Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.07.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 41* ) ) f > > $ > > > k f f 2> w > > | I I FRÉTTIR Islendingar söfnuðu fyrir fórnarlömb flóðanna í Tékklandi í söfnuninni „Neyðarhjálp úr norðri“ Elliheimili opnaðí Tékklandi Rúmt ár er liðið frá því flóð lögðu stóran hluta Mæris í Tékklandi í rúst. Fyrir nokkrum dögum var nýtt elliheimili í Tlumacov á Mæri vígt, en söfnunarfé úr íslensku söfnuninni „Neyðarhjáp úr norðri“ var nýtt til þess að fjármagna kaup á öllu innbúi í heimilið. Pavel Horejisi var viðstaddur vígslu heimilisins og greinir hér frá henni í máli og myndum. ÞAÐ er laugardagur, 25. júM 1998. Klukkan er tvö eftir hádegi og staðurinn er Tlumacov, 5.000 manna bær, á Mæri í Tékklandi. Það er rétt rúmlega ár frá því flóð lögðu stóran hluta Mæris í rúst. í dag er fallegt veður, sólskin og hlýtt í lofti og það er hægt að anda að sér hátíð- leikanum sem liggur í loftinu. Það er auðvelt að sjá hvert leið alls spariklædda fólksins liggur: Þau stefna að miðborg Tlumacov, þar sem á að vígja nýtt hús. Meðal gest- anna eru hjónin Jarmiia og Vla- dimir Mikulcák, indæl, fullorðin hjón sem búa í borginni Zlín, ekki iangt frá Tlumacov. Þau eru hingað komin til að vera viðstödd vígslu nýja elliheimilisins, enda tengjast þau söfnuninni á íslandi. Um 500- manns safnast saman fyrir framan tveggja hæða húsið þar sem tvær stúlkur og drengur í móravískum þjóðbúningum syngja þjóðlög frá Mæri og djasssöngva við undirleik stórrar hljómsveitar. Tón- listin margfaldar mikilvægi þessar- ar stundar. Stúlkur gefa gömlu fóiki, sem situr á bekkjum við bygg- inguna, heimabakaðar smákökur. Sumt af þessu gamla fólki á eftir að verja því sem eftir er ævinnar á nýja elliheimilinu. Bæjarstjóri Tlumacov, Josef Hornicék, opnar hátíðina frammi fyrir myndavélum tékkneska ríkis- sjónvarpsins: „Það er mikilvægur viðburður í sögu þessa þorps að við skulum í dag opna nýtt elliheimili," segir hann. „í þessu húsi mun búa fólk sem upplifði flóðin hræðilegu í fyrrasumar og missti þar heimili sitt, sem það hefði aldrei getað end- urreist, bæði vegna aldurs síns og peningaleysis." Bæjarstjórinn les upp röð fýrirtækja og nafna sem komið hafa að byggingu nýja elli- heimilisins, sem kostaði 26 milljónir tékkneskra kórúna (um 52 milljónir íslenski-a króna). í húsinu eru 20 íbúðir auk læknisstofu, sálfræðings- stofu, nuddstofu, sjúkraþjálfunar og borðstofu auk annars: „Tlumacov hefði aldrei getað stofnað nýtt elliheimili án hjálpar," segir bæjarstjórinn. „Anna Kristine Magnúsdóttir Mikulcáková, móravískur-íslenskur blaðamaður, skipulagði tónleika á Islandi og safnaði þar 25.500 banda- ríkjadölum eða 660 þúsundum kórúna. Eftir samtal við fjölskyldu hennar í Zlín var ákveðið að nýta þá peninga til að fjármagna alla innan- stokksmuni þessa heimilis. Við sendum hlýjar kveðjur og þakkir til Islands og Islendinga í gegnum föð- UNGIR sem aldnir lögðu leið sína að elliheimilinu í Tlumacov, um 300 km frá Prag, þar sem verið var að vígja nýtt elliheimili, í stað þess sem jafnaðist við jörðu í flóðunum í fyrra. Allir inuanstokksmunir í nýja elliheimilinu eru keyptir fyrir íjárframlög íslendinga. GESTIR við vígslu elliheimilisins horfðu á myndband frá flóðunum í Mæri í fyrrasumar. Stólarnir sem þeir sitja á eru meðal þeirra hús- gagna sem keypt voru fyrir peninga sem söfnuðust í söfnuninni „Neyðarhjálp úr norðri". Morgunblaðið/Pavel Horejsi HJÓNIN Jarmila og Vladimir Mikulack, sem ábyrgðust