Morgunblaðið - 30.08.1998, Side 28

Morgunblaðið - 30.08.1998, Side 28
28 SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Urriði með hagamús í aðalrétt \ ! k ! * |v ,* - SÍÐARI barna- og unglingadagur SVFR í Elliðaánum var í síð- ustu viku. Þátttakendur voru 30, en aðeins tveir laxar veiddust að þessu sinni, Július B. Bjarnason, 12 ára, t.v. veiddi 5 punda lax á svarta Frances í Efri-Kistu og Sigurður R. Steinarsson, 15 ára, veiddi 8 punda lax í Grænugróf, einnig á svarta Frances. Lax Sigurðar var „maríulax". ÞAÐ hefur löngum gengið fjöllun- um hærra að urriðinn sé djarf- tækur þegar matur er annars veg- ar. Græðgi hans er annáluð og kunnar eru sögumar um tilhneig- ingu hans til að tína æðarunga af yfirborði Laxár í Aðaldal. Stund- um fleiri en einn. Mögnuð er líka sagan sem skráð var eftir Garðari heitnum Svavarssyni, stórveiði- manni, um 22 punda urriða sem veiddist á stöng í Langavatni á Mýrum og hafði gleypt með húð og fiðri sjö hálfvaxna toppandar- unga. Enn taka urriðar freklega til matar síns, en magnið er gjam- an í stíl við stærðina þó stundum þyki mönnum nóg um. Nýjasta sagan er frá Geirlandsá á Síðu og var að fmna í Víkurfréttum 20. ágúst síðastliðinn. Þeir sem sáu kvikmyndina um hagamúsina Óskar muna eflaust eftir hrikalegri lífsreynslu litla músarkarlsins er hann steyptist ofan í hyl á smálæk og stórsilung- ur réðst þegar í stað að honum. Óskar slapp með skrekkinn, en frændi hans eða frænka austur á Síðu hafði ekki heppnina með sér. í Víkurfréttum er þessi frásögn höfð eftir Óla Þór Kjartanssyni, sem var við veiðar í Geirlandsá fyrir stuttu: „Mér fannst fiskurinn eitthvað skrýtinn, horaður en bólginn. Þegar ég gerði að honum, kom í ljós að hann hafði kokgleypt hagamús." Margir stórir Þeir sem fylgjast með fréttum af bökkum laxveiðiánna hafa ekki farið varhluta af fregnum af stór- löxum. Sérstaklega hafa þessir stóru veiðst í norðlenskum ám. Og alveg sérstaklega í Laxá í Aðaldal. Tveir 26 punda og einn 25 punda hafa veiðst, tveir þeirra á Nes- veiðum og einn á svæðum Laxár- félagsins. Fyrir fáum dögum töldu menn 15 laxa í bókum Laxárfé- lagsins sem voru 20 punda eða þyngri. Sá nýjasti í hópinn var 21 punds hængur sem Jarlstaða- menn veiddu á Breiðeyri. Þeir náðu öðrum 18 punda á sama stað. Þessir laxar veiddust á bænda- dögum og það sýndi sig að fáir eða engir hafa meiri þekkingu á ánni heldur en heimamenn sjálfir. Jarl- staðamenn veiddu t.a.m. tíu laxa þennan dag á meðan stöngin á svæðinu á móti þeim fékk einn lax og voru þeir menn þó alls ekki að koma í Laxá í fyrsta eða annað sinn. Að viðbættum umræddum 15 löxum má bæta næstum öðru eins á Nes- og Núpaveiðum og nú eru íslenskir veiðimenn að veiða á maðk í Nesi, sama hollið og hefur verið þar um árabil og er alltaf í stórlaxi. Birtingurinn feitur... Stórar smálaxagöngur víða um land í sumar hafa staðfest fréttir um gott og batnandi árferði í haf- inu. Laxinn gengur sem kunnugt er út í hafsauga. Víða eru sjóbirt- ingsgöngur að ágerast þessa dag- ana og það sem m.a. fréttist af þeim er að fiskur sé óvenju búst- inn og glæsilegur og segir það mönnum að góðærið í hafinu nær inn á grunnsævi, en gagnmerkar rannsóknir Magnúsar Jóhanns- sonar og Jóhannes Sturlaugsson- ar fiskifræðinga hafa sýnt að sjó- birtingur stundar kappát sitt í sjónum á grunnsævinu og fer sjaldnast langt frá ósi heimaárinn- ar. Til marks um ágæti birtingsins þessa dagana sagði Þórarinn Kristinsson, veiðimaður og einn eigenda Tungulækjar, í samtali við Morgunblaðið fyrir skömmu að fiskur væri óvenjulega fallegur þessa dagana. „Það eru mörg ár síðan ég hef séð hann svona fín- an,“ sagði Þórarinn sem hafði ný- lokið við að landa 10 punda birt- ingi í „Faxanum", neðst í Tungu- læk og sagðist vart hafa veitt feg- un-i fisk. „Var kominn tími til“ Góðar göngur smálaxa í sumar hafa haldið uppi veiðinni og hefði þetta sumar langra þurrka og vatnsleysis í ám orðið verulega rýrt ef árgangurinn hefði ekki skilað sér vel úr hafi. Guðni Guð- bergsson fiskifræðingur hjá Veiði- málastofnun sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri ekki að svo stöddu reiðubúinn að fjalla um sumarið, það væri of snemmt og hann vantaði forsendur og upp- lýsingar sem felast m.a. í aflestri merkja o.fl. „Það hefur nú þó ver- ið þannig síðustu árin að oft hafa ýmis ytri teikn gefið tilefni til að vænta betri veiði heldur en síðan varð raunin og höfum við á stund- um þurft að velta mikið vöngum yfir hvað kom fyrir. Það virðist þó ljóst að það er bati núna og það eina sem ég vil segja um það í bili er, að það var kominn tími til.“ Fyigstu daglega með öflugustu úrvalsdeild í heimi á mbl.is Boltavefur mbl.is vlndur enn upp á sig með ítarlegri og lifandi umfjöllun um enska boltann í vetur. Fréttir af hverri einustu umferð á meðan leikirnir fara fram. Liðin, leikirnirog leikmennirnir. Heimasíður félaganna, nýjar fréttir á hverjum degi, nánast allar upplýsingar sem hægt er að finna sSW* a um árangur allra liða. Fylgstu með frá upphafi. Enski boltinn er byrjaður að rúlla á mbl.is mbl.is/boltinn/enski yFtjn / / / Enski boltinn á mbl.is - þar sem hlutirnir gerast hratt!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.