Morgunblaðið - 23.09.1998, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 21
Dansinn frumsýndur
KVIKMYND Ágústs Guð-
mundssonar Dansinn er frum-
sýnd í dag í Háskólabíói. Kvik-
myndin er gerð eftir smásögu
færeyska rithöfundarins Willi-
ams Heinesens, og fóru tökur
fram í Færeyjum og við Dyr-
hólaey. Helstu hlutverk eru í
höndum Gunnars Helgasonar,
Baldurs Trausta Hreinssonar,
Pálínu Jónsdóttur og Dofra
Hermannssonar.
Kvikmyndatökumaður er Er-
nest Vincze, en leikmynda-
hönnuður er Tonie Jan Zetter-
ström og um búninga sér Þór-
unn María Jónsdóttir. Tónlist
myndarinnar er eftir Kai Dor-
enkamp.
Viðstaddur frumsýninguna
verður Andy Paterson, fram-
leiðandi og framkvæmda-
stjóri Oxford Film Company,
en Dansinn er samvinnu-
verkefni Isfilm efh., Oxford
Film Company, Nordisk
Film og Hamburger Kino
Kompanie.
Ofurnákvæmni
TOJVLIST
IVorræna husið
LJÓÐATÓNLEIKAR
Wout Oosterkamp og Jan Willem
Nelleke fluttu söngverk eftir
Beethoven, Schubert, Barhms,
Faure, Debussy og Ravel.
Sunnudagurinn
20. september, 1998.
UNDIR yfirskriftinni ARSIS
ei"u ráðgerðir fimm tónleikar í
Norræna húsinu, sem að því er
virðist vera hluti af skipulagðri
tónleikaferð um Evrópu. Eitthvað
vantaði á að skipuleggjendum tæk-
ist að ná til væntanlegra tónleika-
gesta, því innan við 30 voru mættir
til að hlýða á bassa-bariton söngv-
arann Wout Oosterkamp og Jan
Willem Nelleke flytja þýska og
franska ljóðatónlist. Þeir sem unna
góðri tónlist misstu af miklu, því
hér voi-u á ferðinni mjög góðir
listamenn. Tónleikarnir hófust á
An die ferne Geliebte, eftir meist-
ara Beethoven. Lagaflokkur þessi
er með því fegursta í stóru safni
ljóðatónlistar. Þeir sem þekkja
Adelaide op. 46 og An die feme
Geliebte op, 96 telja það mikinn
skaða að Beethoven skuli ekki hafa
leikið þann leik oftar, að semja
fleiri lagaflokka. Rétt um 70
sönglög eru til eftir Beethoven en
flest þeirra eru, frá höfundarins
hendi, ekki merkt með ópusnúm-
eri, þó sum væru gefin út á meðan
höfundurinn var og hét.
Strax í upphafi mátti heyra að
hér voru á ferðinni góðir lista-
menn, þó fyrir smekk undirritaðs
færa þeir of varlega „höndum“ um
verk meistarans. Flutningurinn
var mjög yfirvegaður, mjúklega út-
færður en helst til of haminn í
hraða. Næsta verkefni var þrjú lög
eftir Schubert, sem fyrst voru gef-
in út 1822 undir nafninu Harfenspi-
eler en síðar fundust flem gerðir af
þessum sönglögum við ljóð
Goethes, sem talin voru upprana-
lega gerðin, samin 1816 og vora
þau gefin út 1895. Það sama má
segja um flutning þeirra félaga, á
Söngvum hörpuleikarans og flutn-
ing þeirra á lagaflokki Beethovens,
að Schubert var of haminn, og þó
allt væri á sínum stað og vel mótað,
vantaði að þeir slepptu fram af sér
„beislinu“.
Átta lög eftir Brahms vora sér-
lega fallega fiutt og sérstaklega
Wie Melodien zieht es og Meine
Liebe ist grún vie der Flieder-
busch. Oosterkamp er auðheyri-
lega sérlega vel að sér í franskri
söngtóntónlist, því í lögum eftir
Faure, Debussy og Ravel féll
hvergi á skuggi, öll lögin vora
næstum óhugnanlega vandlega
flutt. Oft hefur því verið haldið
fram, að stíll franskra sönglaga,
sem að nokkru leyti var stefnt
gegn þýskri rómantík, sé í raun
beint framhald af þýskra róman-
tíkinni en þar muni, að þýskir
syngi um tilfinningar sínar, gráti
sjálfir en franskir lýsi þeim, telji
tárin á vanga annarra. Hvað sem
þessu líður var flutningur þeirra
félaga sérlega myndrænn í frönsku
lögunum, sem era meistaralega vel
gerð „myndverk“ í tónum og þar
átti píanistinn oft sérlega fallega
mótaðar tónlínur.
Oosterkamp og Nelleke era frá-
bærir listamenn en fyrir undirrit-
aðan leggja þeir ofuráherslu á
vandaðan flutning, svo mjög, að
maður fer að hlusta einum um of á
ýmis nákvæmnisatriði og þar með
tekur útfærslan athyglina frá
sjálfri tónlistinni.
Jón Ásgeirsson
Nýjar plötur
• BERRÖSSUÐ i tánum er með
nýju íslensku bamaefni. A plötunni
er að finna ljóð og sögur úr dag-
skránni Berrössuð á tánum sem
fiutt hefur verið á leikskólum víða
um land sl. þrjú ár. Efnið er ætlað
börnum á aldrinum 2ja-8 ára og
fjallar t.d. um dýrin, veðrið og
hvað errétt ograngt. Höfundar og
fiytjendm■ eru þau Anna Pálína
Arnadóttir og Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson.
Anna Pálína og Aðalsteinn hlutu
styrk frá Barnamenningarsjóði ár-
ið 1995 til að setja saman og semja
efni fyrir börn og er þessi hljóm-
plata m.a. afrakstur af því starfi.
Áður hafa komið út með þeim
Önnu Pálínu og Aðalsteini hljóm-
plöturnar Á einu máli, Von og vísa
og Fjall og fjara.
Um hljóðfæraleik sjá Gunnar
Hrafnsson bassaleikai-i, Gunnar
Gunnarsson píanóleikari og Pétur
Grétarsson, trommu- og slagverks-
leikari. Hljómplötunni fylgir texta-
hefti með fjölda mynda eftir Sig-
rúnu Eldjárn.
Utgefandi Berrössuð á tánum er
Dimma. Japis sér um dreifingu og
kostar hljómplatan 1.990 kr.
^noha
Brunaslöngur
frá Noregi
\1durkennd brunavöm
Fáanlegar með og án skáps
Fást í hyggingavöruverslunum um land allt.
www.mbl.is
Langar þig
á úrslitaleik
Landssíma-
deildarinnar
á laugaxdaginn?
Lokaumfer9 Landssímadeildarinnar
fex fxam á laugardaginn
og nú ez spennan í hámazki!
Þeir sem fá úrslit úr leikjum Landssimadeildarínnar
með SMS hjá Símanum-GSM, eiga möguleika á að
vinna tvo miða á leik KR og ÍBV á laugardaginn.
5
$
5
2
Z
<
5
ö
o
z
2
o
Skráðu þig strax á heimasíðu Simans, www.simi.is,
eða hríngdu í gjaldfrjálst númer Þjónustumið-
stöðvar Símans,
• iU'J 7000
Dregið verður á föstudaginn og fá vinningshafar
SMS skilaboð um að sækja miðana í verslun Simans
í Kringlunni.