólkið með
lægstu launin, blandað sér í þetta
mál með sérstæðum hætti. Einn
helsti forystumaður þess, forseti
ASÍ, hefur fordæmt hjúkrunarfræð-
inga fyrir tiltækið, „lýst ábyrgð á
hendur þeim“ og fleiri stéttum fyrir
að berjast íyrir kjarabótum. Hann
segist á sínum tíma hafa samið um
launaramma, sem hann vill láta
gilda um alla launþega í landinu, líka
þá, sem ekki áttu aðild að þeim
samningum. Forseti ASI virðist
vilja óbreytt ástand í launamálum og
þykist tala fýrir munn umbjóðenda
sinna, fólksins með lægstu launin.
Launakröfur hjúkrunarfræðinga
og annarra faghópa eru studdar
þeim rökum, að hér sé
um menntað vinnuafl
að ræða, menntunin
hafi kostnað í för með
sér og auki jafnframt
verðgildi viinuaflsins og
því eigi kaupið að
hækka. Það er líka
alltaf verið að tala um
menntun sem leið til að
hækka launin, „auka
mannauðinn", eins og
það er kallað. Þetta eru
gild rök, m.a. með hlið-
sjón af bágbornu
ástandi á launamarkað-
inum og hinum marg-
umtalaða efnahagsbata.
Rök ófaglærðs
verkafólks fyrir kröfum
um launahækkun, ef til kemur, eru
nokkurs annars eðUs. Þar er spurt
um möguleika fólks til að lifa af. Það
fólk er flest undir framfærslumörk-
um. Yfirlýsing forseta ASÍ speglar
þann vanda, sem þetta ófaglærða
verkafólk býr við varðandi sín
launamál, þann vanda, að forystu-
menn þess hafa gefist upp á að
koma kaupi þess upp fyrir fram-
færslumörk. Þeir hafa að því er virð-
ist sæst endanlega á, að stórir hópar
umbjóðenda þeirra geti ekki fram-
fleytt sér af dagvinnulaunum sínum.
Þeir kunna engin ráð til að hækka
þann lægsta án þess að sá hæsti fái
margfalt meira í sinn hlut. Launa-
kerfið er orðið samfrosta. Ef haggað
er við einum punkti fylgir allt batt-
eríið á eftir. Það er alveg sama, hvað
ranglætið er æpandi, þessu verður
ekki haggað. Ef efnahagslífið tekur
nýja dýfu er hætta á, að kjör þessa
fólks versni enn. Á veraldarmarkað-
inum, sem Island er hluti af, eru til
laun sem eru 100-200 krónur á dag.
Það er löngu orðið tímabært að
koma lágmarkslaunum á íslandi yfir
Guðmundur Helgi
Þórðarson
framfærslumörk, en til þess að það
megi verða þarf að leita til lög-
gjafans um hjálp og þá á þeim for-
sendum, að hér sé um mannréttindi
að ræða, að það sé brot á mannrétt-
indum að neyða fólk til að búa við
laun, sem ekki endast til framfærslu
miðað við dagvinnu. Alþingi hefur
sett lög um launamál, svo að það er
ekkert nýtt. Nú þarf Alþingi að
ákveða með lögum, að óheimilt sé að
semja um laun, sem ekki endast
launþeganum fyrir uppihaldi miðað
við dagvinnu. Það ætti að vera auð-
velt verk á þessari reiknings- og
tölvuöld að reikna út framfærslu-
þörf fólks.
Svo virðist sem samvinna eða
Það er löngu orðið
tímabært, segir
Guðmundur Helgi
Þórðarson, að koma
lágmarkslaunum á
Islandi yfír fram-
færslumörk.
sameining vinstriflokkanna sé
frammundan, ef marka má skraf
forystumanna. Lögbinding lág-
markslauna er dæmigert verkefni
fyrir félagshyggjuflokk. Slíkur
flokkur á að líta á það sem hlutverk
sitt að standa vörð um mannréttindi
þeirra, sem minna mega sín. Það má
minna á, að þessu máli hefur verið
hreyft, þótt ekkert hafi orðið úr
framkvæmdum. Þingmenn úr hópi
Alþýðuflokksins fluttu um það til-
lögu á Alþingi á sl. vetri og ég man
ekki betur en Kvennalistinn hefði
lögbindingu lágmarkslauna á
stefnuskrá sinni fyrir síðustu þing-
kosningar. Því verður ekki trúað, að
Alþýðubandalagið skerist þarna úr
leik, ef til kemur. Það er hæpið, að
hægt sé að kalla þann flokk félags-
hyggjuflokk, sem ekki sinnir þessu
máli.
Höfundur er fyrrverandi heilsu-
gæslulæknir.
Svik Framsóknarflokks
Halldórs Asgrímssonar
ÞEGAR Alþýðu-
flokkurinn hafði farið
með stjóm trygginga-
mála í fjögur ár og sýnt
í verki hug sinn til ör-
yrkja fannst Fram-
sóknarflokknum upp-
lagt að bjóða fram und-
ir slagorðinu „fólk í fyr-
irrúmi“. Með nýjum
formanni og nýju fólki
var okkur lofað að nú
skyldu kjör hinna verst
settu loksins hafa for-
gang.
