Morgunblaðið - 30.07.1998, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 21
ERLENT
Fyrirtæki Jacks Nick-
laus í slæmri glompu
New York. The Daily Telegraph.
FYRIRTÆKI golfleikarans fræga
Jack Nicklaus glímir nú við mikla
fjárhagserfiðleika eftir að upp
komst um meint misferli fyrrum
stjórnenda þess. Hefur Gullni björn-
inn hf., en það er einmitt viðumefni
golfarans, tilkynnt um mikið tap á
síðasta ári en fyrirtækið hefur m.a.
sérhæft sig í hönnun golfvalla, rekið
golfskóla og markaðssett ýmsar vör-
ur sem tengjast íþróttinni.
Nicklaus, sem er meðal nafntoguð-
ustu golfleikara í heiminum, hefur á
löngum ferli sínum unnið fjöldann
allan af stórmótum. Hann var einnig
framarlega á sínum tíma ásamt
Amold Palmer í því að sýna golfspil-
urum hvemig þeir gætu nýtt sér
fími sína og frama á leikvellinum til
að tryggja sér hagstæða viðskipta-
samninga. Hefur Nicklaus veríð afar
vinsæll hönnuður golfvalla, hann
hefur komið fram í fjölda auglýsinga
og gerst talsmaður ýmissa fyrir-
tækja, í stuttu máli sagt hefur hon-
um tekist að markaðssetja eigið
nafn með góðum árangri.
Nú hefur virði hlutabréfa Nick-
laus í Gullna birninum, þar sem
hann er stjórnarformaður, hins veg-
ar fallið um 75% á síðustu tveimur
ámm eða frá því fyrirtækið var gert
að hlutafélagi, og þar með kostað
Nicklaus sjálfan tap upp á rúman
milljarð ísl. kr. «
Stjórnendur reknir
Á mánudag var upplýst að
rekstur Paragons, þess dótturfyr-
irtækis Gullna bjarnarins sem séð
hefur um hönnun og byggingu
golfvalla, hefði verið verulega
JACK Nicklaus hefur lent í
óteljandi glompum á golfvellin-
um en nú á fyrirtæki hans við
slæm fjárhagsvandamál að
stríða.
ábótavant. Var John Boyd, fram-
kvæmdastjóri Paragon, þegar rek-
inn úr starfí og hafist var handa
við stórtæka endurskoðun reikn-
inga þess. P.ykir hún hafa sýnt, svo
ekki verði um villst, að stjórn
Paragons hafi gerst sek um glæp-
samlegt athæfi, logið til um stöðu
vallarframkvæmda, sagt rangt frá
tekjum, gjöldum og gróða fyrir-
tækisins. Er talið að á síðasta ári
einu saman hafi þetta kostað fyrir-
tækið tap upp á einn og hálfan
milljarð ísl. kr.
Talsmenn Gullna bjarnarins segj-
ast afar hneykslaðir á framferði
stjórnendanna og hafa nýir aðilar
tekið við stjórn Paragons. Nicklaus
sjálfur einbeitti sér hins vegar að
því sem hann gerir best um síðustu
helgi og náði góðum árangri á
fyrstu keppnisdögum Opna banda-
ríska öldungamótsins.
Rannsókn á
vcg’imi WHO
Veldur far-
símanotkun
krabba-
meini?
SAMBAND farsímanotkunar og
krabbameins í heila verður kannað
ítarlega á næstu fjórum árum á veg-
um Alþjóðaheilbrigðismálastofnun-
arinnar (WHO), sem hyggst verja
rúmum sjö milljörðum íslenskra
króna til fjölþjóðlegrar rannsóknar,
segir í grein í tímaritinu Nature
Medicine.
Alþjóðlega krabbameinsrann-
sóknastofnunin í Frakklandi mun
hafa yfírumsjón með faraldsfræði-
legri rannsókn sem hefst í septem-
ber næstkomandi og nær til fjölda
þjóða. Meðal þeirra eru Ástralía,
Kanada, Frakkland, ísrael, Italía,
Noregur, Svíþjóð og Danmörk.
Vísindalegt áhættumat
Að sögn Michaels Repacholis, yf-
irmanns rafsegulsviðsrannsókna hjá
WHO, miðast rannsóknin við að
geta veitt einhvers konar áhættu-
mat byggt á vísindalegri niðurstöðu.
Mat sem ‘yfirmenn heilbrigðismála
um allan heim geti fært sér í nyt.
„Ef hætta er fyrir hendi, þá viljum
við vita hversu mikil hún er, svo að
hægt sé að vega hana upp á móti
gagninu sem af farsímanotkun má
hafa,“ segir Repacholi.
Menn gera sér vonir um að niður-
staða rannsóknarinnar muni leiða til
lykta deilur um skaðsemi farsíma-
notkunar. Repaeholi tók þátt í ástr-
alskri rannsókn um áhrif rafsegul-
bylgna á mýs en niðurstöður þein'a
tilrauna, sem voru birtar á síðasta
ári, sýndu í fyrsta skipti tengsl á
milli farsíma og krabbameins. Til-
raunúnar hafa hins vegar verið
mjög umdeildar meðal vísinda-
manna og ekki taldar sanna tengsl
rafsegulbylgna og krabbameins.
Tengslin blasa ekki við
Tony Basten, stjórnandi rann-
sóknarstofu í Sydney í Ástralíu, seg-
ir áhrif rafsegulsviðs líklega ekki
vera það sama á menn og tilrauna-
mýs, sem séu af sérstökum ástæð-
um veikar fyrir rafsegulbylgjum.
„Fólk býr í heimi rafsegulbylgna,
sem eiga sér alls kyns uppruna. Þær
koma frá radartækjum, örbylgjuofn-
um, farsímum og háspennulínum,
rafsegulsviði jarðar og hjartanu, ef
út í það er farið,“ segir Basten. „Og
það blasir ekki við að náttúruleg raf-
segulsvið af þessu tagi hafi mikil
áhrif á tíðni krabbameins."
Tengsl farsímanotkunar og
krabbameins hafa verið mjög til um-
fjöllunar í Ástralíu á þessu ári, eða
allt frá því þarlendur krabbameins-
sérfræðingur hélt því fram í bréfi til
læknarite að aukna tíðni heilaæxla í
Vestur-Ástralíu á árunum 1982-1992
mætti líklega rekja til aukinnar
HölduN
•kkur
11 Pb ilP^ JH
m MSSÍ P W M
■ Si I!
1 í
jf
%
® V K
nlriti
*
re^lur
kshraða
Virdum
i hámar