Morgunblaðið - 12.08.1998, Síða 26

Morgunblaðið - 12.08.1998, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Upphaf vélvæðingar í íslenskum landbúnaði í DAG, 12. ágúst, eru liðin nákvæmlega 80 ár síðan fyrsti traktorinn kom til landsins, og blað þar með brotið í búnað- arsögu landsins. Kaup- endur voru tveir áhuga- menn um íslenskan landbúnað, þeir Þórður Ásmundsson, kaupmað- ur og útgerðarmaður, og Bjarni Olafsson skip- stjóri, báðir á Akranesi. Dráttarvélin, sem var af Avery-gerð, var 16 hestafla olíuvél, u.þ.b. 2,5 smál. að þyngd, 1,5 m breið og 3,5 m löng. Vélin dró 3 plóga. í stað plóganna mátti láta hana draga ýmiskonar herfí, vél til þess að taka upp kartöflur, vagna, skurðgröfur, valtara, vegapressur o.s.frv. Vélinni var m.a. ætlað að not- ast við kartöflurækt, en kartöflur höfðu sem kunnugt er verið ræktað; ar um langan aldur á Akranesi. I fyrstu upplýsingum sagði m.a. að „vélin kostaði hingað komin 1/3 af verði þeirra hesta sem hún vinnur á við og hún þarf ekkert fóður nema rétt á meðan verið er að nota hana“. Dráttarvélin kemur til Evrópu Dráttarvélar höfðu verið notaðar í Ameríku í nokkra áratugi og síðan fyrri heimstyrjöldin hófst bárust þær út til Evrópu. Á Norðurlöndum voru þær að kalla óþekktar fyrir stríðið 1914-18, en sökum hesta- fækkunar og kauphækkana breidd- ust þær óðfluga út. Um svipað leyti settu Norðmenn á fót hjá sér nám- skeið við Landbúnaðarháskólann í Ási, þar sem kennt var að stjórna þessum vélum Vélvæðing í sjávarútvegi Nokkrum árum áður (1906) höfðu þeir Þórður og Bjarni ásamt fleiri ungum mönnum á Akranesi látið smíða fyrsta þiljaða vélbátinn á Akranesi og er ekki fráleitt að ætla að reynslan af vélvæðingu sjávarútvegsins hafi haft áhrif á þá félaga til að hefjast handa á sama hátt á sviði landbúnað- arins. Fyrstu sporin stigin Vélina pantaði Stefán B. Jónsson kaupmaður og kom hún til landsins með gamla Gullfossi. V estur-íslendingurinn John Sigmundsson, sá hinn sami sem stýrði hinni fyrstu Ford-bifreið sem kom til landsins, kom uppá Akranes og dvaldi hér í vikutíma við að setja saman dráttar- vélina nýju og reyna hana. Það mun hafa verið alltafsamt verk, því engar myndir fylgdu véhnni né fyrirsagnir um samsetning hennar. Þó tókst honum að setja hana saman. Sá galli var á gjöf Njarðar að henni fylgdu akurplógar en ekki brotplógar, og voru þeir þyngri en hinir síðar- nefndu; þess vegna gat hún tæplega dregið nema tvo þeirra, þegar hún átti að brjóta óplægða jörð, en gamla garða gat hún plægt með þrem plóg- um John Sigmundsson plægði tvær dagstundir og giskaði á að hann hefði samtals plægt um 4 dagsláttur. Fyrst plægði hann jörð sem áður hafði verið plægð, síðan óunnið slétt> lendi og loks þýfi. Þúfnaplægingin tókst ekki vel og vildi hann einkum kenna því um að vélin væri of afllítil. Sagðist hann ætla að 22 hesta drátt- arvélar yrðu hér hentugri, en ekki efaðist hann um að þessi dráttarvél gæti komið að góðu gagni, þar sem slétt væri eða áður hefði verið plægt. Landið sem unnið var á var Elínar- höfðinn og Garðaflóinn á Akranesi. Vantrú á vélum Töluverð vantrú var í fyrstu á þessari tilraun til vélvæðingar land- búnaðarins - og þá af ýmsum orsök- um m.a. höfðu bæði landsstjórnjn, Búnaðarfélag Islands og Alþingi Is- lendinga hafnað kaupum á vélinni. Stefán B. Jónsson kaupmaður upp- lýsti strax í