I landi þar sem fjöldi
öryrkja hefur ekki efni
á að taka þátt í mannlíf-
inu var þetta auðvitað
smeUið slagorð. En
hvem hefði gmnað að það væri svo
gersamlega innistæðulaust? Hvern
hefði grunað að þrátt fyrir einar
hæstu þjóðartekjur í heimi síðustu
þrjú ár myndu þingmenn Fram-
sóknarflokksins ekki sýna minnstu
viðleitni til að afnema þá fátækt sem
öryrkjar búa við?
Ekki er nóg með að trygginga-
bætur öryrkja séu hlutfallslega mun
lægri á íslandi en í nágrannalöndun-
um heldur búa þeir að auki við
skerðingarákvæði sem gera þeim
ókleift að bæta sér upp þau fátækt-
arkjör sem Framsóknarflokkurinn
hefur nú í þrjú ár séð um að ákvarða
þeim. Ofan á þetta bætist það mann-
réttindabrot heilbrigðisráðherra að
svipta öryrkja tekjutryggingu ef
þeir voga sér að ganga í hjónaband,
þvert á það sem viðgengst um at-
vinnuleysistryggingar og tryggingar
almennt. Þótt aUir sæmilega siðaðir
menn sjái í hendi að hér er um ein-
staklega gróf brot á mannréttindum
fatlaðra að ræða, brot sem m.a.
ganga á svig við íslensk
lög og sáttmála sem Is-
land hefur skuldbundið
sig tU að virða, mælir
heUbrigðisráðherra
þessu bót athuga-
semdalaust af hálfu
annarra forystumanna
flokksins, enda hafa
þeir verið duglegir við
að fela sig á bak við
þennan ráðherra.
Öryrkjar gera sér nú
í vaxandi mæli grein
fyrir því að það er ekki
við eitthvert ópersónu-
legt kerfi að stríða
heldur einstaklinga
með nöfn og kennitöl-
ur, einstaklinga sem
hafa kosið að halda tryggingabótum
eins lágum og þeir frekast geta og
bera á því persónulega ábyrgð gagn-
vart þeim sem ekki eru í aðstöðu til
að bera hönd fyrir höfuð sér.
Sú var tíð að fyrir Framsóknar-
flokknum réðu einstaklingar sem
mitt í dýpstu lægð heimskreppunn-
ar létu það verða forgangsverkefni
ríkisstjórnar sinnar að stórefla al-
mannatryggingar í samvinnu við
þann Alþýðuflokk sem þá var og hét.
Þetta voru menn sem skynjuðu sið-
ferðilega nauðsyn þess að öllum ís-
lendingum gæfist kostur á að taka
þátt í því menningar- og mannlífi
sem lifað var í landinu. En nú, sextíu
árum síðar, sitjum við uppi með
Framsóknarflokk sem mitt í mestu
velgengni sem íslenskur þjóðarbú-
skapur hefur notið telur sig ekki
hafa efni á að gera öryrkjum fjár-
hagslega kleift að taka fullan þátt í
þjóðlífinu, telur sér sæma að gera þá
að bónbjargarmönnum gagnvart
hjálparstofnunum.
Á sama hátt og við virðum mann-
dóm þeirra sem réðu fyrir Fram-
sóknarflokknum á erfðileikaárum
fjórða áratugarins hljótum við að
kenna í brjósti um þá nýju kynslóð
sem nú fer fyrir flokknum og virðist
gersamlega hafa farið á mis við þau
breyttu viðhorf sem á síðustu árum
hafa víðast hvar hafa orðið í garð
fatlaðra. Það verður því miður ekki
horft framhjá því að þegar öllu er á
botninn hvolft verður stefnan í
tryggingamálum einungis skýrð
Nú sitjum við uppi með
Framsóknarflokk, segir
Garðar Sverrisson,
sem telur sér sæma að
gera öryrkja að bón-
bj argarmönnum.
með inngrónu virðingarleysi í garð
þeirra sem vegna heilsubrests eru
ekki í aðstöðu til að verja sig.
Framsóknarmenn skulu ekki
halda að þeir fái frið til að endurtaka
leikinn frá síðustu kosningum og
hafa í frammi sömu skrúðmælgina
gagnvart fotluðum og sjúkum. Þeir
mega vita að þótt öryrkjar hafi ekki
verkfallsrétt kann sú stund að vera
skammt undan að þeir bindist sam-
tökum um að beita sér markvisst
gegn þeim þingmönnum sem fóru
fram undir slagorðinu „fólk í fyrir-
rúmi“ og hafa nú í rúm þrjú ár borið
ábyrgð á þeirri félagslegu útskúfun
sem óhjákvæmilega leiðir af smán-
arbótum almannatrygginga.
Höfundur er varaformaður
Öryrkjabnndalngs fslands.
Garðar
Sverrisson