Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Urriði með hagamús í aðalrétt \ ! k ! * |v ,* - SÍÐARI barna- og unglingadagur SVFR í Elliðaánum var í síð- ustu viku. Þátttakendur voru 30, en aðeins tveir laxar veiddust að þessu sinni, Július B. Bjarnason, 12 ára, t.v. veiddi 5 punda lax á svarta Frances í Efri-Kistu og Sigurður R. Steinarsson, 15 ára, veiddi 8 punda lax í Grænugróf, einnig á svarta Frances. Lax Sigurðar var „maríulax". ÞAÐ hefur löngum gengið fjöllun- um hærra að urriðinn sé djarf- tækur þegar matur er annars veg- ar. Græðgi hans er annáluð og kunnar eru sögumar um tilhneig- ingu hans til að tína æðarunga af yfirborði Laxár í Aðaldal. Stund- um fleiri en einn. Mögnuð er líka sagan sem skráð var eftir Garðari heitnum Svavarssyni, stórveiði- manni, um 22 punda urriða sem veiddist á stöng í Langavatni á Mýrum og hafði gleypt með húð og fiðri sjö hálfvaxna toppandar- unga. Enn taka urriðar freklega til matar síns, en magnið er gjam- an í stíl við stærðina þó stundum þyki mönnum nóg um. Nýjasta sagan er frá Geirlandsá á Síðu og var að fmna í Víkurfréttum 20. ágúst síðastliðinn. Þeir sem sáu kvikmyndina um hagamúsina Óskar muna eflaust eftir hrikalegri lífsreynslu litla músarkarlsins er hann steyptist ofan í hyl á smálæk og stórsilung- ur réðst þegar í stað að honum. Óskar slapp með skrekkinn, en frændi hans eða frænka austur á Síðu hafði ekki heppnina með sér. í Víkurfréttum er þessi frásögn höfð eftir Óla Þór Kjartanssyni, sem var við veiðar í Geirlandsá fyrir stuttu: „Mér fannst fiskurinn eitthvað skrýtinn, horaður en bólginn. Þegar ég gerði að honum, kom í ljós að hann hafði kokgleypt hagamús." Margir stórir Þeir sem fylgjast með fréttum af bökkum laxveiðiánna hafa ekki farið varhluta af fregnum af stór- löxum. Sérstaklega hafa þessir stóru veiðst í norðlenskum ám. Og alveg sérstaklega í Laxá í Aðaldal. Tveir 26 punda og einn 25 punda hafa veiðst, tveir þeirra á Nes- veiðum og einn á svæðum Laxár- félagsins. Fyrir fáum dögum töldu menn 15 laxa í bókum Laxárfé- lagsins sem voru 20 punda eða þyngri. Sá nýjasti í hópinn var 21 punds hængur sem Jarlstaða- menn veiddu á Breiðeyri. Þeir náðu öðrum 18 punda á sama stað. Þessir laxar veiddust á bænda- dögum og það sýndi sig að fáir eða engir hafa meiri þekkingu á ánni heldur en heimamenn sjálfir. Jarl- staðamenn veiddu t.a.m. tíu laxa þennan dag á meðan stöngin á svæðinu á móti þeim fékk einn lax og voru þeir menn þó alls ekki að koma í Laxá í fyrsta eða annað sinn. Að viðbættum umræddum 15 löxum má bæta næstum öðru eins á Nes- og Núpaveiðum og nú eru íslenskir veiðimenn að veiða á maðk í Nesi, sama hollið og hefur verið þar um árabil og er alltaf í stórlaxi. Birtingurinn feitur... Stórar smálaxagöngur víða um land í sumar hafa staðfest fréttir um gott og batnandi árferði í haf- inu. Laxinn gengur sem kunnugt er út í hafsauga. Víða eru sjóbirt- ingsgöngur að ágerast þessa dag- ana og það sem m.a. fréttist af þeim er að fiskur sé óvenju búst- inn og glæsilegur og segir það mönnum að góðærið í hafinu nær inn á grunnsævi, en gagnmerkar rannsóknir Magnúsar Jóhanns- sonar og Jóhannes Sturlaugsson- ar fiskifræðinga hafa sýnt að sjó- birtingur stundar kappát sitt í sjónum á grunnsævinu og fer sjaldnast langt frá ósi heimaárinn- ar. Til marks um ágæti birtingsins þessa dagana sagði Þórarinn Kristinsson, veiðimaður og einn eigenda Tungulækjar, í samtali við Morgunblaðið fyrir skömmu að fiskur væri óvenjulega fallegur þessa dagana. „Það eru mörg ár síðan ég hef séð hann svona fín- an,“ sagði Þórarinn sem hafði ný- lokið við að landa 10 punda birt- ingi í „Faxanum", neðst í Tungu- læk og sagðist vart hafa veitt feg- un-i fisk. „Var kominn tími til“ Góðar göngur smálaxa í sumar hafa haldið uppi veiðinni og hefði þetta sumar langra þurrka og vatnsleysis í ám orðið verulega rýrt ef árgangurinn hefði ekki skilað sér vel úr hafi. Guðni Guð- bergsson fiskifræðingur hjá Veiði- málastofnun sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri ekki að svo stöddu reiðubúinn að fjalla um sumarið, það væri of snemmt og hann vantaði forsendur og upp- lýsingar sem felast m.a. í aflestri merkja o.fl. „Það hefur nú þó ver- ið þannig síðustu árin að oft hafa ýmis ytri teikn gefið tilefni til að vænta betri veiði heldur en síðan varð raunin og höfum við á stund- um þurft að velta mikið vöngum yfir hvað kom fyrir. Það virðist þó ljóst að það er bati núna og það eina sem ég vil segja um það í bili er, að það var kominn tími til.“ Fyigstu daglega með öflugustu úrvalsdeild í heimi á mbl.is Boltavefur mbl.is vlndur enn upp á sig með ítarlegri og lifandi umfjöllun um enska boltann í vetur. Fréttir af hverri einustu umferð á meðan leikirnir fara fram. Liðin, leikirnirog leikmennirnir. Heimasíður félaganna, nýjar fréttir á hverjum degi, nánast allar upplýsingar sem hægt er að finna sSW* a um árangur allra liða. Fylgstu með frá upphafi. Enski boltinn er byrjaður að rúlla á mbl.is mbl.is/boltinn/enski yFtjn / / / Enski boltinn á mbl.is - þar sem hlutirnir gerast hratt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.