upphafi að þessi tegund fengist með svo miklu eða litlu afli sem hver óskaði, frá 10-60 hestöfl- um, og hvort sem vill fyrir steinolíu, bensín eða kol og annað algengt eldsneyti. Ennfremur upplýsti hann 80 ár eru liðin síðan fyrsti traktorinn kom til Islands. Asmundur Ólafsson minnir á sýn- ingu að Hvanneyri sem nefnist Dagur dráttar- vélanna. að ókomin væru til landsins öll þau stykki og áhöld sem vél þessari væru tilheyrandi og sem pöntuð höfðu ver- ið með henni. Fyrsta reynsla við traktorsvinnu Haft var eftir Sveinbimi Odds- syni, sem fyrstur lærði á vélina, að á landi sem áður hafði verið plægt hafi vélin reynst bæði fljótvirk og velvirk. Þá hafi hún verið reynd á þýfðri mýri, en þar hafi plægingin verið henni ofraun vegna þess að of mikið afl fór í að knýja áfram sjálfa drátt- arvélina. Reyndar kom í ljós síðar, að þau mistök höfðu orðið í samsetn- ingu dráttarvélarinnar og fyrstu Ásmundur Ólafsson AKRANES-traktorinn árið 1918. notkun árið 1918, að hún var alltaf höfð í öðrum „gíri“ eins og segir í samtíma heimildum. En þannig var að til þess að forða því að vélin skemmdist í flutningi höfðu verið settir tveir boltar til varnar. Þessir boltar áttu að takast í burt áður en vinna hófst, en fundust ekki. Nokkuð löngu seinna var Júlíus Þórðarson á Grund sem oftar að snúast í kringum vélina og fikta við hana, þá fjarlægði hann boltana og fékk skammir fyrir. En þá fannst gírinn sem týndur var. Eins og áður sagði var Sveinbjörn Oddsson fyrst með vélina, þá Þor- finnur Hansson og síðast Júlíus Þórðarson, en Júlíus býr enn við sæmilega heilsu nær 90 ára að aldri á Akranesi. Hann man eins og aðrir aldraðir Akurnesingar enn eftir hinu nýja hljóði, vélarhljóði traktorsins, og þeirri byltingu sem vélamar áttu eftir að valda í íslenskum landbún- aði. Framleiðandinn Avery Company of Peoria, Illinois, Bandaríkjunum, rekur sögu sína allt aftur til ársins 1874 og tveggja bræðra, Cyrus og Robert Avery. Upphaflega framleiddi fyrirtækið sáðvélar ásamt ýmsum búnaði fyrir landbúnað. Síðar hófu þeir fram- leiðslu á gufuaflsvélum og þreskjur- um. Fyrirtækið hóf tilraunir með dráttarvélar fyrir 1910 og hóf það fljótlega fjöldaframleiðslu á þeim, og um 1914 bauð fyrirtækið fleiri módel og stærðir en aðrir keppinautar. Um 1915 smíðaði Avery-fyrirtækið margar mjög áhugaverðar tegundir af traktomm. Þrátt fyrir það að flestar tegundir traktora frá Avery hafi reynst vel má segja að fyrirtæk- ið hafi að lokum orðið undir í sam- keppni m.a. við Hart-Parr eða IHC Titan, svo einhverjir séu nefndir. Fyrirtækið lenti í fjárhagserfiðleik- um í kringum 1920 og varð endan- lega gjaldþrota árið 1924. Gerð var tilraun til að endurskipuleggja fyrir- tækið og gekk það sæmilega þar til ki-eppan mikla herjaði á Bandaríkin 193(Ú31. Aftur var Avery reist við og átti það nokkur góð ár fram að síðari heimstyrjöld, að það hætti endan- lega. Dagur dráttar- vélanna í tilefni þess að nú eru liðin 80 ár frá því að fyrsti traktorinn kom til landsins verður opnuð sýning á Hvanneyri nk. laugardag, hinn 15. ágúst. Sýningin nefnist Dagur drátt- arvélanna. Þar mun margt áhuga- vert verða til sýnis úr sögu þessa mikilvæga landbúnaðartækis sem hafði svo víðtæk og afdrifarík áhrif á íslenskan sveitabúskap. Höfundur er franikvæmdastjóri. Veiðin í Elliðaám NÚ ER annað sumar- ið að líða sem slök