Morgunblaðið - 23.09.1998, Page 24

Morgunblaðið - 23.09.1998, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Skorningar og1 kynjamyndir MYNPLIST Listasafn Árnesinga SIGURÐUR EINARSSON Til 28. september. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14-17. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá kr. 300. EIN af ævintýralegum landslagsmynd- um Sigurðar Einarssonar. SIGURÐUR Einarsson sýnir um Jæssar mundir í Listasafni Amesinga á Sel- fossi. Sýningin er mikil að vöxtum, enda afmælissýn- ing hins áttræða listamanns og yfirlitssýning sem spann- ar allan feril hans. Það má sjá hvemig hann fikraði sig frá fremur dempuðum og raunsæjum vinnubrögðum til litríkra og ævin- týrakenndra náttúrulýsinga. Þessar fantasíur era mestan part endur- minningar úr barnæsku, frá þeim tíma þegar listamaðurinn - eins og hann orðar það sjálfur í sýningar- skrá - var að uppgötva veröldina kringum sig. Sigurður er fæddur á Gljúfri í Ölfusi, þar sem Gljúfurá þrengir sér milli Sogns og Bjarnarfells í til- komumiklum skomingum. Svo virð- ist sem þetta landslag eigi hug hans allan því að í annarri hverri mynd bregður fyrir giljum og fossum á miðjum fleti innan um fjöll og hamraveggi, eða hraunelfur sem teygja sig yfír mela og graslendi. Þegar betur er að gáð má sjá andlit og mannverar gægjast hvarvetna út úr landslaginu eins og tröll og huldufólk. Fyrir Sigurði er náttúra bemsku hans lifandi og óræður heimur, fullur af óvæntum kröftum sem toga myndsviðið sitt á hvað, hægri, vinstri, upp og niður. Málarinn staðsetur okkur gesti sína framan við sviðið svo að manni finnst sem landslagið birtist nokkum veginn skáhallt fyrh- neðan. Það er ekki ósvipað því að vera frammi í stjómklpfanum á flugvél sem stýrt er af Ómari Ragnarssyni gljúfra- skoðunarmanni. Oftast leggur Sig- urður línumar eftir láréttum ásum í áttina að miðju flatarins. Eg minnist þess ekki að hafa séð jafnmikið af lá- réttum litböndum síðan Svavar heit- inn Guðnason kvaddi þennan heim. Það kæmi manni ekki á óvart þótt Sigurður hefði skoðað verk Horn- firðingsins og dregið sínar ályktanir af víðeminu sem Svavar gat laðað fram með ólíkum, láréttum htflötum. En lengra nær skyldleikinn ekki, nema ef vera kynni að svipir Sigurð- ar væra af sama meiði og grímumar sem kenndar eru við Cobra. Það era þó snöggtum frumstæð- ari svipir sem mæta okkur í mynd- um Sigurðar en verkum Cobramanna, enda eru þetta minni bernskunnar; framlegustu sýnir af öllum frumlegum, sem listamaður- inn framkallar á sínu síðara bernskuskeiði. Það er öll þessi bernska sem gerir verk Sigurðar svo kröftug sem raun ber vitni. Halldór Björn Runólfsson Skærasta vonin KVIKMYIVPIR S a m b í 6 i n Hope Floats Leikstjóri: Forest Whitaker. Aðal- hlutverk: Sandra Bullock, Harry Connick jr., Gena Rowlands, Mae Whitman. 