Morgunblaðið - 23.09.1998, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Harm-
oníkutónleik-
ar í Norræna
húsinu
NORSKI harmoníkuleikarinn Geir
Draugsvoll heldur tónleika í
Norræna húsinu miðvikudaginn 23.
september kl. 20.30.
Geir Draugsvoll er fæddur 1967
og er frá Voss í Vestur-Noregi.
Hann byrjaði að spila á harmoníku
átta ára gamall og gaf út sína
fyrstu sólóplötu
1994. Geir hefur
komið fram í út-
varpi og sjón-
varpi á Norður-
löndunum, í
Bandaríkjunum,
Kanada,
Hollandi og
Frakklandi. A
þessu ári hefur
hann spilað með
New European
Orchestra í Róm og Berlín og á
New Musie ‘98-hátíðinni í
Manchester.
Geir stundaði nám við Konung-
lega danska tónlistarskólann þar
sem hann starfar sem kennari í
dag. Geir er gestaprófessor við
Hochschule fur Darstellende Kunst
í Graz í Austurríki. Geir Draugsvoll
er einn þeirra tónlistarmanna sem
hefur lagt mest af mörkum við út-
setningu nýrra laga fyrir harm-
oníku. Meðal annars hefur hann
umritað verk eftir Bach og Mozart
og hann túlkar á snilldarlegan hátt
allt frá „Petrousjka“ eftir Stravin-
sky og tangó Piazzollas til sam-
tímatónlistar Arnes Nordheim,
segir í fréttatilkynningu. Geir hefui-
frumflutt mörg verk eftir norræn
tónskáld.
Heimsækir öll Norðurlöndin
Geir Draugsvoll
Unga Island
TÖNLIST
Listasafn Kúpavngs
KAMMERTÓNLEIKAR
Nína Margrét Grímsdóttir, Sigur-
björn Bernharðsson og Sigurður
Gunnarsson fluttu verk eftir
Haydn, Shostakovitsj og Brahms.
Sunnudaginn 20. september.
ÞAÐ unga tónlistarfólk, sem
þessi árin er að hasla sér völl, á
tilvist sína að þakka þeirri
menningarsprengingu, sem
grundvölluð var með vel
skipulögðum tónlistarskólum.
Þeir sem standa sitt hvorum
megin við þrítugt koma nú fram
hver á eftir öðrum en á svipuð-
um tíma hefur Sinfóníuhljóm-
sveit Islands náð því marki að
vera góð hljómsveit.
Af þeim sem komu fram á tón-
leikum í Gerðarsafni sl. sunnu-
dag hafa Nína Margrét og Sig-
urbjörn skapað sér nafn sem
efnilegt tónlistarfólk en með
þeim var Sigurður Gunnarsson
sellóleikari að láta heyra í sér í
fyrsta sinn á almennum tónleik-
um, að því er undirritaður best
veit. Tónleikarnir hófust á tríói í
Es-dúr eftir Haydn HXV 29,
sem er næstsíðasta píanótríóið
er Haydn samdi, en þau munu í
heild vera 28 talsins og sá flokk-
ur tónverka sem Haydn hugsaði
helst til heimilsisnotkunar, enda
er t.d. sellóröddin oftlega aðeins
tvöföldun á bassarödd píanósins,
í samræmi við tríósónöturithátt-
inn (continuo) og í samræmi við
það voru flest píanótríóin gefín
út undir flokkaheitinu „sónötur".
Þrátt fyrir þetta er margt
skemmtilegt að finna í þessum
verkum meistarans, meðal ann-
ars hið fræga tatara-rondó í
HXV 25. Tríóið var að mörgu
leyti skemmtilega flutt, sérstak-
lega síðasti þátturinn, en þar
getur að heyra hryn-tilbrigði,
sem margir sagnfræðingar telja
til stríðni, sem Haydn átti til í
ríkum mæli. Það vantaði að
nokkru léttleikann í flutning
tríósins, er rekja má til þess að
píanóið er of hljómfrekt.
Þetta ójafnvægi í hljómstyrk
kom nokkuð að sök í öðru
viðfangsefni tónleikanna, tríói
op. 67 eftir Shostakovitsj, sem
höfundurinn, ásamt Tsiganov og
Shirinsky, flutti í Leníngi-ad 14.
nóvember 1944. Shostakovitsj
samdi aðeins tvö píanótríó og
það liðu næm tuttugu ár á milli,
en tríó nr. 1 var samið 1923 og
talið vera fyrsta kammerverk
tónskáldsins. I þessu verki mátti
heyra að Sigurður Gunnarsson
er efnilegur sellisti, hefur á valdi
sínu sérlega fallegan tón og
sýndi af sér töluvert öryggi, þótt
honum brygðist bogalistin í
flaututónastefinu fræga, sem er
ótúlega erfitt að útfæra. Largó-
kaflinn var í heild best fluttur en
í hröðu köflunum var píanóið allt
of hljómfrekt þegar leikið var
sterkt, svo að strengjaleikararn-
ir máttu hafa sig alla við og voru
þar af leiðandi oft við styrk-
leikamörk hljóðfæranna í leik
sínum.