lax- veiði hefur verið í El- liðaám. Margir hafa velt þessu fyrir sér bæði á opinberum vettvangi og manna í millum. Það er mjög gott að slíkar vangaveltur fari fram og sem flestir láti sér annt um lífsskilyrði fiska í El- liðaánum. Á hinn bóginn virðast ekki allir leggja sig fram um að byggja á þeirri þekkingu sem til er um fiskistofna og líf- ríki vatnakerfisins held- ur tala meira út frá „hjartanu" ef svo má segja. Veiðimálastofnun hefur verið með allítarlegar rann- sóknir í Elliðaám og Elliðavatni um nokkurt skeið að tilstuðlan veiðifé- laganna um ána og vatnið. Þar er ár- lega fylgst með nokkrum þáttum í lífsferli fiskistofnanna og umhverfis- þættir mældir. Borgarstjóm ákvað síðan að gera sérstakt 3 ára átak í víðtækari rannsóknum sem fleiri rannsóknaraðilar eru þátttakendur í. Nú eru 2 ár liðin af þeim tíma og nið- urstöður farnar að berast. Á næsta ári mun borgarstjóm því líklega hafa upplýsingar í höndum til að geta tek- ið stefnumarkandi ákvörðun ' um framtíð ánna í víðum skilningi. Hér verða nú raktar nokkrar þær niðurstöður rannsókna Veiðimála- stofnunar sem skýra hluta af þeirri veiðiminnkun sem orðið hefur síð- ustu árin. í grófum dráttum má segja að það sé tvennt sem ræður laxgengd, þ.e. hve mörg seiði ganga niður úr ánum hvert ár og endur- heimtuhlutfall þeirra úr hafi. Á hverju ári er endurheimta á laxi metin með því að merkja 10-20% af ! : göngusi iðurn sem yfirgefa árn- ar og telja svo skil á merkjum ári síðar. Þetta kannast veiði- menn í Elliðaánum við. Með hlutfalli merktra og ómerktra fiska í afia er síðan hægt að reikna út fjölda göngu- seiða sem úr ánum gekk ári áður. Skemmst er frá því að segja að endur- heimtur hafa verið mjög breytilegar frá ári til árs sem og gönguseiðafjöldinn. Ekki er vitað fyrr en í lok veiðitíma hverjar heimtur verða að þessu sinni. Af þessum tölum má strax sjá að vegna lægri endur- heimtu 1997 má þegar skýra út um 57% minni laxgengd miðað við með- altal þeirra ára sem birtast í töfl- unni. Fleira má til telja. Vegna nokk- urra umsvifa í laxeldi og hafbeit frá miðjum síðasta ártug bar nokkuð á flökkulaxi frá eldisstöðvum í Elliða- ánum eins og fleiri ám á SV- landi. Árabilið 1988-1995 nam þessi viðbót við veiðina 16-38% en breytilegt eftir árum. Umsvif laxeldis í kvíum og hafbeit hafa minnkað verulega síð- ustu árin og í samræmi við það lækk- aði hlutfall flökkulaxa í 13% árið 1996 og í 2,5% árið 1997 í veiðinni í Elliðaám. Þriðja atriðið sem vegur nokkuð þungt er það að vegna kýlaveiki sem upp kom í Elliðaám 1995 voru til- raunir með sleppingar gönguseiða bannaðar næstu 2 ár. Þær tilraunir sem höfðu staðið um nokkurra ára skeið höfðu gefið einhverja tugi laxa til viðbótar í veiði. Af skiljanlegum ástæðum var slík viðbót ekld síðustu 2 árin. Síðan er óljóst með áhrif kýla- Þórólfur Antonsson veikinnar sjálfrar á seiðabúskap ár- innar og laxastofninn í heild. Tilgangur þess að rekja hér skýr- ingar á minnkaðri laxgengd 1997 og 1998 er ekki sá að reyna að fegra mynd Elliðaánna, heldur fyrst og fremst að koma staðreyndum á framfæri þannig að fleiri forsendur séu til staðar þegar fjallað er um máhð. Nú er hins vegar komið að erfiðari þáttum þessa máls, sem er spurningin um hvort laxgengd ætti að vera meiri í Elliðaárnar nú þrátt fyrir að tekið sé tillit til þeirra skýr- inga sem nefndar voru hér