Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LÍÚ vitnar í OECD-skýrslu um-áff íslenska kvótakerfið sé best í heimi:
MEGUM við ekki alveg skrökva líka eins og bankastjórarnir, herra..
Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar
82,1% launþega eru
í stéttarfélögum
Aukningin
nær ein-
göngu í
þjónustu-
greinum
STARFANDI fólki á íslensk-
um vinnumarkaði fjölgaði um
5.100 á árunum 1991-1997
eða úr 136.900 í 142.000. Á
milli áranna 1996-97 mældist
þó engin aukning á fjölda
starfandi fólks, skv. vinnu-
markaðskönnun Hagstofunn-
ar.
Fjölgun starfandi fólks frá
1991-1997 kom nær eingöngu
fram í þjónustugreinum en
þar fjölgaði starfandi fólki um
6.200 manns eða um 7%. í
iðnaði fjölgaði starfandi fólki
lítillega á tímabilinu en hins
vegar varð fækkun í landbún-
aði og sjávarútvegi um 1.700
manns. Á síðasta ári störfuðu
65,9% við þjónustustarfsemi
hér á landi, 25,5% í fram-
leiðslustarfsemi og 8,6% við
landbúnað eða fiskveiðar.
LAUNÞEGAR í stéttarfélögum hér
á landi voru 100.500 talsins á síðasta
ári, sem jafngildir því að 82,1% allra
launþega hafi verið í stéttarfélög-
um, samkvæmt vinnumarkaðskönn-
un Hagstofunnar. Á árinu 1996 voru
103 þúsund launaþegar í stéttarfé-
lögum og fækkaði því um 2.500 milli
ára. Hagstofan bendir þó á að þrátt
fyrir að hlutfall þeirra sem eiga að-
ild að stéttarfélögum fari minnk-
andi ár frá ári verði að gæta þess að
breytingamar frá ári til árs séu inn-
an skekkjumarka.
Sé litið til fyrri vinnumark-
aðskannana Hagstofunnar hefur
hlutfall launþega sem eru í stéttar-
félögum farið minnkandi ár frá ári.
Árið 1994 voru 85,5% launþega í
stéttarfélögum, 1996 var hlutfallið
84,9% og í fyrra var það komið nið-
ur f 82,1%, eins og áður segir.
Stéttarfélagsþátttaka er hlutfalls-
lega meiri meðal kvenna en karla,
eða 86,8% á móti 77,5% á árinu
1997.
Minnkandi hlutfall launþega í
stéttarfélögum er nær eingöngu
bundið við karla en árið 1994 voru
82,6% karla í stéttarfélögum skv.
könnun Hagstofunnar, 1995 var
hlutfallið 81,9% en í fyrra var það
komið niður í 77,5%. Árið 1994 voru
88,2% kvenna í stéttarfélögum en
hlutfallið var 86,8% á síðasta ári.
Niðurstöðum um skiptingu laun-
þega í stéttarfélög í vinnumarkaðs-
könnun Hagstofunnar ber ekki að
öllu leyti saman við tölur stéttarfé-
laganna um fjölda virkra félaga,
sem Hagstofan birtir einnig í
skýrslu sinni. Samkvæmt tölum
stéttarfélaganna var fjöldi virkra
félagsmanna samtals 106.137 í lok
síðasta árs. í skýrslu Hagstofunnar
er skýringin á þessum mun m.a. tal-
in felast í því að í mörgum tilvikum
haldi launþegar að þeir séu í stétt-
arfélagi vegna þess að þeir greiði til
þess án þess þó að viðkomandi
stéttarfélag hafi tekið þá inn með
formlegum hætti. I öðrum tilvikum
séu ellilífeyrisþegar taldir til virkra
félagsmanna í árslok.
Ferskir ísfuglskjúklingabitar
5m-
Samlokubrauð gróft 1/1
119-
Heimaís vanillu 21.
Bugsy Malone Heimaís 21.
Prince Poli
8!
nr ko
HEIM • UM LAND ALLT
Kvíðalyf eru algengustu geðlyfin
25.000 Islend-
ingar eru með
kvíðaröskun
AÐ MINNSTAkosti
25.000 fslendingar
eru með kvíðarösk-
un eða kvíðaeinkenni sem
há þeim í daglegu lífi. Þar
af eru tíu þúsund íslend-
ingar sem nota kvíðastill-
andi lyf í hverjum mánuði
en þau ásamt svefnlyfjum
eru þau geðlyf sem mest
eru notuð hér á landi.
Jón G. Stefánsson, yfir-
læknir á geðdeild Land-
spítalans, segir að líklega
þekki allir kvíðatilfinning-
una af eigin raun en í mis-
munandi mæli þó.
„Kvíði er tilfinning fyr-
ir því að eitthvað sé í
vændum sem geti farið á
hinn verri veg. Hugurinn
verður spenntur og við-
kvæmur og einbeiting og
sjálfstjóm geta farið úr skorðum.
Líkamleg einkenni eru oft vöðva-
spenna, skjálfti og þreyta. Þegar
kvíðinn er mikill fær fólk vöðva-
kippi og svima, hjartsláttur og
öndun verður hröð, það fær í
magann og á erfitt með kyngja.
