Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 11
FRÉTTIR
Úrskurður Samkeppnisstofnunar
Auglýsingar nátt-
úruvara taldar
brjdta gegn lögum
Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir
INGIBJÖRGU Hönnu Pétursdóttur hefur tekist að nýta þæfða
ull á nýjan hátt.
JAKKI úr hlýraroði.
/
Islenskur tískuhönnuður sýn-
ir kvöldfatnað úr þæfðri ull
Ziirich. Morgunblaðið.
KENNURUM Ingibjargar
Hönnu Pétursdóttur í listahá-
skólanum í Utrecht í Hollandi
leist ekki sérstaklega vel á þá
hugmynd hennar að sérhæfa
sig í tískuklæðnaði úr þæfðri ull
og fiskroði þegar hún stakk
upp á því. Þeir samþykktu það
þó og í haust voru föt frá henni
valin á sýningu á athyglisverð-
asta tískufatnaðinum frá nem-
endum í tískuhönnun í Hollandi,
Belgíu og Sviss.
Barclay-fyrirtækið stendur
fyrir tískusýningunni til að
koma nýjum tískuhönnuðum á
framfæri. Sýningin í fyrra þótti
mjög forvitnileg og vakti meðal
annars athygli Madonnu á tísku-
hönnuðinum Olivier Theyskens.
Sýningin í haust var haldin í
Amsterdam, Ziirich og
Antwerpen. Áhrifafólki úr tísku-
heiminum var boðið og á eftir
var veisla þar sem tækifæri
gafst til að kynnast réttu fólki.
Ingibjörg Hanna lauk námi í
tískuhönnun og textíl í Utrecht
í júní. Hún sendi lokaverkefnið
sitt í keppnina um að komast á
Barclay-sýninguna og var ein af
24 nemendum í tískuhönnun í
þremur löndum sem voru vald-
ir. „Nýjar, spennandi hugmynd-
ir í hönnun og textíl voru vald-
ar á sýninguna," sagði Ingi-
björg Hanna. „Litur, efni og
form skipta máli.“
Framtíð í ullinni
Það voru níu flíkur eftir Ingi-
björgu Hönnu á Barclay-sýning-
unni. „Ég er sú fyrsta sem geri
kvöldklæðnað úr þæfðri ull og
jakka úr fiskroði,“ sagði hún.
,,Ég var í starfsreynslu hjá
Istex á Islandi og prófaði mig
áfram með efnið þar. Þæfð ull
hefur hingað til aðallega verið
notuð í húfur, skóleppa eða
skrautmuni og fiskroð í veski
eða aðra smáhluti. Ég prófaði
að blanda íslensku ullinni sam-
an við bómull og mér hefur tek-
ist að yfírvinna ýmsa erfíðleika.
Nú get ég hannað fín föt úr efni
sem ég hefði aldrei búist við að
geta notað svona. Þetta er al-
veg nýtt og ég held að það sé
framtíð í þessu. Efnið er til
dæmis tilvalið í buxur. Það
leggst vel að líkainanum eða
getur verið formfast - það býð-
ur upp á mikla möguleika."
PLIKUR Ingibjargar Hönnu
voru gráar og rauðar.
Ingibjörg Hanna er nú á leið
til Parísar og ætlar að ljúka
mastersprófí hjá Institute
Francais de la Mode í vetur.
Hún hefur fengið ullina ókeypis
frá ístex til að prófa sig áfram
með og ætlar að halda áfram á
sömu braut. „Þetta er spenn-
andi efni sem ætti að íjölda-
framleiða," sagði hún.
Á FUNDI samkeppnisráðs í síð-
ustu viku voru bannaðar sex aug-
lýsingar þriggja fyrii'tækja sem
flytja inn náttúruvörur eða fæðu-
bótarefni.
Samkeppnisráð bannaði Eðalvör-
um ehf. að birta auglýsingu á hvít-
lauksafurðum með fyrirsögninni
„Er hvítlaukurinn þinn hreinn hvít-
laukur?“. Auglýsingin birtist á bak-
síðu tímaritsins I apótekinu, 2. tbl.