að fram- an. Þegar horft er yfir veiðina í Elliða- ám frá 1930 þegar áhrif rafmagns- framleiðslu eru komin fram og skráning veiðinnar orðin ábyggileg var meðalveiði til ársins í fyrra 1.245 Vonandi verða teknar skynsamlegar ákvarð- anir um Elliðaárnar á næsta ári, segir Þórdlf- ur Antonsson, þegar niðurstöður rannsókna liggja fyrir. laxar og meðalveiði síðasta áratugar 1.307 laxar en einungis 991 lax ef við- bót flökkulaxa úr eldi er dregin frá. Af þessum 68 árum hefur veiðin 18 sinnum verið undir 1.000 löxum og 7 sinnum undir 800 löxum svo einhver viðmið séu nefnd. Það hefur sem sagt gerst að veiðin hafi farið svona neðarlega áður og jafnvel tvö ár í röð en meðalveiði áratugar hefur ekki farið niður fyrir 1.100 laxa fyrr en nú. Þrátt fyrir að ekki sé hægt talna- lega að benda óyggjandi á stórkost- legar breytingar sem ekki hafa gerst áður er samt margt að varast í um- gengni við lífríki Elliðaánna sem Laxveiði i Elliðaám 1930-1997 Ár ■ Náttúrulegur lax □ Eldislax undirritaður og margir fleiri hafa varað við í ræðu sem riti. Það er m.a. dregið af lærdómi frá öðrum löndum þar sem ár renna um mikla byggð eða á athafnasvæðum mannsins og fiskistofnar hafa rýrnað eða horfið. I þeim tilvikum hefur sjaldnast verið hægt að benda á einhvem einn þátt sem orsakavald, heldur hafa fleiri og fleiri atriði bæst við sem hvert um sig er ekki mjög hættulegt en einn daginn er komið nóg samanlagt og þá skeður skaðinn. Er ekki komið nóg við Elliðaárnar? Allt frá strand- svæðum utan ánna og upp fyrir El- liðavatn er hægt að benda á marga varhugaverða þætti fyrir lífríki ánna. í sumum tilvikum þætti sem erfitt er að vera án en í öðrum tilvikum hluti sem mætti breyta og bæta, að ekki sé minnst á nýja áhættuþætti. Ekki er hægt að fara nákvæmlega yfir þessa hlið málsins hér, en drepa má á þætti eins og hafnarmannvirki við ósa, uppfyllingar á strand- og ósa- svæðum, iðnaðarsvæði beggja vegna ósa, margar brýr og vegamannvirki. Raforkuframleiðsla með tilheyrandi þurrkun svæða, lónum og rennslis- breytingum. Afrennsli af götum og bílaplönum út í árnar með olíu- og efnamengun. Vatnstaka og byggð á vatnasviði árinnar. Af nægu er að taka. Það getur heldur ekki talist viðun- andi að ætla sér að halda uppi laxa- stofni Elliðaánna né nokkurrar ann- arrar ár sem hefur náttúrulegan fiskistofn með sífelldum sleppingum seiða eins og sumir leggja til. Slíkt hefur raunar verið reynt víða erlend- is, bæði að halda uppi laxastofni með sleppingum og reyna að koma til náttúrulegri hrygningu á ný eftir að fyrrum laxveiðiá hefur verið „hreins- uð“ af mengun, en hvort tveggja hef- ur gengið afar illa og verið kostnað- arsamt. Einnig má geta þess að þrátt fyrir ítarlega úttekt á sam- bandi hrygningarstofns og nýliðunar hjá laxastofni Elliðaáa voru engin merki þess að hrygning hefði verið of lítil síðustu þrjá áratugi. Vonandi verða teknar skynsam- legar ákvarðanir um Elliðaárnar á næsta ári þegar niðurstöður áður- nefndra rannsókna liggja fyrir. Þar þarf að mínum dómi að hafa að leið- arljósi að ekki er hægt að bæta svolitlu álagi við hér og svolitlu þar, heldur þarf að staldra við og mun fremur að fækka þeim álagsþáttum sem fyrir hendi eru og hægt er að vera án. Höfundur starfar hjá Veiðimála- stofnun við rannsóknir á fiskistofn- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.