Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Smári Örn Arnason
UNGINN situr rólegur á
öxl Guunlaugs Kárasonar.
Albinóa-
lóuungi
fangaður
áRifí
HANN var sérkennilegur ung-
inn sem var á vappi við veginn
skammt íyrir ofan flugvöllinn á
Rifi þegar Smári Öm Arnason,
starfsmaður Nesvikurs ehf., átti
leið þai- hjá í fyrradag.
Hélt hann fyrst að þar væri
kominn dúfuungi en við nánari
athugun sá hann að svo gat ekki
verið. Náði hann unganum, sem
er alhvítur með svarta fiðurrönd,
og fór með til vinnufélaga sinna.
Olli heilabrotum
Miklar vangaveltur urðu um
hvaða tegund væri hér á ferð
og fékkst ekki botn í þær fyrr
en Trausti Tryggvason, fugla-
áhugamaður í Stykkishólmi,
skar úr um að hér væri kominn
albinóa-lóuungi. Ljóst er þó að
ekki er um hreinan albinóa að
ræða þar sem hann hefur svört
augu og rönd á baki.
Að sögn Smára er unginn
orðinn gæfur og hefur þegið
vatn og brauð en ekki hefur
tekist að fá hann til að þiggja
orma. í nágrenni við staðinn
þar sem unginn fannst hefur
sést lóupar og er annar fuglinn
sérkennilegur á lit og er talið
líklegt að þar séu komnir for-
eldrar ungans. Búið er að gefa
honum nafnið Mjallhvít og er
ráðgert að sleppa honum fljót-
lega, en hann er svo til fleygur.
Ævar Petersen fuglafræð-
ingur þekkir ekki til þess að
hvítar lóur hafi sést hér við
land. Hann segir þó að albinóar
séu þekkt fyrirbrigði hjá öðrum
fuglum eins og skógarþröstum,
hröfnum, æðarfugli og lunda en
sjaldnast er þó um fullkomna
albinóa að ræða.
Ævar segir að þarna komi til
samspil gena sem komi fram
hjá einni og einni kynslóð. Mis-
jafnt sé hvernig slíkum fuglum
takist að spjara sig í náttúrunni
en vaðfuglar standi sig oft
ágætlega. Hjá öðrum fuglum
eins og hrafni er hins vegar
þekkt að þeir áreita þá sem
bera annan litarhátt og hann
hafi sjálfur séð teistur áreita al-
binóa-kynsystur sína í Alaska á
dögunum.
Nýtt erfðafræðifyrirtæki verður stofnað eftir 2-3 vikur
Hyggst greiða 8-10 þúsund
krónur fyrir hvert lífsvni
RÁÐGERT er að stofna hér á landi
eftir 2-3 vikur nýtt fyrirtæki á sviði
erfðafræðirannsókna sem mun sér-
hæfa sig í krabbameinsrannsóknum
og verður hlutafé þess í upphafi
hátt í tuttugu milljónir dollara, eða
1,4 milljarðar íslenskra króna.
Tryggvi Pétursson, einn stofnenda
íyrirtækisins, segir að það muni
greiða 8-10 þúsund krónur í sjóð
fyrir hvert lífsýni sem tekið verður
til rannsóknar. Sjóðurinn, sem
Tryggvi segir að í geti safnast
100-900 milljónir dollara um síðir,
verður notaður til stuðnings Há-
skólanum, öðrum menntastofnunum
og sjúkrahúsunum.
Tveir íslenskir vísindamenn sem
starfa í Bandaríkjunum, Bemharð-
ur Pálsson, prófessor við Kalifom-
íuháskóla, og Snorri Þorgrímsson,
sem starfar við National Health
Institute, era meðal stofnenda fyr-
irtækisins.
Bæði innlendir og erlendir fjár-
festar taka þátt í viðræðum um fjár-
mögnun fyrirtækisins. Guðmundur
Frankh'n Jónsson, verðbréfasali í
New York, er staddur hér á landi
sem fulltrúi erlendra fjárfesta, en
meðal þeirra innlendu er fiskútflutn-
ingsfyrirtækið Sameinaðir útflytj-
endur sem stofnað var í byrjun þessa
árs með sameiningu fjögurra minni
fyrirtækja. Sameinaðir útflytjendur
velta um 4,5 milljörðum króna og em
í eigu fjögurra einstaklinga, þar á
meðal Tryggva Péturssonar.