1997, í desember sl. og taldi sam-
keppnisráð auglýsinguna brjóta
ákvæði 21. gr. samkeppnislaga þar
sem segir m.a. að „óheimilt sé að
veita rangar, ófullnægjandi eða vill-
andi upplýsingar í auglýsingum eða
með öðrum hætti eða beita öðrum
slíkum viðskiptaaðferðum sem
sama marki eru brenndar, enda séu
upplýsingar þessar og viðskiptaað-
ferðir fallnar til að hafa áhrif á eft-
irspurn eða framboð vara, fast-
eigna, þjónustu eða annars þess
sem haft er á boðstólum í atvinnu-
starfsemi sem lög þessi taka til.“
Var það álit samkeppnisráðs að
auglýsingin innihéldi rangar, vill-
andi og ófullnægjandi upplýsingar
og væri jafnframt ósanngjörn
gagnvart neytendum og keppinaut-
um.
Samkeppnisráð bannaði þá Eðal-
vöi-um ehf. að dreifa auglýsinga-
bæklingnum „Rautt eðalginseng
(þykkni)" þar sem upplýsingar í
honum brjóta gegn ákvæðum 21.
gr. samkeppnislaga. Taldi sam-
keppnisráð nauðsynlegt að bæk-
lingurinn yrði innkallaður.
Auglýsingar villandi og
ófullnægjandi
Auglýsing Logalands ehf. á
kyolic-kjarnahvítlauk með fyrir-
sögninni „Vilt þú aðeins það
besta?“, sem birtist í Morgunblað-
inu 3. febrúar sl., var bönnuð þar
sem hún braut í bága við 21. gr.
samkeppnislaga. Bannaði sam-
keppnisráð Logalandi ehf. að gefa í
skyn í auglýsingunni að náttúruvar-
an/fæðubótarefnið kyolic hefði já-
kvæð áhrif á kólesteról og ónæmis-
kerfið þar sem slíkt væri ósannað
og vísaði til óviðkomandi mála. Að
mati samkeppnisráðs er auglýsing-
in ófullnægjandi og villandi. Jafn-
framt sé hún ósanngjörn gagnvart
keppinautum og neytendum þar
sem skírskotað sé til óviðkomandi
mála.
Auglýsing Logalands ehf., sem
birtist í Morgunblaðinu 12. febrúar
með fýrirsögninni „Hugsar þú um
heilsuna?", var einnig bönnuð þar
sem í henni var vísað til rannsókna
á kyolic, sem gefa í skyn að nátt-
úruvaran/fæðubótarefnið kyolic
hafi lækningamátt þar sem slíkt sé
ósannað og vísar til óviðkomandi
mála. Að mati samkeppnisráðs er
auglýsingin brot á 21. gr. sam-
keppnislaga þar sem hún sé röng,
ófullnægjandi og villandi.
Auglýsing Logalands, sem birtist
í Morgunblaðinu með fyi-irsögninni
„Hver er munurinn á kyolic og öðr-
um hvítlauksafurðum?“, vai’ bönn-
uð þar sem fyrirsögnin var talin
vera villandi þar sem aðrar upplýs-
ingar í auglýsingunni eiga ekki ein-
göngu við um kyolic. Áuglýsingin
er því einnig ósanngjörn gagnvart
keppinautum Logalands að mati
samkeppnisráðs.
Samkeppnisráð gerði einnig at-
hugasemd við merkingar Loga-
lands á umbúðum II Hwa ginsengs
og taldi þær ófullnægjandi þar sem
þess sé ekki getið að uþplýsingar
þær sem þar koma fram um umsvif
framleiðanda eigi ekki eingöngu við
um markað fyrir hvítt ginseng í
Kóreu.
Fæðubótarefnið Life Extension,
sem fyrirtækið Celsus flytur inn og
auglýsti í Morgunblaðinu 24. júlí sl.
með fyrirsögninni „Fvrir þá sem
vilja njóta lífsins ... eftir fertugt",
var bönnuð með þeim rökum að
hún innihéldi ósannaðar fullyrðing-
ar og væri birting hennar brot á
ákvæðum 21. gr. samkeppnislaga.
NOATUN
OBYRT
-00 hlaðið
bætielnum!
Hiöptú
300.
Innmatur ur haustslatrun
NOATUN
Verslanir Nóatúns eru opnar
til kl. 21, öll kvöld.
NÓATÚN117 • ROFABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP.
• ÞVERHOLTI 6, MOS. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68