Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 25
LISTIR
Morgunblaðið/Jim Smart
GUÐRÚN Ásmundsdóttir og Erlingur Gíslason í hlutverkum Fonsíu og Wellers í Rommí sem sýnt er
í Iðnó um þessar mundir.
Sýningin verður í samstarfi við
Annað svið.
Leikritið Frú Klein eftir
Nicholas Wright verður einnig á
fjölum Iðnó í vetur. Er það sál-
fræðistúdía, byggð á ævi Meianie
Klein, sem var einn af brautryðj-
endum í sálgreiningu á fyrri
hluta aldarinnar. Klein var kona
umdeild um sína daga og lenti
meðal annars upp á kant við Sig-
mund Freud. Leikstjóri verður
Inga Bjamason en Margrét Áka-
dóttir fer með hlutverk frú Kiein.
Sýningin er samstarfsverkefni LI
og Hvunndagsleikhússins.
Eftir áramót verður frumsýnd
í Iðnó sápuópera, framhaldsleik-
rit byggt á spunatækni sem þró-
ast með þátttöku áhorfenda og
Netsins. Leikstjóri verður Martin
Gejer.
Staðið verður fyrir sögustund-
um fyrir börnin um helgar síðar
í vetur.
Þegar hafa þrjár sýningar ver-
ið frumsýndar í Iðnó á þessu
leikári: Spunaleikritið Þjónn í
súpunni með Eddu Björgvins-
dóttur, Bessa Bjarnasyni, Stefáni
Karli Stefánssyni, Margréti Vil-
hjálmsdóttur og Kjartani Guð-
jónssyni; Rommí eftir D.L.
Coburn, þar sem Guðrún Ás-
mundsdóttir og Erlingur Gísla-
son fara með aðalhlutverkin, og
barnaleikritið Dimmalimm, sem
byggt, er á bók Iistmálarans
Muggs. Hlutverk í þeirri sýningu
eru í höndum leikaranna Hörpu
Amardóttur, Olafs Guðmunds-
sonar og Þorsteins Bachmann og
tónlistarmannanna Guðrúnar
Birgisdóttur og Peters Máté.
Þá verður Leikhússporti,
keppni í leiklist, fram haldið á
mánudagskvöldum í vetur. Segir
Magnús þessa nýbreytni hafa
failið í fijóa jörð og þarna sé tví-
mælalaust vaxtarbroddur í ís-
lensku leikhúslífi. Leikstjóri er
Martin Gejer. Næstu keppnir
verða 28. september, 12. og 26.
október og 9. og 23. nóvember.
Fleiri sýningar em fyrirhugað-
ar í Iðnó á leikárinu en að sögn
Magnúsar er ótímabært að kynna
þær að svo stöddu „enda er Iðnó
lifandi leikhús og bmgðist fljótt
við breyttum aðstæðum“.
Tónlist og myndlist
Á þessu má sjá að leiklist mun
skipa öndvegi í Iðnó í vetur, svo
sem hefðin gerir ráð fyrir. Tón-
list, myndlist og sitthvað fleira
mun þó einnig koma við sögu.
„Með því að vera með tónlist og
myndlist i Iðnó tekst okkur
kannski að laða nýtt fólk að leik-
húsinu um leið og við ýtum ef til
vill undir áhuga leikhúsgesta á
þessum listgreinum. Það er af
hinu góða - listgreinarnar hafa
alla tíð stutt vel hver við aðra.“
Alla þriðjudaga verða tónleikar
í Iðnó, allt frá poppi yfir í klassík.
Verið er að leggja lokahönd á
dagskrá vetrarins og verður hún
kynnt í heild sinni innan skamms.
Þegar má nefna að í nóvember
verða tónleikar með verkum
Áskels Mássonar og í janúar
verða öll kammerverk franska
tónskáldsins Francis Poulenc
flutt á femum tónleikum.
Á göngum Iðnó verða mynd-
listarsýningar í vetur. Þar verð-
ur myndlist af öllu tagi sem
gjarnan tengist leiksýningum í
húsinu að einhveiju leyti.
Ennfremur verður boðið upp á
dansleiki í Iðnó í vetur. Haust-
dansleikur er á næsta leiti og ný-
ársdansleikur er einnig fyrirhug-
aður.
Loks er þess ógetið að fyrir
skemmstu var undirritaður sam-
starfssamningur Iðnó og
Skemmtihússins. Fyrsti liðurinn í
samstarfinu var sýning Skemmti-
hússins á Ormstungu í Iðnó.
SIP SAMBAND ÍSLENSKRA PRÓFUNARSTOFA
Morgunverðarfundur SÍP
föstudaginn 25. sept. nk. kl. 8.15—10.00.
Staður: Háteigur, 4. hæð á Grand Hóteli
Fundarefni: Prófanir og gæðatrygging í evrópsku samhengi.
1. Setning — kynning á SÍP. (Hjörleifur Einarsson, formaður SÍP).
HE setur fundinn og kynnir SÍP, hverjir eru félagar og hvaða prófanir þeir framkvæma.
2. EUROLAB — starfsemi og staða. (Claes Bankvall, formaður Eurolab).
CB hefur yerið formaður Eurolabs sl. tvö ár. Hann greinir frá stöðu samtakanna, árangri
og framtíðarhorfum.