söfnunarféð, eftir að það var sent til Tékklands. I samráði við framkvæmdastjóra Rauða krossins í Zlín var ákveðið að söfnunarféð skyldi renna til kaupa á innbúi elliheimilis í borginni Tlumacov. þekktasta tónlistarfólk íslands, sem allt neitaði að þiggja laun fyrir vinnu sína. Söfnun þessi fékk heitið „Pomoc ze severu", á íslensku „Neyðarhjálp úr norðri“. Með að- stoð útvarpsstöðva, sjónvarps, dag- blaða og tímarita á íslandi var hægt að auglýsa söfnunina, með þeim ár- angri að fé var einnig lagt inn- á bankabók. Tónleikarnir voru haldn- ir 20. september 1997 og sýndi for- seti okkar, Vacláv Havel, þeim mik- inn áhuga eins og kom fram í bréfí sem hann sendi til íslands 16. sept- ember...“ Hér las Vladimir bréfíð, sem Vacláv Havel sendi Önnu Kristine og lýsti yfír þakklæti sínu til fslend- inga fyrir þessa fjársöfnun. Og Vla- dimir hélt áfram ræðu sinni: „Tónleikarnir í Reykjavík voru um margt merkilegir, kannski ekki síst vegna þess hversu margt af þekktasta tónlistarfólld þjóðarinnar gaf vinnu sína. Þar komu líka fram tékknesku tónlistarmennirnir Pavel Manásek og Pavel Smíd sem og Peter Maté, sem er kvæntur konu frá Mæri. Stærsta kvikmyndahús borgarinnar var þéttsetið og það var uppselt á tónleikana. Stefán Jón Hafstein stýrði dagskránni og hann, eins og Anna Kristine orðaði það í bréfi til okkar: „gaf hjarta sitt í tón- leikana, eins og allir aðrir sem að þeim komu“. Þegar við fréttum hversu mikið hefði safnast í söfnuninni Neyðar- hjálp úr norðri, urðu margir Tékkar orðlausir. Við urðum orðlaus af þakklæti að þjóð, sem býr á lítilli eyju, skyldi senda fjárhæð sem dug- ar fyrir innréttingum í heilt elli- heimili. Þegar við hugleiðum að að- eins um 270 þúsund ---------------- manns búa á íslandi er þessi fjárhæð í raun- inni ótrúleg. Mér og konu minni var falin ábyrgð á þessum pen- ingum eftir að þeir höfðu verið lagðir inn á reikning Rauða kross- „Gamla fólkið tárfelldi við vfgsluna og bæj- arstjórinn segir engin orð ná yfir þakklæti þess.“ urbróður Önnu og konu hans sem hér eru stödd.“ Það glymur við lófatak og áheyr- endur eru greinilega djúpt snortnir. Margar gamlar konur tárfella. Að þessu loknu rétti bæjarstjór- inn Vladimir Mikulcák hljóðnem- ann. í ræðu sinni sagði Vladimir: „Kæru íbúar Tlumacov, kæru gestir. Ég vil byrja á að skila til ykkar kveðjum frá vinum okkar á íslandi. Það er rétt rúmlega eitt ár síðan íslenski blaðamaðurinn Anna Kristine Magnúsdóttir var stödd hér í Tékklandi að skrifa um kvik- myndahátíðina í Karlovy Vary á sama tíma og flóðin brutust út. Það hafði djúpstæð áhrif á hana að horfa á hörmungarnar og sjá heimilis- lausa fólkið og eftir heimkomuna fór hún strax að viðra hugmyndir sínar um söfnun. Hún ráðfærði sig við föður sinn, bróður minn Miroslav, sem bjó á íslandi frá ár- inu 1947 en hann lést í febrúar á þessu ári. Anna hóf þegar undirbúning að góðgerðartónleikum í samvinnu við ins í Zlín og eftir samtal við for- stjóra Rauða krossins var ákveðið að peningunum skyldi varið til upp- byggingar þessa heimilis, sem vígt er í dag, og á eftir að koma mörgum eldri íbúum að góðum notum. Við ráðgerðum alltaf að stjóm- andi söfnunarinnar, Anna Kristine Magnúsdóttir, yrði hér í dag, en þvi miður gat ekki orðið af því. Hún sendi okkur bréf þar sem hún lýsti yfir miklum vonbrigðum sínum þess vegna, en bað okkur að senda kveðj- ur sínar hingað á opnunarhátíðina. Því eru færðar hér kveðjur hennar til þessarar borgar, íbúa hennar og yfírvalda, en sérstakar kveðjur sendir hún íbúunum, sem munu búa hér. Ykkur öllum óskar hún rólegra og góðra daga og biður þess að þið verðið vernduð fyrir náttúruham- förum. Við treystum því að hún muni sjálf koma hingað og heim- sækja ykkur, en þangað til sá dagur rennur upp óskum við þessu nýja heimili og íbúum þess lífs, sem verð- ur jafn fallegt og þetta nýja heimili er.