Morgunblaðið - 23.09.1998, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 19
;V:
m
W
jr
Rússneska stjórnin fullskipuð í vikulok
Meirihlutinn
sáttur við skip-
an Prímakovs
Moskvu. Reuters.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,
féllst í gær formlega á skipulag
nýrrar ríkisstjórnar í landinu undir
forystu Jevgenís Prímakovs for-
sætisráðherra. Nýtur hann stuðn-
ings meirihluta Rússa að því er
fram kemur í skoðanakönnunum en
helmingur þeirra kveðst þó ekki
vita hvernig hann eigi að komast af
í þeim þrengingum, sem nú era í
landinu.
Aðstoðarforsætisráðherrar Prí-
makovs verða sex og þar af munu
tveir bera titilinn fyrsti aðstoðar-
forsætisráðherra. Þeir eru komm-
únistinn Júrí Masljúkov, sem fer
með efnahagsmál, og Vadím Gú-
stov, sem fer með byggingarstarf-
semi, æskulýðsmál, málefni héraða
og þjóðarbrota. Er hann hófsamur
og var áður ríkisstjóri í Péturs-
borgarhéraði. Aðrir era miðjumað-
urinn Alexander Shokhín, fjármála-
ráðherra; tæknikratinn Vladímír
Búlgak, samgönguráðherra, og
hinn íhaldssami Gennadí Kúlík,
sem verður landbúnaðar- og mat-
vælaráðherra. Oskipað er í eitt
embætti aðstoðarforsætisráðherra.
Nokkur ný ráðuneyti
Stefnt er að því að auka áhrif
héraðsleiðtoganna í stjórninni og
þeir Víktor Gerasjenkó seðlabanka-
stjóri og Júrí Osípov, forseti rúss-
nesku vísindaakademíunnar, munu
taka þátt í starfl svokallaðs innra
ráðuneytis, sem ekki hefur verið
skilgreint enn.
Innanríkis-, varnarmála- og ut-
anríkisráðuneytið munu heyra
beint undir forsetann og einnig þau
ráðuneyti önnur, sem fara með ör-
yggis- og leyniþjónustumál. Komið
verður á fót sérstöku ráðuneyti til
að fara með auðhringa- og einokun-
armál og ráðuneyti þjóðarbrota og
ráðuneyti héraðanna munu koma í
stað ýmissa annarra ráðuneyta og
stjórnarstofnana. Þá verður ráðu-
neyti, sem fer með málefni Sam-
veldis sjálfstæðra ríkja, enduivak-
ið. Um er að ræða nokkrar breyt-
ingar aðrar en önnur ráðuneyti eru
óbreytt. Búist er við, að búið verði
að skipa í öll ráðherraembættin fyr-
ir vikulok.
Óvissa um afkomuna
I skoðanakönnun meðal 1.500
Rússa um landið allt lýstu 67%
stuðningi við Prímakov sem forsæt-
isráðherra og aðeins 13% vora hon-
um andvíg. Þá hefur fækkað þeim,
sem telja, að mótmælaaðgerðum
muni fjölga á næstu mánuðum, eða
úr 75% í 48% á rúmri viku. Rúmlega
helmingur kvaðst hins vegar ekki
vita hvemig hann ætti að komast af
eins og ástandið væri. Frétta-
skýrendur benda á, að þessi aukna
bjartsýni kunni að verða skamm-
vinn. Skoðanakönnunin hafi verið
gerð 12. og 13. september þegar
rúblan hafði rétt sig aðeins við gagn-
vart dollaranum en síðan hefur
gengi hennar haldið áfi-am að falla
og sér ekki fyrii' endann á því.
Tsjernomyrdín argur
Víktor Tsjernomyrdín, fyrrver-
andi forsætisráðherra, hefur ákveð-
ið að sækjast ekki eftir sæti í
dúmunni, neðri deild rússneska
þingsins, en búist hafði verið við, að
hann byði sig fram í aukakosning-
um í Jamalo-Nenets í Síberíu á
sunnudag. Tsjernomyrdín, sem fór
mikla sneypufór á þingi eftir að
Jeltsín hafði útnefnt hann forsætis-
ráðherra, segir í yfirlýsingu, að eftir
það, sem á undan sé gengið, geti
hann líklega ekki unnið með leiðtog-
um þingflokkanna. ORT-.sjónvarps-
stöðin rússneska sagði, að þrátt fyr-
ir þetta væri Tsjemomyrdín enn
staðráðinn í að bjóða sig fram í for-
setakosningunum árið 2000.
Reuters
SUÐUR-AFRÍSKUR hermaður fylgir uppreisnarmömmm sem teknir voru til fanga í Lesotho í gær.
S-afrískar hersveitir
stilla til friðar í Lesotho
Maseru. Reuters.
SUÐUR-AFRÍSKAR hersveitir
voru í gær sendar inn í grannríkið
Lesotho til að stilla til friðar eftir
margra vikna ólgu í landinu. Að
minnsta kosti átta létust í átökum
hermanna og stjórnarandstæðinga í
gær, og talið er að um 60 manns
hafi særst. I gærkvöldi var allt orð-
ið með kyrrum kjöram.
Mangosuthu Buthelezi, innanrík-
isráðherra Suður-Afríku, sagði
fréttamönnum í gær að forsætisráð-
herra Lesotho, Pakalitha Mosisili,
hefði óskað eftir því að Þróunar-
samtök Suður-Afríkm'íkja sendu
liðsauka til að stilla til friðar í land-
inu, þar sem hann teldi að uppreisn
væri yfirvofandi. Stjómarandstæð-
ingar hafa undanfamar vikur staðið
fyrir fjöldamótmælum í Lesotho, en
Nokkurt mannfall
í átökum en allt
orðið með kyrrum
kjörum
þeir fullyrða að stjórnarflokkurinn
hafi hagrætt úrslitum í þingkosn-
ingunum í maí síðastliðnum, þar
sem hann hlaut 79 þingsæti af 80.
Stjórnarandstæðingar
fordæma íhlutun
Eftir að fulltrúum Suður-Afríku-
stjórnar mistókst um síðustu helgi
að koma á samningaviðræðum milli
ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu í
Lesotho var ákveðið að senda 600
hermenn yfir landamærin til að
binda enda á ólguna í landinu. Her-
sveitirnar mættu nokkurri mót-
stöðu við konungshöllina í höfuð-
borginni Maseru í gæi-morgun, en
þeim hafði síðdegis tekist að bæla
niður alla andspyrnu. Nokkuð bar
þó á gripdeildum í miðborg Masera
í gær, eldsprengjum var kastað að
stjórnarbyggingum og bflar með
suður-afrískum númeraplötum voru
grýttir.
Talsmaður stjórnarandstæðinga,
Mamello Morrison, fordæmdi íhlut-
unina í útvarpsávarpi í gær. Sakaði
hún Nelson Mandela, forseta Suð-
ur-Afríku, um að senda hermenn til
að myrða saklausa borgara, sem
berðust fyrir lýðræðislegum rétt-
indum sínum.
Panasoníc
------------ NV-SD230
Myndbandstæki fyrir þá sem vilja
hafa hlutina trausta og einfalda
Nú bjóðum við í tilefni 20 ára afmælis okkar
Panasonic SD230 myndbandstæki.
Tækið er sérlega áreiðanlegt og traust
fjölskyldutæki og þægilegt í allri notkun.
Tækið er með N.T.S.C. afspilun, barnalæsingu
og fjöldanum öllum af frábærum eiginleikum
sem myndbandstæki af bestu gerð prýða.