Stórt erlent lyfjafyrirtæki hefur
einnig sýnt áhuga á áætlununum að
sögn Tryggva en verður þó ekki á
meðal eigenda fyrirtækisins.
Stefnt að sem stærstum eignar-
hlut fslendinga
„Bernharð var á fundi lyfjafyrir-
tækis í Bandaríkjunum og var að
ljúka samningi í sambandi við verk-
efni sem hann vann að. Fulltrúar
lyfjafyrirtækisins spurðu hann þá
hvort rétt væri að selja ætti íslensk-
ar erfðafræðiupplýsingar fyrir ekki
meiri pening en 100 milljónir doll-
ara. Hann hringdi í mig í framhaldi
af þessu og eitt leiddi af öðm,“ segir
Tryggvi.
Tryggvi segir að stefnt verði að
því að Islendingar eigi sem stærst-
an hluta af fyrirtækinu, og helst allt
hlutaféð, þrátt fyrir að erlendir fjár-
festar taki þátt í viðræðunum nú.
Með þessum hætti verði best tryggt
að Islendingar haldi yfirráðum yfir
þeim upplýsingum sem fyrirtækið
afli.
Tryggvi segist ekki telja að fyr-
irtækið muni lenda í samkeppni við
íslenska erfðagreiningu, starfs-
sviðin skarist ekki, og nóg sé af
hæfum íslenskum vísindamönnum
sem hægt sé að fá til starfa. „Við
sjáum fyrir okkur að í framtíðinni
geti orðið pláss fyrir 5-10 fyrirtæki
á þessu sviði á íslandi. Þetta er
stórt rannsóknarsvið," segir
Tryggvi.
Nýja fyrirtækið verður í upphafi í
samstarfi við íslenskar rannsóknar-
stofur sem starfað hafa á sviði
krabbameinsrannsókna, en stefnt
er að því að síðar komi það á fót eig-
in rannsóknaraðstöðu. Meðal ann-
ars hefur verið leitað til Krabba-
meinsfélags íslands. Sigurður
Björnsson, stjómarformaður fé-
lagsins, segir að viðræður um málið
séu skammt á veg komnar. Félagið
hafi verið að leita leiða til að halda
áfram rannsóknarstarfsemi sinni,
sem sé orðin félaginu sjálfu ofviða
fjárhagslega.
Tveir hópar fjárfesta hafa á und-
anfómum mánuðum undirbúið
stofnun erfðafræðifyrirtækis. Ann-
ar þeirra fór af stað í nóvember í
fyrra, og var Guðmundur Franklín
fulltrúi erlendra fjárfesta í honum.
Hinn hópurinn hefur starfað síðan
fyrir fáeinum mánuðum. í síðustu
viku náðist samkomulag milli fjár-
festa í hópunum um að vinna sam-
an.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins var sá hópurinn sem fyrr
var stofnaður í sambandi við lyfja-
fyrirtækið Glaxo-Wellcome. Það
mun þó ekki vera fyrirtækið sem nú
sýnir áætlununum áhuga.
Islenskir unglingar í bandarískum sjónvarpsþætti
Morgunblaðið/Árni Sæberg
CARMEN og Haukur, fyrir miðju, ásamt hluta bandaríska tökuliðs-
ins. Lengst til hægri er Helga Thorberg, leikkona og móðir Hauks.
/
Finnst Is-
land ævin-
týralegt
FIMM manna tökulið frá banda-
ríska kvikmyndafyrirtækinu
Steve Rotfeld Productions kom
til landsins í gær og hélt sam-
dægurs til Vestmannaeyja ásamt
tveimur íslenskum ungmennum,
Hauki B. Sigmarssyni, 16 ára, og
Carmen Jóhannsdóttur, 15 ára,
en þau verða í aðalhlutverkum í
sjónvarpsþætti fyrir unglinga
sem tekinn verður upp á ísiandi
næstu daga.
Að sögn framleiðanda þáttar-
ins á að taka upp ævintýri
tveggja islenskra unglinga fyrir
þáttaröð sem kallast Awesome
adventures og hefur göngu sína í
Bandaríkjunum í september.