“ Það voru margir klökkir þegar vígslan fór fram. En hvað vissi þetta gamla fólk um ísland og ís- lendinga? „Ég átti aldrei von á því að það yrðu Islendingar sem önnuðust mig í ellinni," sagði Marie Konecna, 77 ára. „Ég veit hins vegar ekki hvar Island er, því maðurinn minn bann- aði mér að ferðast. Nú er hann dá- inn, og þá er ég orðin svo gömul að ég kemst ekki neitt.“ Karel Miklik, 84 ára, svaraði hins vegar að bragði: „Island er í norðri, þetta er stór eyja úti í hafi,“ og Terezie Kyt- licova, 71 árs, svaraði: „ísland er umkringt hafí. Fólkið þar er skap- gott og þar eru hverasvæði. Forset- inn okkar hefur nokki-um sinnum heimsótt fsland. Þar er búfénaður, en fískur er aðal atvinnugrein þjóð- arinnar og þar búa margir fiskveiði- menn. A íslandi rignir mikið og þar fást fallegar peysur, sem eru hand- prjónaðar af gáfuðum konum. Ha- vel forseti er mjög hrifinn af ís- landi. íslendingar höfðu konu fyrir forseta og héldu mikið upp á hana. Ég held líka að Havel forseti hafí verið mjög hrifinn af forseta ís- lands...“ „Ég veit ekkert um ísland, en nú er kominn tími til að ég leiti að því á kortinu!" sagði Marie Mrkavanova, 85 ára fymim bóndi, en Zdenek Caban, sjötugur svaraði: „ísland er í Norður-Evrópu. ís- lendingar höfðu konu fyrir forseta. Hún var mjög menningarlega sinn- uð og hefur verið í sambandi við for- seta okkar í gegnum menningu og listir.“ Anezka Vadurova, 79 ára, yiðurkenndi að hún vissi ekkert um ísland en bætti við: „Það var mjög fallegt af íslendingum að safna pen- ingum handa okkur og senda þá hingað. Hér komust þeir í réttar hendur og þetta er ómetanleg hjálp." Unga fólkið, sem þarna var statt, vissi ýmislegt um ísland: „ísland er eyja og þar er eldfjallið Hekla,“ sagði Ivana Perikova, 13 ára stúlka, sem langar að verða blaðamaður, og Katerina Gazdova jafnaldra hennar sagði að á íslandi væru eldfjöll og þar byggju ekki margir. Stanislav Kutalek, 46 ára, gestur við vígsluna, sagðist hafa lært söng um ísland þegar hann var barn: „Þegar ein- hver segir þér frá íslandi, þá vef- urðu handleggjunum utan um hann og brosir...“. „íslendingar unnu Tékka í fótbolta. Við hefðum getað orðið Evrópumeistarar, jafnvel heimsmeistarar, ef við hefðum ekki keppt við svona gott fótboltalið!" Bæjarstjórinn í Tlumacov, Josef Homicek, sagði að án aðstoðar frá Islendingum hefði reynst útilokað að opna elliheimilið: „Fyrir peningana sem söfnuðust á íslandi keyptum við nánast allt innbúið: stóla, borð, fataskápa, herðatré, hillur, ísskápa, skós- kápa og margt fleira, en samt er afgangur af —...... söfnunarfénu. Þegar allt verður tilbúið munum við senda sundurliðaðan reikning til íslands. Ég verð að endurtaka það, að án tónleikanna á Islandi hefði okkur aldrei verið kleift að reisa nýtt heim- ili fyrir aldraða. Anna Kristine er ævinlega velkomin til Tlumacov og getur þá hitt persónulega það fólk sem nýtur góðs af söfnuninni á ís- landi. Þegar erfíðleikar steðja að, eru engin landamæri tíl. Það sýndi söfnunin á Islandi okkur. Neyðar- hjálp úr norðri snart okkur öll djúpt og engin orð ná að lýsa þakklæti okkar til íslendinga.“ i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.