20th Century Fox. 1998. MEGINÞEMAÐ í ástarmyndinni Hope Floats, sem Sambíóin frum- sýndu um helgina, era brostin fjöl- skyldubönd og fjölskyldubönd sem hnýtt eru fastar en áður. Því fylgir mikil tilfínningasemi sem sennilega réttlætir stimpilinn klútamynd. Þama er einnig brothætt ástarsaga á ferðinni sem óvíst er hvemig end- ar og henni fylgir einnig tilfinninga- semi, sem leikstjórinn, Forest Whitaker meðhöndlar ljúflega. Hann fer um fjölskyldudramað mjúkum höndum og gefur hverjum þann tíma sem hann þarf, einkum Söndru Bullock, sem reynir kannski við erfíðasta hlutverk sitt á ferlinum og sleppur ósködduð. En það leynist í myndinni hliðar- saga sem er áhugaverðari og kannski meira spennandi en marg- brotið fjölskyldudramað og fjallar um það þegar skærasta vonin snýr aftur til smábæjarins og hefur ekki tekist að fanga ameríska drauminn. Þvert á móti kemst hún að því í beinni útsendingu í upphafsatriði myndarinnar, að maðurinn hennar hefur haldið framhjá og veröld hennar hrynur. Hún snýr særð til heimabæjarins, Smithville, og er auðveld bráð þeirra sem sátu eftir. Stelpur sem hún stríddi í skóla eru ekkert áfjáðar í að hjálpa henni. Gamlar syndir segja til sín og hún upplifir höfnun; jafnvel dóttur hennar er strítt í skóla. Gamall kær- asti bankar á dymar í líki Harry Connick jr. og hefur ekki áhuga á ameríska draumnum, aðeins stelp- unni sem hann dýrkaði í skóla. Hún berst á móti, enn með hugann við drauminn, ósátt við að vera komin aftur í smábæinn. Allt þetta þarf Bullock að takast á við og með hjálp Forest, sem er kunnur leikari, tekst henni að sigla í gegnum það án stórvandræða. Leikstjóranum tekst einnig að halda væmninni í lámarki. Gena Rowlands leikur móður Bullock í myndinni og sýnir stórleik eins og hennar er von og vísa sem hálfgerð- ur furðufugl og aðrir bæjarbúar era í höndum bærilegra leikara. Utkoman er litrík fjölskyldusaga og saga um mæður og dætur, ástar- saga og saga um hina hliðina á am- eríska draumnum. Markhópurinn er fyrst og fremst konur og það má vera að myndin sé ofhlaðin og á köflum ekki nógu skýr varðandi samband persónanna en hún er alltaf áhugaverð og ágætlega leikin. Arnaldur Indriðason. Fjölbreytt vetrardagskrá Leikfélags Islands Iðnó iði af lífi“ „VIÐ leggjum metnað okkar í að reka Qölbreytta menningar- starfsemi í Iðnó í vetur og vilj- um að Iðnó iði af lifi, alla daga, allan ársins hring,“ segir Magn- ús Geir Þórðarson, listrænn stjórnandi Iðnó, en dagskrá vetrarins liggur nú að mestu leyti fyrir. Iðnó er rekið af Leik- félagi íslands. Iðnó var opnað eftir Iangt hlé í maí síðastliðnum og segir Magnús starfsemina hafa farið mjög vel af stað - „mun betur en við þorðum að vona. Þær sýn- ingar sem þegar hafa verið frumsýndai' ganga fyrir troð- fullu húsi“. Segir hann dagskrá vetrarins einkennast af Ijöl- breytni, þar sem listrænn metn- aður og skemmtun sé sett í önd- vegi. „Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfí!“ Mikið framboð er af leiksýn- ingum á höfuðborgarsvæðinu og fyrir vikið segir Magnús mikil- vægt að Iðnó skapi sér sérstöðu. „Það teljum við okkur hafa tek- ist með verkefnaskrá vetrarins. Meðal annars með áherslu á spunaverk - leikhús augnabliks- ins - hádegisleikhús, sápuóperu og verk sígildra höfunda, sem rata því miður alltof sjaldan á íjalir íslenskra leikhúsa." Iðnó hefur ekki á að skipa hópi fastráðinna leikara en legg- ur, að sögn Magnúsar, metnað sinn í að fá til liðs við sig fær- ustu leikhúslistamenn þjóðarinn- ar. „Það hefur tekist og við er- um afar stolt af frábærum lista- mönnum sem vinna að sýningum í Iðnó í vetur.