Enn mátti heyra fallegan
sellótóninn hjá Gunnari í H-dúr-
tríóinu op. 8 eftir Brahms, sér-
staklega í hinni fallegu ein-
leikslínu í miðþætti hæga þáttar-
ins. Opus 8 er fyrsta kammer-
verkið eftir Brahms, frá 1854 og
endursamið 35 árum síðar, og í
þeirri gerð flutt í Búdapest. Þeir
sem til þekkja og vit hafa á telja
að fyrri gerðin sé „kraftmeiri og
villtari" og á engan hátt minna
listaverk en seinni gerðin. Sá
þáttur sem Brahms gerði
minnstar breytingar á var
Skersóið, sem mun vera nær
eins og í frumgerð verksins.
Það hefur oft verið deilt um
hljómblæinn í píanóverkum
Brahms og telja margir að
hljómurinn eigi að vera mjúkur
en ekki hvass, því þannig verði
hin þykka hljómskipan hljómfal-
leg og hefur þessu verið líkt við
þann mun sem er á að syngja og
kalla. Nína Margrét er leikinn
píanisti en átti til að leika of
sterkt á köfium og með hvössum
áslætti, bæði í Schostakovitsj og
Brahms. Besta jafnvægið í
hljómstyrk var í tveimur síðustu
köflunum í tríóinu eftir Brahms,
sem voru um margt sérlega vel
leiknir, enda er hér á ferðinni
listafólk gott og sérlega gleðilegt
að bjóða Sigurð Gunnarsson vel-
kominn í hóp með okkar bestu
hljóðfæraleikurum. Þrátt fyrir
að hér séu á ferðinni mjög góðir
tónlistarmenn vantaði nokkuð á
að samspilið væri merkt því
jafnvægi í tónblæ og túlkun, sem
aðeins næst með langri sam-
vinnu. í raun þarf engu að kvíða
um framtíðina, því tíminn mun
kenna sínu fólki og hið „unga Is-
land“ verða þá fullveðja meðal
menningarþjóða samtímans.
Jón Ásgeirsson
1995 völdu Rikskonsertene Geir
„debutant" ársins. A þessari tón-
leikaferð, þar sem hann heimsækir
öll Norðurlöndin, spilar hann bæði
á Harmoníkuhátíðinni í Oscars-
hamn í Svíþjóð og verður með
„Master Class“ í Sibelius-aka-
demíunni í Helsinki.
Rikskonsertene i Noregi standa
að hljómleikaferð Geirs Draugs-
volls um Norðurlönd. Hann kemur
hingað frá Færeyjum, þar sem
hann lék í Norðurlandahúsinu í
Þórshöfn. Frá íslandi liggur leiðin
til Svíþjóðar.
Menntamálaráðuneyti Noregs,
Rikskonsertene, Norska sendiráðið
og Norræna húsið hafa átt sam-
vinnu um komu Geirs Draugsvolls
hingað til lands.
Söng-
leikir í
Kaffíleik-
húsinu
Morgunblaðið/Keli
INGVELDUR Ýr Jónsdóttir og Gerrit Schuil.
Þola Islenskt veðurfar
j ÞakrennukerfiS fró okkur er samsett úr
i galvanhú&uðu plastvörSu stáli.
J Þa& er au&velt og fljótlegt í uppsetningu.
i Þakrennukerfi sem endist og endist.
“ TÆKNIDEILD
jjOOKg
/wBjBSsk Öfl
Smiðshöfða 9 <
Sími 587 5699
UC.Gfl'
YsOSTA
132 Reykjavík
Fax 567 4699
INGVELDUR Yr Jónsdóttir
söngkona og Gerrit Schuil píanó-
leikari verða með söngdagskrá í
Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum
fimmtudagskvöldið 24. september
kl. 21. Dagskrána nefna þau Söng-
leikir og munu þau bregða á leik
og flyta ýmis vinsæl lög úr söng-
leikjum, kvikmyndum og íslensk-
um leikritum. Fyrr í sumar var
sama dagskrá flutt í Iðnó.
Af innlendum verkum má nefna
lög úr leikritunum Ofvitanum, Silf-
urtunglinu og Húsi skáldsins og
kvikmyndunum 79 af stöðinni og
Skilaboð til Söndru. Einnig verður
flutt syrpa af lögum eftir George
Gershwin og Kurt Weill auk laga
úr vinsælu söngleikjum, m.a.
Söngvaseið, My fair Lady, Cabar-
et og Showboat.
Ingveldur Yr hefur hefur komið
fram á óperusviði og í tónleikahús-
um víða um heim og sungið með
þekktum hljómsveitarstjórum. Má
þar nefna þá Seiji Ozawa og Sir
Neville Marriner.
Gerrit Schuil er fæddur í
Hollandi en hefur búið á Islandi
undanfarin ár. Gerrit hefur haldið
tónleika í Evrópu og Bandaríkjun-
um og komið fram á alþjóðlegum
tónlistarhátíðum, auk þess sem
hann hefur stjórnað fjölmörgum
hljómsveitum bæði í óperuhúsum
og tónleikasölum.