Þetta eru einkenni sem flestir
finna fyrir einhvem tíma á ævinni
en aðrir era það næmir fyrir
kvíða að þeir era með þessi ein-
kenni meira og minna í daglega
lífinu.“
- Hverjir þjást af kvíða?
„Kvíðaröskun getur komið upp
hjá hverjum sem er en þó sýna
kannanir að konur era viðkvæm-
ari fýrir henni en karlar.“ Jón
segir að kvíði geti komið upp á öll-
um aldri og oft er það strax í
æsku sem fólk segist hafa fundið
fyrir íyrstu einkennum hans.
-Kemst fólk oftast yfir kvíð-
ann?
„Stundum en því miður er það
ekki alltaf raunin. í mörgum til-
vikum heldur fólk áfram að kljást
við kvíðann og oft alla ævina.“
- Hvernig vaknar kvíði hjá
fólki?
„Það er erfitt að gera sér grein
fyrir því og orsakimar era eflaust
margþættar. Oft er hluti skýring-
arinnar erfðafræðilegur en síðan
era það aðstæður sem koma
kannski af stað kvíðaröskuninni."
- Duga ekki aðrar leiðir en lyf
til að sigrast á kvíða?
„Jú, oft nægir að veita áfalla-
hjálp eða sérhæfða samtalsmeð-
ferð. Geðlæknar skoða yfirleitt
slíkar leiðir áður en þeir fara út í
að gefa kvíðastillandi lyf.“
Jón segir að flestir sem þjást af
kvíða séu á hinn bóginn með-
höndlaðir af sínum heimilislækni
og yfirleitt þarf ekki að leggja
fólk með kvíðaröskun inn á geð-
deild.
„Það era aftur á móti ýmis
önnur vandamál sem oft fylgja
kvíðaröskun eins og þunglyndi
og misnotkun áfengis ___________
sem koma til kasta
geðlækna. Margir
sem misnota áfengi
hafa haft kvíðaein-
kenni lengi og það á
líka við um þá sem þjást af þung-
lyndi.“
Jón segir að sumir hallist að
þeirri skoðun að ástæðan fyrir því
að konur leita frekar til læknis
vegna kvíða en karlar sé sú að
þeir leiti frekar á náðir flöskunnar
þegar þeir finna fyrir kvíðaein-
kennum.
- Hvemig virka lyTm á kvíð-
ann?
„Þau auka virkni þess hluta
taugakerfisins sem hamlar kvíða.
Algengustu kvíðalyfin eins og Di-
Jón G. Stefánsson
►Jón G. Stefánsson er fæddur í
Reykjavík árið 1939. Hann lauk
embættisprófi í læknisfræði frá
Háskóla Islands árið 1966 og
stundaði framhaldsnám í geð-
lækningum við háskólann í
Rochester í New York frá ár-
unum 1969-1974. Hann hefur
starfað sem geðlæknir á geð-
deild Landspítalans síðan námi
lauk og verið yfirlæknir frá ár-
inu 1983.
Jón hefur verið fastráðinn
kennari við læknadeild Haskóla
íslands frá árinu 1975.
Eiginkona hans er Helga
Hannesdóttir bama- og ung-
lingageðlæknir og eiga þau
fjögur uppkomin böm.
azepam virka á svokallaða GABA
viðtaka en geðdeyfðarlyf sem
verka á serótónín hafa reynst
mjög vel við sumum gerðum
kvíðaröskunar.
Kvíðastillandi lyf era áhrifa-
mikil en hafa viss vandamál í för
með sér eins og að geta truflað
athygli, einbeitingu og minni og
geta leitt til ávana og einnig til
fíknar hjá sumum einstakling-
um.“
Jón segir að yfirleitt virki lyfin
vel á kvíða en það er þó mismun-
andi eftir einstaklingum og gerð-
um kvíðans.
- Hefur tíðni kvíðaröskunar
aukist undanfarin ár?
„Það er umdeilt. Ýmsar athug-
anir benda í þá átt og ég hef
nokkra tilhneigingu til að halda að
eitthvað sé til í því.“
- Flokkast fælni undir kvíða?
„Fælni er einn angi kvíðans
sem ekki má gleyma. Þá forðast
fólk það sem veldur því veraleg-
um óþægindum. Algengast er að
fólk sé hrætt við dýr eins og
kóngulær, hunda eða mýs. Það er
merkilegt að það sem fólk hræðist
____________________ mest er oftast mein-
baA com fólk laust en var kannski
hræðist er oft- hættule^ 1 forneskiu-
nræoisx er oix Það virðist eing og
ast meinlaust hræðslan komi frá ein.
”hverju innbyggðu
gömlu kerfi.“ Jón segir að fælnin
sem sé bagalegust fyrir fólk sé fé-
lags- og víðattufælni og dæmi eru
jafnvel um að fólk hafi einangrast
heima hjá sér svo áram skiptir og
ekki einu sinni þorað út í búð til
að kaupa nauðsynjar.
-Er eitthvað sérstakt sem er
algengast að fólk kvíði fyrir?
„Það er allt milli himins og
jarðar sem fólk kvíðir fyrir og það
veit oft sjálft að það era engin rök
fyrir kvíðanum. Það virðist bara
ekki hjálpa því neitt.“