„Awesome adventures", sem
gæti útlagst Hrikaleg ævintýri,
er að sögn framleiðandans,
Lauren Shulnen, hálftima langur
þáttur sem verður sýndur viku-
lega í 100 borgum Bandaríkj-
anna. í New York t.d. mun sjón-
varpsstöðin ABC hafa þáttinn á
dagskrá. Þátturinn með íslensku
krökkunum verður sýndur í
október næstkomandi.
Lauren sagði í samtali við
Morgunblaðið að tökuliðið og
kynnir þáttarins hefðu farið víða
að undanförnu til að taka upp
þætti. En afhveiju varð ísland
fyrir valinu sem tökustaður?
„Eg heyrði að Island væri æv-
intýralegur staður,“ sagði
Lauren.
Hún sagði að þegar hefði hóp-
ur hennar tekið upp sams konar
þætti á Hawaii, í Bólivíu og
Alaska og næsti áfangastaður á
eftir Islandi væri Kosta Ríka.
Aðspurð sagði hún að sér litist
vel á íslensku táningana. „I þátt-
unum sem við erum að gera eru
alltaf tveir unglingar á aldrinum
12-16 ára sem fara með aðalhlut-
verk og leituð eru uppi hin ýmsu
ævintýri í heimalandi hvers og
eins.“
I Vestmannaeyjum munu þau
Haukur og Carmen meðal annars
spranga í klettunum, gengið
verður á eldíjall og einnig reyna
þau fyrir sér í lundaveiði. Að
loknu Vestmannaeyjaævintýrinu
verður haldið til Hafnar í Horna-
firði og þaðan verður farið í
vélsleðaferð upp á Vatnajökul
auk þess sem komið verður við í
Jökulsárlóni. Síðasti tökudagur
verður á sunnudaginn en þá
verður farið á hestbak og í Bláa
lónið.
Lauren sagði einnig að Vest-
mannaeyjaferðin yrði notuð til að
gera annan þátt þar sem Keikó
myndi koma við sögu. „Þetta eru
dýraþættir sem heita Wild about
Animals með kynninum Mariu
Hartley. Þeir hafa verið á dag-
skrá í þrjú ár á sömu sjónvarps-
stöðvum og ævintýraþátturinn
verður sýndur á. Við ætlum að
mynda nýtt heimili Keikós og
væntanlega nágranna hans,
lundana," sagði Lauren Shulnen.
Ferjuflugvélin fundin
á Grænlandsjökli
Flugmaður-
inn látinn
GRÆNLENSK leitarflugvél fann
kl. 16.35 í gær flak litlu ferjuflugvél-
arinnar sem leitað hefur verið síðan
aðfaranótt laugardagsins 25. júlí sl.
Flakið fannst uppi á Grænlands-
jökli, u.þ.b. 40 sjómflur austur af
flugvellinum í Narsarssuaq, í um
7.000 feta hæð.
Flugmaður vélarinnar var látinn
þegar að var komið.
--------------
V erslunarmannahelgin
Besta veðrið
á laugardag
Landsmenn eiga von á ágætisveðri
um verslunarmannahelgina og gerir
Veðurstofan ráð fyrir að allir lands-
hlutar njóti sólar á laugardag.
Að sögn Einars Sveinbjömssonar
veðurfræðings verður hiti á bilinu
15 til 18 stig og þurrt á flestum
stöðum fram á seinnipart sunnu-
dags.
A sunnudag lítur út fyrir að all-
myndarleg lægð nálgist landið með
austan- og suðaustanátt og rigningu
um sunnan- og suðvestanvert landið
en hlýindum á Norðurlandi, eða allt
að 20 stigum.
A mánudag er gert ráð fyrir
áframhaldandi rigningu sunnan-
lands og vestan en áfram verður
hlýtt víðast hvar á Norðurlandi.
8SÍpUR
VIDSIflPTIAIVlNNULÍF
BÍLAR
Sá hlær
best
Barátta BMW og
VW um Rolls/C3
FYRIRTÆKI
Kapp í
KEA
Sameiningar
hugleiðingar/C4
Peninrabréf
Stórglæsilegur rallbfll til
landsins í næstu viku/ B8
Bæði ÍBV og ÍA féllu úr
Evrópukeppninni / B4
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is