“ Leikfélag íslands rekur Iðnó án opinberra styrkja en reiðir sig á stuðning ýmissa fyrirtækja. Magnús segir útilokað að starf- semin myndi bera sig ef aðeins yrði boðið upp á sýningar þrjá til fjóra daga í viku - frá fimmtu- degi til sunnudags. „Við liöfum því leitað leiða til að ná inn bæði öðrum kvöldum vikunnar og há- deginu, auk þess sem við verðum með eftirmiðdags- og miðnætur- sýningar. Sem dæmi má nefna að 41 sýning er fyrirhuguð í hús- inu í september." Leiklist Til hinna óbornu nefnist sýn- ing sem sett verður upp í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli leik- húsfrömuðarins Bertolds Brechts. Sýningin verður byggð á ljóðum Brechts en ævistarf skáldsins haft til grundvallar. Ljóðin eru í nýjum þýðingum Þorsteins Gylfasonar sem jafn- framt samdi handritið ásamt Þorsteini Þorsteinssyni. Leik- stjóri er Helga Jónsdóttir og frumsýning áætluð 15. október. Fljótlega eftir áramót verður sett af stað hádegisleikhús í Iðnó. Þar verða frumflutt þrjú ný leikrit eftir íslenska höfunda en í tilefni af enduropnun Iðnó síðastliðið vor var efnt til leik- ritasamkeppni fyrir hádegisleik- húsið. Urslit liggja enn ekki fyr- ir en fimmtíu verk eftir um Ijörutíu höfunda bárust í keppn- ina. Lítil hefð er fyrir hádegis- leikhúsi hér á landi en Magnús er sannfærður um að það muni laða nýja gesti að leikhúsinu. Meðan á sýningum stendur munu leikhúsgestir snæða léttan hádegisverð. Beðið eftir Beckett er titill á sýningu eftir Nóbelsskáldið Samuel Beckett. Fluttir verða einþáttungarnir Rockaby og A Piece of Monolog. Leikstjóri verður Viðar Eggertsson og meðal flytjenda María Ellingsen. Eldhugar í starfi og leik Sigurður Sigurður Á. Magnússon Friðþjófsson BÆKUR f þróttir STÆRSTI SIGURINN íþróttir fatlaðra á Islandi í 25 ár Ritstjóri: Sigurður Magnússon. Texti: Sigurður Á. Friðþjófsson. Útlit og umbrot: Sáfi. Útlit hlífð- arkápu: Ástmar Ólafsson. Filmu- vinna, prentun og bókband: Borgarprent hf. 216 blaðsíður, flestar myndskreyttar. Verð: 3.500 krónur á skrifstofu Iþrótta- sambands fatlaðra. Útgefandi: Iþróttasamband fatlaðra 1998. BÓKIN Stærsti sigurinn, sem íþróttasamband fatlaðra gaf út fyrir skömmu, er um íþróttastar- femi fatlaðra á íslandi undanfarin 25 ár, en skipulögð íþróttaiðkun fatlaðra á Islandi á sér ekki lengri sögu. 1969 var fyrsta alþjóða ráð- stefnan um almenningsíþróttir haldin í Ósló að tilstuðlan Iþrótta- sambands Noregs og í kjölfarið ákvað Iþróttasamband Islands að beita sér fyrir trimmherferð á meðal almennings. A fundi íþrótta- nefndar Evrópuráðsins 1971 benti Sir Ludwig Guttman, einn fulltrúi Bretlands, á að ekki væri um al- menningsíþróttir að ræða nema að fullt tillit væri tekið til fatlaðra og þeim gert kleift að stunda íþróttir á sama hátt og ófatlaðir. Guttman, sem nefndur hefur verið faðir íþrótta fatlaðra, hafði mikil og já- kvæð áhrif á fundarmenn og orð- um hans var fljótlega víða fylgt eftir í verki. 