AUGLÝSING ÞESSIER EINGÖNGU BIRTIUPPLÝSINGASKYNI
Heildarnafnverð útgáfunnar var 150 m.kr. Skuldabréfin eru vaxtagreiðslubréf
með tveimur vaxtagreiðslum á ári. Höfuðstóll skuldarinnar greiöist f einu
lagi þann 24. ágúst árið 2003. Skráningarlýsingu og önnur gögn er
hægt að nálgast hjá umsjónaraðila skráningarinnar, viöskiptastofu
íslandsbanka hf., Kirkjusandi, 155 Reykjavík.
ISLANDSBANKI
Tangi hf.
Skuldabréf
Tanga hf.
á Verðbréfaþing íslands
Verðbréfaþing islands hefur samþykkt
að taka skuldabréf Tanga hf., 1. flokk 1998,
á skrá þingsins þann 28. september nk.
www.mbl.is
Heimir Kristján
Pálsson Jóhann Jónsson
Nýjar bækur
• SÖGUR, Ijóð og líf er eftir Heimi
Pálsson. Rakin er saga íslenskra
bókmennta á 20. öld. I bókinni er
gerð grein fyrir stefnum og straum-
um í skáldskap allt frá nýrómantík í
byrjun aldar til póstmódernisma í
aldarlok. Fjallað er um fjölda verka
einstakra höfunda og sjónum beint
að þjóðfélagsþróun á öldinni og
hvernig hún speglast í bókmennt-
um. Bókin er ætluð almennum les-
endum, áhugamönnum um bók-
menntir og nemendum á fram-
haldsskólastigi.
Sögur, ljóð og líf hefur að geyma
yfirlit yfir íslenskar bókmenntir á
20. öld þar sem þær eru skýrðar í
hnotskurn. Fyrsti hluti bókarinnar
fjallar um tímabilið frá aldamótum
fram til ársins 1930 þegar borgar-
menning var í vöggu, annar hlutinn
um tímabilið 1930-1950 og nefnist
hann „Frá kreppuárum að köldu
stríði“, í þriðja hluta bókarinnar er
gi-eint frá bókmenntum í köldu
stríði og fram að stúdentaóeirðum
og loks er fjallað um tímabilið frá
1970 til aldarloka.
I kynningu segir: „í bókinni er að
finna skáldatal þar sem gerð er sér-
stök grein fyrir rúmlega 100 rit-
höfundum og skáldum og verkum
þeirra. Fjöldi mynda prýðir bókina,
bæði af höfundum, listaverkum,
sögulegum atburðum og bókarkáp-
um. Helstu bókmenntastefnur eru
skýrðar og settar í alþjóðlegt sam-
hengi í stuttu máli í sjálfstæðum
köflum.“
Bókinni fylgja ýtarlegar skrár.
Höfunduinn, Heimir Pálsson
cand. mag., hefur áratuga reynslu
af kennslubókagerð og kennslu í ís-
lensku á framhaldsskólastigi. Hann
var nýverið i-áðinn lektor í íslensku
við Kennaraháskóla íslands.
Bókin er 174 blaðsíður. Umsjón
með útgáfunni hafði Svala Þor-
móðsdóttir, Inga Elsa Bergþórs-
dóttir hannaði kápu en Ragnar
Helgi Ólafsson hannaði útlit bókar-
innar. Bókin er prentuð í Odda.
Leiðbeinandi verð er 3.480 kr.
0 LykiIIinn að Njálu er eftir Kríst-
ján Jóhann Jónsson. Markmið
bókarinnar er að kynna Brennu-
Njáls sögu og kenna fólki að njóta
þess sem í henni er að finna og
skoða efni þessarar gersemi ís-
lenskra bókmennta og persónur
hennar í nýju ljósi.
Kristján Jóhann Jónsson segir
meðal annars í formála bókarinnar:
„Kynslóð eftir kynslóð hefur lesið
sjálfa sig, gleði sína og áhyggjur
inn í þessa bók og endurskapað
hana með ýmsu móti. Eg mun
freista þess að sjá hvað í henni er
að finna og lesa það án fordóma.
Seinna koma svo aðrir lesendur og
benda á hvernig ég hafi komið sjálf-
um mér fyrir í eigin lestri, setja sig
í staðinn og segjast fordómalausir."
í kynningu frá útgefanda segir:
„Lykillinn að Njálu er einkar að-
gengileg bók sem opnar nútímales-
endum nýja sýn á efni og söguhetj-
ur Brennu-Njáls sögu. Með Lykil-
inn að Njálu í höndunum nýtur les-
andinn leiðsagnar manns sem í
senn er góður rithöfundur, sér-
fræðingur í Njálu og þaulvanur
kennari. Honum ætti því að reynast
auðvelt að dýpka skilning lesandans
á þessari merku bók sem íslending-
ar hafa sótt í bæði visku og styrk
kynslóð fram af kynslóð."
Bókin er 248 blaðsíður. Ragnar
Helgi Ólafsson hannaði kápu en
bókin er prentuð í Odda. Leiðbein-
andi verð er 3.890 kr. (innbundin)
og 2.890 (kilja).
Útgefandi bókanna er Vaka-
Helgafell.