3. ISO guide 25 — endurskoðun og breytingar frá fyrri útgáfu. (Jarl Forsten, forstjóri VTT).
ISO guide 25 (kallast nú EN ISO 17025) er í endurskoðun og á að koma í stað EN 45001 -
staðalsins um gæðatryggingu í prófanastarfsemi. JL hefur verið virkur í þessu starfi
og greinir frá helstu breytingum og gangi starfsins.
4. CEN/STAR — kynning, hvernig geta Norðurlöndin haft áhrif á starfið? (Göran
Lindholm, forstjóri NORDTEST). CEN/STAR er sú staðlanefnd, sem metur hvar skortur
á prófunaraðferðum stendur staðlastarfi fyrir þrifum og gerir tillögur um rannsóknarverk-
efni á þessu sviði (prenormative research). GL veitir nefndinni forstöðu.
5. Starfsemi Nordtest á sviði gæðatryggingar í prófanastarfsemi. (Bent Larsen, gæða-
stjóri FORCE).
NT starfar mikið á þessu sviði og hefur gefið út talsvert af leiðbeiningum og greinargerðum
varðandi þessi mál. BL greinir frá áhugaverðustu þáttunum.
6. Fyrirspurnir og umræður.
Kaldi karlinn
og krúttið
KVIKMYJVPIR
Stjörnubfó
HEAVEN’S BURNING
★ ★
Leikstjóri: Craig Lahiff. Handrits-
höfundur: Louis Nowra. Aðalhlut-
verk: Russel Crowe, Youki Kudoh,
Kenji Isomura og Ray Barret.
Beyond Films. 1998.
ÁSTRÖLUM finnst greinilega
hentugt að nota eyðimörkina sína
til einhvers, og þ.ám til að taka
upp kvikmyndir og sérstaklega
svokallaðar vegamyndir sem hafa
verið, og eru enn, ansi vinsælar
einkum meðal yngri höfunda.
Himnabál er ein þessara mynda og
er hún ungæðislegur og furðuleg-
ur óður ungskáldsins til Astralíu,
föðurlandsins víðfeðma. Ung-
skáldsins sem raunveruleikinn hef-
ur enn ekki fengið að sía sig í
gegnum.
Heaven’s Burning segir frá
japönsku konunni Midouri sem er
að kafna undan ofríki karlmanna
og gamaldags hefða, en getur loks-
ins andað léttar þegar hún kemur
til stóru frelsisálfunnar. Hún sting-
ur karlinn af, er tekin sem gísl í
bankaráni og kynnist þannig eld-
heitustu ást lífs síns, honum Colin.
Alveg í gi-unninn er þessi saga
harmræn ástarsaga. Ofan á það er
þetta vegamynd, glæpamynd og
samsull af hinu og þessu með ótrú-
Borðdúkar
Margar
lega skrítnum endi. Það mætti líta
á það sem löst en eitt er víst að
maður veit aldrei hvað kemur
næst. Mörg atriði eru býsna fyndin
og notar leikstjórinn myndavélina
oft til að skapa gamansamt and-
rúmsloft. Margar furðulegar per-
sónur koma til sögu og setja sinn
svip á myndina og sýna hversu
auðugt mannlífið er í þessari risa-
álfu.
Furðulegt en satt þá em aðal-
persónurnar klisjukenndastar;
krúttið og kaldi karlinn. Youki Ku-
doh er sannkallað krútt og sæmi-
legasta leikkona á ensku. Ég get
ímyndað mér að hún sýni betri til-
þrif þegar hún leikur á móðurmál-
inu. Russel Crowe er kaldur karl,
stundum of alvarlegur, því hann er
meira en helmingi fallegri þegar
hann brosir. Þau era samt fínt par
og ættu bara svei mér að giftast.
Það verður seint sagt að þetta sé
sérlega góð kvikmynd, en heldur
ekki að hún sé leiðinleg.
Hildur Loftsdóttir
Þakrennur
Þakrennur
og rör ^
á SiBA
BLIKKAS hf
Símar 557 2000 og 557 7100
Skemmuvegi 36 Bleik gata
Kópavogi
Hjá Heimsferðum
finnur bú
sérfræðinga
í sérhópum
Hjá Heimsferðum starfar starfsfólk með áralanga reynslu af skipulagn-
ingu hópferða um allan heim. Hvort sem um er að ræða ráðstefnu, árs-
hátíðarhóp, skólahóp eða fyrirtækjaferð, þá getur þú treyst því að hjá
okkur finnur þú hagkvæmustu leiðina.
Við nefnum hér nokkra af þeim áfangastöðum sem við höfum skipulagt ferðir til, fyrir hópa, á síðustu árum. Hafðu samband og við gerum þér tilboð ( ferðina.
• Acapulco • Costa del Sol • Malasia
• Austurríkí • Hawaii • Mallorca
• Bahamas • Jamaica • Mexico City
• Barbados • Japan • NewYork
• Barcolona • Kanari • Paris
• Benidorm • Kúba • Prag
• Boston • London • San Francisco
• Brasllfa • LosAngeles • Singapore
• Cancun • Madrid • Thailand
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is