1972 samþykkti Iþróttaþing íþróttasambands ís- lands að vinna að aukinni og bættri aðstöðu til íþróttaiðkana fyrir fatlað fólk í samstarfi við Sjálfsbjörg. Undirbúningsnefnd var skipuð og á vegum hennar hófust fyrstu skipulögðu íþrótta- æfingar fatlaðra. íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík var fyrsta íþróttafélag hreyfihaml- aðra á Islandi, stofnað 1974, og voru um 40 manns á stofnfundin- um. Eik á Akureyri var fyrsta íþróttafélag þroskaheftra á ís- landi, stofnað 1978, en ári síðar stóðu fimm félög að stofnun Iþróttasambands fatlaðra, IF. Um 1.000 fatlaðir íþróttamenn era nú í 22 aðildarfélögum ÍF vítt og breytt um landið, en ámóta margir koma að starfseminni á einn eða annan hátt. ÍF ákvað að gefa út afmælisrit í tilefni skipulagðs íþróttastarfs fatlaðra í aldarfjórðung og fékk Sigurð Magnússon, fyrsta for- mann FÍ, til að hafa umsjón með verkinu en hann réð Sigurð Á. Friðþjófsson til að skrifa texta. I bókinni eru ávörp forseta Islands; menntamálaráðherra, forseta ISI og formanns IF. Greint er frá að- draganda stofnunar IF og afreks- manna sérstaklega getið en lit- myndir eru af öllum gullverð- launahöfum á alþjóða stórmótum og nánari upplýsingar um þá. Viðtöl eru við talsmenn allra 22 fé- laga ÍF, átta frum- herja, formenn ÍF frá byrjun, sem eru reyndar aðeins þrír, stjórnarmann og þre- menningana sem gegnt hafa og gegna framkvæmdastjóra- stöðu sambandsins. Sagt er frá starfsemi ÍF, stjórnartal fylgir og 12 síðustu síðumar fara undir heillaóskir til sambandsins. Ekki fer á milli mála að Grettistaki hefur verið lyft í íþróttamálum fatlaðra og í bókinni kemur glögg- lega fram hverju óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf forvígismann- anna hefur fengið áorkað. Nýr heimur hefur opnast fötluðum og ekki síður ófötluðum. Aðalatriðið með starfseminni er að gefa öllum færi á að vera með en í viðtölum kemur fram að árangur fatlaðs af- reksfólks á alþjóða stórmótum hafi átt stóran þátt í að opna augu almennings fyrir rhikilvægi starfs- ins - að fatlaðir eigi sama rétt og ófatlaðir - auk þess sem sigrarnir hafi hvatt æ fleiri til þátttöku. í eftirmála Sigurðar Magnússon- ar kemur m.a. fram að ekki sé um venjulegt sagnfræðirit að ræða heldur frekar heimildarit og sam- tíðarsögu um farsælt starf. Við- mælendur era yfirleitt ánægðir með gang mála og kemur gjarnan fram að ekki þurfi mikið til að gleðja fatlaða. Hins vegar bendir einn frumherjinn á að gera þurfi ráðamönnum þjóðarinnar gi-ein fyrir því að starfið verði ekki enda- laust unnið í sjálfboðavinnu, „við getum ekki endalaust verið með betlistaf í hendi". Þörf ábending því íþróttaiðkun hefur svo mikið að segja í allri uppbyggingu og endur- hæfingu og sérstaklega er mikil- vægt að vel sé hlúð að starfsemi fatlaðra eins og víða kemur fram í bókinni. Nær hver síða er myndskreytt og hafa myndirnar mikið að segja en betur hefði mátt vanda myndatexta við myndir af íþróttafólki, því oft er ekki greint frá hver eða hverjir ei’u á viðkom- andi mynd. Eins hefði prófarka- lestur mátt vera vandaðri. Hins vegar er mikill fróðleikur í bók- inni og lestur hennar ætti að vekja fólk til umhugsunar um gildi starfsins. Það er stærsti sig- urinn. Steinþór Guðbjartsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.